Dagblaðið - 18.03.1981, Side 6

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. verður haldið sunnudaginn 22. marz kl. 14.00 við Hótel Loftleiðir. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu klúbbsins í kvöld milli kl. 20 og 23. BÍKR HAFNARSTRÆT118. - SÍM112504. Hefíissandur Umboðsmaður óskast nú þegar eða frá 1/4. Upplýsingar í síma 91-27022 og 93-6749. mmiAÐw FILMUR QG VÉLAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Bandarísk hergögn til Argentínu? - Vel fór á með Ronald Reagan og Viola forseta Argentínu Ronald Reagan og Roberto Viola forseti Argentínu áttu rúmlega klukkustundar langan fund i Hvíta húsinu i Washington í gær. Reagan lýsti þar þeirri ósk sinni að sambúð þjóðanna batnaði á næstunni. Reagan sagði að loknum fundinum að þeir hefðu átt vel- heppnaðar viðræður um gagnkvæm samskipti þjóðanna og heimsmálin. Með gagnkvæmum samskiptum var meðal annars átt við það að Banda- ríkin kynnu að aflétta vopnasölu- banni gagnvart Argentínu. Bann þetta er tilkomið vegna tíðra mann- réttindabrota í Argentínu. Viola hershöfðingi átti einnig viðræður við öldungadeildarþing- menn og fulltrúa utanríkismála- nefndar þingsins og voru viðræðurnar sagðar innilegar. INNRÖMMUN SIGURJÓNS !T\ Innrömmum myndir og mál- verk, mikið úrval af rammalist- um. Álrammar fyrir grafík- myndir. Málverka- og mynda- sala. Mikið úrval af speglum í fallegum römmum. Ármúla 22. - Sími31788. Rally special Sovézkir brynvagnar i Afganistan. Fyrir skömmu hótaði Ronald Reagan Bandarikjaforseti þvi að láta upprcisnar- mönnum i Afganistan í té vopn og Sovétmenn svöruðu þeirri hótun með yfirlýsingu um að það væru Bandarikjamenn sem stæðu í stríði við afgönsku þjóðina. Ekkert lát á morö- bylgjunni í Atlanta Talið að fórnarlömbin séu nú orðin 22 Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, er mikill áhugamaður um skíðaiþróttina, eins og raunar flestir Norðmenn og um daginn tók hún þátt i hinni miklu Holmenkollenskíðagöngu við góðan orðstír. Ekki var hún þó fyllilega ánægð með skíðin og lét bera á þau áburð áður en gangan hófst. Enn eitt barn hefur Bætzt á listann yfir börn sem annað hvort hafa fundizt myrt eða er saknað í Atlanta í Banda- ríkjunum. Fimmtán ára gamals blökkupilts, Joseph Bell, hefur verið saknað síðan 2. marz. Þar með hafa 22 blökkubörn horfið í Atlanta á síðustu nítján mánuðum og hafa 20 þeirra fundizt myrt. Fjöldamorðin hafa valdið mikilli skelfingu um öll Bandaríkin og viðs vegar bera menn græn armbönd sem tákn vonar um að börnin í Atlanta fái að lifa í friði. Reagan forseti kallar morðin ,,með mestu harmleikjum sem bandarískur bær hefur nokkru sinni orðið fyrir”. Hann hefur lýst því yfir að varafor- setinn George Bush muni halda til Atlanta til að ráðgast við yfirvöld þar og jafnframt hefur forsetinn veitt 1,5 milljónir dollara til rannsóknar morðmálanna í viðbót við 1,0 milljón dollara, sem sambandsstjórnin hafði áður veitt. Rannsóknarlögreglumenn telja að líklegt sé að morðingjarnir séu fleiri en einn og væri það ekki til að auðvelda rannsóknina. Fullvíst er þó talið að sjö morðanna séu framin af einum og sama manninum. Morðin í Atlanta hafa valdið mikilli skelfingu um öli Bandarikin. Erlent Erlent Erlent Erlent Mlhlkll U VETT71 IvlfíIwíIwl JrT/C 11H ÁINNRÁS NÚ —segja Bandaríkjamenn um möguleikann á innrás herja Varsjárbandalagsins í Pólland Utanríkisráðuneytið bandaríska telur sig nú hafa fengið upptýsingar sem bendi til að hættan á innrás herja Varsjárbandalagsins i Póllandi sé. minnien áður. ,,Það er minni ástæða til að hafa áhyggjur af erlendri íhlutun í Póllandi núna i augnablikinu en var fyrir nokkrum vikum,” sagði William Dyess, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins. Þessi yfirlýsing stangast að nokkru á við ummæli Alexanders Haig, utanríkisráðherra Banda- rikjanna siðastliðinn föstudag, þegar hann lýsti þvi yfir að hann ætti von á að geysimiklar heræfingar Sovét- blokkarinnar hæfust við Pólland á næstunni. Dyess sagði að diplómatískt samband við Sovétmenn siðan á föstudag hefði breytt fyrri skoðun Bandarikjamanna og reiknað væri með að innan við 25 þúsund hermenn tækju þátt í heræfingunum, þ.e. færi ekki yfir þau mörk sem Helsinki-samkomulagið frá 1975 kvæði á um að óleyfilegt væri nema öðrum þjóðum væri greint frá hvað til stæði. Dyess sagði að frá 1975 hefðu Bandarikjamenn i 21 skipti tilkynnt Sovétmönnum um heræfingar sínar þrátt fyrir að innan við 25 þúsund hermenn tækju þátt í þeim. Með þvi móti vildu Bandaríkjamenn sýna gott fordæmi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.