Dagblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981. DB á ne ytendamarkaði HRÆRD EGG MEÐ RÆKJUM Uppskrift dagsins er að fljótlegum og þægilegum rétti sem upplagt er að búa til þegar veðrið er gott og menn vilja ekki eyða of miklum tíma í eld- húsinu. Rækjurnar sem í hann þarf má eiga í frysti, egg eiga flestir, svo og mjólk, smjör, brauð, salt og pipar og einhvers staðar kann að leynast þó ekki sé nema þurrkuð steinselja. 6egg 1 bolli skelflettar rækjur 2msk smjör 1 bolll mjólk salt, plpar og paprika brauðsneiðar, sem ef vill má skera kringlóttar, ristaðar og smurðar. Skerið rækjurnar í bita nema geymið 6 heilar til skrauts ef þið viljið. Bræðið smjörið, bætið mjólk- inni í, salti og pipar. Hellið rækjun- um saman við og hitið i gegn. Þeytið eggin saman þó án þess að gera þau alltof loftmikil. Hellið þeim saman viö mjólkurblönduna og sjóðiö við mjög vægan hita og hrærið stöðugt í Hérniilisbókhald vikuna: Mat- og drykkjarvörur, hreinlætisvörur ogþ.h.: Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud FLmmtud Föstud Laugard Samt Sarnt Samt Samt Samt Samt SamL Öimur útgjbld: Sunnud Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Föstud Laugard * BamL Samt SamL SamL Samt SamL SamL. á meðan.Bezt er að nota til þess tré- sleif. Gæta verður þess sérlega vel að ekkert brenni við. Þegar þetta er orðið að mjúkum og jöfnum graut bætiö þá við steinseljunni, Kryddið meira ef þarf. Þetta er siðan látið á ristað brauðið og skreytt með af- gangsrækjunum og jafnvel meiru af steinselju. Borðist strax. Rækjurnar i þennan rétt kosta 15 krónur. Verð hans í heild er þvi um 30 krónur eða 5 krónur á mann. Reyndar er þetta ekki mjög seðjandi réttur ef honum er deilt á sex eins og uppskriftin gerir ráð fyrir. En með góðum kaffisopa ætti það að duga sem síðdegisréttur í sólinni. -DS. Aukin sala viðauknar niðurgreiðslur Heildarsala á kindakjöti í ágúst- mánuði í fyrra var 1100 tonn. Þar af seldust 876 tonn af dilkakjöti. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi land- búnaðarins. Þar er rætt um þá miklu sölu sem verður á landbúnaðarvörum þegar niðurgreiðslur eru auknar skyndilega. Þaö gerðist einmitt í ágúst i fyrra. Þá var dilkakjötið allt i einu mjög ódýrt og seldist fljótlega upp í verzlunum, að minnsta kosti í Reykjavík. Höfðu margir á orði að svona væri þaö með loforð stjórn- valda, þegar til ætti að taka væri kjötið sem ætlað var alþýðunni ekki til. En i fréttabréfinu kemur fram að nóg var til af kjötinu en hins vegar hafðist ekki undan að flytja kjötið' suður. Meðalsala i ágúst eru 734 tonn af dilkakjöti en i fyrra var sem sagt farið vel upp fyrir það mark. Reynd- ar var þaö ekki nýtt íslandsmet þvi það síðasta er frá árinu 1977 , 949 tonn 1 ágúst. -DS. Verðlaunahafi marzmánaðar: „Metnaður að hafa töluna ekki of háa” —segir reykvískur verðlaunahaf i • ,,Jú, mér finnst dýrt að lifa. Og maturinn er allra dýrastur af því sem maður getur ekki verið án,” sagði Björn St. Lárusson verölaunahafi j Neytendasíðunnar fyrir marzmánuð. Björn valdi að verja verölaunaupp-; hæðinni í stól sem hann fann í Skeif- unni í Kópavogi. Verðlaunaféð, 1700 krónui, var reyndar ekki nægilegt' fyrir stólnum þvi hann kostaði 2750 krónur. En Björn borgaði afganginn. Björn býr með aldraöri móður sinni, Guðrúnu Björnsdóttur, i Reykjavík. Guðrún er ekkja Lárusar heitins frá Miklabæ og Björn er því bróðir séra Ragnars Fjalars sóknar- prests í Hallgrimssókn. Björn vinnur í málningarverksmiðjunni Hörpu. „Ég hugsaði þennan stól einnig handa móður minni. Þetta er þægi- legur stóll fyrirhanaþar sem hún er dálftiö fötluð,” sagði Björn. Móðir hans sér að mestu um bók- haldiö fyrir hann en Björn sér um innkaupin. ,,Ég kaupi inn eftir hendinni. Við getum ekkert geymt af mat og því er ekki um annað aö ræða. Ég held saman strimlunum úr búöinni og svo færir móðir min upphæðina inn. Við reynum að spara eftir mætti og erum með lítið umfram föst útgjöid. . .'V ,->1 Björn I stólnum góða fyrir framan Skeifuna í Kópavogi. DB-mynd Bj.Bj. Við borðum aðeins eina heita máltið á dag, á kvöldin. Það er min aðalmál- tíð yfir daginn. Ef eitthvað er, þá, sparar maður heldur með því að halda bókhaldiö. Það verður metn- aður hjá manni að láta töluna ekki verðaof háa.” Björn er spurður að því hvort honum gangi verr að halda á pening- um eftir myntbreytinguna. ,,Já, ég held það. Mér finnst ennþá að ein króna sé svo litil eining og að til dæmis 35 krónur séu ekki neitt neitt. En mér fundust 3500 gamlar krónur þó töluvert. Þetta verður til þess að ég skoða hug minn minna þegar ég kaupi eitthvað. Ég hef ekki séö að þaö dragi neitt úr verðbólgunni og hef satt að segja ekki trú á því að svo fari,” sagði Björn. -DS. Upps Kritt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.