Dagblaðið - 18.03.1981, Side 27

Dagblaðið - 18.03.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. <§ Útvarp 27 Sjónvarp D NYJASTA TÆKNIOG VISINDI - sjónvarp kl. 21.25: Sagt verður frá framleiðslu á hljóðlátarí þotuhreyflum. DB-mynd Hörður. SKIÐASKIP OG VINDMYLLUBÍLL —ásamt hljóðlátari þotuhreyflumf þurrkun hrísgrjóna og öruggara bremsukerf i Fimm myndir verða á dagskrá þátt- arins Nýjasta tækni og vísindi i sjónvarpinu í kvöld sem Sigurður H. Richter stjórnar. Sú fyrsta er um sjóskíðaskip. Þau hafa verið í notkun í áratug, aðailega á stuttum leiðum. Sjóskíðaskip eða flug- bátar, eins og þau hafa stundum verið nefnd, eru frekar lítil og eru skíði undir skrokknum. Þegar skipið hefur náð ákveðnum hraða lyftist það upp á skíðin en við það minnkar mótstaðan og gefst þá möguleiki á enn meiri hraða. En gallinn við þessi skip er mik- ill titringur í þeim. í þættinum í kvöld verður einmitt sagt frá nýrri tegund sjóskíðabáta, sem er laus við titringinn. Margar hugmyndir hafa komið fram um lausn á órkuvandamálum mannkyns og ein verður kynnt í kvöld. Líklega er of mikið að kalla hana lausn en hún er þó í áttina. Hugmyndin er vindmyllubíll. Slikur bíll er með vind- mylluspaða að aftan og þegar bíllinn er á ferð snúast spaðarnir og framleiða rafmagn en billinn gengur fyrir raf- magni.Og ef vindur blæs þegar bíllinn stendur óhrcyfður framleiðist að sjálf- sögðu einnig rafmagn sem hleðs.i inn á rafgeyminn. Þurrkun hrísgrjónauppskeru er mál sem kannski snertir íslendinga ekki i hinu daglega amstri en engu að síður verður kynnt ný hentug aðferð við slíkt og kannski verður hún til þess að íslendingar fái ódýrari hrísgrjón. Sagt verður frá þróun til hljóðlátari þotuhreyfla en flugvélaframleiðendur hafa neyðzt til að taka tillit til krafna sem komið hafa fram í því efni. Nýjustu breiðþotur eins og Tristar og DC—10 hafa einmitt hreyfla, sem sér- staklega voru hannaðir með það fyrir augum að draga úr hávaða. Loks verður kynnt nýtt bremsukerfi sem Mercedes Benz-verk- smiðjurnar hafa þróað en það hefur þann eiginleika að hjólin læsast aldrei þegar bremsað er. Eykur það mjög öryggi þegar ekið er i hálku. -KMU. UMRÆÐUÞÁTTUR UM ÁFENGISMÁL—útvarp M. 22.40: Er hægt að draga úr áfengisneyzlu? —aðallega spjallað um fræðslu ungs fólks Er hægt að draga úr áfengisneyzlu? munu fjórir menn, Vilhjálmur Svan nefnist umræðuþáttur sem Pjetur Þ. starfsmaður SÁÁ, Karl Helgason Maack guðfræðingur og starfsmaður fulltrúi Áfengisvarnaráðs, Árni Einars- SÁÁ stjórnar í útvarpi í kvöld. Þar son formaður íslenzkra ungtemplara og Sverrir Friðþjófsson forstöðumaður Fellahellis ræða leiðir til að draga úr á- fengisneyzlu, aðallega hugmyndir um hvað hægt sé að gera til að fræða ungt fólk um áfengismál. Bændaskólinn ó Hvanneyri. UR SKOLALIFINU - útvaip M. 20: LANDBÚNAÐARNÁM Á ÍSLANDIKYNNT —Bændaskólinn á Hvanneyri heimsóttur Bændaskólinn á Hvanneyri og nám í landbúnaði hérlendis verða kynnt í þættinum Úr skólalífinu sem Kristján E. Guðmundsson mennta- skólakennari stjórnar i útvarpinu í kvöld. Kristján fór í heimsókn að Hvanneyri á öskudag og ræddi við skólastjórann, Magnús Jónsson. Er þátturinn að mestu byggður upp á þvi viðtali en þeir spjölluðu um skólann og starfsemi hans. Einnig var rætt við fjóra nemendur. Þrenns konar starfsemi fer fram á vegum skólans. Hann er í fyrsta lagi skólastofnun, þar er rekið bú og þar fer einnig fram rannsóknarstarf. Skólinn sjálfur er tvískiptur, í almenna bændadeild og búvísinda- deild. Nám í bændadeild tekur eitt ár en búvísindanám er þriggja ára nám ogáháskólastigi. -KMU. Stuttum viðtölum við Sigurð Pálsson starfsmann menntamálaráðuneytisins og séra Sigurð Hauk Guðjónsson verður einnig skotið inn i þáttinn. Sigurður Pálsson hefur mál sem snerta áfengisfræðslu í skólum hins opinbera á sinni könnu. -KMU. Pjetur Þ. Maack stjórnar umræðu- þættinum. NEMENDALEIKHUSIÐ Peysufatadagurinn eftir Kjartan Ragnarsson Sýning miðvikudag kl. 20. Miðasala opin i Lindarbæ fró kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Miflapantanir í sima 21971 á sama tíma. BIIKKSMIflJftM NL Óskum að ráða nokkra blikksmiði nú þegar eða síðar. Mikil vinna. Upplýsingar á staðnum. BLIKKSMfÐJAN H/F KÁRSNESBRAUT124. - SÍMI41520.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.