Dagblaðið - 28.03.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981.
7
— í hverfafélögum
Sjálfstæðisflokksins
fhaust?
Guttormur Einarsson, formaður
hverfafélags sjálfstæðismanna í Sel-
ás- og Árbæjarhverfi sagðist á Breið-
holtsfundi sjálfstæðismanna á
fimmtudagskvöld vilja nefna eina
mögulega ástæðu fyrir frestun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins sem ekki
væri mikið rætt um. Samkvæmt
lögum ætti að vera búið að halda
aðalfundi í öllum hverfafélögunum
áður en að landsfundi kæmi i haust.
„Það má búast við þvi að með
haustinu fari að heyrast raddir úr
herbúðum flokksins, aðalskrifstof-
unni, og að þá berist einstrengings-
legar fyrirskipanir um að nú skuli
ljúka af aðalfundunum,” sagði Gutt-
ormur. Hann gaf í skyn, að með því
ætlaði „harði kjarninn í kringum
Geir að skera við trog aðra sjálf-
stæðismenn en þá sem eru hallir
undir formanninn. Allir aðrir en
stuðningsmenn Geirs eru dæmdir
óalandi og óferjandi.”
Kjartan Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins
tók til máls síðar á fundinum og taldi
Guttorm hafa „sáð þeim fræjum að
launaðir starfsmenn í Valhöll sætu á
svikráðum við flokksmenn”. Slíka
ásökun yrði að rökstyðja miklu
betur. Kjartan sagði að fyrst og
fremst þingmennirnir hefðu viljað
fresta landsfundi af ýmsum ástæðum
sem ekki hefði verið mótmælt.
Hann sagðist hafa beitt sér fyrir því
innan flokksins að þegar að fulltrúa-
kjöri til landsfundar kæmi yrði fyrir-
komulagið haft þannig að ekki
skapaði ýfingar meðal manna.
Þorvaldur Mawby verzlunarmaður
sagðist vilja benda Kjartani á að fyrir
aðalfund í sjálfstæðiskvennafélaginu
Hvöt hefði verið „hringt ofan úr
sjálfstæðishúsi” út um bæinn til að
stuðla að formannskjöri Bjargar
Einarsdóttur. Jafnframt hefði verið
unnið gegn Helenu konu sinni Al-
bertsdóttur (Guðmundssonar). „Ég
get nefnt þér fleiri en eitt og fleiri en
tvö og fleiri en þrjú nöfn, Kjartan,”
sagði Þorvaldur.
„Þvi segirðu þetta fyrst nú?” kall-
aði þá Kjartan Gunnarsson úr sæti
sínu.
Guttormur Einarsson kom aftur í
ræðustól og sagði Kjartan ekki hafa
átt að taka svo mikið til sín ásakan-
irnar í fyrri ræðunni.
„Það koma fleiri til greina en
starfsmennirnir. Formenn nefnda og
fleiri koma líka inn í húsið,” sagði
Guttormur.
„Ég er stuðningsmaður ríkis-
stjórnarinnar eins og margir aðrir
sjálfstæðismenn á ísafirði,” sagði
Halldór Hermannsson frá ísafirði á
Breiðholtsfundinum í fyrrakvöld
Imeð Gunnari Thoroddsen. Þegar
Halldór kom í ræðustól kvisaðist um
salinn að hér væri kominn bróðir
Sverris Hermannssonar þingmanns
Austfirðinga og forstjóra í Fram-
kvæmdastofnun.
Halldór sagði að stjórnarmyndun
Gunnars hefði tekizt vegna þess að
hann hefði „litið hag landsins betri
augum en Geir”. Geir vildi hafa
Gunnar Thoroddsen minntist á
fundinum lítillega á málflutning
Guttorms varðandi ástæður fyrir
varnarmálin í fyrsta sæti og ýtti öllu
'öðru til hliðar.
„Við verðum að starfa með
Alþýðubandalaginu, hvort sem ‘
okkur líkar betur eða verr — en með
óbreyttri stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Við viljum að ríkisstjórnin lifi út
kjörtímabilið. Öllum þeim verður
refsað sem hlaupa út úr stjórninni
eins og krötunum forðum.”
Halldór kvaðst vilja að Gunnar
yrði formaður í flokknum og spurði
hann hvort hann myndi bjóða sig
fram til formennsku.
seinkun landsfundarins og þakkað.
honum fyrir „tímabærar aðvaranir”.
- ARH
„Við skulum ekki vera klökk við
að stofna annan flokk gerist þess
þörf. Við munum sópa að okkur
fylgi frá krötum og framsókn.”
Gunnar Thoroddsen sagðist aldrei
„skorast undan að gegna trúnaðar-
mannastörfum fyrir flokkinn,” en að
hann sæktist ekki eftir for-
mennskunni. Hann neitaði því sem
sagt ekki að til greina kæmi framboð
hans til formanns. Áður hafði hann
lýst því yfir að „sæti varaformanns
væri laust” frá og með lands-
fundinum.
-ARH.
„Verum ekki klökk að
stofna annan flokk”
— gerist þess þörf. Gunnar Thoroddsen neitaöi þvíekki að
hann kynni að fara í formannsf ramboð
Pétur O. Nikulásson formaður banka-
ráðs flytur ræðu sína á aðalfundinum:
Hagnaður varð 179,5 milljónir.
Veltan
meira en
tvö-
faldaðist
Hagur Verzlunarbankans stendur
með miklum blóma. Starfsemi bankans
jókst verulega á síðasta ári, innláns-
aukning varð meiri og betri en verið
hefur og útlánsaukning innan þeirra
marka sem stefnt var að. Hefur lausa-
fjárstaðan stórlega batnað, að því er
fram kom á aðalfundi bankans nýlega.
Þar fluttu Pétur O. Nikulásson, for-
maður bankaráðsins, og Höskuldur
Ólafsson bankastjóri ítarlegar skýrslur
um starfsemi bankans og skýrðu reikn-
inga hans.
Hagnaður Verzlunarbankans á
síðasta ári varð 179,5 milljónir og voru
62 milljónir af þeim lagðar i varasjóð
sem nú nemur 412 milljónum. Niður-
stöðutölur á rekstrarreikningi eru 6.944
milljónir og hafa þær hækkað um tæp
107% frá síðasta ári.
Innlánsaukning bankans í fyrra varð
6090,6 milljónir, eða 67,9%, sem er
mesta hlutfallslega aukning sem orðið
hefur hjá bankanum frá upphafi.
Staða Verzlunarbankans gagnvart
Seðlabankanum batnaði á árinu um
tæplega 851 milljón króna og var
jákvæð um 796,5 milljónir í árslok.
Úr bankaráði áttu að ganga þeir
Leifur ísleifsson varaformaður og
Guðmundur H. Garðarsson ritari en
báðir voru endurkjörnir til 2 ára. Aðrir
í bankaráði eru Pétur O. Nikulásson
formaður, Þorvaldur Guðmundsson og
Sverrir Norland.
Bankastjórar eru Höskuldur Ólafs-
son og Kristján Oddsson.
-ÓV
UtíO inn hjá okkur — Það borgar sig
OPIO LAUGARDAG
SJÖNVARPSMIÐSTÖDIN HF
SkHJMÚLA 2 - SiMI 39090
S-432
Verðkr. 1.777.00
S-4540
Verð kr. 2.845.00
S-4420
Verðkr. 2.36
Utsölustaðir: Hvammstangi: Kauplélagið - Bliimluús: Kauplélagið - Saurtár-
krnkur: Kadíó- og sjónvarpsþjónuslan — Akureyri: Radíóvinnustofaii Kaupangi ot>
Hljómvcr — Húsavík: Radíóvcr — Kgilsstartir: Kaupfélagirt - Scyrtisfjörrtur: Stálhúrtin
— Hornafjörrtur: Radíóþjónustan — Hclla: Mosfcll lif. — Sclfoss: Radióvcr - Kcflavík:
Radíóvinnustofaii:
GERIÐ
VERÐ-
SAMANBURÐ
S-4800
Verð kr. 4.650.00
SENC#R
STERE0
FERÐATÆKI
ÚSKATÆKI
FERMINGARBARNSINS