Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ.'FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Kaupmannahöfn: Afeð ástar- kveðjum Um síðustu helgi fjarlægði lögreglan í Kaupmannahöfn stóran pakka af tröppum Kristjánsborgar og var álitið að þar í gæti leynzt bomba ætluð þing- heimi en pakkanum fylgdi ástarljóð til- einkað þingmönnum. Við nánari rannsókn reyndist hann fullur af gömlu og óætu súkkulaði. Má því til sanns vegar færa að innihaldið hefði getað skaðað þingmenn með því að valda þeim magakveisu við neyzlu, sem er þó mun betri kostur en springa í loft upp. Chicago: r KARDINALI ÍKLEMMU Bandarískur kardínáli, John Cody, hefur verið sakaður um að draga sér kirkjufé. Cody er erkibiskup kaþólikka í Chicago. Blöð skýra frá því að kardínálinn hafi veitt konu nokkurri um milljón dala af kirkjufé. Sagði kardínálinn konu þessa frænku sína en þegar betur var aðgáð reyndist hún þaðekki. Yfirvöld segja að enn séu þetta aðeins staðhæfingar og unnið er að því að rannsaka málið. Eining herðir enn á kröfum sínum: MISSA KREMLVERJAR LOKS ÞOUNMÆÐINA? — stór floti á leið til Gdansk Eining, samtök óháðu verkalýðsfé- laganna í Póllandi, lauk fyrri hluta þings sins í Gdansk með þvi að krefj- ast frjálsra kosninga, umsjónar al- mennings með fjölmiðlum og sjálfs- stjórnar verkamanna í verksmiðjum. Þetta hefur valdið miklu fjaðra- foki í austantjaldslöndunum og há- vær mótmæli hafa borizt frá stjórn- inni í Varsjá, Moskvu, Prag og Austur-Berlín. Sovézka fréttastofan Tass kallaði þetta beinan fjandskap við sósíalisma og Sovétríkin. f öðrum höfuðborgum austantjaldslandanna var Eining opinberlega ásökuð fyrir að ætla að hrifsa til sín völdin. Danska leyniþjónustan tilkynnti að óvenju stór sovézkur floti hefði siglt framhjá Gotlandi. Væri ætlunin greinilega að hefja miklar landgöngu- æfingar á sovézka hluta Gdanskfló- ans við Pólland. í gær kom lika til mikilla átaka i pólsku borginni Konin. Lenti þar saman hópi af ungmennum og sigaunum og skarst lögreglan í leik- inn. Var kveikt í nokkrum húsum en lögreglan greip þó ekki til vopna. Fréttir herma þó að ástandið versni stöðugt í Konin og megi búast við meiriháttar vandræðum þar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slær 1 brýnu milli Pólverja og síg- auna. í fyrri viku höfðu nokkur hundruð Pólverja kveikt í bílum og húsum til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í sambandi við sígauna. M Pólverjar biða eftir nauðsynjavörum. mou mmG'i1 Atvinnulausum fjölgar stöðugt f Bretlandi og bitnar það harðast á ungu fólki. Könnun sem fór fram á vegum biaósins Sunday Times sýnir líka að tortryggni þess og hatur út í kerfið eykst að sama skapi. Næstum helmingur spuröra, eða 44%, finnst ofbeldi forsvaranlegt ef það leiðir til breytinga á þjóðfélaginu. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýndi mun lægri tölu, eða 30%. 2/3 af viðmælendum töldu ljóst að tíðar óeirðir í stórborgum landsins væru eðlileg afleiðing atvinnuleysisins. 28% álitt. þær sjálfsagðar og flestir kenna íhaldsstjórninni um ástandið. Nú eru um 750.000 ungmenni á aldrinum 16—20 ára atvinnulaus á Stóra-Bretlandi. Þar sem óeirðirnar hafa valdið stjórn- inni töluverðum áhyggjum hefur hún ákveðið að veita þeim atvinnurekendum sem ráða til sin ungmenni fjárhagslega aðstoð. Skoðanakönnunin leiddi einnig í ljós að óvild í garð innflytjenda fer faxandi. 20% aðspurðra töldu að það ætti að senda þá aftur til heimahaga sinna. Ástandið bitnar einna harðast á lituðum og er hlutur þeirra i götuóeirðum því stór. Myndin sýnir særðan félaga borinn á brott eftir uppþot í London. Ringó til Englands: Hættulegt aðbúa íAmeríku Ringó Starr, fyrrverandi Bítill og eiginkona hans, kvikmyndaleikkonan Barbara Bach, hyggjast nú flytja frá Hollywood en þar eiga þau risastóra lúxusvillu á Beverly Hills. Taka þau stefnuna á England og er orsökin sú að Barbara vill ekki búa lengur í Bandaríkjunum. — Ég kvíði því stöðugt að eitthvað hræðilegt gerist, segir hún. — Ég fæ ekki gleymt þvi hvernig fór fyrir John Lennon. Hús okkar hér er stöðugt um- kringt öryggisvörðum og við getum ekki einu sinni brugðið okkur bæjar- leið án þeirra. Ringó Starr. Noregur: Ráðherrar íatvinnuleit Það virðist nú enn ljósara að úrslit norsku kosninganna muni leiða til stjórnarskipta og norsk blöð eru farin að velta því fyrir sér hvert fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins eigi að leita til að fá sér atvinnu. Orðrómur er á kreiki um að utan- ríkisráðherrann, Knut Frydenlund, sé líklegur til að keppa við Kurt Wald- heim um stöðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Hann verður því þriðji aðil- inn til að keppa um hnossið því eins og blaðið skýrði frá í gær mun utanríkis- ráðherra Tanzaníu líka geta hugsað sér stöðuna. Sameinuðu þjóðimar: SKORTIRFÉTILAÐ- STOÐAR ÞRÓUNARLÖNDUM Ekki hefur náðst neitt samkomulag um hvernig fjárhagsaðstoð við bág- stöddustu þróunarlöndin skuli varið á fundum Sameinuðu þjóðanna, sem fjalla nú um málið, en þeim lýkur eftir helgina. öllum er ljóst að mjög erfitt verður að fá fé til að fjármagna hjálp þessa og er álitið að aðaláherzlan verði lögð á að sum vestræn ríki tvöfaldi framlög sín en önnur hækki þau um 0,15% af þjóðartekjum. Mörg vestræn lönd, eins og t.d. Bandaríkin, Bretland og V-Þýzkaland, eiga þá um tvennt að velja, annaðhvort neita þau að hækka framlög sin eða enn meiri halli verður á þjóðarbúinu. London: Deilur verður að leysa Deilurnar innan Verkamannaflokks- ins i Bretlandi náðu hámarki sinu í dag þegar þrír helztu stríðsaðilar mættust á sama ræðupallinum í fyrsta skipti. Frambjóðendurnir Denis Healey, Tony Benn og John Silkin sátu allir i síðustu stjórn Verkamannaflokksins. Þetta gerðist á fundi í sambandi við hið árlega þing launþegasamtakanna (Tuc) í Blackpool og ræddu þeir ágrein- ingsefni sín sem eru m.a. aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, staðsetningar nifteindasprengja og efnahagsmál Bret- lands. Formaður Verkamannaflokksins, Michael Foot, sagði í ræðu á þinginu að sumar deilurnar innan flokksins væru bæði smásmugulegar og barna- legar. Hann varaði við því að Verka- mannaflokkurinn ætti á hættu að tapa næstu kosningum ef ekki næðist sam- komulag innan flokksins. Veitzt að blaðakónginum Springer: MORÐ A 31. HÆÐ — Fassbinder fer með hlutverk í myndinni Hinn afkastamikli v-þýzki kvik- myndagerðarmaður Rainer Werner Fassbinder er landanum að góðu kunn- ur, m.a. fyrir kvikmynd sína um Lili Marleen sem sýnd hefur verið að und- anförnu i Regnboganum við feikna vin- sældir. Fassbinder hefur nú tekið að sér að leika hlutverk í sænskri kvikmynd. Er hún byggð á sögu eftir hinn þekkta sænska glæpasöguhöfund Per Whalös og heitir Morðið á 31. hæð. Leikur Fassbinder lögregluþjón í myndinni. Sagan fjallar um blaðaútgáfu í Stokkhólmi sem hefur þaö til siðs að láta „skríbenta”, sem annars gætu valdið útgáfunni óþægindum, búa á 31. hæð í byggingu sinni og skrifa þeir þar gegn góðri greiðslu efni í blað sem aldrei kemur út. Margir álíta að þarna sé veitzt að Springerblaðaútgáfunni í Þýzkalandi og átti upphaflega að taka myndina i skýjakljúf hennar í Berlin. En aðstand- endur útgáfunnar grunaði fljótlega að maðkar væru i mysunni og neituðu um leyfi. Enda hafa þeir áður brennt sig á álíka uppljóstrunum um blaðahring sinn, en þá var það blað þeirra Bild Zeitung sem í hlut átti. Fassblnder ásamt aðalleikkonunni f mynd hans „Lili Marleen

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.