Dagblaðið - 16.09.1981, Page 10

Dagblaðið - 16.09.1981, Page 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. Stríð Útimarkaðarins og stóru ávaxtainnflytjendanna: „ Viö viljurn ekki „þóknun” ogþvf á að útiloka okkur” — „Við munum leita á önnur mið en þau þýzku þó óhagstæðari séu” „Ég tel að það sé hin svonefnda „commission” eða það sem kallað er þóknun og erlendur seljandi bætir ofan á vöruverð til íslands, sem er rótin að því, að nú á að reyna að útiloka okkur, sem stöndum að „Fæði fyrir alla hf.” og höfum m.a. keypt beint erlendis frá ávexti til sölu á Útimarkaðinum, frá innkaupum hjá hagstæðustu seljendum erlendis,” sagði Guttormur Sigurðsson, cinn þriggja forsvars- manna „Fæðis fyrir alla”. Þessi þókn- un fer svo inn á bankareikning innflytjandans. „Það leikur vist vafi á um hvort og í hvað miklum mæli má hækka vöruverð erlendis með „þóknun”, en ’79 mun verðlagsstjóri hafa gefið út skýrslu um þessi mál og með henni varð „þóknun- aróskapnaðurinn” opinber. Hann hefur m.a. verið viðurkenndur á þann hátt að Seðlabankanum er heimilt að opna gjaldeyrisreikninga til innlagningar þókunarfjár. Þeir sem hana taka geta síðan ráðstafað fé af þessunt einka-gjaldeyrisreikningum.” „Enginn veit hve há þóknun er tekin í hinum ýmsu tilvikum. Henni er bætt á vöruverðið og margfaldast í verðlagningarkerfinu. „Þóknunin" skapar verðmuninn hjá okkur og hinum Við hjá „Fæði fyrir alla hf.” höfum hafnað hvers konar þóknun erlendis. Við teljum hana ólöglega. Á ávextina höfum við hins vegar lagt fulla álagningu. En vegna þess að við tökum ekki þóknun erlendis, sem bætist á vöruverðið, eru ávextir okkar 20—30% ódýrari í útsölu hér, þó við setjum fulla álagningu á þessa vörutegund jafnvel á Útimarkaðinum,” sagði Guttormur. Hann sagði að ,,Fæði fyrir alla hf.” væri heildsölufyrirtæki með full innflutningsréttindiog gætiselt hverjum sem hafa vildi. Að því er keppt í fram- tíðinni. Til þessa hefur innflutningur firmans hins vegar beinzt að því að sjá Kornmarkaðinum (Skólavörðustíg 21) fyrir sérstöku heilsufæði og Úti- markaðinum fyrir ferskum ávöxtum. Kaupmenn vilja stöðva Kornvöru- markaðinn „Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að á ótal fundum mat- vörukaupmanna hefur verið um það rætt með hvaða leiðum væri hægt að stöðva innflutning. „Fæðis fyrir alla” og smásölu Kornmarkaðarins. Lög- legar leiðir hafa ekki fundizt og þvi er ekkert um umræður þessar bókað,” sagði Guttormur. Hann kvað aðdraganda að firmanu „Fæði fyrir alla hf.” vera samvinnu hans og Ingibjargar Gunnlaugsdóttur 1976. Síðar hefði hlutafélagið verið stofnað og Anada Marga hreyfingin orðið stærsti hluthafinn, sem í raun ræður ferðinni. Takmark hennar var að tryggja félagsmönnum heilsusamlegt náttúrufæði. Kornmarkaðurinn er af- sprengi hugmyndarinnar. Ávextir eru ein þeirra tegunda fæðu sem hreyfingin vill stuðla að aukinni neyzlu á. Ódýrir ávextir á Útimarkaði eru leið að því marki. Innflutningur á- vaxta hófst í maí sl. Út var sendur Andrés Magnússon til að kynna sér grænmetismarkaðina. Sér hann um innflutninginn ásmt Guttormi, sem einnig sér um Útimarkaðssöluna. Sigmar Amórsson er svo verzlunar- stjóri Kornmarkaðarins, sem þrifizt hefur vel með hálfri leyfilegri verzlunarálagningu. Hér eru aðstandendur „Fæðis fyrir alla hC’ og Kornvörumarkaðarins á Skólavörðustfg 21, þeir Andrés Magnússon lengst t.v., Sigmar Arnórsson verzlunarstjóri og Guttormur Sigurðsson. Einhver rótgróinn islenzkur ávaxtainnflytjandi hefur nú séð ástæðu til að reyna að stöðva 2—3 tonna vikulcgan innflutning þeirra frá Þýzkalandi með hótunum við þýzka ávaxtasalann. -DB-mynd: Sig. Þorri. Þjóðmálahreyfingin með í spilinu Inn í allt þetta blandast svokölluð „Þjóðmálahreyfmg” sem Guttormur er hugsuður að. Sú hreyfing er á móti kommúnisma og vill nýjar leiðir. Hún vill kanna andleg viðhorf fólks til hlutanna og efla andlega heimspeki. Hún vill dreifingu efnahagslegs valds, er á móti ríkiseinokun og á móti allri söfnun valds á fárra manna hendur. Fólkið eða einstaklingurinn reki fyrir- tækin i anda fólksins. Hluti af ágóða hinnar ódýru á- vaxtasölu sem einhver íslenzkur inn- flytjandi vill nú stöðva með hótunum við erlenda aðila, hefur runnið til eflingar Anada Marga og Þjóðmála- hreyfingunni. Hluti ágóða hefur runnið til að koma upp aðstöðu til aukinnar sölu, tækjakaupa og uppsetningu geymslurýmis fyrir lager. Eru þeir félagar mjög ánægðir með þann árangur sem náðst hefur til þessa. Reyna nýjar inn- flutningsleiðir „Ætlið þið að leggja ára i bát við sölustöðvunina hjá Frúco”? spurðum við þá. „Við trúum því eiginlega ekki ennþá að þeir hafi lokað á viðskipti við okkur. Hjá þeim er gott að verzla, þvi þeir hafa allar tegundir ávaxta og það var hægt að gera góð kaup, þó ekki væri keypt rosalegt magn af hveri tegund. Við keyptum 2—3 tonn á viku í sumar og magnið fór vaxandi. En vilji þeir ekki selja eru ótal markaðir tíl og við munum þá kaupa annars staðar frá þó óhagstæðara sé,” sögðu þeir félagar. „Við óttumst að með þessum maftu-að- ferðum sé verið að gera atlögu að Úti- markaðinum. Það væri sjónarsviptiraðþví ef hann hyrfi. Þar er unnið að því að skapa skjólbetri aðstöðu og betri tímar væm framundan, ef óvæntír atburðir breyta ekki framþróuninni”. -A.St. Sfld íHúnaflóa: „EÐULEGT AÐ MONNUM HLÝNIUM HJARTARÆTUR” —en því miður, þetta er ekki gamla Norðurlandssíldin, segir Jakob Jakobsson f iskifræðingur „Það er eðlilegt að mönnum hlýni um hjartarætur þegar vart verður við síld við Norðurland. En þetta er ekki gamla Norðurlandssíldin. Yfirgnæf- andi líkur benda til að þetta sé sumar- gotssíldin,” sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur í samtali við Dagblað- ið í gær í framhaldi af frétt sem birt- ist í blaðinu í gær þess efnis að Reykj- arfjörður á Ströndum væri nú fullur af síld. „Við eigum von á sýni frá Hólma- vík til frekari staðfestingar. Þetta er stór og falleg síld,” sagði Jakob. Hann kvaðst hafa fengið send sýni sl. mánudag frá Kálfshamarsvík, sem er við austanverðan Húna- flóann. Hefði síldin sem þaðan kom reynzt vera sumargotssíld, 30—40 sentimetralöng. „Það hefur orðið vart við síld við Loftmynd af Djúpuvik viö Reykjarfjörð. Þrjátiu ár eru nú liðin frá þvi sildarverksmiðjan þar var sfðast starfrækr. DB-mynd: Kristján Már. allt Norðurland. En þessi sild er einungis á grunnslóð og reyndar allt upp í fjöru,” sagði Jakob. Að sögn Jakobs var sumargots- síldin eini stofninn sem bjargaðist begar hrunið mikla varð. Fyrir áratug er talið að stofnstærðin hafi verið 15—20 þúsund tonn. Sagði Jakob að á þessum.tíu árum hefði stofninn vaxið gífurlega og væri nú talið að hann væri 200 þúsund tonn. „Þetta var aldrei stór stofn, mest um 300 þúsund tonn,” sagði Jakob. Þess má geta að sumargotssíldin er einmitt sú síld sem veidd hefur verið undanfarin haust á miðum fyrir austan og sunnan landið. Gamla Norðurlandssildin var að sögn Jakobs vorgotssild. Hrygndi hún við Noreg á vorin en gekk síðan til Norðurlands á sumrin þar sem hún var síðan veidd. Leifarnar af þeim síldarstofni halda sig alveg við Noreg. Hefur sú síld ekki hreyft sig þaðan og oft verið áberandi inni á norskum fjörðum. Eins og lesendum er eflaust kunnugt um hefur nokkur styr staðið á milli íslenzkra stjórnvalda og norskra um friðun þeirrar síldar. Norðmenn hafa leyft veiðar á þeim stofni, en íslendingar viljað algjöra friðun. -KMU. Athugasemd við leiðara: Heldur hlálegur tónn Haukur Helgason eyddi heilum leiðara sl. laugardag i að fjalla um „inngöngu Kommúnistasamtakanna í Alþýðuflokkinn”. Kvað við heldur hlálegan tón í skrifum Hauks, sama hálfkæringinn og oflátungsháttinn og einkennir isl. stjórnmálabaráttu, I stað málefnalegrar umræðu og bar- áttu. Haukur segir í leiðaranum að hann hafi heyrt á nokkrum framá- mönnum í Alþýöuflokki, sem setið hafa viðræðufundi með Kommúnistasamtökunum, að þeir haldi eitt og annað sem ég eyði ekki rúmi í að tilgreina. Auðvitað getur Haukur ekki tilgreint þessa m'enn þvi engir slikir fundir hafa farið fram. Eina samtal tveggja Alþýðuflokks- manna og eins félaga Kommúnista- samtakanna fór fram óformlega i júli eins og margoft hefur komið fram. Svona vinnubrögð við ábyrg leiðara- skrif sæma ekki jafn ágætum blaða- manni og Hauki Helgasyni. - Loks vil ég benda á að hugtakið „krakkarnir i Kommúnista- samtökunum” hlýtur að hafa einhvern sérstakan tilgang í skrifum Hauks þar eð hann kannast við marga félaga samtakanna á þritugs- og fertugsaldri. Mál er að linni. Ari Trausti Guömundsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.