Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið - 18.03.1981, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. íþróttir Iþróttir Iþróttir m _ Iþrottir Iþróttir Ásgeir Ármannsson heiðraður Ásgeir Ármannsson, stjórnarmaflur 1 knattspyrnudeild Víkings og bókbindari í Prentsmiðju Hilmis, varð nýlega sextugur. í því tilefni var fjölmennt hóf í félagsheimili Víkings við Hæðargarð. Ásgeir var heiðraður á ýmsan hátt. Hann hlaut gullmcrki Víkings og silfurmerki knattspyrnusambands Islands. Anton Kjærnested, formaður Víkings, og Ellert B. Schram, formaður KSÍ, afhentu honum rncrkin í hófinu. Ásgeir, sem hefur verið stjórnarmaður i knattspyrnudeild Víkings í áratug, hlaut einnig góðar gjafir, meðal annars frá samstarfsmönnum hans I Hilmi og á Dagblaðinu, frá stjórn knattspyrnudeildar Víkings og einnig sérstaklega frá meistaraflokksmönnum félagsins. Auk þess fjölmargar aðrar gjafir. Við hér á Dagblaðinu — og þá sér flagi iþrótta- fréttamenn blaðsins — óskum Ásgeiri til hamingju með þennan merka áfanga i ævi hans og þökkum samstarfið undanfarin ár. Allar fréttirnar, sem hann hefur látið okkur hafa. Á myndinni að ofan sést þegar Anton Kjærnested sæmdi Ásgeir gullmerki Víkings. -hsim. íslandsmeistarar Vík- ings sigruðu á Akureyri - Sigruðu KA 26-18 í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan sigur á KA, 26—18, i 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ i iþrótta- skemmunni á Akureyri í gærkvöld. Vikingar fóru eiginlega beint úr flug- vélinni i leikinn en hann hófst ekki fyrr en kl. 21.15 eða fimm stundar- Helsingör danskur meistari Helsingör tryggði sér danska meistaratitilinn i handknattleik sl. sunnudag, þegar liðið sigraði AGF í Árósum 22—20. Það er í fyrsta skipti frá því 1958 að Helsingör verður Dan- merkurmeistari í handknattleik. Danmerkurmeistararnir frá í fyrra Árósa-KFUM, björguðu sér frá falli með sigri á Rödövre 23—16 á heima- velli. Af úrslitum í öðrum leikjum má nefna, að Holte sigraði Fredericia KFUM 22—16 — Michael Berg skoraði flest mörk í leiknum eða sex fyrir Holte. Þá vann Skovbakken Saga 29— 25. fjórðungum á eftir áætlun. Flugið norður tók eina og hálfa klukkustund vegna mótvinds. KA skoraði fyrsta mark leiksins en eftir tæpar tíu mín. stóð 1—1. Þá tóku Víkingar kipp. Skoruðu þrjú mörk, 4— 1. KA minnkaði muninn í 4—3 og í fyrri hálfleiknum var oftast tveggja marka munur, Víking í vil. 9—7 í hálf- leik. Víkingar byrjuðu með miklum krafti í síðari hálfleik. Skoruðu fjögur fyrstu mörkin og gerðu þá út um Tveir pressu- leikir í sumar Allar líkur eru á að tveir pressuleikir í knattspyrnu verði haldnir í sumar og eru það þá fyrstu pressuleikirnir I ein 4 ár. Þeim fyrrí hefur verið ætlaður tími i byrjun maí, en þeim síðari einhvern tímann í ágúst. Pressuleikir hér áður voru iðulega stórskemmtilegir viðburðir þar sem leikmenn fengu tækifæri til að sýna sig fyrír framan nefið á landsliðsþjálfaranum. Ekki þarf að efa að svipað verði upp á teningnum i sumar. -SSv. leikinn. Staðan 13—7 og eftir það aðeins spurning hve Víkingssigurinn yrði stór. Minnsti munur 14—11 — siðan 18—13 eftir 19 mín. Mikill hasar í lokin og þá mörg mörk skoruð. Gunnar Gíslason var Víkingum erfiður í leiknum, einkum í fyrri hálf- leik. Skoraði 11 mörk — sex víti — í leiknum. Gauti markvörður KA varði vel. Meðal annars þrjú vítaköst í fyrri hálfleiknum. Fyrst frá Þorbergi Aðalsteinssyni, síðan Árna Indriðasyni og að lokum frá Páli Björgvinssyni. Jóhann Einarsson skoraði 3 mörk fyrir KA, Þorleifur Annaniasson 2, Erlingur Mótaskrá Golfsambandsins var lögð fram i gær og á henni kemur i Ijós að fyrsta opna mótið er Finlux-keppnin hjá Keili dagana 9.—10. mai nk. Alls verða 10 opnar keppnir i sumar sem gefa stig til landsliðs. Sú fyrsta er Aðalsteinsson og Guðmundi Guðmundsson eitt mark hvor. Sóknarleikur Víkings var oft mj< beittur i síðari hálfleiknum og ] skoruðu Víkingar 17 mörk. Greinilei sterkari en KA-menn, sem mik möguleika hafa á að vinna sæti í deild nú. Þorbergur var markhæsti Víkinga með sjö mörk. Páll skora sex. Árni fimm, tvö vítaköst. Stein Birgisson og Guðmundur Guðmund son skoruðu tvö mörk hvor, Stefí Halldórsson, Ólafur Jónsson, Ósk Þorsteinsson og Brynjar Stefánsson ei mark hver. -GS' einnig hjá Keili — Þotukeppnin 24. < 25. maí. Þá kemur næst Johm Walker-keppnin á Nesinu helgina eftir. Faxa-keppnin í Eyjum er þrið stigakeppnin, dagana 6.—8. júni, < síðan rekur hver keppnin aðra. -SS Fyrsta opna mótið í sumar hjá Keili Magnús Gíslason skrifar um B-keppnina í Frakklandi — Lokagrein FLOTTÐ SOFANM AD FHGÐfl Sjaldan eða aldrei hafa islenzkir íþrótta- menn valdið landsmönnum sárari von- brígðum en handknattleiksliðið sem tók þátt i B-heimsmeistarakeppninni i Frakk- iandi fyrir skömmu. ísland, með alla sina snjöllu leikmenn, varð að láta sér lynda átt- unda sætið eftir að hafa goldið mikið af- hroð fyrir þeim þjóðum sem hingað til hafa veríð fremur aftariega á merínni i alþjóð- iegum handknattleik. Þeir báru með öðrum orðum ekkigæfu til að hljóta þann sess sem við töldum okkur vfsan, miðað við frammistöðu félags- og landsliðs, á undan- förnum misserum gegn mjög sterkum mót- herjum. TSÍ-forustan mátti þvi enn einu sinni halda heim úr HM niðurbrotin með afrekasnautt lið sem algeriega brást — stiga á stokk og strengja þess heit að búa sig betur út f næstu keppni — en til þess verður hún að glöggva sig á hvað fór úr- skeiðis og hvernig megi læra af hinni bitru reynslu f B-keppninni. Oramp er falli nœst Auðvitað var það takmark íslenzka tandsliðsins að komast í A-hópinn eða eitt af Fimm efstu sætunum í keppninni. Til að ná þeim áfanga dugði ekki lægra sæti en þriðja í riðlinum: Raun- sætt skoðað stóð keppnin um það sæti á milli íslendinga og Frakka. Pól- verjar og Svíar voru taldir líkiegastir til að nreppa 1. og 2. sætið. í fyrstunni var greinilega mest miðað við leikinn við ■rakkana, af íslendinga hálfu, en eftir igrana yFir heims- og ólympíumeisturun- um var markið greinilega sett hærra og stefnt á efstu sætin í B-keppninni. Frakkar rðu landanum ekki að fótakefli enda höfðu þeir ekki af neinum afrekum að táta gegn sterkustu handknattleiksþjóðum heimsins, eins og við íslendingar, en dramb r falli næst, það átti lið okkar eftir að reyna. „Við rúllum þeim upp" var vinsœlt máltœki Auðheyrt var, hvar sem eyrun voru lögð við', að sigurinn yFir Frökkum var vís. Menn lokuðu alveg augunum fyrir sigri Frakka yFtr íslendingum í Laugardalshöll- ■nni í haust. Menn áttuðu sig ekki á því að franska liðið hlaut að hafa styrkzt á ’.veggja til þriggja mánaða samæFingu og að það var á heimavelli með þúsundir áhorfenda sem studdu sina menn af öllum mætti. Einnig virtist það gleymast að Frakkar gerþekktu allar aðstæður, voru orðnir vanir þeim þvælingi sem liðin urðu að þola á milli keppnisstaða og átu sina laglegu fæðu svo að það var eiginlega ekkert sem gat dregið úr þeim mátt eða kjark. Á þessar staðreyndir komu okkar menn ekki auga. „Við rúllum þeim upp” var vinsæl setning þegar minnzt var á væntanlegan leik við Frakka. Þó var af ein- staka manni varað við of mikilli bjartsýni en undir niðri virtist enginn efast um að landinn færi með sigur af hólmi. Aðeins eins marks munur í tapleik íslands fyrir Svíum, á móti fjórum sem Frakkar máttu þola, tók af allan vafa um hvor þjóðin ætti sterkara landslið. Naumur sigur Frakka yfir Hollendingum, sem okkar lið hafði gersigrað og sýnt hrifandi leik, eins og frönsku biöðin orðuðu það, tók af öll tví- mæli um styrk liðanna. Miðvikudagurinn 25. febrúar yrði því okkar sigurdagur í Besancon. íslenzku leikmennirnir voru því ekki með áhyggjusvip á meðan þeir horfðu á fyrri leik kvöldsins á milli Hollands og Austurríkis, enda hressir eftir miðdegis- blundinn sem þeir fengu sér eftir nokkurra stunda ferðalag um morguninn. Eins og tundurspillir siglir niður trillu „Hvað er að ske?” spurðu íslenzku fréttamennirnir hver annan þegar allt fór að ganga á afturfótunum hjá íslenzka liðinu strax á fyrstu mínútunum gegn Frökkum. Hver brotalömin af annarri kom :í ljós á liðinu, misheppnuð skot og send - ingar, varnarleikurinn í molum og mark- varzlan i samræmi við það, leikkerFm gengu ekki upp og liðsstjórnin var fum- kennd og ráðvillt, liðsheildin sundruð og einbeitingin horfin. Undir lokin brast þrekið og vonleysið varð allsráðandi. Frakkar áttu þá alls kostar við landann og sigruðu með níu marka mun, rétt eins og þeir væru á tundurspilli að sigla niður islenzka trillu. Svo lengi má brýna deigt járn að bíti „Við getum ekki gefið neina viðhlítandi skýringu á óförum okkar,” var svarið þegar bæði þjálfari og leikmenn voru inntir eftir orsökunum fyrir óförunum að ieiks- lokum og einnig að ferðalokum. „Við gerðum okkur grein fyrir því, eftir slæma kaflann i leiknum við Hollendinga, að liðið gat fallið saman og einbeitingin horFið. Við erum allir af vilja gerðir að bæta úr því en það tekst ekki.” Með öðrum orðum: vilj- ann vantaði ekki, það vantaði baráttuhug og bjargráðin sem áttu að vera til bóta, þau brugðust á allan hátt. Smám saman fóru svo að koma upp á yFirborðið hjá mönnum efasemdir um að liðið hefði verið nægilega vel undir keppnina búið. Mörgu væri áfátt í þeim efnum: þjálfaraskipti, missætti á milli HSÍ og félaga, í einu tilfelli að minnsta kosti. Keppnisferðin til Þýzka- lands gagnslítil þar sem kjarna liðsins vantaði vegna þátttöku Víkinganna i Evrópukeppninni. Allt of fáar samæfingar með öllu liðinu, — innan við 10 á meðan önnur landslið höfðu hundrað. Löng og þreytandi ferðalög á milli dvalar- og keppnisstaða, breytt mataræði, tilbreyt- ingarlaust hótellíf og svo orkuðu sigrarnir i vináttuleikjunum sem arsenik í veganest- inu i B-keppnina, slævðu baráttuandann. Sitthvað fleira var tínt til sem hugsanlegar orsakir en einu má þó bæta við: frá mínum sjónarhóli séð var um allt of litla brýningu að ræða af hálfu þeirra sem leiddu liðið — þeir gátu ekki örvað það til dáða því svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Einnig var talað um andlega álagið; spennuna sem ríkti á meðal leikmanna vegna krafna landsmanna um að þeir stæðu sig vel, og svo af hinu að umboðsmenn — „manna- veiðarar” — þekktra félaga fylgdust með hinum einstöku leikmönnum íslenzka landsliðsins og þeirra gæti því beðið gull og grænir skógar, það færi þó auðvitað eftir frammistöðunni. Helförin — eða óvænt endalok Vafalítið eiga framantalin atriöi sinn þátt í óförunum en þetta var ekki fyrsta ferð íslenzks landsliðs í HM svo að þessar staðreyndir áttu að vera landsliðsforust- unni ljósar. Þarna var flotið sofandi að feigðarósi. Fyrir einu ári lýsti Páll Eiríks- son, sem var læknir liðsins í B-keppninni, tilkvaddur með hálfsmánaðar fyrirvara, því yFtr að búa þyrfti landsliðið undir slíka keppni með a.m.k. eins árs fyrirvara, bæði andlega og likamlega, með aðstoð læknis og fleiri aðstoðarmanna, til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem leikmenn hljóta

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.