Dagblaðið - 18.03.1981, Side 5

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Alexander Stefánsson (F) á þingi í gær: 99 Framtak og forystu Dagblaösins í skoðanakönnunum ber að þakka" — þingmenn orðnir sammála um að ekki eigi að setja reglur sem leggja hömlur á skoðanakannanir „Dagblaðið hefur forystu i skoð- anakönnunum og kannanir blaðsins hafa vakið gifuriega athygli. Sjónvarp og útvarp hafa viðurkennt þær með þvi að telja niðurstöður þeirra meðal aðalfrétta. Dagblaðið hefur útfært skoðana- kannanirnar til fleiri þátta en stjórn- mála. Ástæða er til að þakka blaðinu það framtak og forystu þess í þessum efnum.” Þannig komst Alexander Stefáns- son (F) að orði er hann fylgdi úr hlaði í sameinuðu þingi fyrirspurn sinni: „Hvað líður undirbúningi að setn- ingu reglna eða laga um almennar skoðanakannanir skv. þingsáiyktun er samþykkt var á Alþingi 23. maí 1979?” í framsöguræðunni kvað Alex- ander skoðanakannanir vera þróun sem hlaut að verða iiður í uppiýsinga- miðlun. Vitnaði hann tií fyrri um- ræðna um málið á Alþingi, m.a. ,,að ekki ætti að setja reglur sem settu skoðanakönnunum einar eða neinar skorður heldur reglur sem miðuðu að því að þær uppfylltu skilyrði til að auka traust fólks á þeim og niður- stöðum þeirra.” Alexander kvað kannanir um ólíka málaflokka geta haft áhrif á hvaða mál væru tekin til umræðu. Grund- vallarreglur um skoðanakannanir væru því nauðsynlegar, þær gætu styrkt grundvöll þeirra og komið i veg fyrir ofnotkun þeirra. Nefnd sem aldrei gerði neitt Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra gat þess í svari sínu að 24. nóv. 1970 hefði að undangengnum um- ræðum á þingi verið samþykkt að kjósa 5 manna nefnd sem hefði frum- kvæði að athugun á hvernig skoðana- kannanir væru bezt framkvæmdar svo vilji þess fólks sem þær næðu til kæmi i ljós. Hlutverk nefndarinnar hefði átt að vera tviþætt: 1. Að setja grundvallarreglur um framkvæmd skoðanakannana. 2. Athuga grúndvöll fyrir stofnun er framkvæmdi skoðanakannanir á hlutlausan hátt. í nefndina voru kjörnir Ólafur Björnsson prófessor form., Jónatan Þórmundsson, Friðrik Sophusson, Sighvatur Björgvinsson og Hjalti Kristgeirsson. Nefndin aflaði gagna og ræddi málin en hætti síðan störfum haustið 1973 og skilaði hvorki álitsgerð né tillögum. Síðan kvað dr. Gunnar það hafa gerzt að í mai 1979 hefðu Páll Péturs- son, Alexander Stefánsson og Ingvar Gíslason flutt þingsályktunartillögu um að ríkisstjórn undirbyggi lög um skoðanakannanir. 1 meðförum þing- nefndar hefði tillagan breytzt í þá átt að nefnd yrði kjörin til að setja reglur en ekki lög um almennar skoðana- kannanir. „Þrjár ríkisstjórnir hafa setið síðan áðurnefnd þingsályktun var samþykkt. Tvær þær fyrstu að- höfðust ekkert í málinu en núverandi stjórn hefur rætt málin, m.a. á þeim grundvelli að i stað pólitískrar kosn- ingar manna i nefndina yrði hún skipuð á faglegum grundvelli. Kvað ráðherrann athugun stjórnarinnar á þessu ekki lokið en alveg á næstunni yrði nefndin skipuð. Fyrirspyrjandi þakkaði greinargóð svör og kvað ekki ástæðu til að fjaila frekar um málið. Ábyrgðarhluti að fram- kvœma skoðanakannanir Þá börðu margir þingmenn sam- tímis í borðið en Eiður Guðnason (A) fékk fyrstur orðið. Kvað hann það skjóta skemmtilega skökku við að framsóknarmenn þökkuðu Dag- blaðinu fyrir forystu um skoðana- kannanir. Las hann síðan úr þing- tíðindum úr ræðu Páls á Höliu- stöðum þar sem Páll taldi skoðana- kannanir fjarri því að vera mark- tækar, gerðar til að auka sölu, blaðið fengi niðurstöður þeim flokki í hag er það styddi hverju sinni o.fl. Eiður spurði: Hvað hefur valdið stakka- skiptum Framsóknar? Vilmundur Gylfason (A) kvaðst við fyrri umræður um málið hafa varað við almennum reglum um skoðanakannanir, þær gætu orðið hamlandi. „Það er ábyrgðarhluti að fram- kvæma skoðanakönnun og deila má um framkvæmd þeirra. En því minni reglur sem um þær eru settar og þvi meiri ábyrgð sem hvílir á almennum þátttakanda í þeim, þeim mun betra,” sagði Vilmundur. Ólafur R. Grímsson (Abl.) varaði einnig við þvi að settar yrðu reglur sem settu hömlur á skoðanakann- anir. Nauðsynlegt væri hins vegar að tryggja að þeir sem þær fram- kvæmdu væru m.a. reiðubúnir að leggja fram öll gögn varðandi kann- anirnar og heppilegast væri að þau gögn yrðu geymd í einhverri tölvu- stofnun sem væri öllum fræðimönn- um opin. Páll Pétursson (F) kvað kannan- irnar hafa þróazt nokkuð frá 1979 og vera eitthvað marktækari. Þær væru þó fjarri því að vera ábyggilegar. Gilti það einkum um smærri atriði þeirra, eins og t.d. hvort flokkur væri klofinn eða ekki. Páll kvað kannanirnar máttugt áróðurstæki, þær væru leiðbeinandi um strauma en lágmarksreglur um þær væru nauðsynlegar. Urðu enn um þetta nokkrar um- ræður og orðaskak milli manna um gömulummæli. - A.St. Fjórir nýir lánaflokkar hjá Húsnæðismála- stjórn: Venjuleg lán hækka og ráðast af fjölskyldu- stærð — sérstakar reglur um sty ttri bið eftir lánum Nú liggur fyrir, staðfest af ráð- herra, áætlun húsnæðismála- sljórnar unt lánveitingar úr Bygginga sjóði rikisins 1981 ogskiptingu á fjár- magni útlánaflokka. Lánaáætlunin hljóðar upp á 307 millj. kr. Til nýbygginga (1., 2. og 3. hluta) eiga að fara 145 milljónir, til eldri ibúða 70 milljónir, til ibúða eða heimiia fyrir aldraða og dagvistar- stofnana 10 milljónir, 5 milljónir til viðbygginga og endurbóta, aðrar 5 vegna heilsuspillandi húsnæðis, 2 til eirtstaklinga með sérþarfir, 10 milljónir til orkusparandi breytinga, 2 til tækninýjunga og rannsókna, 14 milljónir i framkvæmdalán, 40 millj- ónir til leigu- og söluíbúða sveitar- félaga og 2 milljónir til verkamanna- bústaða. Lánin til nýbygginga og til kaupa á eldri íbúðum eru svipuð og á sl. ári að viðbættri hækkun á byggingar- kostnaði milli ára. Miklar hækkanir verða á ýmsum hinna lánaflokkanna. Þá eru leknir upp fjórir nýir lána- flokkar og til þeirra er áætlað að veita samtals 21 milljón króna. Húsnæðismálastjórn hefur nú samið reglur i samræmi við ný lög um húsnæðismálastjórn að upphæðir lána fari eftir fjölskyldustærð. Á þetta við bæði um nýbyggingar og kaup á nýjum ibúðum. Þá er ákveðið að upphæð lána hækki fjórum sinnum á ári, í stað einu sinni, og miðist viö byggingarkostnað. Fyrir fyrstu 3 mánuði ársins eru lán út á fokheld hús þessi eftir fjöl- skyldustærð: Einstaklingar .............. 84.000 2— 4manna fjölskylda .... 107.000 3— ömanna fjölskylda .... 127.000 7 manna og stærri........... 147.000 Sérstakar reglur eru samþykktar um útborgun lánanna og þar miðað við styttingu biðtima. Einnig eru sér- stök ákvæði i áætluninni um hækkun lánanna á siðasta hluta ársins ef verð- bólgan feryfir40%. Auk áðurnefndrar lánaupphæðar hefur Byggingarsjóður verkamanna 100 milljónir kr. til ráðstöfunar. - A.St. Tveir menn slösuðust / Landmannalaugum um helgina eins og DB greindi frá á mánudag. Vólsleði mannanna fór fram af snjóhengju og fóllu mennirnir sex metra niður. Þyrla sótti mennina og voru þeir lagðir á Borgarspítalann en annar fókk nær strax að fara heim. Eins og sóst á myndinni er vólsleðinn illa farinn eftir fallið. DB+nynd R. Hjálmtýsson. Vélsleðinn illa farínn MIKLU FLEIRIK0NUR EN KARLAR BEITTAR 0FBELDIHEIMILISMANNA — langf lestir telja samskipti við lögreglu yf irleitt góð Helmingur þeirra kvenna sem sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi á sið- ustu 12 mánuðum kvaðst hafa orðið fyrir barðinu á fjölskyldumeðlimi. Hins vegar höfðu aðeins 5.4% karla þá sögu að segja. Rúmlega 70°7o þeirra sögðust hafa verið beittir of- beldi af ókunnugum. Rúmlega fimmti hluti þeirra sem fyrir ofbeldi urðu leitaði læknis en aðeins um 10% kærðu atburðinn til lögreglu. Þess verður að geta að 9.2% þeirra sem spurðir voru sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi áðurgreint tímabil. Nokkru hærra hlutfall ofbeldisverka virðist framið úti á landi en í Reykja- vík. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð um könnun á viðhorfi fólks til lögreglu í Reykjavík, Vest- mannaeyjum og Suður-Múlasýslu, samtals 1100 manna af báðum kynj- um, á aldrinum 20—69 ára. Úrtak var valið úr þjóðskrá, 600 frá Reykjavík en 250 frá hvoru hinna svæðanna. Var spurningalisti sendur í pósti. Alls bárust til baka 706 listar eða 64.2%. Er sá árangur talinn góður. Fullri nafnleynd var heitið. 36% þeirra sem spurðir voru töldu að samskipti lögreglu og ibúa á heimastað væru góð. Aðeins 5.6% töldu þau slæm en tæplega 48% hvorki góð né slæm. Séu staðirnir athugaðir kemur í ljós að Vest- mannaeyjar eru með hagstæðasta hlutfallið fyrir lögregluna. Nokkru færri fannst löggæzla hæfileg en þeim sem þótti ástæða til að auka hana og fáum, eða 6.5%, fannst að úr henni ætti að draga. Kostnaður við löggæzlu var áætlaður kr. 33.000 gkr. á mann í landinu. Þeir sem töldu það hæfi- legan kostnað voru litlu fleiri en þeir sem ekkert kváðust um það vita. Um það bil fimmtungi þótti sá kostnaður of mikill og álíka margir töldu hann of lítinn. Flestir, eða 38.5% töldu megin- hlutverk löggæzlunnar vera að fyrir- byggja afbrot. 27.1% nefndu um- ferðareftirlit aðalhlutverkið en 24.8% almenna aðstoð við almenn- ing. Af áberandi kostum lögreglunnar bar hæst vingjarnleika, eða 45%, 36.1% tillitssemi, 22.7% heiðarleika og 22.7% dugnað. Drambsemi töldu flestir mesta ókostinn, eða 37%, 16.1% rudda- skap, 10.5% ósvifni og 4.2% óheiðarleika. Tæpur fjórðungur aðspurðra gat liugsað sér að starfa í lögreglunni en 66.8% ekki. Það fólk sem ekki vildi starfa i lögreglunni nefndi þær ástæður að starfið væri ekki áhuga- ver' eða þá erlitt op vanþakklátt. 55.6% kváðust trúa því að lögregl- an beitti af og til óþarfa hörku við handtökur, 30.8% vissu ekki en 13.7% trúðu því ekki. 69.8% sögðu samskiptin við lög- regluna vfirleitt hafa verið góð eða alltaf góð, 7.3% sögðu þau yfirleitt hafa verið slæm eða þá alltaf slæm. 22.8% sögðu þau hvorki hafa verið góð né slæm. Greinargerð þessi er byggð á könn- un sem Erlendur S. Baldursson af- brotafræðingur gerði á vegum dóms- málaráðuneytisins síðari hluta ársins 1980 til janúarloka 1981 með nokkrum hléum. Er könnuninni ætlað að svara því hver viðhorf almennings eru gagnvart Iögreglu og lögreglumálum i landinu. -BS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.