Dagblaðið - 24.06.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ1981.
16
Menning
Menning
Menning
Menning
I
- '
Mikill er blessaður gróandinn
Sýning á leirlist, gleri, textfl, silfri og gulli að Kjarvaisstöðum
Það er best að segja það strax i
upphafi: Sýning sú á verkum íslensks
listiðnaðarfólks sem sjá má að Kjar-
valsstöðum um þessar mundir er ein
sú ásjálegasta sinnar tegundar sem
hér hefur verið sett upp.
Þar vegur að sjálfsögðu þungt hið
örugga listræna handbragð á öllum
þeim munum sem til sýnis eru, en lóð
Stefáns Snæbjörnssonar innanhúss-
arkitekts hefur þó e.t.v. vegið þyngst
hvað allt útlit sýningarinnar snertir.
Loftið ljóta hefur hann lækkað og
gert óvirkt með hvítum taurenning-
um sem hanga neðan i þvi, svo lágt
að viðráðanlegt rými myndast og
smáir listmunir týnast ekki í viðátt-
unni.
Síðan er gólfrými i vestursal Kjar-
valsstaða skipt þannig niður með
flekum og básum að hver lista-
maður fær að vera út af fyrir sig en er
þó i nánum tengslum við afganginn
af sýningunni og vel loftar um mun-
ina.
Frœgðarför
í Svfarfki
Sýningin, sem hér nefnist Leirlist -
Gler - Textíll - Silfur - Gull, varð
þannig til að forstöðumaður Hássel-
by hallar i Stokkhólmi, Birger Ols-
son, valdi 12 hinna 13 þátttakenda
Nokkrir þátttakendur i sýningunni: f.v. Stefán Snæbjörnsson, Leifur Breiðfjörð, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Guðrún Auðuns-
dóttir, Ásdis Thoroddsen, Hulda Jósefsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Jónina Guðnadóttir, Elisabet Haraldsdóttir og Sigriður
Jóhannsdóttir. Fyrir framan þau eru leirmunir Hauks Dór. (DB-mynd Einar Ól.)
og sjálfvakin. Verk Elísabetar Har-
aldsdóttur eru að sínu leyti mitt á
milli þessara tveggja póla, formföst
en formin eru í ætt við skúlptúr, rúin
beinu notagildi en sindrandi af
hugarflugi og undirfurðulegri kimni.
Jónlna Guðnadóttir gerir hins vegar
nytjahluti i leir en kompónerar sam-
tímis með form og skreytingar svo úr
verða sérstaklega vel samræmdir
hlutir.
Textillinn fær e.t.v. ekki það rúm
sem hann verðskuldar á sýningunni
en þó bregður hann upp marktækum
svipmyndum af fjölbreytninni á því
sviði. Þau hjónin Sigríður Jóhanns-
dóttir og Leifur Breiðfjörð eru full-
trúar púra vefnaðar og þeim eykst
sífellt ásmegin í því sem þau taka sér
fyrir hendur. Hvort sem þau vinna
stranglega lárétt og lóðrétt eða
frjálslegar tekst þeim að búa til
sterkar heildir.
Listiðn til
útflutnings
Á hinum kantinum er svo Ragna
Róbertsdóttir sem hefur snúið sér al-
farið að gerð myndraða sem eiga
ýmislegt skylt við smágervan skúlptúr
og hanga saman á hugmynda-
tengslum og þokka. Ekki fer mikið
fyrir tauþrykki Guðrúnar Auðuns-
Gler eftir Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur.
hér á sérstaka sýningu á íslenskum
listiðnaði þar í landi. Eins og skýrt
var frá hér í DB (24. mars sl.) vakti
þessi sýning talsverða athygli og kalla
Svíar þó ekki allt ömmu sína hvað
listiðnað snertir. Einn helsti mynd-
listargagnrýnandi Svia, Ulf Hárd af
Segerstad, lýsti yfir ánægju sinni með
það hve ferskir og alþjóðlegir Isiend-
ingar væru i listiðn sinni.
Þeim Hásselbyförum var sfðan
boðið að sýna að Kjarvalsstöðum i
sumar og þá bættist Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, okkar eini glerhönnuð-
m >
Hulda Jósefsdóttir — Óda, ullarpeysa.
(DB-myndir Gunnar Örn)
ur, í hópinn. Að hluta til eru verkin á
sýningunni þau sömu og i Hásselby,
en flestir sýnenda hafa þó bætt við
nýjum munum.
V
Huldumaður eftir
Sigríði Jóhanns-
dóttur og Leif
Breiðfjörö.
Mikil breidd
Hér hefur áður verið skrifað um þá
miklu grósku sem nú gætir í
isíenskum listiðnaði. Á sýningunni
að Kjarvalsstöðum má að visu finna
rjómann af því sem er að gerast í
sumum greinum listiðnar, en svo
mikill er gróandinn og fjölbreytnin í
öllum greinum hennar hér á landi að
auðveldlega mætti setja saman aðra
sýningu 13 atvinnumanna í listiðnaði.
Yrði sú trúiega engu síðri ef vel væri
á spilum haldið. Er auðséð að útung-
unarstöð íslensks listiðnaðarfólks,
Myndlista- og handiðaskólinn, hefur
staðið vel í stykkinu undanfarna tvo
áratugi en auk þess hafa listnemar
fylgt ævafornri hefð og leitað sér
framhaldsmenntunar erlendis.
Gull- og silfursmiðir sýningarinnar
eruy^rlega vel valdir til að sýna þá
breidd sem ríkir innan þeirrar, til-
tölulega fámennu greinar á landinu.
Ásdis Thoroddsen er listamaður í
ýmis efni og teflir þeim saman af
miklu hugviti og öryggi, Jens Guð-
jónsson er svo hinn expressjóniski
myndsmiður ( silfri og gulli og Guð-
brandur J. Jezorsky fyllir upp í
myndina með sinum fáguðu fúnkís-
munum.
Opin form og lokuð
Svipaða breidd er að flnna í kera-
mikinni. Haukur Dór er verðugur
fulltrúi þeirra sem móta sterkbyggð,
formföst ilát en Steinunn Marteins-
dóttir er á hinum vængnum og gerir
opin, lifræn stykki sem virðast eins
dóttur sem er eiginlega nær því að
skapa einstök myndverk með þessari
tækni en að nota sér fjölföldunar-
möguleika hennar.
Svo er ekki að spyrja að prjóna-
skap Huldu Jósefsdóttur sem Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins ætti að
taka upp á arma sér og kynna, þvi
þar er íslenska ullin notuð í flíkur af
meiri hugkvæmni en hér hefur áður
sést. Gler Sigrúnar Ólafar sést nú hér
í fyrsta sinn opinberlega, og sjá, hér
er mikil hæfileikamanneskja á ferí-
inni. Glermunir hennar eru unnir af
stakri smekkvísi og natni. Vonandi
tekst henni að koma sér upp þeirri
aðstöðu sem hún þarf til áframhald-
andi vinnu í grein sinni hér á landi.
Sýning listiðnaðarfólks, Leirlist -
Gler - Textíll — SUfur - Gull, verður
opin til 23. ágúst.
- AI
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Taflborö eftir Elísabetu Haraldsdóttur.
v