Dagblaðið - 18.03.1981, Side 8

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent r Breyttar neyzlu- venjur í Japan Japanir óttast að matvæli verði notuð sem pólitískt vopn gegnþeim Líkt og við íslendingar eru Japanir mikil fiskveiðiþjóð. Árið 1977 veiddu þeir yfir 10 milljónir tonna eða 8 sinnum meira magn en við gerðum. Þrátt fyrir þennan mikla fiskafla flytja Japanir inn mikið af matvæl- um, m.a. 94% af öllu hveiti, 91% af sojabaunum sem þeir nota og mikinn hluta fóðurbætis. Þegar ofan á þetta bætist að Japanir flytja inn næstum alla sina olíu, þá er ekki að ástæðu- lausu að japönsk stjórnvöld séu áhyggjufull á þessum tímum þegar olía og matvæli eru notuð sem póli- tísk vopn. Litið er hægt að gera með olíuna en hvað varðar matvælin þá er um tilbúinn vanda að ræða. Það er til nóg af fiski og hrísgrjónum í Japan en matarvenjur hafa tekið stórfelld- um breytingum á síðastliðnum tveimur áratugum. Fiskur og hrís- grjón sém hafa verið aðaluppistaðan í mataræði Japana er á undanhaldi fyrir kjötvörum, brauði og alls kyns matarolium. 5 milljónir bœnda Japan er afar illa i stakk búið fyrir landbúnað. Um 80% af landinu er fjalllendi og aðeins 13% er ræktan- legt. Þetta litla landsvæði nýta um 5 milljónir bænda og er meðalstærð jarðar aðeins um 1,2 hektarar. Japanskir bændur nýta helming land- svæðis sins undir hrísgrjónarækt og þrátt fyrir mikinn þrýsting stjórn- valda hefur gengið erfiðlega að fá þá til að skipta yfir í grænmeti og korn- rækt. Ástæðan er sú að hrísgrjóna- rækt gefur vel í aðra hönd vegna hárra niðurgreiðslna rikisstjórnarinn- ar. Hrísgrjónaframleiðsla undanfar- Japanskar máltíðir eru oft samansettar af fjölda sipárétta og er mikil vinna lögð i að gera matinn sem girnilegastan. Á stóra bakkanum lengst til hægri má sjá hráan fisk sem er hið mesta lostæti. Baldur Hjaltason skrifar frá Japan Þessi mynd er frá Tsukiji, aðalfiskimarkaði Tókióborgar. Þessir frystu tún- fiskar munu án efa renna út eins og heitar lummur. gefið nýlega töluvert magn af hrís- grjónaforða sínum sem þróunar- hjálp. Mánaðarbirgðir í dag eru Japanir með best nærðu þjóðum heims. En Japanir vita hvað hungursneyð og skortur er. Fyrstu árin eftir síðari heimsstyrjöldina var fæðuskortur svo mikill að fólk varð að selja ómetanlega fjölskyldudýr- gt ipi fyrir poka af hrisgrjónum. Því er Japönum illa við hve háðir þeir eru öðrum, aðallega Bandarikja-, Kanada- og Ástralíubúum, um mat- væli. Japanir eiga 3—4 mánaða birgðir af olíu en ekki nema mánaðarbirgðir af kornvöru og soja- baunum í landinu. Ríkisstjórnin hefur sett það takmark að eiga árs- birgðir af áðurnefndum matvælum en eínkafyrirtækin eru treg til að axja háan geymslukostnað. En meginat- riðið cr að minnka innflutning mat- væla, aðallega með því að aðlaga landbúnaðinn breyttum neysluvenj- um. Japanir munu samt sem áður verða að flytja inn mikið af mat- vælum en þeir vilja vera viðbúnir ef einhverjar þjóðir tækju upp á því að nota matvæli sem vopn gegn þeim. inna ára hefur verið mun meiri en neyslan og situr ríkisstjórnin þvi uppi með mikið magn af hrísgrjónum í rándýru geymsluhúsnæði. Þar sem ríkisstjórnin greiðir bændum 4—5 sinnum hærra verð en gangverð á al- þjóðlegum markaði er hún treg til að flytja mikið út en hefur aftur á móti KUKURIJAPONSKUM STJORNMALUM Þeirri stærstu stjómar sjálfur Tanaka, sakborningur í Lockheeö-málinu Innan ramma japanskra stjórn- rnála fer fram stórfenglegt valdatafl. Ákveðnir einstaklingar innan þings og utan eru mjög valdamiklir og geta kippt í spottann á ótrúlegustu stöðum ef þörf krefur. Með þessum greinar- stúf er ætlunin að reyna að gera laus- lega grein fyrir hvernig Japan er raunverulega stjórnað af fáum en sterkum einstaklingum úr röðum stjórnmálamanna. Sterkasta stjórnmálaaflið í Japan eru frjálslyndir lýðræðissinnar (LDP) og hafa þeir haldið um stjórnartauma siðan eftir siðari heimsstyrjöldina. Þingflokkur LDP skiptist t nokkrar undireiningar sem kalla mætti klikur og eru þær myndaðar kringum sterk- ustu stjórnmálamennina. Þessar klíkur ganga undir ýmsum fínum nöfnum þótt engum dyljist raunveru- legur tilgangur með stofnun þeirra. Stærsti hópurinn er yfir 100 manns og forystumaður hans er sjálfur Kakuei Tanaka, fyrrverandi forsætis- ráðherra og núverandi sakborningur í Lockheed-mútumálinu mikla sem enn er að veltast um í japanska dóms- kerfinu. Aðrir stórir hópar eru hópur núverandi forsætisráðherra, Zenko Suzuki, hópur fyrrverandi forsætis- ráðherra, Takeo Fukuda, og svo hópur Yasuhiro Nakasone sem hefur yfirumsjón með þeirri deild ríkis- H Tanaka handtekinn foröum daga. báknsins sem sér um efnahagsáætl- anir. Auk fyrrtaldra eru nokkrar valdaminni klíkur. Háar upphœðir Meðlimir þessara hópa verða að hlýða í einu og öllu forystumanni sínum, ekki sízt í því hverja eigi að styðja í kosningum til hinna ýmsu embætta. En leiðtoginn hcfur ekki síður skylduin að gegna gagnvart sínum félagsmönnum. Þær helstu eru: 1) Leiðtoginn greiðir meðlimum hópsins sumar- og áramótabónus eins og tíðkast rrtéðal japanskra fyrir- tækja. Er hér um að ræða verulegar fjárupphæðir og nam áramótabónus- inn hjá Tanaka tveimur milljónum yena á mann. Þannig greiddi Tanaka til sinna stuðningsmanna yfir 400 milljónir yena á sl. ári í bónus og sýnir það vel hve góð sambönd Tanaka hefur í fjármálaheiminum. í flestum tilvikum er um að ræða kosn- ingaframlög fyrirtækja og fjársterkra einstaklinga. 2) Þegar kosningar eru úthlutar for- ystumaðurinn kosningasjóðum til sinna manna, yfirleitt 10—20 millj- ónum yena á mann. 3) Leiðtoginn sér til þess að stuðn- ingsmenn hans fái góð embætti inn- an þings og utan, jafnvel ráðherra- stóla. Þetta ræðst oft af hve fjölmenn klíkan er og hve áhrifamikill for- ystumaðurinn er. 4) Leiðtoginn sér til þess að ekki fleiri en einn meðlimur úr hópnum fari í framboð í hverju kjördæmi til að forðast innbyrðis árekstra. Hvað er Tanaka að brugga? Aldrei fyrr hefur þingsfiokksklíka orðið eins fjölmenn og sú sem Tanaka stýrir nú. Ýmsir telja hópinn of stóran því erfitt sé fyrir leiðtogann að uppfylla fjármálaskyldur sínar. Einnig hefur gætt nokkurrar óánægju meðal félagsmanna yfir því að forystumaður þeirra sitji á sak- borningabekk því það minnki líkurnar á því að klíkan geti komið sínum manni (þá líklega Tanaka) í formannsembætti LDP-flokksins en því hefur hingað til samkvæmt hefð fylgt sjálfkrafa forsætisráðherra- embættið. Þrátt fyrir þessa innanflokksdrætti er samkomulagið milli forystumanna hópanna á yfirstandandi þingi ekki svo slæmt. Tanaka hefur sig lítið í frammi út af málaferlunum en talið er að hann sé að undirbúa stórsókn og hafi fullan hug á að ná fyrri met- orðum. Stóra spurningin er hver niðurstaðan í Lockheed-málaferlun- um verður, þ.e. hvort hægt verður að sanna að Tanaka hafi móttekið mútugreiðsluna frá Lockheed. Enn sent komið er hefur hann harðlega neitað þótt aðrir ákærðir hafi viður- kennt að hafa farið með peningana til híbýla hans. Vi

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.