Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Sjgunón ^s^nningar' myndhogg^ á sviðj verölauna myndlistar: EG HEFENGAN KOMPÁS í USTINNI" ff V- Sigurjón Ólafsson myndhöggvari býr á Laugarnestanga. Kringum hús hans risa ótal kynlegir stólpar sem gætu minnt á tótem indíána eða önd- vegissúlur fornmanna — manni finnst að það hljóti að búa í þeim náttúruandar. Þetta er mjög magnað og lifandi umhverfi — og i kynlegri andstæðu við ibúðarkassana gráu við Kleppsveginn beint á móti. Hús Sigurjóns er upphafiega lítið timburhús en svo hefur verið byggð við það vinnustofa og fleiri úthýsi á svo óreglulegan hátt að það mætti halda að húsið væri lifandi fjölfrum- ungur með hæfileika til að skipta sér og vaxa. „Þegar farið er að nota reglustriku á allt þá deyr það,” segir Sigurjón. Þeim sem ekki trúa honum ráðlegg ég að fara út á Laugarnestanga og horfa til skiptis á bústað Sigurjóns og vél- mennisteiknuðu blokkirnar við Kleppsveginn og þá má það vera for- stokkaður þöngulhaus sem ekki fær smátilfinningu fyrir þvi hvað er lif- andi umhverfi, hvað dautt. Faðirvor Hallgríms Péturssonar Sigurjón er rúmlega sjötugur, pinulitill, sivinnandi og sikjaftandi! Hann kann milljón brandara og gæti haldið manni skellihlæjandi í margar vikur. En að fá hann til að ræða alvarlega um list sína, hvað þá út- skýra hana, er vonlítið verk. Ég bendi á mynd sem likist indiána- goði, trónandi á þrem þverbitmn. „Liggja nokkrar trúarlegar hug- myndir til grundvallar þessari mynd?” spyr ég. „Ha, ha!” segir Sigurjón, „er þetta ekki bara þriggja hæða íbúðar- hús sem snýst á stöpli?” Svo sver hann af sér alla trú, bæði kristna og heiðna, en fer þó með faðirvor Hallgríms Péturssonar, sem fáir þekkja, og hefst á þessa leið: „Fáðir á hiiunum hæst. . . ” „Ég lætði þaöaf manni á Eyrar- bakka sem hafði smiðað tvö hundruð báta. Hann féll alltaf fram og fór með faðirvor Hallgríms þegar hann Listamaðurinn við lifandi tré. Bak við hann til hægri er mynd af verki hans við Búrfell, stærstu lágmynd sem enn hefur verið gerð á íslandi i steinsteypu. Til vinstri er Kristján Eldjárn steyptur i brons og enn lengra til hægri „abstrakt verk”. Fjölhæfni Sigurjóns er með ólikindum. Sigurjón situr undir folaldi, sem senn kemst til móður sinnar við Suðurlands- braut. Hún hefur beðið þess i mörg ár en nú kemur betri tið. hafði lagt kjölinn. Einu sinni steig kvenmaður yfir kjölinn hjá honum eftir bænina og þá bað hann um að hætt yrði við skipið. Það fékkst ekki, því kjöltréð var dýrt, en þetta varð óhappafleyta og fórst fljótlega.” Passi í Vatikanið Sigurjón hefur næstum alla ævi búiö á sjávarbökkum, þar með talin sextán ár við Nýhöfnina í Kaup- mannahöfn en þangað fór hann til náms um tvítugt. Hann þótti snemma efnilegur og fékk þrettán ára heiðurs- skjal á heimilisiðnaðarsýningu fyrir afburða vel gerðan „stovkost” úr hrosshári. Hann tók sveinspróf í húsamálun hér heima, fór síðan á listaskólann í Kaupmannahöfn og fékk þar fljótlega gullmedalíu fyrir styttu af allsnöktum verkamanni með haka í hendi, vígalegum mjög. Út á það fékk hann styrk til Ítalíuferðar. Hann á ennþá skrautlegan inngöngu- ■passa í Vatikanið í Róm og fór þangað daglega í margar vikur. „Þar var nóg að skoða, ellefu hundruð herbergi með listaverkum,” segir Sigurjón. „Ég hefði gaman af að vita hvort passinn gildir enn.” Útgáfuárið er 1932. „Hann er löngu dauðurl" Allsberi verkamaðurinn var raun- sæ túlkun á mannslíkama en eftir Rómarferðina fór Sigurjón að vinna meira „abstrakt” og verðlaunum fækkaði. 1940 var mynd eftir hann hafnað á aðallistsýningu ársins í Charlottenborg, væntanlega af því hún þótti svo ljót. Hún hét Maður og kona og sýndi tvo stóra trjábúta að „gera hitt”. Hið mismunandi eðli mannsins og konunnar táknaði Sigurjón með því að hafa „mann- inn” úr harðri eik, „konuna” úr mjúku linditré, og á samsvarandi hátt voru form þeirra og litir ólík. Málið vakti hneyksli og dönsk blöð skrifuðu talsvert um það. En myndin hefur nú löngu hlotið verðskuldaða viðurkenningu og stendur í anddyri Listasafnsins í Álaborg. Ekki löngu áður gerði Sigurjón grágrýtismyndir fyrir Vejleborg á Jótlandi. Sýndu þær bændur og annað vinnandi fólk þar um slóðir. Það varð fimmtán ára bið á þvi að borgaryfirvöld gætu fengið sig til að setja þessar myndir upp fyrir framan ráðhúsið. En nú hafa þær unnið sér svo fastan sess þar í borginni að þegar Sigurjón kom til Vejle fyrir nokkrum árum, pantaði sér bjór á kránni og sagði afgreiðslustúlkunni að hann væri kominn til bæjarins til að skoða myndina sína á torginu þá hrópaði hún upp yfir sig: „Það getur ekki verið. Maðurinn sem bjó hana til er löngu dauður!” „Ég vil ekki sjá hana" Og ekki varð móðir Sigurjóns sér- staklega hrifin þegar hann gerði af henni höfuðmynd sem nú þykir meðal þeirra bestu af meira en tvö hundruð höfuðmyndum hans. „Ég vil ekki sjá hana,” sagði móðir hans, „blessaður settu hana á safn.” „Mamma hélt að safn væri rusla- kompa,” segir Sigurjón og hlær við tilhugsunina um að myndin hafnaði raunar á Ríkislistasafni Dana og er þessa dagana á sýningu á íslenskri list sem opnuð var í Kaupmannahöfn þegar Vigdís íslandsforseti kom þangað. Það er gaman að heyra Sigurjón segja frá móður sinni sem var barn- mörg og bláfátæk. Hún vann alla erfiðisvinnu sem til féll á Eyrar- bakka, hvort sem það var fiskverkun eða mótekja. Auk þess heyjaði hún fyrir tíu kindur og bar heybaggana heim á sjálfri sér, tveggja tíma leið. Hún varð 92ja ára gömul og hélt heilsu fram undir það síðasta. Það sem hún óttaðist mest af öllu var að lenda á sveitinni. Faðir hennar var af ríku fólki en gerður arflaus því hann giftist „niður fyrir sig”. Og sú gamla var stolt og taldi sig jafnan til betra fólks í plássinu, hversu kröpp sem kjör hennar voru. Af mjólk, sykri og morgunsvefni... Það var lítið um mjólk á Eyrar- bakka. Sigurjón segist muna eftir sjálfum sér á brjósti. Svo lítur hann á Einar ljósmyndara, sem er hálfri öld yngri og tvisvar sinnum hærri, og segir, næstum mæðulega: „Af mjólk, sykri og morgunsvefni verða menn hávaxnir.” Og Einar kannast við að hafa notið alls þessa í æsku sinni á Húsavík. Við erum komin í stóru vinnustof- una sem er hituð upp með gamalli kabyssu. Listaverkin eru eins og kynjaskógur. Mörg þeirra eru úr rekaviði. Er það vegna ástar Sigur- jóns á hafinu sem frá Eyrarbakka breiðir sig um óendanlegar víðáttur? Þaðan má sigla hindrunarlaust allt til suðurpóls. Hann segir sjálfur fátt við því heldur fer að útskýra fyrir okkur hvernig rekaviðurinn sé lifandi en vélþurrkaður harðviður dauður. Lifandi viður andar, þenst út og dregst saman eftir rakastigi umhverf- isins. En vélþurrkaður viður er stirðnaður, óumbreytanlegur, gjör- sneyddur lífi. „Annars hef ég engan kompás í listinni,” segir Sigurjón og verður á svipinn eins og barn sem býr til kubbakastala barasta af þvi að það er þrælgaman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.