Dagblaðið - 18.03.1981, Síða 12

Dagblaðið - 18.03.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. IWÆBIAÐW Útgofandi: Dogblafliö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. RitstjórnrSiflumúla 12. Afgreiflsíá, Askríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Þrengtað valdamönnum Dagblaðið birti í vetur rétta frétt af játningu í morðmáli, þar á meðal af játningu fyrir forstöðumanni sértrúar- flokks. Fimm vikum síðar taldi inni- króaður forstöðumaðurinn henta sér að halda því fram, að fréttin væri röng. Það var síðbúin uppgötvun forstöðu- mannsins og röng. Dagblaðið birti fyrir jól rétta frétt af misheppnaðri tilraun lögreglu til að fá lækni til að láta taka blóðsýni af starfsbróður. Rúmum tveimur mánuðum síðar taldi innikróaður læknirinn henta sér að halda því fram, að fréttin væri röng. Það var síðbúin uppgötvun læknisins og marklaus. Dagblaðið birti í vetur rétta frétt af skjalfestu ósam- komulagi í skólamálum Bolungarvíkur. Kennari á staðnum telur henta sér að halda því fram, að frétt blaðsins sé röng, án þess að geta fært fram stafkrók því til staðfestingar. Reiðilestur kennarans um málið er marklaus. Dagblaðið birti í vetur rétta frétt af skjalfestu ósam- komulagi í lögreglumálum Ólafsfjarðar. Fógeti staðar- ins hefur nú síðast talið henta sér að halda því fram, að frétt blaðsins sé röng, án þess að geta fært fram stafkrók því til staðfestingar. Athugasemd fógetans er marklaus. Dagblaðið birti í vetur rétta frétt af þungum sökum framangreinds læknis á hendur lögreglu. Þegar í rann- sókn var komið, taldi læknirinn henta sér að halda því fram, að rangt væri eftir sér haft, en endurtók þó sömu sakir íeiginblaðagrein. Hringlandi læknisins var mark- laus. Dagblöð, sem flytja lesendum sínum markverðar fréttir, sem valdaaðilar í þjóðfélaginu vilja leggjast á, hafa alltaf verið, eru og munu verða sökuð um æsi- fréttir, tilfinningaskort, sölugræðgi og vankunnáttu. Utangátta rannsóknarlögreglustjóri telur jafnvel henta sér að kalla fréttina af morðmálsjátningunni „söluvöru”, þótt hann viti ósköp vel, að henni var ekki slegið upp, heldur var hún birt í minnsta mögulega formi, — sem eindálkur. Um allt land hefur myndazt fylking reiðra manna, sem telja skrif Dagblaðsins hafa þrengt möguleika sína til að vera í friði með aðstöðu sína og völd. Þeim gremst afskiptasemi Dagblaðsins og telja það ekki eiga að vera með nefið niðri í málum, sem þeir telja sér við- kvæm. Þegar einn þessara manna kastar steini úr glerhúsi sínu, telja sumir hinna sér fært að koma út úr skúma- skotum sínurrvSúer skýringin á, að margar réttar frétt- ir Dagbláðsins hafa að undanförnu verið tilefni upphrópana um „æsifréttaskrif”. Sum dagblöð velja sér þann vettvang að klóra ekki hið minnsta í yfirborðið. Þau birta hinar meinlausu og hversdagslegu fréttir sínar innan um hinn flokkspóli- tíska skæting og níð, sem þau hafa talið sjálfsagðan hlut fráómunatíð. Dagblaðið hefur hins vegar kosið sér að leyfa fólki að skyggnast undir yfirborðið, sjá hina raunverulegu atburðarás að baki sjónhverfinganna, lesa gögn, sem ráðamenn hugðust halda leyndum, og reyna að skilja betur gangverk þjóðlífsins. í hvert einasta skipti vaknar upp við vondan draum einhver sá, sem telur Dagblaðið hafa þrengt möguleika sína til að beita aðstöðu sinni og völdum í friði. Þetta er náttúrulögmál, sem við höfum séð að undanförnu í ótal myndum. Þvi traustari sem upplýsingar Dagblaðsins eru, þeim mun skrækar hrópa hinir innikróuðu valdamenn um „æsifréttir”. Dagblaðið mun hér eftir sem hingað til láta þessa gremju sem vind um eyru þjóta og halda áfram að starfa fyrir lesendur. ðryggismál á hnífsegg—síðari grein: Almannavamir — landvarnir Vi r Umræðan um öryggismáriands- manna er svolítið skritin. í málum landvarna virðast bara vera tveir kostir, — bandarísk framvarðastöð án raunverulegs varnarviðbúnaðar eða þá alls ekkert. í málum almanna- varna var viðkvæðið lengst af sem svo að engar líkur væru á stríði og því tíma- og peningaeyðsla alls óþörf í þess háttar framtíðarvesen. Þegar svo líkur á stríði verða miklar keppast áhrifamenn við að sýna fram á að al- mannavarnir séu nánast vonlausar og allt of dýrar. Oft finnst manni eins og það sé alls ekki verið að ræða um afar örlagarík málefni. Stafla almanna- og landvarna Af nýjum sjónvarpsþáttum og blaðaskrifum má ráða að stríðsvarnir séu helsti veikleiki Almannavarna ríkisins. Það er eins og ráðamenn bíði eftir tilkynningu um stríð eða vilji endilega vita um tiltekinn frest til undirbúnings. Gallinn er bara sá að við skömmtum ekki frestinn og undirbúningstimi má ekki vera of stuttur — og núna er hvort tveggja í höndum samviskulausra ráðamanna risaveldanna. Varla getum við selt slíkum fuglum sjálfdæmi í hendur um örlög okkar? Reyndar er t.d. Guðjón Petersen sannfærður um gildi almannavarna í stríði. Hnífurinn stendur í kú stjórn- málamanna og ríkisvaldsins. Veikleikar almannavarna koma fram í mörgu. Langan tíma þarf til þess að koma upp geislavörnum, Kjallarinn AriT. Guðmundsson sprengivarnir eru engar og allur tækja- og birgðabúnaður er hverfandi. Engar áætlanir hafa verið reyndar og því varla mikils virði þeg- ar á þarf að halda. Auk þess eru al- mannavarnasveitirekkitil, aðeins al- mennar björgunarsveitir, sem enga þjálfun hafa í almannavörnum og svo fámennar stjómunarnefndir. Almenningsfræðsla er ekki til, helst gjöreyðingarhræðsla, og það litla sem gert hefur verið miðast við einn óvissan atburð: Kjarnorkuárás — en ekki allt hitt sem fylgir styrjöld. Þetta er fáránleg og hættuleg staða. Skv. skýrslu Ágústs Valfells hefðu 10% af sölu ÁTVR sl. 10—20 ár dugað til uppbyggingar 1. stóra á- fanga alhliða almannavarna. En hvað um landvarnir? Sjálfsagt trúir einhver því að stríðsaðili muni ekki ráðast í það þrekvirki að gera hér áhlaup í margs konar tilgangi. Aðrir trúa því líka að affarasælast sé þá að trufla nú alls ekki þvílíka iðju. Hvað sem menn halda um þetta og hve ákaft sem deilt er um hvort Kefla- víkurstöðin sé eftirlits- eða árásar- stöð, er ljóst að hún er ekki varnar- stöð í núverandi horfi. NATO reiknar með að nægur fyrirvari gefist til þess að bæta við mönnum og búnaði. En auðvitað er fyrirvarinn óljós og engin trygging fyrir því að NATO takist að flytja hingað þau fáein þúsund manna sem eru til á pappírum vestanhafs. Og engan dóm vil ég leggja á gagnið af þessu liði sem aldrei hefur hingað komið, ekki æft sína iðju hér og hamingjan veit hvort færu héðan, umbeðnir. Eruð þið annars ekki forvitnir um þessar fyrirhuguðu landvarnir, sem aldrei hefurmátt ræða um, lesendur góðir? Vilja ekki NATO-menn leggja spilin á borðið — t.d. Magnús Þórðarson eða Benedikt Gröndal? Kannski utanríkisráðherra? Og þeir allaballar mega gjarnan segja frá því í leiðinni hvort þeir ætli að knékrjúpa, stinga höfðinu í sandinn eða hlaða haglabyssur, verði íslendingum ógnað í fúlustu alvöru. Varnir eða varnarleysi? Það er vont að tala um það sem lengst af hefur verið bannvara á Tækifærið á ..Hafréttarráð- stefnunni” Gófl tíðindi Það voru mikil og góð tíðindi, sem bárust til íslands í síðustu viku, er það fréttist, að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að fresta samþykkt fyrirliggjandi sáttmála til hafréttar á Hafréttarráðstefnunni, sem haldin er í New York um þessar mundir. Jafnframt var tilkynnt að aðal- samningamaður Bandaríkjanna í sendinefnd þeirra hefði verið rekinn og nýr skipaður í hans stað. Það liggur því fyrir, að núverandi stjórn Bandaríkjanna álítur, að hagsmunir Bandaríkjanna séu ekki nægjanlega V tryggðir í fyrirliggjandi uppkasti, og að þessi mál verði nú endurskoðuð. Ástæðan, sem gefin er, er á sviði réttar til málmvinnslu utan 200 mílna. Málmvinnslan Hvernig stendur nú á því, að réttur til málmvinnslu utan 200 mílna getur náð að stoppa samkomulag á Hafréttarráðstefnunni? Orsökin liggur í því, að hinir nýju valdhafar í Washington lita nú orðið i fyrsta skipti á heiminn allan í heild sinni, er þcir ákveða baráttu sina gegn heims- kommúnismanum. Það er vitað mál að vissar tegundir málma, sem notaðir eru til smiði hernaðartækja eins og t.d. þotuhreyfla, kóbolt, svo og platinium, manganese o. fl. eru landfræðilega aðallega skorðaðir við suðurhluta Afríku og Sovétríkin. Með tilliti til aukinna áhrifa Sovét- ríkjanpa í suðurhluta Afríku, Angola, Mosambique, Ródesíu, svo og þeirrar púðurtunna, sem Suður- Afríka er, getur mjög hæglega komið upp sú staða, að ef girt væri fyrir vinnslu fyrrnefndra málma úr heims- höfunum, mundu Sovétríkin og heimskommúnisminn öðlast einokunarvald um framleiðslu lífs- nauðsynlegra málma til verndar öryggi hins vestræna heims. Málm- framleiðslufyrirtæki í Banda- ríkjunum verða að bera sjálf ábyrgð á sínum fjárhag. Ef alþjóðleg stofn- un með aðsetri í Genf og undir yfir- stjórn þjóða úr þriðja heiminum á- samt kommúnistaríkjunum mundi öðlast yfirstjórn málvinnslu úr heimshöfunum utan 200 mílna, en það gerir hún skv. fyrirliggjandi texta á Hafréttaráðstefnunni, væri hægur vandi að koma í veg fyrir að nokkurt frjálst málmvinnslufyrirtæki i Bandaríkjunum mundi leggja út í þann fjárfestingarkostnað, sem slíkri vinnslu fylgir vegna öryggisleysis og ýmissa boða og banna væntanlegrar ,,Ef alþjóðleg stofnun með aðsetri í Genf og undir yfirstjórn þjóða úr þriðja heiminum á- samt kommúnistaríkjunum mundi öðlast yfirstjórn málmvinnslu úr heimshöfunum utan 200 mílna, en það gerir hún nú samkvæmt fyrirliggjandi texta á Hafréttarráðstefnunni, væri hægur vandi að koma í veg fyrir, að nokkurt frjálst málmvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum mundi leggja út í þann fjárfestingar- kostnað, sem slíkri vinnslu fylgir, vegna öryggisleysis og ýmissa boða og banna væntanlegrar alþjóðastofn- unar.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.