Dagblaðið - 02.04.1981, Page 28

Dagblaðið - 02.04.1981, Page 28
fzfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. TiKæríngará Þjóðviljanum: Baldur rít- stjórí fyrir EinarKarl Réttað í skaðabótamáli kjúklingabónda og landeigenda gegn íslenzka álf élaginu vegna f lúormengunar: Slík flúoreitrun gerír fólk að krypplingum — á 15-20 árum, segir bandarfskur próf essor sem rannsakað hef ur f lúormengun í kjúklingum sem aldir voru í nágrenni álversins „Ég ræddi við prófessor Lennart Krook í gær um hvaða áhrif svona flúoreitrun hefði á fólk og hann full- yrti að i þessu umhverfi sköpuðum við krypplinga á 15—20 árum. Rann- saka yrði starfsmenn í kerskálum Álversins,” sagði Hafsteinn Baldvinsson hrl. i morgun. í gær var flutt í bæjarþingi Hafnarfjarðar mál Guðmundar Jónassonar fv. kjúklingabónda að Straumi gegn íslenzka álfélaginu. Mál Guðmundar flutti Hafsteinn Baldvinsson hrl. en Guðmundur Pétursson hrl. fyrir íslenzka ál- félagið. Vitni fyrir dómi i gær var dr. Lennart Krook prófessor og deildar- forseti við Cornell háskóla í Banda- ríkjunum. Dómari í málinu er Már Pétursson en meðdómendur Jóhann Axelsson prófessor og Þorvaldur Veigar Magnússon læknir. „Upphaf þessa máls er það,” sagði Hafsteinn Baldvinsson í morgun, „að Guðmundur Jónasson rak kjúklingabú að Straumi á árunum 1976—77 en búið hafði verið rekið áður eða frá árunum 1968—69 af Sigurjóni Ragnarssyni og fleirum. Frá árinu 1976 voru mikil vanhöld á kjúklingum þannig að aðeins 21 þúsund kjúklingar af 46 þúsundum það ár skiluðu sér. Áframhaldandi Lennart Krook, prófessor vifl Cornell, útskýrir mál sitt fyrir Ottó Jónssyni dómtúlki við réttarhöldin i Hafnarfirði i gær. DB-mynd: Sig. Þorri. vanhöld voru á árinu 1977 sem leiddu til þess að Guðmundur varð að gefast upp. Hann hafði haft starfsmann og fór nú fram á það við heilbrigðisráð Hafnarfjarðar að ráða starfsmann með búsetu að Straumi. Eftir at- hugun var því neitað þar sem mengun við Straum var meiri en i kerskálum álversins og þvi varð að leggja búið niður. Guðmundur sendi kjúklinga til rannsóknar að tilraunastöð Háskól- ans á Keldum. Eftir að Háskclinn hafði kynnt sér að aðstæður í búinu væru til hreinnar fyrirmyndar hvað vatn og fæðu og annað snerti var niðurstöðum skilað og með saman- burði við kjúklinga frá Móum á Kjalarnesi. í ljós kom marktækur munur á flúorinnihaldi beina, sem reyndist mun meira í Straumi. Háskólinn treysti sér þó ekki til þess að fullyrða að flúoreitrunin væri dánarorsök kjúklinganna. Því var leitað til Lennarts Krooks prófessors í meinatækni við Cornell- háskóla. Hann hafði áður rannsakað búpening í grennd við álverksmiðju á Cornwall Island í New York riki. Hann fékk tvo kjúklinga frá Straumi til rannsóknar og í skýrslu hans er niðurstaðan sú að kjúklingarnir hafi þjáðst af krónískri flúoreitrun. Hann staðfesti skýrslu sína fyrir dómi í gær. Prófessorinn sagði í viðtali við mig að þegar um skepnur væri að ræða eins og i þessu tilfelli væri um peningaspursmál að ræða. En hættan væri mest hjá ungbörnum sem yxu upp á mengunarsvæðinu. Minni hætta væri hjá fullorðnu fólki sem hefði myndað sín bein. Þó safnaðist flúor í beinin. í raun er hér um tvö bótakröfumál að ræða gegn ÍSAL, Bóndinn t Straumi fer fram á 480 þúsund krónur í skaðabætur og landeigendur um 200 þúsund krónur. Ég vænti dóms í málinu í sumar.” -JH. Þrátefli í Háskólanum og kennsla slitrótt vegna verkfalls stundakennara: Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans, er nú farinn í þriggja mánaða orlof. Baidur Óskarsson, erindreki Alþýðubandalagsins og blaðamaður á Þjóðviljanum, gegnir störfum Einars Karls í orlofinu. Auk hefðbundins sumarorlofs nýtur Einar Karl tveggja mánaða orlofs sam- kvæmt kjarasamningum blaðamanna. Kemur orlofið sér vel þar sem nýlega er farið að æfa í Þjóðleikhúsinu leikrit eftir Steinunni Jóhannesdóttur, konu Einars Karls. Verður það flutt á fjölunum í haust. Ekki er alveg synjað fyrir að ýmsir ráðamenn í Alþýðubandalaginu óttist að orlof Einars Karls verði lengra en ráðgert er og þykir mjög miður ef svo færi. Er þegar leitað á Einar Karl að sinna áróðursmálum flokksins einhvern hluta orlofsins, samkvæmt heimildum sem DB telur áreiðanlegar. Það er svo óskylt mál að Ólafur Jónsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, hefur sagt lausu starfi sínu. Hann er stjórnarformaður Húsnæðisstofnunar ríkisins og er það ærið starf. Ólafur Jónsson hefur reynzt ötull og harðsnúinn starfsmaður flokksins. Fullkominn jafningi hans er ekki talinn í augsýn. -BS. Það leynlr sér ekkert á SV-kmdi að vorið er i nind. Það er aittónt komU i hjörtu manna, sllkt fer ekkert á milli mála. Eða vœri þessi stdka að leika sár svona láttilega ef vorið væri ekki handan við homið? DB-mynd Bnar Óiason. Markmiðið að drepa félagið? — spyr formaður félags stundakennara „Það er afskaplega erfitt ástand hjá okkur, þvi kennslutímar falla niður og allt er komið í þrátefii,” sagði einn af starfsmönnum Há- skólans við DB i morgun. Kcnnsla í heimspekideild féll alveg niður í gær eftir hádegið og i íslenzku allan daginn, því nemendur þar fóru strax í samúðarverkfall með stunda- kennurum. Ekki er búizt við minni truflunum á kcnnslu I dag þvi nemendur styðja margir hverjir stundakennara og f undirbúningi er allsherjarverkfall hjá nemendum næsta þriðjudag kröfum stunda- kennara til stuðnings. Stundakennarar sem eru mjög fjöl- mennir við Háskólann hafa lengi vcrið óánægðir með daufar undir- tektir menntamálaráðuneytisins við óskum þeirra um bætt kaup og kjör. Á fundi siðastliðið þriðjudagskvöld boðuðu þeir til verkfalls sem hófst í gær. „Deilan breytti um eðli á þessum fundi,” sagði Ólafur Jónsson, for- ntaður félags stundakennara við HÍ., „frá því að vera einföld endur- skoðun á starfskjörum þá snýst hún nú um samningsrétt stundakennara og þar með tiiverurétt samtaka þeirra. Ég held að markmið skólans sé að drepa félagið,” sagði Ólafur. Ekki tókst að ná í Guðmund Magnússon rekior Háskólans í morgun. -IHH. Góðurafliá land íEyjum Mjög góður afli barst á land í Eyjum í gærkvöld, alls um 600 tonn. Margir netabátar voru með mjög góðan afla, allt upp í 50 tonn og margir með 30—40 tonn. Afli trollbáta var einnig ágætur. Afli Eyjabáta hefur verið að glæðast að undanförnu. Er Þórunn Sveins- dóttir afiahæst með 712 tonn. -FÓV, Vestm. Elías ritstjóri Tímans — tókþrjámeðsér afVísi Elías Snæland Jónsson hóf starf rit- stjóra Tímans í gær eins og ráðgert var. Hann var áður ritstjómarfulltrúi Vísis. Með honum hafa ráðizt til starfa þrír fyrrum blaðamenn Visis, Páll Magnússon, sem verður ritstjórnarfull- trúi, Illugi Jökulsson, umsjónarmaður helgarútgáfu, og Gunnar Trausti Guð- björnsson útlitsteiknari. Hefja þeir störf innan tíðar. Þórarinn Þórarinsson verður áfram stjórnmálaritstjóri og Oddur Ólafsson ritstjórnarfulltrúi. Þeir Jón Helgason og Jón Sigurðsson láta af ritstjórastörf- um sinum i vor. Kjartan Stefánsson, ritstjóri Sjávar- frétta, hefur verið ráðinn aðstoðar- fréttastjóri Sæmundar Guðvinssonar á Vísi. - BS Larsen hamaðist árangurslaust á Kortsnoj í Lone Pine: Jafntefli hjá íslendingunum Frá Jóni L. Árnasyni á skákmótinu í Lone Pine, Kaliforniu: íslendingarnir gerðu allir jafntefli í gær, þeir Jón L., Guðmundur Sigurjónsson og Jóhann Hjartarson. Jón tefldi við stórnieistarann Soltis frá Bandaríkjunum og þeir sömdu jafntefli eftir 37 leiki. „Ég var kominn með mátssókn á hann á tíma- bili en lék svo vitlausan drottningar- leik og mátti þakka fyrir jafntefiið,” sagði Jón L. í morgun. Guðmundur tefldi við • Whitehead, titillausan bandarískan skákmann, og Jóhann við Campora, titillausan frá Argen- tínu. Jóhann var, að sögn Jóns, með betra tafi á tímabili en Argentínu- maðurinn sneri sig út úr erfiðri stöðu. Sovézki útlaginn Viktor Kortsnoj glímdi við Larsen frá Danmörku. Larsen ólmaðist allt hvað hann gat til að leggja .Kortsnoj, tók af honum drottningu í skiptum fyrir hrók, biskup og peð en allt kom fyrir ekki og þeir sömdu um jafntefii. Kortsnoj og Shirazi, alþjóðlegur íranskur meistari, eru efstir og jafnir á mótinu með 3.5 vinninga. Iraninn vann i gær Albud frá Bandaríkjunum og þykir íraninn hafa komið á óvart. Larsen er með 3 vinninga og biðskák. 10 skákmenn eru með 3 vinninga en af íslendingunum er Jón L. efstur með 2.5 vinninga, Guðmundur 2 og Jóhann 1.5 vinning. -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.