Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 6
6.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981.
Sjö fjölskyldur hafa aögang
aö einu baðkerí í útihúsi
Ibúðina 1 gegnum eldhúsið og þaðan
beint inn í svefnherbergi. Þaðan liggja
dyr inn 1 annað herbergi, sem llklega
telst stofa jafnframt því að vera vistar-
vera sonarins.
Þrengslin eru ótrúleg, skápar nær
engir, fatnaður á víð og dreif um
íbúðina og greinilegt að erfitt er um vik
við hreingerningar. Teljist þetta
húsnæði ekki heilsuspillandi er vart við
því að búast að það finnist í Reykja-
víkurborg.
Tvívegis hefur komið upp eldur í
þessari umræddu íbúð og í for-
stofukytrunni er að finna slökkvitæki
sem viðmælandi okkar kunni ekki að
fara með. Reykskynjarar eru ekki til
staðar og þessi sama íbúð hefur orðið
fyrir rottuágangi. Síðast á þriðjudag
drap heimiliskötturinn rottu fyrir utan
húsið.
-SSv.
Hvemig þætti þér, lesandi góður, að
þurfa að búa við þann kost að þurfa að
deila einu ræfilslegu baðkeri í útihúsi á-
samt sex öðrum fjölskyldum?
Þetta mega íbúarnir í leiguhúsnæði
borgarinnar við Smyrilsveg sætta sig
við ofan á annan ófögnuð. í framhaldi
af skrifum DB um ófremdarástand i
leiguíbúðum borgarinnar í Selbrekkum
og Bjarnaborg gerðu Dagblaðsmenn
sér ferð á hendur vestur á Grímsstaða-
holt og skoðuðu ibúðarhúsnæðið sem
þar er boðið upp á.
Ibúðirnar eru allar ákaflega þröng-
ar, salernisaðstaða svo léleg að engu
tali tekur, rottugangur hefur gert íbú-
unum lífið leitt og í einni íbúðinni, sem
DB skoðaði, var ástandið slikt að
blaðamanni blöskraöi.
í þeirri Ibúð bjuggu hjón ásamt
tvítugum syni sínum. Gengið er inn í
Leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar
við Smyrilsveg. Fremur óhrjálegt að
sjá.
;Y;:i
„Þetta er það langbezta húsnæði sem ég hef búið i um ævina," sagði Guðriður Karisdóttir.
Ekki allir ósáttir við að búa á Smyrilsveginum:
LJÓSMYNDIR:
SIGURDUR ÞORRI
SIGURÐSSON
„Þetta er bezta húsnæðið
sem ég hef búið í til þessa”
— segir Guðríður Karlsdóttir sem hefur orðið fyrir því að fá rottur inn
á heimili sitt og tvívegis hefur kviknað í
„Þetta er nú bezta leiguhúsnæðið
sem ég hef verið i um ævina,” sagði
Guðríður Karlsdóttir, sem býr í íbúð
svipaðri þeirri hjá Elinborgu, við
Smyrilsveg ,,Ég hef búið i Mela-
bröggunum, Kampinum og Höfðaborg
og þetta er það langbezta. Ég er búin
að vera hér í ein 13 ár og kann
prýðilega við mig. Þetta er að vísu
heldur þröngt þar sem við búum hérna
þrjú, en gæti verið verra.”
Að sögn Guðríðar hafa einu sinni
verið gerðar endurbætur á húsnæðinu
hjá henni, fyrir 6 árum þegar son-
urinn var fermdur. Hvorki fyrir né
eftir þann tima hefur verið hróflað við
. neinu. ,,Hér hefur tvisvar kviknað i en
ekki varð mikið tjón af þar sem
slökkviliðið náði að kæfa eldinn. Nei,
ég kann ekkert með slökkvitækið að
fara sem hangir þarna frammi á
gangi.”
Þegar litazt er um í íbúðinni fer
ekkert á milli mála að þrengslin eru
gífurleg og ástand íbúðarinnar slæmt
Er við lögðum þá spurningu fyrir
Guðríði hvort hún hefði orðið vör við
rottugang hélt hún aldeilis að svo hefði
verið. „Heimiliskötturinn drap eina
hér fyrir utan 1 fyrradag, það er nú ekki
lengra siðan.”
Að sögn Guðríðar komust rottur
inn í íbúðina i fyrra og þá í gegnum
gólf eða þil undir eldhússvaskinum.
„Það var lagað þegar við kvörtuðum
yfir því,” Guðríður bórgar 410 krónur
á mánuði í leigu fyrir íbúðina og er það
sama upphæð og aðrir íbúar leggja af
mörkum í húsaleigu, en að hennar mati
mætti íbúðin vera aðeins rúmbetri.
-SSv.
Þessi mynd ber moð sér afl erfitt er um vik vifl hreingemingar i einni
íbúflanna vifl Smyrilsveg. DB-myndir Sig. Þoni.
Elínborg sýnir blaðamanni DB baðkerið sem 7 íbúflir þurfa afl deila mefl sér.