Dagblaðið - 18.03.1981, Side 13

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 13
H DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. pólitiskum torgum. Menn heimta gjarnan mótaða stefnu af okkur marx-lenínisum þegar fram kemur að við hvorki viljum almanna- og land- varnalaust land né stórkostlegt víghreiður NATO. Sérstaka áherslu okkar á hættuna af sovéskum voðaverkum á íslandi kalla nokkrir enn úr Alþýðubandalagi og Fylkingunni þjónkun við NATO. Svör min við öllu þessu eru þau, að við megum ekki láta nútíma móðuharðindi ganga frá íslensku þjóðinni og verðum að treysta á góðar almannavarnir og sjálfstæðar, íslenskar landvarnir. Hér eru fáeinar tillögur. Almannavarnir Undir almannavarnir eiga að teljast allar aðgerðir til þess að vemda almenning og „kerfið” fyrir sprengihöggum, geislun, skotárásum, eldum og gasi. Inn undir þær falla því skýlagerð, neyðarfjarskipti, búferlaflutningar, matvæla- og orku- framleiðsla að nokkru leyti og lág- marks stjórnsýsla og löggæsla. Það gefur auga leið að Almanna- varnir ríkisins eru víðsfjarri þessum markmiðum og gætu reyndar ekki sinna verkefnum í forgangsröð. Hin deildin sér um söfnun olíubirgða, varahluta og skipulagningu neyðar- stjórnkerfis. Sýslu- og bæjar eða hreppsnefndir gætu verið tengiliðir þessara ríkisstofnana og almennings. Fjár verður að afla með þvi að flytja fé úr öðrum verkefnum og hugsanlega með aukinni skattheimtu. Lágmarkslandvarnir Ég tek skýrt fram að ég er ekki áhugamaður um hermennsku eða byssurómantik. Helst vildi ég að tillögur mínar þyrftu ekki að koma fram. Skásti kosturinn er uppbygging heimavarnardeilda í hverjum kaupstað og hverri sýslu. Vilji menn samlíkingar má benda á Noreg og Júgóslavíu. Auðvitað er þetta bundið áhuga fólks á nýmæli sem þessu og nauðsynlegri dreifingu valds og stjórnunar á liði sem þessu. Tilvist vopnasveita í landinu breytir mjög stöðu þjóðmála og hefur ýmis vanda- mál í för með sér. Hlutverk heimavarnardeilda gæti verið þríþætt: — Að aðstoða Almannavarnir, að stunda skemmd- arverk til að gera árásaraðila erfitt fyrir og að stunda hvers kyns vopnað £ „Skásti kosturinn er uppbygging heimavarnardeilda í hverjum kaupstað og hverri sýslu. Vilji menn samlíkingar má benda á Noreg og Júgósiavíu.” séð um allt þetta. Þær þarf því að endurskipuleggja. Stofnun, lík þeirri sem nú starfar, ætti að sjá um varnir gegn náttúruhamförum og uppþyggingu nýrra og öflugra fjar- skipta. önnur stofnun í tveimur tengdum deildum myndi sjá um stríðsvarnirnar. önnur deildin sér um uppbyggingu skýla, sjúkrakerfis, slökkviliðs og um búferlafiutninga. Nýjar skipulagðar og þjálfaðar hjálparsveitir eiga að heyra undir deildina, auk þeirra sem fyrir eru. Myndun og rekstur deildarinnar ætti að leysa á tveimur árum með því að andóf gegn sama aðila. Mig skortir þekkingu til að segja fyrir um mannfjölda, vopnagerð og kostnað við „útgerð” sem þessa og vildi helst að stjórnun væri sem minnst miðstýrð og ríkisbundin. Ég bið menn að hugleiða þetta og hvað almenningur getur gert ef hann stendur frammi fyrir stríðsógnun, vondri meðferð og jafnvel glötun sjálfstæðisins? Flest höfum við andúð á ofbeldi en verður vísast að sjá lengra. Ari T. Guðmundsson. alþjóðastofnunar. Til þess að afstýra þessu hugsanlega kverka- taki heimskommúnismans á lífshags- munum hins vestræna heims hafa Reagan forseti og Alexander Haig utanríkisráðherra ákveðið að taka þessi mál til frekari athugunar. Og til þess að tryggja öryggi hins vestræna heims ennþá betur á þessu sviði, hefur Bandarikjastjórn ákveðið nú þegar kaup á kóbolti fyrir 100 milljónir dollara og að verja 2.5 milljörðum dollara til birgðasöfnunar á nauðsynlegum málmum vegna hemaðaröryggis á næstu árum. Það er eftirtektarvert, að ekkert hefur verið gert í þessum efnum síðastliðin 20 ár. Hagsmunir íslands og hins vestræna heims fara saman Stóra málið fyrir ísland í dag er að það verði ekki nú gengið frá hafrétt- arsáttmála, þvi á daginn hefur komið í ennþá rikara mæli en menn gerðu sér ljóst áður, að 200 milurnar tryggja ekki að fullu öryggi lífsundir- stöðu fslendinga, fiskistofnanna við landið, því nokkrir þeirra fara út fyrir 200 mílurnar einhvern tíma ársins. Því býður hin nýja afstaða Bandaríkjastjórnar upp á tækifæri til þess að vinna nýjan þátt í þessum öryggismálum íslenzku þjóðarinnar með því að fá viðurkenndan eignar- rétt strandríkisins fyrir fiskistofnunum. Tillaga í þessa átt liggur fyrir á Hafréttarráðstefnunni frá Argentínu, sem hljóta mun fylgi yfirgnæfandi meirihluta strandríkja heimsins, ef hún verður upp tekin og barizt fyrir af stórveldi eins og Bandaríkjunum, því yfirgnæfandi meirihluti þjóða heimsins er strand- ríki og hljóta því að vera fylgjandi ennþá frekara öryggi og algjöru eignarhaldi á fiskistofnum sínum. Þetta eru sömu rökin og lágu til grundvallar upphafs landhelgisbar- áttu íslendinga 1948, og þau eru jafn einföld og sönn í dag. En við vitum líka í dag, að þessi rök voru rétt, og allir sem á móti þeim stóðu urðu á endanum að lúta í lægra haldi. Því er hér ekkert nýtt á ferðinni, heldur eingöngu haldið áfram á sömu braut og við höfum verið á í gegnum alla okkar landhelgisbaráttu. Vandkvæðin nú Vandkvæðin nú liggja í því, að menn hafa ekkert um þessi mál hugs- að i þessu nýja ljósi og gera sér margir hverjir ekki ljósa grein fyrir þeim nýju tækifærum, sem eru komin til skjalanna. En úr því verður vonandi snarlega bætt á næstunni. Kjallarinn PéturGuðjónsson Einnig hefur enginn gaumur verið gefmn að, hver not hagsmunir fslands geta haft af því að laða til fylgis og baráttu öll þau öfl, sem koma vilja í veg fyrir þann ógnvekjandi ávinning, sem heims- kommúnisminn hefur haft af því að geta nýtt sér öll heimsins höf sem matvælauppsprettu og matvæla- forðabúr. Þessu atriði hefur verið gerð ítarleg grein fyrir í kjallara- greinum eftir undirritaðan hér í Dag- blaðinu. Eru upplýsingar þar um aðgengilegar öllum þeim er áhuga hafa á þessum málum. í stuttu máli er hér um að ræða fjármagnssparnað í fjárfestingum í landbúnaði innan landamæra Sovétríkjanna upp á Um skrefamælinguna: 13 \ Höfuðborgarsvæðið hef ur haft forréttindi Hver eru þau réttindi sem tals- menn andstæðinga skrefamælinga á innanbæjarsimtöl eru að verja? Það eru forréttindi þeirra, sem á höfuðborgarsvæðinu búa og ekki þurfa að greiða þá símaþjónustu sem þeir eru aðnjótandi nema að litlu leyti. Á 91-svæðinu, það er Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnar- nesi, Kópavogi og Varmá, eru um 2/3 hlutar sjálfvirkra síma á landinu, eða samkvæmt ársskýrslu Póst- og símamálastofnunarinnar 1979 49263 simanúmer með 67194 símtæki, en á hinum simasvæðunum er um 1/3 hluti simnotenda, þ.e. 27593 sima- númer, með 32678 símtæki. Notkunin skiptist aftur á móti þannig á milli þessara svæða: Reykjavíkur- svæðið (91) 185.042.271 skref, það er 3.756 skref á símanúmer, en hinn hluti landsmanna notar 251.407.836 skref, eða 9.112 skref á númer. Og hvað gjaldahlutfallið snertir þá greiða notendur á 9I-svæðinu aðeins tæp 50% af simatækjum Pósts og síma þó þeir séu um 2/3 hluti notenda. Það hefur verið rætt um að jafna megi símakostnaðinn með gjald- skrárbreytingu og lengingu skrefa- tímans innan hvers svæðis. Vissulega þarf að endurskoða tímalengdina og taka tillit til þess hvar opinberar stofrianir eru staðsettar. En Kjallarinn Garðar Hannesson línukerfið eins og það er nú, t.d. hér á Suðurlandi, ber ekki meira álag. Það eru aðeins 10—11 % notenda, sem geta verið samtengdir i einu, en ekki 18—23% eins og fram hefur komið hjá sumum þeim sem rætt hafa og ritað um þetta mál. Þá hefur verið reynt að láta liggja að þvi að það sé aðeins í Reykjavík sem tíma- mæla eigi innanbæjarsímtöl. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, slik mæling á að koma á allar sjálfvirkar símstöðvar. Og lækkun skrefa- gjaldsins - kemur öllum notendum símans til góða því auðvitað lækkar skrefagjaldið jafnt þegar hringt er frá Reykjavík cins og þegar hringt er utanaflandi og þangað. Þau rök sem andstæðingar skrefamælinganna hafa helst fært fram máli sínu til stuðnings er að hún muni koma hvað þyngst niður á gamla fólkinu. En þetta er að minu mati blekking, það er alls ekki gamla fólkið sem liggur hvað mest í símanum, þar er um aðra aldurshópa að ræða, enda verður gamla fólkið oft að leita ásjár land- símastöðvanna vegna þess að það nær ekki í símanúmer ættmenna sinna, þvi þau virka alltaf á tali. Eg hef spurt stöðvarstjórana í Keflavík og Varmá um hvernig notkun þeirra elli- og örorkulífeyris- þega, sem fengið hafa niðurfellingu afnotagjalds á þeirra símstöðvum, er háttað. Og útkoman þar er sú sama og í Hveragerði, það er undantekning ef um umframnotkun er að ræða. En ef rétta á hlut gamla fólksins ættu allir ellilífeyrisþegar að fá felld niður afnotagjöld af simum sínum. Sú mis- munun sem viðgengst í þessum efnum í dag er til vansa fyrir Iög- gjafann. Að lokum vil ég benda'á að með tímamælingu innanbæjarsímtala fæst ekki aðeins aukinn jöfnuður á símakostnaði landsmanna heldur verður nýting símakerfisins miklu betri þar sem linum verður ekki haldið eins lengi í einu á aðalálags- tímum og þar með fá notendur betri þjónustu. Garðar Hannesson, stöðvarstjóri Pósts og síma, Hveragerði. ^ ,,Þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa þurfa ekki að greiða þá símaþjónustu, sem þeir eru aðnjótandi, nema að litlu leyti.” hvorki meira né minna en .227.5 milljarða dollara, sem er hærri upphæð en nemur sameiginlegum kostnaði allra þeirra helztu vopna- kerfa, er gert hafa hinn alþjóðlega kommúnisma aö hernaðarlegu risa- veldi. Er ekki vitað að aðrir en undir- ritaður hafi stundað fræðimennsku á þessu sviði, sem vonandi nýtist á Hafréttarráðstefnunni. Ný kenning Þegar horft er á alla heimsmyndina í einu, liggur Ijóst fyrir, að heims- kommúnisminn rányrkir heimshöfin, því að hann sendir ógnvekjandi stóra hátæknivædda flota um öll heimsins höf og hrifsar sér til handa úr þeim 10 milljón tonna ársafla eða meira á sama tíma og fiskistofnar eru að ganga til þurrðar og tekið er meira úr heimshöfunum en þau megna að bæta með nýju lífi. Það er því miður orðin nokkuð gömul saga og rússnesku ryksugurnar, sem gjör- nýta svo hvert kvikindi, að ekki sést á eftir þeim einn einasti sjófugl, sem er dyggur fylgifiskur allra venjulegra fiskiskipa vegna tilfallandi úrgangs, rányrkja heimshöfin og eru ógn- valdur fjölda fiskistofna í heiminum. Er hér um að ræða heimsvandamál, því margar af þjóðum hins vanþróaða hluta heimsins eygja aðeins í fiskveiðum möguleikann til lausnar eggjahvítuefnaskorti í fæðu sinni. Það eru í heiminum í dag 300 milljónir barna, sem munu allt sitt lif búa við vanþroskaðan heila, vegna þess að þau fengu ekki nægjanlegt magn eggjahvítu í uppvexti. Framtiðaröryggi þessara þjóða og margra annarra byggist á því að það óeðlilega ástand taki enda, að rikar iðnvæddar þjóðir eins og Sovétríkin sendi risastóra hátæknivædda fiski- skipaflota um öll heimsins höf og hirði undan ströndum fátæka og vanþróaðra þjóða matvæli, sem skv. landfræðilegri legu og vegna allra eðlilegra hátta eiga að vera matvæla- forðabúr þjóðanna, sem á ströndinni búa. Enda var þessi grundvallarregla viðurkennd af Haagdómnum 1952 í máli Breta og Norðmanna vegna lokunar Vestfjarðar í Norður- Noregi. Kynningarstarf Mikið kynningarstarf hefur verið unnið að undanförnu á þeim uppgötvunum, er gerðar hafa verið með samtengingu upplýsinga um heimsfiskveiðar og heimsfiskifræði við upplýsingar um herfræðileg atriði í þjóðhagfræði Sovétríkjanna. Þessar hagfræðilegu uppgötvanir hafa svipt hulunni frá og fært okkur vitneskju um hina öru uppbyggingu og geig- vænlega umfang fiskveiða heims- kommúnismans, sem reynist vera einn aðalgrunnþátturinn í þeim efna- hagslega styrkleika og þeirri stærð sem er grunnur og framleiðandi vopnakerfa hernaðar-risaveldisins. Það hörmulega i öllum þessum yfir- þyrmandi sannleik er sú staðreynd, að það hefur verið til skamms tíma yfirlýst opinber stefna allra megin- þjóða hins vestræna heims, að halda öllum heimshöfunum galopnum, og ofan af allri vanþekkingunni hefur heimskommúnisminn fleytt rjómann. Þetta er ógnvekjandi og ótrúlegur sannleikur. En nú standa fyrst vonir til, að um algjöra stefnubreytingu verði að ræða í þessum efnum og að áherzla verði lögð á að útiloka hina risastóru útlendingafiota frá strand- ríkjum heimsins. Við það vinnst tvö- faldur sigur, 3. heimurinn heldur áfram að eiga matarforðabúr í sín- um eigin fiskistofnum, og heims- kommúnisminn verður neyddur til þess að hætta að stunda rányrkju um heiminn og neyddur til að framleiða sín eigin matvæli innan sinna eigin landamæra með kostnaði, sem mun koma í veg fyrir þá hernaðarmáttar- uppbyggingu, sem annars mundi megna að ógna öryggi hins vestræna heims. En fyrir ísland mun þetta þýða að fiskistofnar okkar verða okkar fullkomna eign þótt út fyrir 200mílur rambi nokkra daga á ári. Ný tækni Öll þessi mál eru orðin mun brýnni en áður vegna tilkomu nýrrar tækni í sambandi við Ijósmyndun frá gervi- tunglum, sem gefur fullkoriinar upplýsingar á myndlampa í litum um borð í sk’pum nm öll almenn fiski- fræðileg atriði, eins og hitastig, seltu- siig, dýpi, magn lífsmagns o.s.frv. sem gefa til kynna, hvar fiskjar sé helzt von. Engin ein tækninýjung, sem fram hcfur komiö, hefur aðra eins framleiðniaukningu í för með sér eins og þessi nýja tækni, því með henni er ávallt hægt að halda þessum rányrkjurisaflotum á beztu fiskveiði- svæðunum, svo að þeir eru orðnir ennþá afkastameiri og hættulegri dráps- og rányrkjutæki. Þessir rán- yrkjuflotar hirtu um milljón tonn af kolmunna við 200 mílurnar fyrir austan ísland á síðastliðnu hausti, fiskimagn, sem íslendingar áttu að eiga von I að fiska úr á næstu árum. En því miður er sinnuleysið svo mikið í þessum málum, að það er eins og engum komi þetta við og hvergi hefur eitt orð heyrzt í opinberri umræðu um þessi mál eða um það verið skrifað. Það er því sannarlega upp runnin hin 12. stund til átaka og baráttu í þessum málum. Vettvangur- inn er Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna. örlagaþættir í framtíð íslands munu ráðast þar. Gæfan fylgi málstað íslendinga. Pétur Guðjónsson, form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. P.S. í viðbót við að hafa gefið heims- kommúnismanum 277 miUjarða sparnað í fjárfestingu í matvæla- framleiðslu með þvi að hafa haldið með opinberri stefnu sinni opnum öllum heimshöfunum til matvæla- austurs, lítur út fyrir að stóru ríkin i hinum frjálsa heimi hafi ausið í kommúnistalöndin í Austur-Evrópu á annað hundrað milljarða i peningum, þar af hefur Pólland eitt fengið 24 milljarða. Er það að furða að hcimskommúnisminn hafi náð að byggja upp hernaðarógnvald?

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.