Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 3

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 3
V U i DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. 3 Garri segir að ef bjór væri seldur á vegum ÁTVR yrði ekkert auðveldara lyrir unglinga að kaupa hann en áfengi yfirleitt. DB-mynd: Hörður. UmGrandvaran: Virðist hrærast í þokukenndum heimi —sér of sjónum yf ir hlutum sem hann ber ekkert skynbragð á K.V.H. hringdi: Ruglið í Grandvörum er eins og hljómur í tómri tunnu. Veslings trén, sem fóru í pappírinn, er þessi þvæla var prentuð á — og veslings Grand- var, sem veit ekki hvað hann á bágt. Ég get ekki lesið þvílíkt og annað eins án þess að láta í mér heyra, sem fyrrverandi sjómaður og þjóðernis- sinni. Ég hef verið á sjó i 4 ár og aldrei orðið ríkur af, því ég hef ekki lent á þessum ljónheppnu bátum, heldur einungis á þeim, sem fiska bara sæmilega, eins og á við um flesta. Nú er ég hættur á sjó og farinn að vinna i landi — með ágætiskaup og get verið hjá eiginkonu og börnum á kvöldin og um helgar. Eigi öfunda ég humarveiðimenn sem fá tveggja sólarhringa frí hálfsmánaðarlega. Grandvar er illa að sér á mörgum sviðum, m.a. í reikningi. íslenzk frystihús kaupa hráefni sitt á þvi lægsta verði, sem þekkist i heiminum, selja á þvi hæsta en eru samt sem áður„rekin með tapi”. Er ekki eitthvað athugavert við þetta? Samt eru laun íslenzkra sjómanna 25—40% lægri en gengur og gerist meðal annarra Evrópuþjóða. Ég veit jafnframt ekki betur en að togararnir sigli stíft á haustin, til þess að rétta tap sitt af, svo það hlýtur að vera eitthvað að í þjóðfélaginu. Og þá mun vera um að kenna afætunum. Sýnist mér að Grandvar muni vera meðal þeirra. Hann virðist einnig hrærast í ein- hverjum þokukenridum heimi, þar sem hann sér ofsjónum yfir hlutum sem hann ber ekkert skynbragð á. Hann sér ekki mein þjóðarinnar, sem blasa þó við: 1. Ríkisbáknið, sem er að sliga þjóðina með sín opinberu fyrir- tæki, rekin með stórtapi. Grand- var talar þó ekki um laun ráð- herra, né um kostnað ótal sendi- ráða um allan heim, þar sem vel mætti notast við konsúlöt, o.s.frv. 2. Bankakerfið, þar sem fólkið þjónar bönkunum en bankarnir ekki fólkinu. Grandvar talar ekki um laun bankastjóra, fulltrúanna og þeirrar hirðar sem þessar stofnanir hafa um sig. 3. Heildverzlunin, þar sem menn keppast um að kaupa sem dýrast inn. Því dýrari sem varan er, þeim mun meira fá þeir í gróða vegna prósentufyrirkomulagsins. Grandvar talar ekki um laun tann- lækna, lækna, heildsala, ..olíufurst- anna”, flugmanna, lögfræðinga og óteljandi annarra. Ég held að Grandvörum væri nær að líta betur í kringum sig áður en hann skrifar fleiri greinar á borð við „Launabrjálæði sjómanna”. Sjó- menn vinna örugglega fyrir hverjum eyrisemþeirfá. irtcrið í SinW Hring'ð eðas Krifið „Nú fjölmennum við á völlinn í kvöld og hvetjum Fram til sigurs gegn Dundalk. Og auðvitað erum við Goða-kokkarnir ekki bara á búningunum hjá Fram í svona stórleikjum - við mætum á völlinn og bjóðum áhorfendum að smakka á góm- sætum Goða-vörum. Sjáumst í kvöld - áfram með okkar menn í Evrópukeppninni!” á vellinum i kvöld! VILL GETA KEYPT BJÓR Á ÍSLANDI —annað er til skammar skrifar íslendingur frá Noregi Garri skrifar frá Noregi: Þann 23. ágúst sl. skrifaði Siggi flug athyglisvert lesendabréf undir fyrirsögninni „Vangaveltur um áfengi”. Í bréfinu gagnrýndi Siggi flug mikið tal um ofnotkun áfengis í ríkis- fjölmiðlum, þar sem ekki væri verið að fjölyrða um tekjurnar sem ríkið hefur af áfengissölunni, né til hvers þeim peningum er varið. Einnig sagðist Siggi flug vera fremur hliðhollur bjómum, þar eð menn yrðu syfjaðir og sljóir af honum, en ofstopafullir slagsmála- hundaraf áfengi. Þetta er alveg rétt. Ég hef kynnzt þvi mjög vel héma í Noregi hvernig fólk verður af bjórdrykkju. Það verður rólegra og yfirvegaðra og er ekki með þennan fyrirgang og læti, sem fylgja áfengisdrykkju. Fólk spyr mig oft hvernig islenzki bjórinn sé og verður mjög hissa, þegar það heyrir að á fslandi fáist enginn bjór; ekkert nema óáfengur pilsner. Það hlýtur nú að koma að því að við fslendingar förum að flytja inn bjór, þvi annað er til skammar. Þetta tal um að ef við fæmm að selja bjór, þá yrði svo auðvelt fyrir unglinga að ná í hann, er nú bara kjaftæði. Ef bjór væri seldur í „rikinu” þá yrði alveg jafn erfitt (?) fyrir unglinga að ná í bjórinn og áfengi. Hér í Noregi er bjórinn seldur í matvörubúðum og unglingar geta ekki fengið að kaupa hann nema þeir sýni nafnskirteini til marks um að þeir séu orðnir 18 ára. A fslandi er fólki meinað að kaupa litið áfengan bjór. Því er gert að einskoröa sig við mun áfengari drykki ef það vill eitt- hvað sUkt. Spurning dagsins Telur þú alkóhólisma vera sjúkdóm? Gestur Friðjónsson, múrari: Já, ég tel það. Oddný Sigurðardóttir, hjúkrunar- fræðingur: Já, alveg tvimælalaust. Þegar fólk hefur ekki stjórn í þeim efnum, þá er um sjúklega neyzlu að ræða. Anna Nidsdóttir, rikisstarfsmaður: Nei, ég myndi ekki segja það. Ég tel að þetta sé sjálfskaparviti. Anna Kristjánsdótlir, húsmóðir: Að vissu leyti, já. Bergþór Fríðþjófsson, starfsmaður Esso: Já, það myndi ég segja — og einnig sjálfskaparviti. Jón Pálmason, verzlunarmaður: Já. Þegar fólk ræður ekki lengur viö neyzlu sina, er ástandið orðið sjúklegt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.