Dagblaðið - 18.03.1981, Page 18

Dagblaðið - 18.03.1981, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Veðrið Spáð er óframhaldandi norðan- og norðaustanátt um allt land, hríð á Norðurlandi en bjart veður á sunnanverðu landinu. Frost veröur frá 5 til 10 stigum. Klukkan 6 voru norðan 2, skýjað og -8 stig i Reykjavik, noröaustan 7, skýjað og -8 stig á Gufuskálum, norðaustan 7, snjóól og -10 stig á Galtarvita, noröan 6, skafrenningur og -7 stig á Akuroyri, norðan 8, snjókoma og -9 stig á Raufarhöfn, noröaustan 8, snjóél og -9 stig á Dala- tanga, norðnoröaustan 8, skýjað og -9 stig á Höfn og norönorðaustan 9, j sundmistur og -8 stig á Stórhöföa. í I Þórshöfn var skýjað og 3 stig, þokumóöa og 0 stig i Kaupmanna-| höfn, þoka og -10 stig i Osló, skýjaði og -8 stig i Stokkhólmi, rigning og 2 stig i London, þokumóða og -1 stig i Hamborg, lóttskýjað og 1 stig i Paris, þokumóða og 7 stig i Lissabon og hoiðrikt og -6 stig i New York. Þorkell Gíslason fv. aöalbókari, sem lézt 7. marz., fæddist I2. des. 1894 að Gelti í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Ingunn Jónsdóttir og Gisli Þor- kelsson. Þorkell lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1916. Síðan stundaði hann nám í læknisfræði við Háskóla I i.mds í nokkur ár. Þorkell starfaði hi .Hafnar skrifstofunni i rúmlega 39 ar cða til ársins 1965 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1951 kvæntist Þorkell Jórunni J. Norðmann. Einrún ísaksdóttir, sem lézt 7. marz, fæddist 27. nóvember 1905 í Fljótum i Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sólveig Guðmundsdóttir og ísak Jóhannsson. Árið 1921 flutti Einrún á- samt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar. Hún stundaði lengst af kvenfatasaum. Einrún átti tvær dætur. Sesselja Valdimarsdóttir, Laufásvegi 10 Reykjavik, lézt í Borgarspitalanum mánudaginn 16. marz. Jón Matthiasson, Bjarnhólastíg 8 Kópavogi, lézt í Landspítalanum 17. marz. Guðlaugur Björn Oddsson frá Efra- Hofi, Garði, lézt að heimili sínu, Arnartanga 56 Mosfellssveit, 16. marz. Þráinn Haraldsson sem fæddist 19. febrúar sl. lézt 2. marz sl. Anna Kvaran fædd Schiöth lézt í Fjórðungssjúkrahúsiniu Akureyri sunnudaginn 15. marz sl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 21. marz kl. 13.30. Andlát Ólöf Benediktsdóttir sem lézt 14. marz sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. marz kl. 15. Unnur Brynjólfsdóttir, Laugarnes- tanga 87, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 19. marz kl. 15. Guðrún Einarsdótlir verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugar- daginn 21. marz kl. 13.30. Kveðjuat- höfn verður í Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. marz kl. 13.30. Guðrún Þorsteinsdóttir, Fálkagötu 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. marz kl. 16.30. Björn Eiríksson flugmaður, sem lézt 10. marz, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 20. marz kl. 13.30. AA-samtökin I dag. miðvikudag, verða' fundir á vegum AA- samtakanna sem hér scgir: Tjarnargata 5b kl. 12 (opinn). 14, 18 og 2!. Grcnsáskirkja kl. 21. Hallgrims- kirkja kl. 21. Akranes. Suðurgata 102 (93-25401 kl. 21. Borgarnes Læknamiöstöðin kl. 21. Kcflavik Klappar- stigur 7 (92-1800) kl. 21. Neskaupstaður Kaffistofa Netagerðarinnar kl. 21 og Fáskrúðsfjöröur. Félags- heimili kl. 20.30. I hádeginu á morgun. fimmtudag. verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 5 b kl. 14. Aðalfundir Karatefólag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Leifsbúð Hótel Loftleiöum miðvikudaginn 25. marz nk. og hefst kl. 19.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða teknar fyrir nafnbreytingartillögur. Félagar eru hvattir til aðmæta. Húsmœðrafélag Reykjavíkur Aðalfundur verður i félagsheimilinu aö Baldursgötu 9 fimmtudaginn 19. marz kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Kaffiveitingar. Konur, fjölmennið. Iþróttir íslandsmótið í blaki Miðvikudagur 18. marz íþróttahús Hagaskóla Þróttur-UBK l.deild kvcnnakl. 18.30. HK-Samhygð 2. dcild karla kl. 21. Bikarkeppni BLÍ Miðvikudagur 18. marz. íþróttahús Hagaskóla Þróttur-Vikingur mfl. karla kl. 19.45. Sundmót KR 1981 verður haldið i Sundhöll Reykjavikur I8. marz og hefst kl. 20. Keppt vcrður i cftirtöldum greinum: 200 m fjórsund karla, bikarssund 100 m skriðsund kvcnna. bikarssund 50 m bringusund telpna 12 ára og yngri 200 m skriðsund karla 100 m flugsund kvenna 50 m skriðsund svcina 12 ára og yngri 100 m baksund karla 200 ni bringusund kvcnna 100 m flugsund karla 100 m baksund kvcnna 4 x 100 m skriðsund karla 4x 100 m bringusund kvcnna Afreksbikar SSl vcrður vcittur fyrir bczta afrck mótsins samkvæmt stigatöflu. Þátttökulilkynningar bcrist til Erlings Þ. Jóhanns- sonar. Sundlaug Vesturbæjar. fyrir 14. marz. Þált- lökutilkynningar séu á skráningarkortum. skráningar- gjalderkr. 5.00. Ferðafólag íslands Fcrðafélag íslands heldur myndakvöld að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18 miðvikudaginn 18. marz, kl. 20.30 stundvíslega. 1. Sýndar myndir úr gönguferð frá Ófeigsfirði í Hraundal, og frá Hornströndum í Ingólfsfjörð. 2. Jón Gunnarsson sýnir myndir frá ýmsum stöðum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar í hléi. Starfsvika í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Dagana 16.—20. marz verður haldin starfsvika í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (F.S.) og fellur öll formleg kennsla niður í þeirri viku af þeim sökum. í stað venjulegrar kennslu mun nemendum m.a. verða boðið upp á átthagaferðir um Reykjanes, svo og feröir í ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum og Stór-Reykjavikursvæðinu sem tengjast námi þeirra á einhvem hátt. Þá verður efnt til fyrirlestrahalds i skólanum um hin ýmislegustu efni er tengjast jafnt skóla og menntamálum, svo og þjóðmálum og byggðamálum Suðurnesja. Munu fyrirlestramir verða haldnir á milli kl. 15 og 17 alla daga vikunnar og verður hægt að velja milli þriggja fyrirlestra samtimis. Fyrir- lestrar þessir eru opnir nemendum jafnt sem öðrum íbúum Suðurnesja og er ástæða til að hvetja fólk til að notfæra sér þetta tækifæri. Nemendafélag skólans mun í tiiefnL starfsvik- unnar gangast fyrir kvikmyndahátíð í Félagsbíói ofangreinda daga og hefjast sýningarnar kl. 17 dag hvern. Meðal mynda þeirra er sýndar verða eru Og enn skal þynna súpuna Þá vitum við það: kristindómur og kratismi er góð blanda. Svo sagði a.m.k. krataþingmaðurinn Árni Gunnarsson i hálfleiðinlegum umræðuþætti i sjónvarpinu í gær-r kvöld. Eins og efnið er í raun áhuga- vert þá var ekki mjög gaman að þættinum. Ég gafst að visu upp á honum sjálfur fljótlega eftir að umræðurnar hófust og mér sýndust þær ekki ætla að verða áheyrilegar, en svo heyrðist mér ekki annað á sessunautum mínum í morgunsárið að þátturinn hefði ekkert skánað. Gunnlaugur Stefánsson var kannski ágætur þingmaður meðan á því stóð, en hann var ekki mjög afgerandi umræðustjóri — sem kannski ekki er von, líklegast er þetta fyrsti sjón- varpsþátturinn sem hann stjórnar. Brezka „sakamálaþáttinn” Ur læðingi sá ég fyrst í gærkvöld og var ekki sérstaklega hrifinn. (Mætti ég þá heldur biðja um Georg Smælý.) Trúlega er alvarlegasta villan i læðingsþáttunum sú að þættirnir eru of stuttir til að vera sýndir með viku millibili, enda gerðir í Bretlandi með það fyrir augum að vera sýndir á hverju kvöldi. Trúa mín er sú að Ameríkanar hefðu tekið öðruvísi á þessu efni — eins og til dæmis atriðinu þegar Sammi leynilögga var að reyna að fá stelpuna Jill til að segja sér hvað hafði orðið um foreldra hans: þegar stelpan neitaði lagðist Sammi lögga á hnén og sagði vertu nú góð stelpa og þá skal ég gefa þér í glas. í imyndaðri amerískri útsetningu hefði leynilögg- an ekki hikað við að lemja stelpuna dálitið til og þá hefði hún svarað fljótlega refjalaust. Oj! Hroðalega er maður nú spilltur af amerískum hasarmyndum! Fréttirnar fannst mér merkastar, einkum þær að nú eigi enn að þynna út útvarps- og sjónvarpsdagskrárnar. Lengi getur vont vérsnað — en ekki sér maður betur en að það sé gott og gilt sjónarmið að þessi samdráttur muni einkum og sér í lagi koma niður á þeim sem sízt skyldi — gömlum og veikum. Sjálfur er ég viss um að fólk vill heldur borga nokkrum krónum meira en að verða af þeirri ágætu afþreyingu, sem sjónvarp og útvarp eru þrátt fyrir allt. -ÓV. ýmsar mestu perlur kvikmyndagerðalistarinnar svo sem myndir eftir Chaplin, Buster Keaton, Roman Polanski o.fl. Aðgangur að kvikmyndasýningunum er öllum heimill. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður sýnt leikritið KONA eftir Dario Fo 1 flutningi Alþýðuleikhússins í Félagsbíói og starfsvikunni lýkur svo á föstudags- kvöld i Félagsbiói kl. 20.30 meö tónlistarhátið sem Nemendafélagið gengst fyrir. Aðgangur er öllum heimill. Húsfreyjxui Húsfreyjan er komin út 1. tbl. Húsfreyjunnar árið 1981 er komið út. í blaðinu er margt efnis, m.a. skrifar Ágústa Björns- dóttir um vorstörf í garði. Jenný Sigurðardóttir fjallar um megrun og megrunarfæðu. Erna Hreins- dóttir skrifar dagbók konu að þessu sinni. Katrín Fjeldsted læknir skrifar um offitu. Einnig birtist í blaðinu áður óbirt bréf frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Útgefandi Húsfreyjunnar er Kvenfélagasamband íslands. skan a. tw. 82. úfB M»r*198t ÆSKAN Nýlega er út komið marzblað Æskunnar, 56 síður að stærð. Meðal efnis blaðsins inætti nefna: H.G. Wells, Eitt sinn var hann nefndur frægasti maður í heimi, Æskan fær kveðju frá enskum menntamanni, Um Hjálpræðisherinn á Islandi, Hákarlinn, eftir Leo Tolstoj, Gíraffi, Hvers vegna fer það svona?, Frægt fólk, Kvöldsögur Æskunnar; Vofan í skápnum, Nasreddin prédikar, Úr ríki náttúrunnar, Ðarnahjal, Tröllið undir brúnni og geiturnar þrjár, ævintýri í myndum, Rauöi kross íslands, eftir Ólaf Mixa lækni, Tónskáldið Robert Schumann, Saga um lítinn og þægan dreng, eftir Mark Twain, Veiztu það? Gagn og gaman, Fjölskylduþáttur i umsjá Kirkjumálanefndar Bandalags kvenna í Reykjavik, Heimagert manntafl, Hrognkelsi, Barnastúkan í Keflavík, Skemmtilegt boðskort, Skátaopnan, Fíla- veiðar eftir Baden-Powell, Að steypa sér kollhnis, Höfrungahlaup, Algengir hnútar, Góð ráð, Úr Njálu, Um tennur, íslenzk frímerki 1980, Ritgerða- samkeppni Krabbameinsfélagsins, ritgerð Þórdisar L. Jónsdóttur, Iþróttir, Dýrin okkar, Ævintýrið i kastalanum, Bréfaviöskipti, Furðulegt skrímsli, Gæludýr, Lifa dýrin eftir dauðann?, Skrýtlur, Felu- myndir, Krossgáta, Bjössi bolla o.m.fl. Ritstjóri er Grímur Engilberts. Hf. Skallagrimur ÁÆTLUN AKRABORGAR í janúar, febrúar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Kl. 8,30 — 11,30 — 14,30 — 17,30 Frá Reykjavík Kl. 10,00 — 13,00 — 16,00 — 19,00 Nú eru allar verðlaunasögurnar í prentun og væntaniegar á markað á næstunni. Gefur norska út- gáfufyrirtækiö Cappelen sögurnar út. Dreifingar- aðili á íslandi verður Námsgagnastofnun. Ðirtast þær allar á frummálunum en auk þess finnska sagan, sú færeyska og íslenzka i þýðingum. Þess er vænzt að síðar verði allar sögurnar gefnar út á íslenzku. Þeir sem sendu handrit til islenzku dómnefndar- innar geta vitjað þeirra á skrifstofu Verzlunarskóla íslands við Grundarstig frá kl. 9—17. Jakob Haf- 1 apríl og október verða kvoktterðir a sunnudögum. — í mai, júni og september verða kvbktterðir á föstudogum og sunnudögum. — I júlí og ágúst vorða kvökfterðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20,30 ogfrá Rsykjavikkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi sími2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiósia Rviksími 16050 Simsvari i Rviksimi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og algreiðslur á Akranesi og Reykja- vik F R -bylg|a, rás 2. Kallnúmer Akranes 1192, Akraborg 1193. Reykjavik 1194 Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin i Kiel mun veita islenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur að upphæð 750 þýzk mörk á mánuði í 10 mánuði, frá 1. okt. 1981 til 31. júlí 1982, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar sem hafa stundað háskólanám i a.m.k. þrjú misseri. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu i þýzku. Umsóknir- skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi siðar en 30. apríl 1981. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangur og eins manns sem er persónulega kunnugur umsækjanda, ennfremur námsvottorð og upplýsingar um fjárhagsástæður. Umsókn og með mæli skulu vera á þýzku. Norræn smásagna- samkeppni Síðastliðið vor efndu samtök norrænna móðurmáls- kennara til samkeppni um smásögur sem áttu að vera við hæfi lesenda á aidrinum 12-16 ára. Tilefnið var norræna málaárið og veitti Norræni menningar- sjóðurinn styrk til samkcppninnar. Tvær sögur voru valdar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, önnur á finnsku, hin á sænsku, en cin frá Færeyjum og Islandi. Alls hlutu þvi 10 sögur verð- laun, 2000 norskar krónur hver. Mikil þátttaka varð i samkeppninni og bárust alls á 5. hundrað sögur til dómnefnda i öllum löndun- um. í islenzku dómnefndinni áttu sæti þau Ragna Ólafsdóttir kennari, Þórður Helgason kennari og Þorsteinn frá Hamri rithöfundur. Bárust þeim alls .13 sögur og urðu þau sammála um að bezta islenzka smásagan væri sagan Morgundögg eftir Guðjón Sveinsson rithöfund sem á undanförnum árum hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. stein sýnir 50 myndir — á sýningu í N jarðvík Jakob Hafstein sýnir þessa vikuna 50 listaverk sín í Sjálfstæðishúsinu i Njarðvík. Hófst sýningin á sunnu- daginn og stendur til sunnudagskvölds. Opið er frá ki. 4—10 hvern dag. Myndirnar á sýningunni skiptast jafnt milli olíu-, vatnslita- og pastel- mynda. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni og seldust 11 myndir fyrstu tvodagana. -A.St. Jón L teflir f jöltefli á Vestfjörðum Alþjóðlegi skákmeistarinn Jón L. Árnason heldur til Vestfjarða í dag þar sem hann mun tefla fjöltefli á næstu dögum. Að sögn Þorsteins Þorsteins- sonar, varaforseta Skáksambands íslands, er þessi ferð Jóns liður í skák- fræðslu Skáksambandsins á lands- byggðinni. Þannig fór Jón Pálsson um síðustu helgi til Bolungarvíkur og leið- beindi skákmönnum þar og fyrirhug- aðar eru ferðir sterkra skákmanna úr Reykjavík til Akureyrar og Húsavíkur á næslunni í sama tilgangi. -GAJ. GENGIÐ gengisskrAning Ferðamanna Nr. 53 - 17. marz 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 6,480 6,498 7,148 1 Steriingspund 14,609 14,650 16,115 1 Kanadadollar 5,466 5,481 6,029 1 Dönsk króna 0,9903 0,9930 1,0923 1 Norsk króna 1,2131 1,2165 1,3382 1 Sœnsk króna 1,4198 1,4238 1,5662 1 Finnsktmark 1,6032 1,6076 1,7684 1 Franskur franki 1,3194 1,3231 1,4554 1 Belg.franki 0,1899 0,1904 0,2094 1 Svissn. franki 3,4277 3,4372 3,7809 1 Hollenzk florina 2,8095 2,8173 3,0990 1 V.-þýzktmark 3,1118 3,1204 3,4324 , 1 ítölsk Kra 0,00639 0,00641 0,00705 1 Austurr. Sch. 0,4395 0,4407 0,4848 1 Portug. Escudo 0,1155 0,1158 0,1274 1 Spánskur peseti 0,0766 0,0768 0,0845 ‘ 1 Japansktyan 0,03113 0,03139 0,03443 1 irsktDund 11,369 11,401 12,541 SDR (sérstök dróttarróttindi) 8/1 8,0289 8,0511 * Broyting frá siðustu skráningu. Sknsvarí vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.