Dagblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 11
11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981.
Frímúrarahreyf ingin í sviðsl jósinu á Italíu:
Mesta stjómmálahneyksli
á Ítalíu frá stríðslokum
—Af hjúpun f rímúrarareglunnar varð ríkisstjórn landsins að falli
Grunsemdir varöandi frímúrar-
ana hafa vaknaö á siðustu tveimur
árum og máliö verið talsvert til um-
fjöllunar í ítölskum fjölmiðlum á
þeim tima. Fæsta hefur þó grunað
hverjar afleiðingarnar ættu eftir að
verða og hversu valdamiklir menn
ættu sæti i stúkunni.
Auk mafíunnar á Sikiley og Rauðu
herdeildanna á meginlandi ítalfu
hefur nú verið uppgötvuð ný og
leynileg regla þar í landi, frímúrara-
regla sem kölluð er P-2.
Eins og fram hefur komið I fréttum
hefur þessi uppgötvun þegar leitt til
þess að ríkisstjórn landsins hefur
hrökklazt frá völdum og ekki er séð
fyrir endann á hverjar afleiðingarnar
kunna að verða.
Lögreglan réðst til inngöngu i
höfuðstöðvar stúkunnar í kjölfar
þess að grunsamleg skjöl fundust á
heimili leiðtoga frímúraranna, Lucio
Gelli, „stórmeistara”.
Lucio Gelli, sem er nú í útlegð, var i
fyrstu ákærður fyrir að skipuleggja
„glæpasamtök”. En það er einmitt
sú ákæra sem yfirleitt er notuð til að
koma mafiuforingjum í steininn. Ef
glæpasamtökin samanstanda af
meira en tiu mönnum getur fangelsis-
dómurinn hljóðað upp á meira en sjö
ár. Siðan hefur hann verið ákærður
fyrir njósnir og fyrir að hafa í fórum
sinum rikisleyndarmál.
hans og P-2 stúkunnar verið ákaflega
stirt.
Þegar Juan Peron, fyrrum Argen-
tínuforseti, var að undirbúa sig undir
að snúa heim, eftir áralanga útlegð á
Spáni, var hann gestur Gellis á Ítalíu.
Gelli á viðskiptahagsmuna að gæta f
Rómönsku Ameriku og hefur notið
margvislegrar fyrirgreiðslu argen-
tinska sendiráðsins sem hefur sýnt
honum margvíslegan sóma.
Gelli er nú í útlegð eins og áður
sagði. Hann sagði í viðtali við hægri-
sinnað timarit i Róm fyrir skömmu
að nöfn stúkufélaga hans væri að
finna i hirzlum Orient stórstúkunnar.
Sú uppljóstrun varð til þess að lög-
reglan lét til skarar skríða. Hún hafði
upp á lista með nöfnum tæplega eitt
þúsund stúkufélaga.
Þá kom í ljós að félagar Gellis voru
ekki af verri endanum og tveir þeirra
áttu meira að segja sæti i stúkunni.
Það kom einnig fram í skjölunum að
Adolfo Sarti, dómsmálaráðherra
ftaiíu, haföi sótt um inngöngu í
hreyfinguna. Hann sagði af sér emb-
ætti.
Það varð þó fljótlega ljóst að það
nægði ekki til að lægja óánægjuradd-
irnar svo Forlani forsætisráðherra sá
þann kost vænstan að segja af sér
embætti.
Þar með var fertugasta ríkisstjórn
ftalíu frá stríðslokum fallin og óttast
menn að langvarandi stjórnarkreppa
kunni að vera framundan á ftalíu,
jafnvel að boðað verði til nýrra kosn-
inga. En kosningar hefðu ekki átt að
fara fram á Ítalíu fyrr en 1984.
Pertini forseti segist þó munu
reyna að komast hjá því. „Með öll
sín miklu vandamál þarfnast ítalska
þjóðin þess sfzt að þingið verði leyst
upp. Það er skylda mín að reyna að
koma í veg fyrir það.”
(Reuter og Guardian).
Rannsókn málsins var hafin af al-
vöru fyrir næstum þremur mán-
uðum, þegar Flaminio Piccoli, leið-
togi kristilegra demókrata, sagði að
frimúrarar væru með „samsæri”
gegn flokki hans. Hann skýrði um-
mæli sín ekki nánar en þau urðu til
þess að rannsókn á starfsemi fri-
múrarareglunnar hófst í fjölmörgum
borgum á ftalíu.
Lucio Gelli er toskanskur iðnrek-
andi. Hann stofnaði leynilega frímúr-
arareglu sem kölluð hefur verið
Propaganda 2 eða P-2. Hún er angi
af Orient stórstúkunni sem er aðalfrí-
múrarareglan á ftaliu. Hún var viður-
kennd af enskum frímúrurum árið
1972.
Stórmeistari Orient stórstúkunnar
er Ennio Battelli fyrrum hershöfð-
ingi. Hefur samkomulag á milli stúku
Eins og skiljanlegt er, þegar leynireglur eiga í hlut, er fátt um Ijósmyndir af fundum frimúrarahreyfingarinnar. Þessi teiknimynd er af einum fundi frímúrarahreyf-
ingar i sænska dagblaðinu Dagens Nyheter.
Barátta f ótta aldir
Til að skilja þá þróun sem nú á sér
stað í írlandi er nauðsynlegt að líta til
fortiðarinnar. Barátta íra gegn ný-
lenduánauð hefur staðið i átta aldir.
Það féll í hlut frlands að verða fyrsta
breska nýlendan. Sú hugmynd að
írar væru „annarsflokks” þjóð varð
vísirinn að breskri heimsvaldakenn-
ingu.
íbúar á írlandi voru flæmdir frá
heimkynnum sinum og bresk yfirvöld
afmörkuðu svæði sem voru þeim
fyrirboðin. Þannig varð frland fyrir-
myndin að þvi sem siðar varð al-
mennt fyrirkomulag á nýlenduþræl-
dómi. Breskir þrælasalar fluttu
fyrstu þræla sína til Nýja heimsins
ekki frá Afriku, heldur frá Irlandi.
Þessi staðreynd ein nægir til að sýna
markmiðið með stefnu Breta á
írlandi — að hneppa hina hugrökku
íra í þrældóm. En átta alda kúgun
nægði ekki til að brjóta hinn sterka
vilja þjóðarinnar. Þegar fór að hrikta
í stoðum nýlendufyrirkomulagsins í
þjóðfrelsisbaráttunni 1921 greip
London til hinnar alkunnu aðferðar
að „deila og drottna”. frlandi var
skipt á þann hátt, að Bretar og
Skotar, sem voru minnihluti af íbú-
um eyjarinnar, urðu í meirihluta á
Norður-frlandi.
Og hvert var svo markmiðið með
mótmælagöngunni í Derry sem varð
upphafið að þeim harmleik sem nú á
sér stað? Jú, það voru kröfur um
„einn maöur, eitt atkvæði” i kosn-
ingum, og að látið yrði af mismunun
á vinnumarkaði og í úthlutun hús-
næðis, og að herlögreglan, sem var
handbendi mótmælenda í landinu,
yrði leyst upp. Voru nú þessar kröfur
svo ósanngjarnar að þær gæfu
ástæðu til þeirra blóðfórna sem
fylgdu í kjölfarið?
Bretar brugðust við þessu af
hræsnisfullri „umhyggju” og sendu
hersveitir til Norður-írlands í ágúst
árið 1969. Árið 1971 hófst svo
gerræði þessara hersveita fyrir alvöru
með handtökum og fangelsunum án
dóms og laga. Þessar aðgerðir urðu
til að auka enn á spennuna, auk þess
sem 'þær urðu alþjóðlegt hneyksli.
Fyrir dómstólnum í Strassburg voru
Bretar fundnir sekir um þrot á mann-
réttindasamþykkt Evrópu, sem
Kjallarinn
María
Þorsteinsdóttir
bannar pyndingar og ómannúðlega
og niðurlægjandi meðferð á föngum.
Árið 1972 ákvað þáverandi rikis-
stjórn Bretlands að koma í kring
nokkurs konar „yfirbót” fyrir geröir
sinar á Norður-frlandi og samþykkti
að baráttumenn þjóðfrelsissamtak-
anna á frlandi skyldu hafa „sérstak-
an status” i fangelsum og njóta rétt-
inda sem pólitískir fangar. London
fékk þó fljótlega bakþanka af þessu
og sá að ef ekki væri farið með þessa
fanga eins og almenna refsifanga
yrðu bresk yfirvöld þar með að viður-
kenna fyrir alheimi aö í fangabúðum
þeirra sætu hundruð pólitískra
fanga. Þetta leiddi til þess að 1976
voru þessi réttindi af föngunum
tekin til að reyna að dylja það ger-
ræði sem viðgengst á Norður-frlandi
fyrir umheiminum.
„Fangar í virki"
Þegar litið er á kröfurnar sem fram
voru bornar í Derry, sem eins og fyrr
er frá greint, varð upphafið að öllu
því sem siðan hefur gerst, getur
maður vart sagt að þær hafi verið
ósanngjarnar. íslenskum lesendum
getur vart blandast hugur um að þær
voru aðeins byggðar á þeirri viður-
kenndu meginreglu, að allir skuli
hafa sama rétt til mannsæmandi lífs
og borgaralegra réttinda. Ég held að
íslenskir fjölmiðlar hafi mjög látið
undir höfuð leggjast að skýra al-
menningi frá bakgrunni þess sem
fram hefur farið í írlandi undanfarin
ár, en þvi meiri rækt lagt við að skýra
frá hvers konar hryðjuverkum IRA.
En það má öllum vera augljóst mál,
sem nokkuð hafa fylgst með at-
burðum og haft tækifæri tl að kynna
sér þá frá fleiri aðilum en vestrænum
fréttastofum, að það er breska ríkis-
stjórnin sem hefur með ofsóknum
sinum gegn kaþólska minnihlutanum
á Norður-frlandi beinlínis stuðlað að
því að öfgasinnar innan IRA hafa
gripiö til hryðjuverka. Og þó þau
hafl siður en svo stuölað aö þvi að
leysa nokkurn vanda, heldur þvert á
móti aukið á spennuna, þá held ég að
þau séu að mörgu leyti skiljanleg sem
mannleg viðbrögð við ríkjandi
ástandi sem er svo slæmt að friðsamir
borgarar fara ekki óhultir ferða sinna
um sum borgarhverfi, né gegna
sínum daglegu störfum öruggir um
að koma lifandi heim að kveldi.
Gætum við ekki séð sjálf okkur í
þeim aðstæðum?
Mér hefur oft fundist að margt
væri líkt með þjóðfrelsisbaráttu
okkar, bæði i fortið og nútíð, og
þjóðfrelsisbaráttu franna. Mér finnst
okkur bera siðferðileg skylda til að
styðja þá með öllum tiltækum
ráðum. Talsmaður Mannréttinda-
hreyfingarinnar á Norður-írlandi
sagði einhverju sinni á þessa leið: „Ef
Bretland kallar sig virki frelsis og lýð-
ræðis, þá erum við, frar, fangar í því
virki.” í þessum orðum er áreiðan-
lega mikill sannleikur fólginn. Látum
aldrei gera okkur að fanga i neinu
„virki”, hversu fagurlega sem talað
er um „frelsi” og „lýðræði”.
Reynum að halda óbrjálaðri dóm-
greind okkar og meta hlutina út frá
þeim staðreyndum, sem við vitum
sannastar og réttastar, hvað sem
reynt er að innræta okkur með áróðri
fjölmiðla.
Maria Þorsteinsdóttir.
J