Dagblaðið - 16.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
i
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
3
ms
Aldrei ofgamall
til að mótmæla
William Gandall, sem er 80 ára gamall fyrrverandi hermaður 1 Flórída, hefur verið
handtckinn fyrir óspektir á almannafæri. William settist vopnaður flaggi og kröfu-
spjaldi á gólfið á göngudeild ætiaðri uppgjafa hermönnum og neitaði að fara þaðan.
Vildi hann á þennan hátt mótmæla niöurskurði Reaganstjórnarinnar á fjárframlögum
tii félagsmála.
OLÍUFUNDUR í JÓNAHAFI
Orkumálaráðherra Grikklands,
Steffanos Manos, tilkynnti í gær að
mikið gassvæði hefði fundizt í Jóna-
hafinu. Talið er að hér sé um að ræða
100 billjónir kúbikfeta og fannst gasið
undan ströndum borgarinnar Kata-
kolon.
— Þetta staðfestir þann grun að um
olíu geti verið að ræða í Jónahafi og
vekur mikla bjartsýni á meðal griskra
ráðamanna, segir ráðherrann.
Svíþjóð:
Kross okkar nútímamanna
Norðurlandabúar þykja heldur lítið
trúræknir og er kirkjusókn líka afleit í
þessum löndum. Nýjar skýrslur frá
Danmörku sýna að í Kaupmannahöfn
er annað hvert barn óskírt, að ekki sé
minnzt á allt það fólk sem flytur saman
án nokkurrar blessunar, hvorki frá
kirkju né ríki.
Sænskur listamaður, Stig Carlson,
sem hefur sérhæft sig í smíðum kirkju-
gripa, hélt nýlega sýningu í Islevkirkj-
unni í Kaupmannahöfn og sýndi þá
m.a. þennan kross sem hann taldi afar
táknrænan fyrir nútimamanninn.
Krossinum er skipt í akreinar og eru
bílarnir á þeim úr plasti.
Carlson, sem annars segist vera
trúaður maður, var þungorður í garð
kirkjunnar.
— Ef kirkjan er orðin svo stif og
umvöndunarsöm að hún kemur i veg
fyrir að Guð fái að athafna sig, á að
rífa allar kirkjur, sagði hann.— Auk
þess er alls óvíst hvort hann þarf
nokkuð á kirkju að halda.
Stjómarmyndunarviðræður í Noregi:
Minnihlutastjóm
Hægriflokksins ?
—ágreiningur um fóstureyðingar og skattamál
Viðræðufundir milli Hægriflokks-
ins, sem varð sigurvegarinn í norsku
kosningunum í gær, Miðflokksins og
Kristilega þjóðarflokksins hefjast í
dag og munu þeir ræða möguleika á
stjórnarmyndun. Búizt er við að
aðalágreiningurinn verði fóstur-
eyðingalöggjöfin en Kristilegi
þjóðarflokkurinn vill herða á henni.
Leiðtogi hans, Káre Kristiansen,
var þó undir lok kosningabaráttunn-
ar farinn að draga nokkuð í land með
slíkar kröfugerðir í sambandi við
stjórnarmyndun borgaraflokkanna
og er álitið að það hafi vakið svo
mikla óánægju á meðai kristilegra
kjósenda flokksins að þeir hafi
fremur setið heima en að ljá flokkn-
um atkvæði sitt. Er talið að þetta geti
verið skýring á hinu mikla tapi
flokksins, en hann tapaði 7 þing-
sætum.
Almenn skoðanakönnun hefur þó
sýnt að aðeins 1/3 kjósenda er
hlynntur herðingu á fóstureyðinga-
lögunum og leiðtogi Hægriflokksins,
Káre Willoch, segist ekki leggja
neina áherzlu á slíkt í umræðum um
stjórnarmyndun. Samt er álitið að
einmitt þetta geti valdið því að
stjórnarmyndun borgaraflokkanna
takist ekki, ásamt óánægju minni
flokkanna yfir tapi í kosningunum.
Einnig getur niðurskurður á skött-
um valdið ágreiningi á milli Mið-
flokksins og Hægriflokksins. Will-
och vill lækka skattana mikið á
næstu fjórum árum en Miðflokkur-
inn vill halda áfram dýrum niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum.
Káre Willoch: Verður forsætísráðherra.
Erlendar
fréttir
Hlýlegar móttökur
Nú er Francois Mitterrand forseti
aftur snúinn heim til Frakklands eftir
að hafa átt viðræður við forsætisráð-
herra Breta, járnfrúna Margaret
Thatcher. Segja áreiðanlegar
heimildir að vel hafi farið á með þeim
þrátt fyrir að þau eru tveir andstæðir
pólar í stjórnmálum, hann ljósrauður
sósíalisti, hún svartasta íhald.
Tengsl þessara landa, Frakklands
og Bretlands, hafa löngum verið
fremur svöl en nú ætla þau Mitter-
rand og Thatcher sem sagt að verma
þau. Vonast bæði til að fundir þeirra
verði upphaf að nýjum og betri þætti
í sögu samskipta þessara landa.
Þetta er fyrsta opinbera heimsókn-
in sem Mitterrand fer í eftir að hann
var kjörinn forseti. Þau Thatcher)
ræddu m.a. ástandið í Póllandi,
afvopnunarmál, Afganistan og Mið-
austurlönd.
Við heimkomuna getur Mitterrand
annars búizt við því að heldur sé farið
að slá í vináttuna milli hans og
kommúnistaleiðtogans Goerges Mar-
chais, en sá síðarnefndi hefur lýst
yfir því að flokkur hans sé alls ekki
reiðubúinn til að styðja hvaða mál
sósíalista sem er í franska þinginu.
Nýrsöngleikur:
Stúlkumar frá Mitford
Enski Iávarðurinn Redesdale átti sex
dætur sem voru hver annarri sérkenni-
legri og gerðu þær garðinn frægan á
árunum 1920—1930, sumar fyrir sam-
bönd sín við nasista, eins og t.d. Unity
og Díana. Unity var svo góð vinkona
Hitlers að hún gat náð símasambandi
við hann hvenær sem var, Díana giftist
fasistaforingjanum sir Oswald Mosley.
Jessica hafði aftur á móti djúpa samúð
með uppreisnarmönnum á Spáni og
skrifaði þjóðfélagsádeilur. Deborah
varð fræg sem hertogafrú af Devons-
hire.
Og nú er hin skrautlega saga þessara
systra efniviðurinn í nýjum söngleik,
,,The Mitford Girls”, sem nýtur geysi-
vinsælda í London og var nýlega
sýndur í 40. sinn fyrir troðfullu húsi.
Þegar hertogaynjunni var sýnt hand-
ritið að söngleiknum áður en æfingar
hófust hafði hún aðeins eitt að athuga
við það: — Þið verðið að sjá til þess að
laglegar leikkonur veljist i hlutverk
okkar.
KIRKEGAARD A UPPB0ÐI
Einstakt heildarsafn af frumútgáfum
ritverka Sörens Kirkegárd er nú til sölu
í Danmörku og óttast menn að það
verði selt úr landi. Núverandi eigandi
þess segir sig neyddan til að selja og
hefur uppboðsfyrirtækið Sothesby í
Englandi verðlagt safnið á 110.000 dkr.
Margar af bókum þessum eru bækur
sem Kirkegárd notaði sjálfur til að gefa
ýmsum andans mönnum síns tíma og
eru því með eiginhandaráletrun.
Eigandinn keypti safnið fyrir 8 árum
á 60.000 dkr. og álítur að þrátt fyrir
mikla hækkun verði margir um boðið,
sérstaklega útlendingar. — Vegna
föðurlandsástar vildi ég allra helzt að
bækurnar yrðu kyrrar í Danmörku,
segir eigandinn. — Þó ég sé auðvitað
síður en svo að lasta það að útlendingar
sýni Kirkegárd svona mikinn áhuga.
Bonn:
Rauðiherinn
berábyrgð
V-þýzka lögreglan álítur að Rauði
herinn, sem líka gengur undir nafninu
Baader-Meinhof-hreyfingin, standi að
baki banatilræði því sem yfirhershöfð-
ingja Bandaríkjahers í Evrópu,
Frederick J. Kroesen, var sýnt í gær í
Heidelberg.