Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 13
21 12 'DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Girondins Bordeaux, hinir frönsku mótherjar Víkings i UEFA-bikarnum. Efri röö frá vinstri: Tresor, Pante- lic, Bracci, Girard, Kourichi, Tigana. Neðri röö: Soler, Lacombe, Giresse, Thouvenel, Fernandez. f baksýn sést hluti áhorfendapallanna á hinum glæsiiega Municipal-leikvangi í Bordeaux. Þar komast fyrir 33.000 manns, allir i sæti. Bordeaux — mótherjar Víkings Fimmtudaginn 17. september mæta Vikingar franska liðinu Bordeaux i UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli. Þetta er i annað sinn sem íslenzkt lið dregst gegn frönskum mótherjum í Evrópukeppni. Árið 1966 lék KR við Nantes í Evrópukeppni meistaraliða og unnu Frakkarnir báða leikina 3—2 I Reykjavik og 5—2 i Nantes. Girondins Bordeaux er nú í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar ásamt Lyon með 12 stig úr 8 leikjum. Liðið tryggði sér rétt til þátttöku í UEFA- keppninni í ár með því að ná þriðja sæti í 1. deildinni á síðasta keppnis- tímabili, á eftir St. Etienne og Nantes. Bordeaux hefur leikið í 1. deild síðan 1%2 án þess þó að vinna deildina eða bikarinn. Eini meistaratitillinn í frönsku deildakeppninni vannst árið 1950 en á sjöunda áratugnum var félag- —lið í mikilli sókn í frönsku knattspymunm ið hvað eftir annað með aðra höndina á meistaratitlinum eða franska bikarn- um. Alltaf vantaði þó herzlumuninn. Félagið hafnaði í öðru sæti deildarinnar 1965, 1%6 og 1969 og lék til úrslita um bikarinn 1%4, 1%8 og 1%9 en tapaði ávalt. Á síðasta áratug sigldi liðið yfir- leitt milli skers og báru í 1. deildinni og hafnaði undantekningalítið um miðja deild. Tvö síðustu árin hefur Bordeaux hins vegar v.erið í hópi efstu liða, hafn- aði í 6. sæti 1980 og í 3. sæti í fyrraeins og áður sagði. Bordeaux er því greinilega að skipa sér sess meðal sterkustu liða Frakk- lands á ný og er án efa í hópi beztu fé- lagsliða sem íslenzk lið hafa dregizt gegn í Evrópukeppnum. Fimm leik- manna Bordeaux eru í franska lands- liðshópnum, þeir Tresor, Lacombe, Giresse, Soler og síðast en ekki sízt Jean Tigana sem hefur átt stórleiki með landsliðinu i ár en hann var keyptur frá Lyon í sumar. Bordeaux keypti tvo aðra sterka leikmenn fyrir þetta keppn- istímabil. Júgóslavneska landsliðs- markvörðinn Dragan Pantelic frá Rad- nicki og Kourichi frá Valenciennes. Fé- lagið hefur ekki tekið þátt í Evrópu- keppni síðan 1969—70, er það tapaði i fyrstu umferð fyrir skozka liðinu Dun- fermline og má því búast við að það ætli sér stóran hlut nú. Formaður Bordeaux, Mesmeur, fyrrum ritstjóri franska stórblaðsins Figaro, og fram- kvæmdastjóri Didier Couecou, einn frægasti knattspyrnumaður Frakka á árum áður, komu hingað til lands í lok júlí til viðræðna og fylgdust með Vík- ings-liðinu í leik. Að þeirra sögn mun Bordeaux taka leikina gegn Víking mjög alvarlega og telja þeir engin lið í Evrópu „stór” eða „lítil”. Róðurinn verður því erfiður fyrir Víkinga á fimmudaginn og verða þeir að ná mjög góðum leik til að standa í frönsku at- vinnumönnunum. Síðari leikur liðanna fer fram í Bordeaux miðvikudaginn 30. september á Municipal-leikvanginum semrúmar33.000áhorfendur. -VS. Þetta er bara byrjunin — sagði Sydney Maree eftir að hann sigraði Steve Ovett í míluhlaupi hann sá að hann gat ekki sigraö Maree. Sydney Maree fæddist i Pretoria í Suður-Afríku og síðustu fjögur árin hefur hann ekki keppt undir þjóðfána fyrr en nú síðustu daga eða eftir að umsókn hans um bandarískan ríkis- borgararétt var samþykkt. Það tók fjögur ár og þetta hlaup „er fyrir allt fólkið og lögfræðingana sem hafa hjálpað mér svo mikið til að fá ríkis- borgararéttinn,” sagði Maree. Mjög góður árangur náðist á mótinu í Rieti. í 400 m grindahlaupi sigraði heimsmethafinn Edwin Moses, USA, í 66. skipti í röð á vegalengdinni. Úrslit. 400 m grindahiaup i. Edwin Moses, USA, 48,69 2. Geoff Phillips, USA, 49,99 3. James King, USA. 50,27 Stangarstökk 1. Konstantin Volkov, Sovét, 5,65 2. Earl Bell.Usa, 5,55 3. Mauro Barella, Ítalíu, 5,30 Hástökk 1. Dwight Stones, USA, 2,30 2. Valery Sereda, Sovét, 2,27 3. Di Giorgio, Ítalíu, 2,24 Langstökk 1. Larry Myricks, USA, 8,45 2. Shamil Abbyassov, Sovét, 7,94 3. Liu Yuhuang, Kína, 7,81 5000 m hlaup 1. Hans-Jörg Kunze, A-Þýzk.13:10,40 2. Valery Abramov, Sovét, 13:11,99 3. Henry Rono, Kenýa, 13:12,47 Beztu tímar ársins. Evróþumet hjá Kunze. Gamla metið átti Emile Putte- mans, Belgíu, sett 1972. 400 m hlaup 1. Walter MCoy, USA, 45,43 2. Viktor Markin, Sovét, 46,09 3. Viktor Fiedotov, Sovét, 46,28 200 m hlaup 1. Don Quarrie, Jamaíka, 20,61 2. Leszek Dunecki, Póllandi, 21,00 3. Roberto Pozzi, Ítalíu, 21,15 800 m hlaup 1. Omar Khalifa, Sudan 1:45,30 2. Mike Boit, Kenýa, 1:46,05 Karate hjá Gerplu Nýstofnuð er karatedeild innan iþróttafélagsins Gerplu og tekur hún til starfa nú um helgina. Lögö verður áherzla á svokallað shotokan-karate sem er útbreiddasa afbrigði þessarar i- þróttar. Til að byrja með munu þrír islenzkir leiðbeinendur annast þjálfun og að sögn forráðamanna hlnnar nýstofnuðu deildar er hér um að ræða iþrótt sem allir geta stundað á tiltölulega ódýran hátt. Nánari tilhögun æfinga og annarrar starfsemi verður auglýst fljótlega. -VS. lOOmhlaup 1. Mel Lattany, USA, 10,16 2. Hermann Panso, Frakkl. 10,44 3. Nikolai Sidorov, Sovét, 10,52 110 m grindahlaup 1. Greg Foster, USA, 13,43 2. Alex Casanas, Kúbu, 13,59 3. Rod Milburn, USA, 13,64 Kringlukast 1. Luis Delis, Kúbu, 64,82 2. Dimitri Kovtsun, Sovét, 61,92 3. De Vincentis, Ítalíu, 59,80 í kvennakeppninni sigraði Evelyn Ashford, USA, i 100 m á 11,16 sek. Tamaro Sorokina, Sovét, í 1500 m á 4:00,80 mín. Tamara Bykova, Sovét, í hástökki 1,93 m. Sandra Dini, Ítalíu, stökk 1,90 m. r#i VÍKINGUR B0RDEAUX eftir 6 daga Hallgrímur stór- bætti árangurinn Hallgrimur Jónsson, Ármanni, sem er 54 ára, náði sinum langbezta árangri um langt árabil í kringlukasti á innanfélagsmóti Ármanns á kast- svæðinu í Laugardalnum á miðvikudag. Kastaði 44,92 metra, sem er eitt af þremur beztu afrekum i kringlukasti á árinu i flokki yfir 50 ára. Hallgrimur sem á árum áður var íslandsmethafi i kringlukasti, átti bezt áður í sumar 41,80 m. Úrslit urðu þessi á mótinu: 1. Helgi Þ. Helgason, Hún. 49,84 2. Hreinn Halldórson, KR 49,16 3. Hallgrímur Jónsson, Á 44,92 4. Elias Sveinsson, Á, 43.% 5. Stefán Hallgrímsson, KR 40,22 6. Ólafur Unnsteinsson, HSK, 39,70 Á kastmóti ÍR á Fögruvöllum kastaði Hreinn 49,62 m og Elías 46,40 m. Það var sama dag og Margrét Óskarsdóttir, ÍR, kastaði kvenna- kringlu37,70m. -hsím. Hallgrímur Jónsson. Þetta er bara byrjunin. Ég veit ekki enn hvað býr í mér,” sagði Sydney Maree, Suður-Afríkumaðurinn, sem gerzt hefur ríkisborgari í Banda- ríkjunum, eftir að hann sigraði Steve Ovett í miluhlaupi I Rieti á ítaliu i fyrrakvöld eins og við skýrðum frá hér i opnunni i gær. Keppni þeirra Maree og Ovett var gifurlega spennandi og áhorfendur stóðu á öndinni, þegar Maree sigraði Ovett á enda- sprettinum. Ekki þó fyrsta tap Ovett i 1500 m fyrr í sumar. Maree hljóp á 3:48,83 min. Bandarískt met og aöeins Sebastian Coe og Ovett hafa náð betri tima í míluhiaupi. Heimsmet Coe er 3:47,33 min. Steve Ovett hljóp á 3:50,23 mín. i Rieti. Gaf eftir, þegar Björn Borg i 3. umferö á mótlnu f New York — spaðinn myndar ramma en hraðinn gerir girnið nær ósýnilegt. Borg og McEnroe í undanúrslitum Björn Borg og John McEnroe eru komnir í undan- úrslit á opna bandaríska meistaramótinu f tennis i New York. í gær vann Björn Bandaríkjamanninn Roscoe Tanner f hörðum leik, 7-6, 6-3, 6-7 og 7-6. Þeir léku til úrslita i Wimbledon-keppninni 1979 og Björn vann i fimm lotum. John McEnroe, slgurveg- arinn f bandarfska mótinu tvö síðustu árin, vann Indverjann Ramesh Krishnan 6-7, 7-6, 6-4 og 6-2. Gísli AmarúrVal íBreiðablik Gísli Arnar Gunnarsson, sem mörg undanfarin ár — Iftið þó á síðasta keppnistfmabili vegna náms — hefur leikið með meistaraflokki Vals í handknatt- leiknum, skipti nú i vikunni um félag. Leikur með Breiöablik i vetur. Kópavogsliðið er i 2. deild. -hsím. Jafnt í 2. flokki KR og Fram skildu jöfn i úrslitakeppni 2. flokks i íslandsmótinu i knattspyrnu i gærkvöld, 2—2. Viðar Þorkelsson náði forystunni fyrir Fram en Helgi Þor- björnsson jafnaði fyrir KR f fyrri hálfleik. Einar Björnsson kom Fram yfir á ný eftir hléið en KR tókst að jafna 7 min. fyrir leikslok. Þetta var annar leikur úrslitakeppninnar en áður höfðu KR og Keflavfk gert jafntefli, 1—1. Auk þessara félaga leikur Þróttur Neskaupslað til úrslita i 2. flokki. VS. Enskir spyrjast fyrir um PéturOrmslev Á blaðamannafundi knattspyrnudeildar Fram i gær kom fram að enskir aðilar hafa sýnt Pétri Orm- slev, landsliðsmanni Fram, áhuga. Að sögn forráða- manna Fram hefur umboðsmaður nokkur, viður- kenndur af enska knattspyrnusambandinu, spurzt fyrir um Pétur en ekki er vitað hvort eða hvaða félög gætu hugsanlega staðið þar að baki. VS. Unglingamót Þormars í golfi Sfðasta opna golfmótið hjá Golfklúbbnum Kelli, unglingamót Geirs P. Þormar, fór fram þann 5. sept. 40 unglingar tóku þátt f mótinu, sem er met- þátttaka f unglingamóti f sumar. Vegleg verðlaun og aukaverðlaun voru i boðl, m.a. ökupróf fyrir að fara holuihöggi. Úrslit urðu eftirfarandi: Án forgjafar: 1. Úlfar Jónsson GK 2 Hörður Arnarsson GK 3. Sigurbjörn Sigfússon GK MGJÖF: 1. Jón Kristbjörn Jónsson GK 2. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 3. örnHaukssonGK 69 högg 72 högg 73 högg 60 högg 65 högg 65 högg Stef num í aðra umferð — segja Framarar sem mæta Dundalk f rá írlandi á miðvikudag Knattspyrnudeild Fram hélt blaða- mannafund i gær f tilefni Evrópuleiks Fram og Dundalk sem fram fer á Laug- . ardalsvellinum nk. miðvikudag. Dag- skrá fyrir leik og i hléi var kynnt og vikið var að leiknum sjálfum og irsku bikarmeist urun um. Leikur Fram og Dundalk hefst kl. 17.30. Frá kl. 17.00 geta áhorfendur fengið pylsur og pepsí ókeypis og fellur það örugglega í góðan jarðveg, a.m.k. hjá yngri kynslóðinni. Drengjum úr knattspyrnuskóla Fram verða afhent silfur- og bronsmerki og a og b lið 6. flokks félagsins Verða heiðruð sérstak- lega fyrir frábæran árangur í sumar. Kynnir á leiknum verður Þorgeir Ást- valdsson og sér hann jafnframt um tónlist. Heiðursgestur verður Lúðvík Þorgeirsson en hann er heiðursfélagi í Fram. írsku bikarmeistaramir eru væntan- legir hingað til lands á þriðjudag nema framkvæmastjórinn, Jim McLaughlin, sem kemur við annan mann í dag, gagngert til að fylgjast með leik Fram og KA á morgun í 1. deildinni. Við kynntum lið Dundalk hér á síðunni í gær svo ekki verður farið nánar út í sögu félagsins nú en á fundinum kom fram að áhorfendur í Dundalk eru kunnir ribbaldar og í fyrra var fjöldi manns útilokaður frá heimaleikjum fé- lagsins ævilangt. Einnig kom fram að þrír leikmanna liðsins hafa leikið lands- leik fyrir írland, þeir Tommy McCon- ville, Mick Lawlor og Mick Fairclough sem lék með Huddersfield í 1. deildinni ensku fyrir tíu árum. Þá má geta þess að markvörður liðsins er alnafni gítar- leikarans kunna Ritchie Blackmore og mun hann ekki síðri milli stanganna en nafni hans á gítarinn. Dómaratríóið kemur frá Skotlandi. H. Alexander mun dæma leik Fram og Dundalk og sér sama þrenning um dómgæzluna á leik Víkings og Bord- eaux daginn eftir. Þá afhendir Alex- ander öðrum línuverði sínum flautuna en fær flagg hans í staðinn. „Slátrarinn frá Wolverhampton”, hinn heimsfrægi dómari Jack Taylor sem dæmdi úrslita- leik HM 1974, verður eftirlitsdómari á leikjunum. Framarar stefna ótrauðir á aðra um- ferð keppninnar þó svo það kunni að hafa fjárhagslega erfiðleika í för með sér. Þátttaka í Evrópukeppni er alltaf happdrætti fyrir íslenzk lið og þurfa Framarar að fá 3500 til 4000 manns á völlinn til að sleppa sæmilega frá fyrirtækinu. Að sögn Hólmberts Frið- jónssonar, þjálfara Fram, verður leikinn sóknarleikur á miðvikudaginn af hálfu Framara og má því búast við fjörugum leik. -VS. Júgóslavneskir bræður á verðlaunapalli í Split! Aukaverðlaun fyrir að vera holu á 5. og 17. flöt hlaut Úlfar Jónsson GK, en hann var aðeins 8 cm frá því að hljóta ökuprófið. Fyrir afrek sitt fékk Úlfar líkan af bifreið. Fjóröi keppnisdagurinn á Evrópu- meistaramótinu i sundi i Split i Júgó- slavíu var i gær. Júgóslavinn Borut Petric sigraði i 400 m skriðsundi karla eftir hörkukeppni við ólympíumeistar- ann Vladimir Salnikov, Sovét. Borut er 19 ára og 17 ára bróðir hans, Darjan, varð i þriðja sæti. í 100 m baksundi sigraöi Ungverjinn Sandor Wladar, eftir gifurlega keppni, en það kom ekki á óvart, þvi þessi 18 ára ungverski piltur er ólympiumeistari i 200 m bak- sundi. Það kom hins vegar á óvart að ólympíumeistarinn i 100 m baksundi, Svíinn Bengt Baron, komst ekki i úrslit. Varð hins vegar fyrstur i B-riðli úrslit- annaá 58,06 sek. Úrslit í gær urðu þessi: 100 m baksund kvenna, úrslit: 1. Ina Kleber, A-Þýzkal. 1:02,81 2. Cornelia Polit, A-Þýzk. 1:03,12 3. Carmen Banaciu, Rúm. 1:03,34 4. Larisa Gorchakova, Sovét, 1:03,87 5. Jolanda de Rover, Holl. 1:04,23 6. Monique Bosga, Holland, 1:04,36 7. Carine Verbauwen, Belgíu, 1:04,56 8. Manuela Carosi, Ítalíu, 1:04,63 100 m baksund karla, úrslit: 1. Sandor Wladar, Ungv. 56,72 2. Vladimir Shemetov, Sovét, 56,75 3. Viktor Kuznetsov, Sovét, 56,90 4. Dirk Richter, A-Þýzkal. 56,92 5. Michael Sönderlund, Svíþj. 58,10 6. Frank Baltrusch, A-Þýzk. 58,13 7. Ricardo Aldabe, Spáni, 58,25 8. Frederic Delcourt, Frakk. 59,16 200 m bringusund kvenna, úrslit: Þar vann Ute Geweniger sín þriðju gullverðlaun á mótinu, 1. Ute Geweniger, A-Þýzk. 2:32,41 2. Larisa Belokony, Sovét, 2:33,07 3. Grazyna Dziedzic, Póll. 2:35,35 4. Tania Bogomilova, Búl. 2:36,51 5. Ayshkute Buzelite, Sovét, 2:37,50 6. Grit Slaby, A-Þýzkal. 2:38,29 7. Ann Ross, Svíþj. 2:38,62 Susannah Brownadon, Bretlandi, gerði sund sitt ógilt. 400 m skriðsund karl, úrslit: 1. Bortu Petric, Júgósl. 3:51,63 2. Vladimir Salnikov, Sovét, 3:51,77 3. Darjan Petric, Júgósl. 3:53,71 4. Arne Borgström, Noregi, 3:54,35 5. Sandor Nagy, Ungv. 3:55,86 6. Andrew Astbury, Bretl. 3:55,93 7. Danile Matchek, Tékk. 3:57,33 Einherja- keppnin Félagsskapur þeirra kylfinga sem hafa farið holu í höggi nefnist Ein- herjar. Þeir halda árlega með sér mik- ið golfmót og þetta mót þeirra verður nú um næstu helgi á Grafarholtsvellin- um. Hefst það sunnudagsmorguninn kl. 11.00 og verða þá leiknar 12 eða 18 holur — allt eftir veðri og vindum. Fyrirkomulagið er „Stableford með 7/8 forgjöF’ og veitt þrenn verðlaun. Engin verðlaun verða fyrir að fara holu í höggi enda hafa allir keppendumir í mótinu gert það áður. Aftur á móti verða aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 17. brautinni en það telja Einherjar aö sé verðugri keppni fyrir þá. 8. Rainer Strohbach, A-Þýzk. 3:57,74 Tólf fyrstu syntu innan við fjórar mín- útur. Á mótinu á miðvikudag vann Ute Geweniger, Austur-Þýzkalandi, önnur gullverðlaun Sín, þegar hún sigraði í 100 flugsundi. Sovézka sveitin í 4x 100 m skriðsundi setti nýtt Evrópumet. Ólympíumeistarinn Ines Diers, 17 ára, setti Evrópumet í 400 m skriðsundi kvenna og þar Jackie Willmott brezkt met. Sökum þrengsla í blaðinu í gær gátum við ekki birt úrslitin á miðviku- dag. Þau fara hér á eftir. Tími Söder- lund í 200 m skriðsundi er sænskt met. 200 m skriðsund karla, úrslit: 1. Sergei Kopliakov, Sovét, 1:51,23 2. Michael Söderlund, Svíþj. 1:51,62 3. Thomas Lejdström, Sviþj. 1:52,11 4. Fabrizio Rampazzo, Ítalíu 1:52,21 5. Borut Petric, Júgósl. 1:52,33 6. Paolo Ravelli, italíu 1:52,36 7. Fabien Noel, Frakkl. 1:52,75 8. Vladimir Shemetov, Sovét. 1:53,15 4 x 100 m skriösund karla, úrslit: l.Sovétríkin 3:21,48 2. Svíþjóð 3:22,48 3. Vestur-Þýzkaland 3:22,67 4. Austur-Þýzkaland 3:24,38 5. Ítalía 3:25,32 6. Spánn 3:28,38 7. Sviss 3:28,56 8. Bretland 3:30,60 400 m skriösund kvenna, úrslit: 1. Ines Diers, A-Þýzk. 4:08,58 2. Karmela Schmidt, A-Þýzk. 4:08.71 3. Jackie Willmott, Bretl. 4:15,23 4. Ina Bayermann, V-Þýzk. 4:15,46 5. Irina Laricheva, Sovét. 4:17,44 6. Jutta Kalwett, V-Þýzk. 4:17,47 7. Jolanda Meer, Holl. 4:18,03 8. JuneCroft, Bretl. 4:21,35 100 m flugsund kvenna, úrslit: 1. Ute Geweniger, A-Þýzk. 1 2. Ines Geissler, A-Þýzk. 3. Karin Seick, V-Þýzk. 4. Cinzia Savi, Ítalíu 5. Ann Osgerby, Bretl. 6. Doris Wbeke, V-Þýzk. 7. Annemarie Verstappen Holl. 1 8. Wilmavan VelsenHoll. 1 :00,40 00,97 :01,37 02,27 :02,20 :02,86 :02,92 03,13 100 m flugsund karla, úrslit: 1. Alexei Markovski, Sovét. 54,39 2. Per Arvidsen, Svíþj. 54,60 3. Vadim Dombrovsky Sovét. 55,00 4. Andreas Behrend, V-Þýzk. 55.08 5. Advid Lopes, Spáni 55,10 6. Per Magnusson, Svíþjóð 55,70 7. Marcel Gery, Tékkósl. 5 5,83 UNNIÐ AÐ STOFNUN SKIÐA- FÉLAGS Á SUÐURNESJUM Þann 31. ágúst sl. var haldinn i Vik i Keflavik undirbúningsfundur fyrir stofnun skiðafélags á Suðurnesjum. Fjölmenni var á fundinum. Hópur áhugamanna um skiðaiðkun á Suður- nesjum, sem telur brýna nauðsyn á að UEFA í gang Portúgalska félagið Sporting Lisbon sigraði Red Boys Differdange frá Luxemburg 4—0 í fyrstu umferð UEFA-bikarsins á miðvikudag. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram i Lissabon. Þáð voru þrir lands- liðsmanna Sporting sem sáu um Luxemborgarliðið. Oliveira skoraði á 30. min. Manuel Fernandes annað á 47. mín úr vftaspyrnu á 89. mfn. Áhorfendur voru 30.000. -VS. efla skiðaiþróttina og vinna með skipu- lögðum hætti að framgangi hennar, boðaði til fundarins. Skíðafélagið mun m.a. hafa að markmiði að skipuleggja skíðaferðir með reglubundnum hætti á skíðalönd- in, útvega skíðakennslu og aðstoða fé- lagsmenn við kaup á skíðaútbúnaði með sem ódýrustum hætti. Hreggviður Jónsson, formaður Skíðasambands fslands, mætti á fund- inn og hélt hann erindi um skiðaíþrótt- ina og vettvang Skíðasambandsins. í undirbúnlngsstjórn voru kjörnir 5 manns. 1. Kristj án Pétursson, 2. Pétur Jóhannsson, 3. Hörður Hilmarsson, 4. Þóra Júlíusdóttir, 5. Sigurður Jónsson. Fólki á öllum aldri er heimiluð inn- Guðmundur Sigurðsson fagnar eftir að hafaskoraðsigurmark Fram gegn Þór Vest- mannaeyjum f úrslitaleik 4. flokks si. sunnudag „þremur minútum fyrir leikslok. Þetta var eina mark leiksins og vonbrigðin leyna sér ekki i svipbrigðum Þórara en fögnuður í herbúðum Framara var mikill. DB-mynd Einar Ólason. ganga í félagið og fer innritun fram á skrifstofu Péturs Jóhannssonar, að Vatnsnesvegi 14 Keflavík, simi 2900, en stofnfundur verður haldinn í nóvember nk. Bílhlass af kók fyrir holu íhöggi Eitt síðasta stórmótið i golfi á þessu keppnistimabili, fer fram um helgina. Er það Coca-Cola-keppnin sem verður á velli Golfklúbbs Ness á Seltjarnar- nesi. Er það elzta opna golfmót landsins. Fer það nú fram 121. sinn og i fyrsta skipti á Nesvellinum. í hin 20 skiptin hefur mótið verið i umsjá Golf- klúbbs Reykjavíkur. Mótið er 36 holu höggleikur og verða veitt þrenn glæsileg verðlaun með og án forgjafar. Þá eru ýmis auka- verðlaun í boði og má þar m.a. nefna bílhlass af Coca Cola fyrir þann sem fer holu í höggi. Þrjá kassa af kók fær sá sem verður næstur holu á 6. braut báða keppnisdagana og þá verða einnig veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg af teig á 2. braut, svo eitthvaðsénefnt. Coca Cola-keppnin hefur frá því að Stigakeppni GSÍ fór fyrst af stað, verið stigamót en þar sem keppnin fór á hálf- gert flakk í Kappleikjaskránni núna verður ekkert af því að þessu sinni. Coca Cola-keppnin stendur fyllilega fyrir sér, enda er búizt við mikilli þátt- töku í mótinu sem hefst á laugardags- morguninn. Skráning í mótið fer fram 1 Golf- skólanum á Nesinu, sími 17930 og er mönnum bent á að skrá sig þar sem fyrst. Tveir æfingadagar verða fyrir mótið, á fimmtudag og föstudag og er þá einnig hægt að skrá sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.