Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.09.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1981. 'MMBIMa Útgefandi: Dagbloðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritatjóri: Jónas Kristjánsson. AÖstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómor Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Símonorson. Menning: Aðalstoinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, AtJi Rúnar Halldórsson, Atli Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir. Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Olafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Drerfingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalsími blaösins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaöið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 85,00. Verð I lausasölu kr. 6,00. Snúum okkurað Dönum Allt frá því Gunnar stökk hæð sína í öllum herklæðum, Kjartan þreytti sund við Noregskonung og Skarphéðinn stökk yfir Markarfljót, hafa íþróttir einstaklingsins og frásagnir af íþrótta- afrekum heillað íslendinga. Fyrir rúmum þrjátíu árum átti ísland fríðan hóp frjálsíþróttamanna, sem gerði garðinn frægan vítt og breitt um Evrópu. Afreksmenn, sem voru aufúsugestir á stórmótum, og skipuðu oft efsta sætið í keppni við þá beztu. Þá var gullöld í frjálsum íþróttum íslendinga. Danir og Norðmenn sigraðir í landskeppni í Osló síðasta föstudag júnímánaðar 1951 og til að gera daginn að enn meiri sigurdegi vann íslenzka landsliðið það sænska í landsleik í knattspyrnu á Melavelli. Sigur- dagurinn mikli, 29. júní 1951, ættiað vera sérstakur há- tíðisdagur íþrótta á íslandi. Mikil afrek gleðja hjartað. Á þeim tíma áttum við íslendingar ekki aðeins mikla afreksmenn í frjálsum íþróttum heldur einnig hóp góðra íþróttamanna. Heilsteypt landslið. En því miður tókst ekki að halda merkinu lengi hátt á lofti. Aldan, sem risið hafði svo hátt 1950 og 1951, hneig og fyrsta merki þess voru ólympíuleikarnir í Helsinki 1952. Þar var lítil ánægja að vera íslendingur meðal áhorfenda. Og það var ekki spyrnt við fótum. Smám saman féllu frjálsar iþróttir í þann öldudal, sem þær hafa verið í á þriðja ártug. í sumar hafa komið fram mikil og góð batamerki í þessari skemmtilegu grein íþrótta. Ungir afreksmenn hafa bætzt i hóp þeirra, sem fyrir voru — íþróttafólk af báðum kynjum, sem líklegt er til mikilla afreka. Dagblaðið hefur eitt íslenzkra blaða vakið athygli á sókn íslenzks frjálsíþróttafólks upp úr öldudalnum, merkt þann áhuga, sem hvarvetna er að kvikna á frjáls- um íþróttum á íslandi. Meðal hápunkta í frjálsíþróttastarfinu hér á árum áður var landskeppni við Dani. Þeir voru nær undan- tekningalaustsigraðirog áhorfendur flykktust á gamla Melavöllinn til að fylgjast með. Það er sama hvort Danir keppa hér í knattspyrnu, handknattleik eða frjálsum íþróttum. Alltaf skapast áhugi. Stór stund að sigra Dani og betri mótherja fáum við ekki. Hjá Dönum kemur ekki fram sá hroki gegn íslendingum, sem stundum kemur fram í keppni við Skandinavíu- þjóðirnar tvær, einkum þó Norðmenn. Enn hefur okkur ekki tekizt að sigra Dani í landsleik í knatt- spyrnu. Hins vegar í handknattleik. Frjálsíþróttasamband íslands þarf að fylgja eftir þeirri sókn, sem nú er í frjálsum íþróttum með því að taka upp þráðinn á ný við Dani. Koma á landskeppni milli íslands og Danmerkur. Því fyrr, því betra. Kalott-keppnin, þó hún hafi á ýmsan hátt verið virðingarverð, hefur aldrei komið í stað landskeppni við Dani. Keppni við íbúa Skandinavíu norðan heim- skautsbaugs höfðar ekki til íslendinga. Það gerir aftur á móti landskeppni við Dani. Þjóð gegn þjóð — ekki þjóð gegn héruðum, þó að höfðatölu séu íbúar nyrztu héraða Finnlands, Noregs og Svíþjóðar fleiri en íslendingar. Hinn stóraukni áhugi meðal íslenzkra ungmenna á frjálsum íþróttum í sumar, mun jafnari og betri afrek, hafa gert það að verkum að landskeppni við Dani er nú mjög áhugaverð. Við íslendingar erum snerpu- og á- takamenn, Danir seigari. Er það einhver þáttur í þjóðareðli íslendinga að við höfum aldrei eignazt lang- hlaupara í fremstu röð? — eða er það íslenzk veðrátta, sem kemur í veg fyrir það? Þrátt fyrir greinileg batamerki í frjálsum íþróttum íslendinga í sumar er þó enn langt í land að frægð fyrri ára sé í sjónmáli. En með öflugu starfi gæti það átt sér stað fyrr en margan grunar. Sjóræningjar herja á sundinu milli Singapore og Indónesíu: MEÐ HNÍFA AÐ V0PNIRÆNA ÞEIR 0LÍUSKIP greipar sópa um stjórnlaust skipið í friði. Sjóræningjarnir virðast hafa valið Filipusarsund (um 16 km suður af Singapore) til að gera áhlaup sín vegna þess að stór skip, einkum olíu- flutningaskip, verða að draga mjög úr ferðinni á meðan farið er í gegnum örmjótt sundið. Gríðarleg mengun gæti hlotizt af Um fimmtán þúsund fley fara í gegnum þetta sund á ári hverju. Það er í raun framhald Malakkasunds og er innan við hálfan annan km á breidd þar sem það er mjóst en 4,5 km þar sem það er breiðast. Mikil hætta er á að skip, sem sjó- ræningjar hafa ráðizt um borð í, strandi eða rekist á annað skip á sundinu, þar sem er fjöldi smáskerja og smáeyja, að sögn talsmanns eins olíufélagsins í Singapore. Ef um olíuskip væri að ræða gætu afleiðingarnar hæglega orðið þær að gríðarlegt magn olíu læki út í sjó og mengaði strendur Singapore og Indó- nesíu, sagði olíumaðurinn. f" ' -- Ferðamálaráð — til hvers ? við nefið á yf irvöldum í þremur ríkjum Sjóræningjar með brugðna branda ræna nú hvert flutningaskipið á fætur öðru í sundunum 1 nágrenni Singapore. Hafa menn orðið miklar áhyggjur af siglingum um þetta svæði. Ólíkt gömlu sjóræningjunum, sem ferðuðust um á júnkerum, nota sjó- ræningjar nútímans hraðskreiðustu hraðbáta af nýjustu gerð og ráðast um borð í verzlunarskip eins og þrautþjálfaðir hermenn. Yfirleitt eru þeir fimm saman. Þeir nota gripjárn til að klifra um borð í skip í skjóli myrkurs og yfir- buga þar skipstjóra og áhöfn hans. Að sögn sumra fórnarlambanna eru sjóræningjarnir yfirleitt í sund- skýlum einum fata og sveifla í kringum sig löngum, flugbeittum hnífum, svokölluðum „parangs”, og í nokkrum tilfellum einnig skamm- byssum. Þurfa að draga úr ferðinni Hingað tilhafa flestir sloppiðmeð skrekkinn, þ.e. án líkamlegra meiðsla. Þó gerðist það nýlega að skipstjóri gámaflutningaskips eins varö að leggjast inn á sjúkrahús í Singapore 1 nokkra daga eftir harka- lega meðferð sjóræningjanna. Alþjóðleg skipafélög og olíufyrir- tæki hafa skorað á siglingamálayfir- <XtZ7 völd á svæðinu að grípa til harðra aðgerða gégn sjóræningjunum. Talsmenn fyrirtækjanna segja að hvað eftir annað hafi sjóræningjarnir fært skipstjóra 1 bönd og troðið skip- verjum inn í klefa til að geta látið Fátt er auðveldara á íslandi en að vekja upp andúð eða hatur á útlend- ingum. Eins og menn muna var umræðan um hugsanlega dvöl land- flótta Frakka hér öll með ólíkindum. í sumar hefur þessi umræða aðeins vaknað á ný en nú snýst hún um þátt útlendinga í hópferðum um landið. Um þá iðju væri hægt að skrifa langan pistil — t.d. um áhugaleysi löggæzlumanna, um eyður í lands- lögum gagnvart svona hópum o. fl. i þeim dúr. En hvað með þátt íslendinga í hóp- ferðum um landið? Er hann með sér- stöku náttúruverndaryfirbragði? Eða eru ferðalög íslendinga um ísland þess eðlis að ástæða sé til að hreykja sér hátt og benda á vondu mennina útlendingana? Sem gæslumaður lands og húsa við Tungnafellsjökul á Sprengisandi sl. tvö sumur og áhugp- maður um náttúruvernd langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum sem tengjast ofangreindum spurning- um. Einnig er ástæða til að benda á þátt Ferðamálaráðs, nú þegar ferða- málaráðstefna er framundan. íslenskar hópferðir — góð landkynning? Ferðalögum fólks um hálendið má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar ferðir með skipulegum hópferðum og hins vegar fólk á eigin bílum. Útlendingar eru í meirihluta í hópferðunum en íslendingar í seinni flokknum. Oftast er það mynd hóp- ferðanna sem fyrst blasir við hinum óbreytta erlenda ferðamanni og er ekki úr vegi að staldra ögn við þá landkynningu. Flestar hópferðir með útlendinga um hálendið eru undir stjórn leið- sögumanna og starfsliðs sem bekkir Kjallarinn Sveinn Aðalsteinsson sitt fag, t.d. hjá Úlfari Jacobsen og Guðmundi Jónassyni. Dæmi eru til um svo vel „uppalinn” hóp að undir stjórn leiðsögumanns þutu hinir erlendu ferðamenn úr rútunni hvar sem rusl sást meðfram vegum og tíndu i poka. Gott samstarf milli landvarða og starfsfólks á líka sinn þátt í þessu. Þegar hinir erlendu ferðamenn hyggja aftur á íslands- reisu hafa þeir þegar fengið fræðslu og er slíkt ómetanlegt öllum þeim er starfa að náttúruvernd. Dæmi eru vissulega til um hóp- ferðir sem ekki eru okkur til fram- dráttar 1 landkynningu. T.d. býður ferðaskrifstofan Arena farþegum sínum salerni og eldhús í sama bíl og skilur þunnt þil á milli. Eftir að hafa snætt máltíðir úr framhluta bílsins er fólki svo boðið að gera þarfir sínar 1 stóra plastpoka í afturhlutanum. Eru fá dæmi um svo náið sambýli matar- gerðarlistar og úrgangslosunar ferða- fólks. í krafti þessa munaðar, sem ferðafólki býðst, getur eigandi Arena, Andrés Pétursson, neitað að borga tjaldgjöld og hefur samgöngu- ráðuneytið á bak við sig í þeim efnum. Engu máli þykir skipta þótt farþegar Arena velji heldur stað- bundið salerni þegar það býðst. En sagan er ekki búin. Skipta þarf um plastpoka því það fyllist sem í er látið. Þessir pokar eru grafnir á tilfallandi stöðum og má Guð vita hvar minjar Arena er að finna. Kannski rekst þú á torkennilegan poka eftir næstu vorleysingar lesandi ^ „Ferðaþjónusta íslendinga er um margt á frumstigi en því miður virðist Ferða- málaráð hafa litlar áhyggjur af því. Þeirra eina mottó er að fá sem flesta ferðamenn til landsins en vita svo ekkert hvað á að gera við þá þegar þeir eru komnir.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.