Dagblaðið - 16.09.1981, Side 1
7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR16. SEPTEMBER 1981 — 209. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11—AÐALSÍMI 27022.
ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SEUA MG
TIL FORTUNA DUSSELDORF’
\
—sagðiþýzkurblaðamaður, sem hringdi til Atla Eðvaldssonar, Félöginhafa
—sjáíþróttirí opnu
Flugvél fær far með tveimur f lugvélum
Það er ekki á hverjum degi sem flug-
vélar fá einkaflugvél til að flytja sig,
hvað þá tvær einkaflugvélar. Nort-
hrop-stríðsvélin, sem sýnd var hér-
lendis á dögunum og bjargað hafði
verið úr Þjórsá sumarið 1979, naut
slíkra forréttinda.
Hercules-flutningaflugvél frá norska
flughernum, sem ber nafn Freys,
frjósemisguðs Ásatrúar, kom til
Reykjavíkurflugvallar um hádegisbil í
gær til að sækja Northrop-vélina. Búið
var að hluta Northrop-vélina í nokkrar
einingar til að hentugra yrði að flytja
hana. Ekki reyndist kleift að flytja
hana alla í einni ferð og er önnur
Hercules-vél væntanleg til Reykjavíkur
í dag til að taka þá hluta sem eftir urðu
í gær.
Héðan fer Northrop-vélin til Óslóar
þar sem henni verður komið fyrir á
norska stríðsminjasafninu en þar er
henni ætlað að vera i framtíðinni.
-KMU.
N
FRUCO VILL LEYNA NOFN-
UM HÓTANAHEILDSALANNA
— gefur þó í skyn að hafa haft samráð við tvo aðila í Reykjavík
,,Ég get því miður ekki látið uppi
hvaða viðskiptavinir okkar í Reykja-
vík það voru sem óskuðu eftir því að
við hættum sölu ávaxta til „Fæðis
fyrir alla h.f.” í Reykjavik,” sagði
Paul Pátsch, einn af frammámönn-
um Frlico ávaxtasöluflrmans í Ham-
borg í viðtali við DB í morgun.
Það'var Paul Pátsch sem undirrit-
aði telexskeytið sem „Fæði fyrir alla
h.f.” fékk á föstudag. Skeytið var
birt í heild í DB á mánudag. Þar segir
m.a. „Okkur þykir það leitt en því
miður neyðumst við til að hætta við-
skiptum við ykkur. Ástæðan er sú að
aðrir viðskiptavinir okkar og vinir í
Reykjavík hafa kvartað yfir sam-
skiptum okkar við ykkur. Við höfum
skipt við þessa aðila í fjöldamörg ár
og um umtalsverð viðskipti verið að
ræða allan ársins hring. Þeir hafa
gert okkur ljóst að ef við ekki
hættum að selja ykkur ávexti muni
ekki verða frekari viðskipti af þeirra
hálfu . . .”
Paul Pátsch sagði í morgun að
Friico hefði skipti við ýmsa aðila á ís-
landi. En í þessu sambandi hefðu
,aðallega verið höfð samráð við tvo
stóra innflytjendur til íslands.
DB hefur aflað sér þeirra upplýs-
inga að stærstu innflytjendur ávaxta
frá Fruco séu Heildverzlun Björgvins
Schram og Karl og Birgir s.f. Báðir
aðilarnir hafa neitað að eiga hlut að
málum, en Karl og Birgir s/f segjast
hafa orðið fyrir sömu þvingunum í
upphafi síns innflutnings.
-A.St.
AtU Bðvaklsson með umboðs-
manninum Reinke. Mál hans var
uppsláttur í þýzka biaðinu Biid i
gær og enn i morgun var viðtai i/ið
Atia uppsiáttur í biaðinu þar sem
hann er reiður og viii fé hiuti sölu-
verðinu. DB-mynd Bjarnieifur.
Mikil spenna í norskum
stjórnmálum:
Hvað nú
Noregur?
Frá Sigurjóni Jóhannssyni, frétta-
manni DB i Osló, i morgun:
Hvað nu, Noregur? spyrja norsku
blöðin í morgun og spurningin er
vissulega brennandi. Flest bendir nú
til að Hægriflokkurinn verði að
mynda minnihlutastjórn með stuðn-
ingi Miðflokksins og Kristilega
flokksins. Flestir þeir er skrifa um
stjórnmál hér telja nær útilokað að
miðflokkarnir treysti sér í rikisstjóm
eftir tapið í kosnitigunum. Vandi
miðflokkanna hefur verið ærinn und-
anfarið þar sem þeir eru að kreníj-
ast á milli Hægriflokksins og Verka-
mannaflokksins sem báðir eru mun
nær því að kallast miðflokkar en
öfgaflokkar.
Fulltrúar borgaraflokkanna
þriggja, Hægriflokksins, Miðflokks-
ins og Kristilega flokksins, hittast í
dag en taliö er að forystumenn
Hægriflokksins séu þegar byrjaðir að
ráðgast um skipan ráðherraembætta í
hreinni hægri stjórn. Talið er að strax
um helgina verði ljóst hvort Mið-
flokkurinn og Kristilegi fiokkutinn
treystaséristjórnarmyndun. \
Pundiö
hækkar
endollar
lækkar
sjá gengi
bls. 18
A