Dagblaðið - 02.04.1981, Side 8

Dagblaðið - 02.04.1981, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. (H Erlent Erlent Erlent Erlent BB) ^ Tvær tillögur Sovétmanna um hernaðarlega spennuslökun: Uppsetningu nýrra meðal- drægra kjamorkueldflauga- kerfa f Evrópu veröi frestaö —viðtal við Nikolai Tservov hershöfðingja sem á sæti í sovézka herráðinu í cftirfarandi viðtali, sem frétta- maður APN, V. Morozov, átti við Nikolai Tsjervov, hershöfðingja, er sæti á í sovézka herráðinu, ræðir hinn síðartaldi um nýjar tillögur Sovétrfkjanna um hernaðarlega spennuslökun i Gvrópu. Spurning: Á 26. flokksþingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna voru settar fram nokkrar tillögur til úrlausnar brýnum vandamálum í al- þjóðasamskiptum. Viltu fjalla um tvær tillögur um hernaðarlega spennuslökun: Traustvekjandi ráðstafanir og fækkun kjarnavopn i Evrópu? Svar: Hvert er hagnýtt gildi þess- ara tillagna og hvernig samrýmast þær lokaályktun Helsinki- ráðstefnunnar? Á það skal bent, að traustvekjandi ráðstafanir á hernaðarsviðinu hafa þegar verið framkvæmdar í samræmi við Helsinkisamkomulagið, þ.e. að tilkynna fyrirfram um meiriháttar heræfingar landherja, er meira en 25 þúsund manna lið tekur þátt i, sem fram fara í löndum Evrópuríkja, þ.á m. i vestanverðum Sovét- ríkjunum, að bjóða fulltrúum annarra ríkja að fylgjast með þeim, ef þeir vilja, og að tilkynna um meiri- háttar herflutninga að eigin geðþótta. Sósíölsku ríkin hafa oftar en einu sinni lagt til við vestræn ríki, að þau tækju upp viðræður um frekari traustvekjandi aðgerðir, t.d. að til- kynna fyrirfram um heræfingar 20 þúsund manna herliðs, í stað 25 þúsund, með mánaðar fyrirvara í stað þriggja vikna, og að takmarka hámarksfjölda liðs, er tekur þátt í heræfingum, við 40—50 þúsund manns, o.s.frv. Sovétríkin eru einnig fylgjandi því, að stækka gagnkvæmt það svæði, sem þessar ráðstafanir taka til. Þau eru einnig fús til viðræðna við hlutaðeigandi aðila í austanverðri Asíu um traustvekjandi ráðstafanir. Sovétríkin bera fram þessar víðtæku tillögur um traustvekjandi aðgerðir vegna þess, að framkvæmd þeirra myndi styrkja viðleitnina til afvopnunar, svo og'með hliðsjón af núverandi spennu í alþjóðamálum, en þessar ráðstafanir myndu eyða vantrausti og skapa gagnkvæmt traust ríkja í milli með því að eyða misskilningi varðandi hernaðarlegar athafnir þcirra og þar af ieiðandi draga úr hættu á nýjum vopnuðum átökum. Spurning: Viltu skýra út efni til- lögunnar um takmörkun kjarn- orkueldflauga í Evrópu, en þetta mál er þeim mun mikilvægara nú, þar sem samsöfnun slíkra vopna eykst stöðugt i Evrópu. Hér er um að ræða eins konar vitahring, þar sem aðgerðir af hálfu annars aðilar kalla á gagnráðstafanir af hálfu hins. Hvernig er unnt að rjúfa þessa keðju? Svar: Sovétríkin leggja til, að samkomulag verði gert um frestun á uppsetningu nýrra meðaldrægra kjarnorkueldflaugakerfa í Evrópu á vegum Nató og Sovétrikjanna, þ.e. að „frysta” núverandi stig þessara kerfa bæði hvað varðar magn og gæði, þ.á m. að sjálfsögðu þau bandarísk kjarnavopnakerfi, sem til staðar eru á þessu svæði. Þessi frest- un getur komið til framkvæmda jafn- skjótt og tilheyrandi samninga- viðræður hefjast og skulu gilda þar til gerður hefur verið varanlegur tak- mörkunarsamningur, eða það sem ákjósanlegra er, samningur um sam- drátt kjarnavopnakerfa i Evrópu. Með þessum tillögum er komið til móts við afstöðu Vestur-Evrópuríkja til þessara mála þar sem frestunin varðar ekki aðeins magn — heldur og gæðaþátt þessa máls. Því miður er í vestrænum áróðri vísvitandi sneitt í ræðu sinni I Berlfn boðaðl Brésnef að Sovétmenn hygðust fækka i herjum sinum í Evrópu um 20 þúsund hermenn og þúsund skriðdreka til að greiða | fyrir viðræðum, sem fram fara I Vfn um fækkun I herjum Varsjárbandalagsins | ]g Atlantshafsbandalagsins. Hermenn úr herjum Varsjárbandalagsins taka þátt i sameiginlegum æfingum bandalagslns „Vopnabræður”. hjá þessu mikilvæga atriði þessa máls. Sovétríkin vilja ekki aðeins tak- marka heldur og fækka kjarna- vopnum í Evrópu, og ef unnt er binda enda á vígbúnaðarkapphlaupið á meginlandinu og hafa hemil á auknum kjarnavopnabúnaði beggja aðila. Hinar nýju sovézku tillögur byggja á núverandi styrkleikajafn- vægi bandarískra og sovézkra herja í Evrópu, en Ieiðtogar Natólandanna hafa ekki hrakið, að það sé fyrir hendi. Er franska sjónvarpsstöðin Antenne-2 spurði Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna að því 23. febrúar sl., hvort Sovétríkin hefðu yfirburði yfir Bandaríkin á sviði kjarnavopna, sagði hann, að með löndunum tveim væri nokkurn veginn jafnræði á þessu sviði. Hernaðarlegt jafnræði felur í sér, að ekki er hægt að fjalla um einstak- ar gerðir vopna án samhengis við önnur vopn. Hernaðarmátt aðila verður að meta með tilliti til alira vopnakerfa í heild. Þess vegna ber að fjalla um meðaldræg kjarnavopn Natólandanna í tengslum við kjarna- vopnakerfi Bandarikjanna í Evrópu, en sumir vestrænir leiðtogar gera það ekki þótt undarlegt sé. Þeir vilja aðeins samjafna sovézkum meðaldrægum eldflaugum og þeim 572 bandarísku eldflaugum, sem sett- ar skulu upp í Evrópu í samræmi við samþykkt Nató í desember 1979. Eins og sovézkir leiðtogar hafa þegar lýst yfir geta þessi lönd ekki og mega ekki virða að vettugi þá staðreynd, að í Evrópu og nær- liggjandi svæðum er staðsettur mikill fjöldi kjarnavopna, sem hægt er að skjóta inn yfir lönd Sovétríkjanna og bandamanna þeirra. Með því að meta vissar tegundir vopna út af fyrir sig réyna sumir vestrænir embættismenn að komast hjá umræðu um sovézku tillögurnar og styðja ráðagerðir Bandaríkjanna um endurnýjun vopna og uppsetningu nýrra meðaldrægra bandarískra eldflauga í Vestur-Evrópu. Sovézku tillögurnar skapa tækifæri til þess að tryggja varðveizlu jafns öryggis og styrkleikjajafnvægis í Evrópu. Nú er það vestrænna ríkja að svara þessu frumkvæði. (APN)

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.