Dagblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.05.1981, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981. Bandarfskur sendimaður frá utanrfkisráðuneytinu kom i vikunni til viðræðna við forráðamenn Cargolux vegna kaupanna á Herculesvélinni. Samkvæmt heimildum DB kom hann á þessari einkaþotu. Herculesflugvélin sem Cargolux keypti frá Kanada. Vélin var sfðan gerð upp og seld Green Line Aviation sem seldi vélina til Lfbfu. Sendimaður frá bandaríska utan- ríkisráðuneytinu kom til Luxemborg- ar í vikunni til viðræðna við forráða- menn Cargolux. Einar Ólafsson for- stjóri Cargolux sagði í gær að félagið hefði staðið í bréfaskriftum við bandaríska sendiráðið vegna kaupa á Hercules-flutningaflugvél. Sendi- maður hefði komið frá „State Department” og teldi hann að Bandaríkjamenn yrðu að gefa út- flutningsleyfi á vél sem smíðuð væri í Bandarikjunum, jafnvel þótt hún væri seld af þriðja aðila. Samkvæmt upplýsingum DB og frásögn í vikublaði fyrir flugvélaiðn- að, „Speednews”, keypti Cargolux tvær Herculesvélar, L-100-20 frá fé- lagi í Canada, Pacific Western Air- Hreyflar og skrúfur af Hercules f flugskýli Cargolux i Luxemborg. Talsvert af varahlutum fylgdi Herculesvéiinni til Lfbiu. menn hafa stutt múhameðstrúar- menn með vopnum og liðssafnaði. Síðari vélin, merkt UAA, United African Airlines, hélt frá Luxemborg fyrr í vikunni. Einar Neitaði því að Boeingvélarnar hefðu verið á vegum Cargolux. Vélin sem fór í vikunni hefði verið keypt af Air Lingus en Cargolux hefði aðeins séð um að mála hana. Heimildir DB greina að þessi við- skipti hafi vakið talsverða athygli og hafi blaðið Herald Tribune meðal annars skrifað um sölu Cargolux á vélum til Líbiu. Einar Ólafsson sagðist í gær ekki kannast við þessi skrif Herald Tribune. ,,Ég veit ekki hvað Bandarikja- mönnum koma þessi viðskipti við,” sagði Einar í gær. „Samkvæmt þessu mætti Cargolux ekki kaupa flugvél af Flugleiðum nema fá leyfi Bandaríkja- manna fyrst vegna þess að vélin er smíðuð i Bandaríkjunum.” -JH. —vegna flug- vélakaupa og sölu til Líbíu Cargolux undir smá- sjá Bandaríkjamanna Viðskipti Cargolux og félags í Luxemborg við Líbíumenn eru undir smásjá bandarískra stjórnvalda. Cargolux keypti notaða Hercules- flutningaflugvél frá Kanada. Vélin var gerð upp og síðan seld Green Line Aviation sem hefur aðsetur í Luxem- borg. Green Line Aviation seldi vél- ina síðan til Líbíu. lines. Einar Ólafsson neitaði því í gær að vélarnar væru tvær. Aðeins önnur hefði verið keypt. Frásögn „Speed- news” um flugvélakaupin er frá 27. febrúar sl. Þá greindu heimildir Dagblaðsins einnig að Cargolux hefði keypt tvær Boeing 707 þotur og gert þær upp. Þær vélar hefðu síðan verið seldar til Líbíu og væru m.a. notaðar til liðs- flutninga til nágrannaríkisins Chad. Þar hefur sem kunnugt geisað borg- arastríð undanfarin ár milli múham- eðstrúarmanna og kristinna. Líbíu- F.v. Sigrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Pálsson og Katrin Hall. Þrír ungir dansarar hljóta viðurkenningar Að lokinni sýningu Listdansskóla Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöldið voru í fyrsta sinn veittar viðurkenning- ar úr nýstofnuðum Listdanssjóði Þjóð- leikhússins. í fjarveru Sveins Einarssonar skýrði Haraldur Ólafsson lektor, formaður Þjóðleikhússráðs, frá tildrögum þessa sjóðs sem efla á listdans í landinu með því að gefa ungum dönsurum tækifæri til að ferðast og læra af dansi í öðrum löndum. í þetta sinn var ákveðið að veita þrjár viðurkenningar, að upphæð 2500 krónur hver, og hlutu þær þrír nem- endur úr fjórða flokki listdansskólans: Jóhannes Pálsson.Katrín Hall og Sig- rún Guðmundsdóttir. -AI. Opnum í dag í nýju húsnæði að Sig- túni 3 Reykjavík. KENNSLA HEFST AÐ NÝJU í NÆSTU VIKU. INNRITUN í SÍMA 26088 OPIÐ Mánudaga kl. 13.00—18.00 og 20.00—22.00 Þriðjudaga kl. 13.00—18.00 og 20.00—22.00 Miðvikudaga kl. 13.00—18.00 Fimmtudaga kl. 13.00—18.00 og 20.00—22.00 Föstudaga kl. 13.00—17.00 Laugardaga kl. 13.00—15.30

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.