Dagblaðið - 24.03.1981, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1981.
FLUGLEIÐIR
Aðalfundur
Aðalfundur Flugleiða hf., verður haldinn föstudaginn
24. apríl 1981 í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl.
9.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr.
samþykkta félagsins.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðal-
skrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 14.
apríl nk.
Athugið að atkvæðaseðlar verða afhentir laugardaginn
18. apríl kl. 10.00 til 17.00.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi,
skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7
dögum fyrir aðalfund.
Stjórn Flugleiða hf.
Hlaðbær h/f. auglýsir eftir
vönum viðgerðarmanni
til að vera með viðgerðarbíl og annast smáviðgerðir og
þjónustu við vinnutæki v/framkvæmda við Hrauneyja-
foss áf. 4og 5.
Uppl. hjá Vigfúsi Vigfússyni í síma 40677.
1X2 1X2 1X2
29. leikvika - leikir 21. marz 1981. Vinningsröð: 1X2 — XII—XII — 110 1. vinningur: 11 réttir - kr. 21.115.- 34560(1/11, 4/10). 44417(3/11,12/10)
2. vinningur: 10 réttir - 96 6606 kr. 532.- 17421 21112 32537(2/10) 43911
3925 10154 17944 21239 32700 44091
3996 10369 18098 22029 34319(2/10) 44653
4003 11142 18811 22053 37136(2/10) 45037
5056 12201 + 19651 27732 41078+
5710 12636 20161+ 29587 41481 +
5878 14190 20188 31202(2110) 42113(2/10)
6135 15943 20354 31203(4/10) 43449
Kærufrestur er til 13. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif-
legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni I
Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda
stofnínn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna
fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
Auglýsing frá
Menntamálaráði íslands um
styrkveitingar árið 1981 úr
Menningarsjóði
Útgáfa tónverka
Til útgáfu íslenskra tónverka verður veittur styrkur að
upphæð kr. 10.000,00. Umsóknum skulu fylgja upplýs-
ingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út.
Dvalarstyrkir listamanna
Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 7.000,00 hver.
Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast
dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og
vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem
nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir
sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamála-
ráði síðastliðin 5 ár, ganga öðru jöfnu fyrir úthlutun.
Styrkir til frœðimanna
Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræði-
störf og náttúrufræðirannsóknir. Umsóknum skulu
fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem unnið er
að.
Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist
Menntamálaráði, Skálholtsstíg 7 í Reykjavík, fyrir 18.
apríl næstkomandi. Nauðsynlegt er að nafnnúmer
umsækjanda fylgi umsókninni.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menn-
ingarsjóðs að Skálholtsstíg 7 í Reykjavík.
íslenzkur f iskur seldur fyrir 17 milljón dala á Flórída í fyrra:
Það er fyrst og
f remst verðið
sem selur fiskinn
— segir Þórir Gröndal, f isksali og ræðismaður á Flórída
,,Á sl. ári var íslenzkur fiskur
seldur fyrir um það bil 17 milljón
dollara á Flórída, en þar eru nú sex
umboðsmenn fyrir íslenzka fiskinn,”
sagði Þórir S. Gröndal, einn af
umboðsmönnunum, í samtali við
blm. DB. Auk þess að vera umboðs-
maður fyrir islenzka fiskinn er Þórir
einnig íslenzkur kjörræðismaður og
fréttaritari DB i sólarlandinu Flórida.
Er blm. DB var þar á ferð nýlega,
heimsótti hann Þóri og konu hans,
Erlu Ólafsson Gröndal, á heimili
þeirra í Plantation, skammt frá Fort
Lauderdale.
Mikilvægur markaður
„Markaður okkar á Flórída er
mjög mikilvægur fyrir íslendinga.
Hér eru samt stundaðar umfangs-
miklar fiskveiðar og veiddar um það
bil hundrað tegundir af fiski sem við
þekkjum alls ekki heima á Fróni,”
sagði Þórir.
íslenzku tegundirnar sem seldar
eru á Flórida eru þorskur, ýsa, ufsi
og grálúða. Ufsinn er mest notaður í
vinnslu en einnig er hann seldur
flakaður. Ufsinn þekktist ekki á
markaðnum fyrir tíu árum, og grá-
lúðan kom fyrst á markaðinn fyrir
fjórum árum.
Það sem þorskurinn virðist vera
að ganga til þurrðar á miðunum við
ísland er vaxandi nauðsyn á að veiða
og selja nýjar tegundir af fiski.
Hvernig er þeim komið á markaðinn?
„Það er aðallega verðið sem selur
fiskinn. Bæði íslenzku fisksölufyrir-
tækin hér fyrir vestan, Sambandið og
Sölumiðstöðin, reka tilraunaeldhús á
sínum vegum. Þar eru gerðar
tilraunir með eldamennsku á hinum
ýmsu fisktegundum. Síðan er farið
með sýnishorn og myndir til
væntanlegra viðskiptavina.
Það er nefnilega þannig hér í
Bandaríkjunum að auglýsingin
verður að vera nákvæmlega eins og
það sem verið er að selja. Rétturinn
verður fyrst og fremst að vera ódýr
og það verður að vera auðvelt að eida
hann. Hann verður að fylla vel á
diski og vera fagur á að lita,” sagði
Þórir.
Landarnir kynna sig vel
Eins og áður segir er Þórir ræðis-
maður íslands á Flórída. Var hann
skipaður kjörræðismaður í júní í
fyrra en það starf er ólaunað.
Frank Hinds, sem verið hefur
ræðismaður íslands á Flórída um
árabil, hefur verið gerður að aðal-
ræðismanni en hann er nú sjötíu og
fimm ára gamall. Frank Hinds er
búsettur í Bocaraton sem er skammt
fyrir norðan Fort Lauderdale. Var
hann sæmdur fálkaorðunni fyrir vel
unnin störf í þágu íslands.
Talsverð umferð Islendinga er á
Flórída og hafa ræðismennirnir
nokkur afskipti af þeim.
— í hverju er starf ræðismanns
aðallega fólgið?
„Helzt að vera til aðstoðar ef
eitthvað ber út' af. Þar að auki þarf
að vinna að auknum viðskiptum milli
landanna og svara margvíslegum
fyrirspurnum. Fyrir kemur að
landar lendi í útistöðum við lögin og
lendi jafnvel í fangelsum, þótt ég
hafi ekki kynnzt slíku af eigin raun,
en Frank hefur sagt mér frá slíkum
málum. Þá kemur einnig fyrir að
sjómenn eru hlunnfarnir hér og fyrir
kemur að fólk týnir pössunum
sínum. Að vísu geta ræðismenn ekki
gefið út passa, nema þá til bráða-
birgða, en við aðstoðum þá fólk við
að ná sambandi við sendiráðið f
Washington.
Annars virðist landinn hafa kynnt
sig mjög vel hér á Flórída. Ég held að
sögur af miklum drykkjuskap
íslenzkra ferðamanna hér á sólar-
ströndum séu mjög ýktar.
Landarnir þurfa að vera örlítið
Þórir Gröndal, kjörræðismaður
íslands i Flórida, fisksali og frétta-
ritari DB.
DB-myndir A.Bj.
sjálfstæðari er þeir koma hingað til
þess að baða sig í sólinni heldur en
þegar þeir fara til sólbaðsstaða i
Evrópu. Þangað fara þeir beint með
leiguflugi en þeir verða að skipta um
flugvél í New York á leið sinni
hingað,” sagði Þórir.
„Straumur íslendinga hingað er
sívaxandi. Talið er að um tvö prósent
af íslenzku þjóðinni hafi heimsótt
Flórída á sl. ári, eða um tvö þúsund
til tvö þúsund og fimm hundruð
manns. Um 40 milljón ferðamenn
komu til Flórída í fyrra og þar af
fóru um 22 milljónir um fiugvöllinn í
Miamiborg, um klukkustundarferð
frá Ford Lauderdale,” sagði Þórir S.
Gröndal.
-A.Bj.
Þar er listin
í hávegum höfð
Frá stofnfundinum i Dalvikurskóla. Þar mættu 20 manns, auk þess sem 13 manns höfðu samband við undir-
búningsnefndina og skráðu sig stofnfélaga. DB-mynd Jón Baldvinsson.