Dagblaðið - 04.09.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 04.09.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981. 2 /"....... Meðferðgeðsjúkra: Eta jafnvel úr ruslatunnunum —ef þeir skrifa ekki undir viljayf iríýsingu um meðferð Skattgreiðandi skrifar: Fréttaklausa, sem birtist í DB um daginn undir fyrirsðgninni „Lögregluvakt við stofudyr tveggja sjúklinga”, vekur furðu mina og er tilefni þessara orða. { fréttinni kemur fram að hjón nokkur, er hljóta að teljast fársjúk, fá hvergi inni á stofnunum; að engin stofnun vilji taka við þdm. Sannleikurinn er nú einu sinni sá, að stofnanir hafa ekki vilja sem slíkar. Það eru menn af holdi og blóði, er vinna á stofnunum, sem vilja ekki taka við þessu fólki — og ættu þdr að standa fyrir máli sínu frekar en að fda sig á bak við orð eins og „stofnanir”. Þetta, að geðvdkt fólk fáist ekki til þess að skrífa undir viljayfirlýsingu um að fara í meðferð, sem það auðsjáanlega þarfnast, er svo léleg afsökun að allir ærlegir menn hljóta að hlæja að. Það er mikið að fólk, hálfdautt af slysförum, skuli vera tekið i sjúkra- bUa án þess að skrifa undir vUjayfir- lýsingu fyrst. Svo má þetta ógæfufólk, umrædd hjón, ráfa um bæinn og stela öllu stdni léttara m.a. af diskum vdtíngahúsagesta. Ég vUdi óska þess að þeir gestir hefðu verið yfirmenn stofnananna ógurlegu, hvað sem þær heita nú allar, t.d. Strandhótd, Kleppur, SÁÁ, Landspítalinn, o.s.frv., En trúlega hefur ekki borið svo vd í veiði, heldur hafa hér verið sakleysingjar að snæða hamborg- arana sína. Raunar hljóta bitar af diskum ann- arra að vera hrdnasta lostæti eftir ruslatunnumatinn, sem þetta fólk er sagt leggja sér til munns, eftir nótt i Steininum. „Félagsmálastofnun er gjörsam- lega uppgefin” segir 1 greininni. Ef Félagsmálastofnun er uppgefin er auðvitað rétt að loka henni. Annars á fólk að hafa þá sómatUfinningu að segja upp störfum sem það ekki veldur. Það er ekki nóg að drekka kaffi og segja kjaftasögur á fundum, ef dtt- hvað af þvi fólki sem er á launum fyrir að „hjálpa þeim sem minna mega sín” skyldi halda það. Mér er spurn, af hverju þarf lögregluvakt inni á Borgarspítala yfir þessu fólki en ekki úti á götu? Eru hjónin hættulegri dr. Hansa inni á sjúkragangi en t.d. litlu barni á göt- unni? Ég vona að fleiri skrifi um þetta mál, því svo sannarlega megum við skammast okkar á meðan geðsjúkl- ingar þurfa að éta úr ruslatunnum fyrst þeir skrifa ekki undir viljayfir- Iýsingu um meðferð. Tökum höndum saman og útrým- um þessu skammarlega afskiptaleysi og ósóma á ári fadaðra, því geðveiki er ekki siður fötlun en hvað annað. „Það er mikifl afl fólk, hálfdautt af slysförum, skuli vera teklð i sjúkra- bUa án þess afl skrifa undir vUjayfir- lýsingu fyrst,” segir skattgreiflandi. Umbiskupskjöríð: EKKERT ER Ó- BÆRILEGT EF MENN TRÚA — prestar eiga að hlíta sömu lögum ogleikmenn 4972—1293 hringdi: Mig undrar ummæli séra Ólafs Skúlasonar, þegar hann segir: „Bókstafurinn víki fyrir anda lag- anna”. Ég þóttist viss um að prestar og þessir íeikmenn yrðu að hlíta lögum í kosningum, jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Þau lög, sem gilda við þetta biskupskjör, eiga ekki að vikja fyrir „andanum” né neinu öðru. Enn fremur segir séra Ólafur aði þetta sé orðinn langur og strangur tími og að þessi viðbót sé óbæriieg. Ekkert er „óbærilegt”, séra Ólafur Skúlason, ef menn trúa og leita á náðir bænarinnar. Hjónaskilnaðir eru alvarlegt þjóðfélagsvandamái, frá fjölmörgum sjónarmiðum. DB-mynd Ragnar Th. íþróttir: ÓVENJULEG HLUTDRÆGNI — eðaóhlutdrægni ? íþróttaáhugamaður, Sauflárkróld, skrífar: Mig langar til þess að kvarta yflr einum íþróttafréttamanni ykkar, nánar tiltekið S.Sv. Hann skrifar ekki hlutlaust, I fyrsta lagi, og einnig ofmetur hann knattspyrnuvit sitt mikið. S.Sv. er auðsjáanlega KR-ingur og leynir það sér ekki i skrifum hans. Einnig leynir sér ekki, ef grannt er skoðað, að vel- gengni Valsmanna undanfarin ár á hann bágt með að þola. Vissulega mega iþróttafréttamenn eiga sitt uppáhaldslið eins og aðrir, en það á ekki að koma fram í skrifum þeirra hvaða lið það er. S.Sv. ráðlegg ég að sækja um þjálfarastöðu hjá m.fl. KR (hann hefur sýnt i skrifum sínum, að hann hefur ýmislegt þar til málanna að leggja) og segja upp stöðu sinni sem iþróttafréttamaður DB. Svar til iþróttaáhugamanns. Það getur á engan hátt talizt slæmt að vera hliðhollur KR. Hins vegar hef ég ekki áður verið sakaður um að vera vesturbæjarliðinu vilhallur. Á þriggja ára ferli, sem íþróttafrétta- maður, hef ég verið orðaður við ýmis félög. Má þar nefna fyrst Val, þá einnig Akranes, FH, Hauka, Fram og jafnvel Gróttu. Þegar svo KR bætist i hópinn er varla hægt að skilja það öðruvísi en svo að ég sé svo óhlutdrægur að menn viti ekki hvar beri að setja mig niður. Ég get glatt „iþróttaáhugamann” með þvi að ég hef nú hætt störfum sem iþróttafréttamaður þannig að þymum í augum hans ætti að fækka verulega á næstunni. -SSv. Húsnæðiseklan: Eiga hjónaskilnaðir mikla sök á húsnæðisvandanum? — samtals 749 lögskilnaðir á einu ári og átta mánuðum Ingibjörg hringdi: Nýlega hefur húsnæðisvandamálið verið mjög í deiglunni og sífellt hefur hinum og þessum verið kennt um; ýmist stjómvöldum, húseigendum eða þá leigjendum, sem ekki ganga nægilega vel um. Einn þátt hef ég þó aldrei heyrt minnst á, en þaö eru hjónaskiln- aðirnir. Þaö skyldi þó aldrei vera að hjónaskilnaðir eigi mikla sök á húsnæðisvandanum? Þegar hjón skilja, þarf annað þeirra venjulega að verða sér úti um húsnæði, þótt ekki þurfi það ætíð að vera stórt. Ftaddir lesenda Hvernig sem þvi er háttað, þá er litill vafi á því að skilnaðir draga ekki úr húsnæðisvandanum né vanda þjóðfélagsins i heild. Mér sýnist skilnaðir vera vandamál sem brýn nauðsyn er að reyna að draga úr. Ætli fólk sé ekki oft of fljótt til? Hvað skyldi vera mikið um skilnaði? Þetta ætti að vera kirkjunni verðugt verkefni. Mér er vel kunnugt um að prestar eiga aö leitast við að sætta hjón, áður en skilnaður er leyfður. Þvi miður er þetta þó ekki gert fyrr en á hólminn er komiö og skilnaður er yfirvofandi. Er þetta ekki of alvarlegt þjóð- félagsvandamál til jress aö láta það meira eða minna afskiptalaust? Fjöldi hjónaskilnafla Samkvæmt upplýsingum dóms- málaráðuneytisins voru lögskilnaðir 449 siðastliöiö ár, en nemur um 300 það sem af er þessu ári. Skilnaðir á ofangreindu tímabili eru því samtals 749, svo þar eiga í hlut 1.498 einstaklingar. Margir hverjir munu þegar vera í sambúð er skilnaður fæst, en það breytir samt ekki þeirri staðreynd, að á þessum tíma haf« 749 manns þurft að finna sér húsnæði. Þótt sumir hafi flutt inn til sambýlisaðila, þá eiga hjónaskiln- aðir því tvímælalaust sinn þátt í húsnæðisvandamálinu. -FG. V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.