Dagblaðið - 16.09.1981, Page 11

Dagblaðið - 16.09.1981, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. Útgerðarfélag Akureyringa vantar land undir skreiðarhjalla: Hálfgert vandræða- ástand eins og er —segir Vilhelm Þorsteinsson f ramkvæmdastjóri Ú A „Já, það má segja að við séum í vandræðum með skreiðarverkunina eins og er,” sagði Vilhelm Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Akureyringa, í samtali við fréttamann blaðsins í gær. í blaði gærdagsins var frétt um að bændur í Glæsibæjarhreppi hefðu í fyrradag lokað veginum að skreiðarhjöllum ÚA og fengið því á endanum framgengt, að þeir verði fjarlægðir. „Þetta mál allt á sér nokkuð lang- an aðdraganda,” sagði Vilhelm Þorsteinsson. „Við erum búnir að hengja upp skreið á "Oddeyrinni í þrjátíu ár, fyrst norðanmegin og svo í mörg undanfarin ár sunnar. Byggðin hefur stöðugt verið að færast nær og á endanum var svo komið, að hjallarnir voru eiginlega komnir fast að henni. Við höfum verið að leita okkur að nýjum stað fyrir hjallana en ekki fundið hann ennþá”. Vilhelm sagði að Akureyrarbær hefði boðið útgerðarfélaginu land undir hjalla utan við svonefnt Þórs- nes en þar væri jarðvegur slíkur, að vafasamt væri hvort hægt væri að reisa þar skreiðarhjalla. „Bærinn á þetta land í Glæsibæjarhreppi,” sagði Vilhelm, „en þar eru hjallarnir of nálægt mannabústöðum sam- kvæmt heilbrigðisreglum. Þess vegna verðum við að fara þaðan þegar búið er að þurrka það sem þegar hefur verið hengt upp. Þetta gerir kannski ekki mjög illt einmitt núna, þegar verið er á skrapfiskiríi að mestu, en vitaskuld verðum við að verða okkur úti um nýjan stað. Hvar það verður Skreiöarhjallar ÚA við bæinn Blómsturvelli f Glæsibæjarhreppi I Eyjafirði eru allt of nálægt mannabústöðum. Samkvæmt lögum og reglum verða að vera að minnsta kosti 500 metrar i milli. veit ég ekki í augnablikinu.” Hann sagði að Útgerðarfélag Akureyringa hefði verkað talsvert mikið í skreið á undanförnum tveimur árum, enda hægt að fá gott verð fyrir slíka vöru og markaðir góðir. „Þetta er nú einmitt sú verkunaraðferð, sem hvað mest gefur af sér í dag,” sagði Vilhelm Þor- steinsson. -ÓV. Eftir margar árangurslausar tilraunir til skreiðarhjallana, tóku bændur f hreppnum til hjöllunum. að fá ÚA til að sinna ráða og lokuðu hætta við veginum að Framkvæmdastjórar Útgerðarfélags Akureyringa, Gisii Konráðsson og Vilhelm Þorsteinsson mættu báðir á staðinn f fyrra- dag og leituðu sátta við bændur. -DB-myndin Guðmundur Svansson, Akureyri. ÍBRMÍ.NAt ÍERMÍNAi ÍERMÍN^ ^mbPi TERMÍNAÍ TfRMÍNAl PRB3E- fESTýjEB TERMÍNAt TERMÍNAt «TBÆ- RSÍk® TQíMÍNAI HAARIíóP fERMÍNAl TERMINAL PROFESSIONAL AHar nánarí upp/ýsingar varðandi námskeiðið á Hársnyrtistofunni Papiiiu, sími 17144. LEIÐBEINANDI: M| mmm^ , TÓRFI GEIRMUNDSSON. Hársnyrtiefni fyrir fagfóik, aðeins tii endursölu hjá því. Námskeið verður haidið í þessari viku í meðferð á þessum efnum ásamt öðrum vörum frá Kadus. I 1 1 I 1 í „ s t ...... i'

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.