Dagblaðið - 16.09.1981, Side 13

Dagblaðið - 16.09.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. h Kjallarinn Jón Ásgeir Sigurðsson ingar. í húsnæðishraki eru þá 322 ein- hleypingar (eldri en 24 ára), 208 tveggja manna fjölskyldur, 104 þriggja manna, 81 fjögurra manna, 35 fimm manna og 10 stærri fjöl- skyldur. Fyrir þennan hóp þarf þetta húsnæði í það minnsta: 530 eins til tveggja herbergja íbúðir, 104 þriggja herbergja íbúðir, 81 fjögurra her- bergja ibúðir og rúmlega 40 stærri íbúðir. Alls þarf um 760 íbúðir strax til að leysa vanda þess fólks sem sam- kvæmt Morgunblaðinu er í hús- næðishraki á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu verður vandinn ekki leystur með nýbyggingum, það vant- ar760íbúðir strax! Reyndar fjölgaöi íbúðum um 1126 að meðaltali ár hvert á tímabilinu 1965—1979. Þær íbúðir sem verða fullgeröar á næsta ári leysa ekki hús- næðisvandann, þeim hefur þegar flestum verið ráðstafað. Og eigendur þessara nýju ibúða telja sig örugglega ekki vera á hrakhótum í dag. Þeir sem ekki eiga kost á nýbygg- ingum í bráð, gætu leitað eftir kaup- um 6 þvi húsnæði sem losnar. En þá standa menn frammi fyrir því að fast- eignamarkaðurinn hefur gjörbreyst á undanförnum tveim árum. Fram til 1976 þurftu menn að borga um 65% út i íbúð. Þetta hlutfall jókst árin 1978 og 1979 i 75% en á sama tima var fasteignaverð i lágmarki þannig að greiðslubyrðin hækkaði í raun ekki. En eftir 1979 hefur lánstíminn styst og vextir hækkað fyrir utan þessa hækkandi útborgun. Lánstíminn hefur styst úr 8 árum i 5 ár og vextir hafa hækkað úr 10—12% í 14— 18%. Afieiðing þessa er meðal annars sú að nú þurfa íbúðakaupend- ur að leggja fram 15% meira fé fyrstu 2 árin en áður tíðkaðist. Ef við berum svo íbúðakaupanda í dag saman við mann sem keypti á árunum 1970— 1978 á tímum neikvæðra vaxta og vaxtafrádráttar við skattlagningu, þá hefur greiðslubyrðin vaxið mjög mikið. Endursöluíbúðir í verkamannabústöðum Afleiðing'ar þessa ástands hljóta að vera margvíslegar. Fasteignaviðskipti hafa að líkindum dregist saman og fólk leitar eftir auðveldari íbúöa- kaupum, til dæmis endursöluíbúðum i verkamannabústöðum. Á þessu ári komu 100 íbúöir til endursölu hjá Stjórn verkamannabústaða en umsóknir voru 600. Starfsfólk hjá Stjórn verkamannabústaða segir að fyrir utan þá sem lögðu inn umsóknir komi 5—10 manns til þeirra á degi hverjum í leit að húsnæði. Þeir sem ekki treysta sér til að leggja fram útborgun til að kaupa íbúð á fasteignamarkaðnum og hafa ekki fengið fyrirgreiðslu hjá Stjórn verkamannabústaða eða hjá félags- málastofnunum á höfuðborgarsvæð- inu eiga því tveggja kosta völ: að flytja burt af höfuðborgarsvæðinu eða reyna að finna leiguibúð. Enginn biður um að þessar 760 íbúðir sem bráðvantar, þurfi endilega allar að vera leiguíbúðir. Það er heldur engin nauðsyn að þær verði allar sjálfseignaribúðir. En þessar 760 íbúðir þarf að finna, og það strax! Frekara samstarfs er þörf Þeir aðilar sem um þessi mál fjalla og ber skylda að leysa vandann, eiga nú aö taka höndum saman i því skyni að bjarga hundruðum fjölskyldna úr því hræðilega ástandi að vera hús- næðislausar. í Reykjavik er enn- fremur brýnt að taka upp náið sam- starf Félagsmálastofnunar borgar- innar, Leigjendasamtakanna, Stjórn- ar verkamannabústaða og þeirra verkalýösfélaga sem fólkiö leitar mest til meðsín vandamál. Samstarfsnefnd þessara aðila þarf þegar i stað að draga saman allar upplýsingar sem til eru um húsnæðis- vandann. Allar fyrirspurnir eða um- sóknir um húsnæði þyrfti að bera saman til að fá rétta mynd af vandan- um. Með því móti mætti sjá hvort það vantar fleiri eða færri en 760 íbúðir, hverskonar íbúðir vantar og hve brýnn vandinn er hjá hverjum og einum. Jafnframt skora ég á borgaryfir- völd aö dusta rykið af ársgamalli samþykkt borgarráðs og borgar- stjórnar um markmiö í húsnæðis- málum. Þar segir i 6. lið: „Reykjavíkurborg mun kanna möguleika á því að setja á stofn eigin húsnæðisskrifstofu þar sem fari fram þjónusta viö eigendaskipti ibúða og leigumiðlun. Þjónusta slíkrar skrif- stofu yrði seld á kostnaðarverði. Verði niðurstaða þessarar athugunar jákvæð, verði slíkri starfsemi komið á fót.” Enga fjandans hugmyndafrœði Allir eru sammála um að hús- næðisvandinn sé mikill og brýnn. Þegar ég var að ljúka þessari grein fékk ég upphringingu frá konu sem hafði verið að leigja út ibúð og vildi grennslast fyrir um ákvæði i húsa- leigusamningalögunum. Hún kvaðst hafa auglýst leiguupphæðina fyrir íbúðina, 2500 krónur á mánuði. Á stuttum tíma hringdu í hana 60 manns sem bráðvantaði húsnæði. Ein kona sagði henni með grátstafinn í kverkunum að hún hefði verið í hús- næðishraki í tvö ár og væri með ung- barnáframfæri. Hér dugir engin fjandans hug- myndafræði. Skrefin eru þessi: upplýsingasöfnun eins og skot. Síöan verði það húsnæði sem vantar útveg- að án tafar. Vei þeim stjórnmálamönnum sem reyna að bregða fæti fyrir neyðarráð- stafanir þær sem nú verður að grípa til! Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamaður. 0 „Alls þarf um 760 íbúöir strax til aö leysa vanda þess fólks sem samkvæmt Morgunblaðinu er i húsnæðishraki á höfuð- borgarsvæðinu. Að sjálfsögðu verður vand- inn ekki leystur með nýbyggingum, það vantar 760 íbúðir strax!” i verið svo um langt árabil að samninganefnd á vegum A.S.V. og fulltrúar Vinnuveitendafél- ags Vestfjarða hafa gengið frá og undirritað samninga hér heima. — Hér með er því Finnbogj upplýstur um það, sem allir hafa auðvitað vitað nema hann, að viðsemjandi A.S.V.- félaganna er Vinnuveitendafélag Vestfjarða. Vísvitandi rangfærsla eða heimska í umræddri grein er fullyrt, að Vestfjarðasamkomulagið frá 1977 hafi skaðað verkafólk á Vestfjörðum um þó nokkur prósent í kaupi miðað við Loftleiðasamkomulagið. Látið er vera að færa rök fyrir þessari full- yrðingu, og hefur Finnboga líklega farið eins og öðrum þeim, sem haft hafa í frammi fullyrðingar sem þessa, að þeim hefur reynst erfitt að finna rökin og látið nægja að fullyrða. Til upplýsinga fyrir þennan annars pólitískt hrjáða einstakling skal á það bent, að samanburður var gerður af hlutlausum aðila á vestfirska sam- komulaginu og því, sem gert var syðra. Sá samanburður leiddi í ljós, að Loftleiðasamkomulagið gaf 2,6 til 2,7% hærra kaup allt samningstíma- bilið, er þá ekki tekið tillit til þess þáttar vestfirska samkomulagsins, sem varðar kaupauka fólksins í frystihúsunum. En einnig var af hlut- lausum aðila gerður samanburður á þeim þætti samkomulagsins og kom þá í ljós, að vestfirska samkomulagið gaf fiskvinnslufólki 8—9% hærra kaup en Loftleiðasamkomulagið gerði. Auk þessa skal Finnbogi upplýstur um, að inn í Vestfjarðasamkomulag- inu var ákvæði, sem heimilaði uppsögn þess, ef aðrir fjölmennir hópar launafólks semdu um verulega hærri laun en það gerði ráð fyrir. Krafa um sams konar ákvæði inn í samninga var á borði A.S.Í. og var af því talin ein grundvallarkrafan, en hefur einhverra hluta vegna runnið af þvi borði, því ekki var ákvæði þess efnis i samkomulaginu, sem undir- ritaðvará Loftleiðahótelinu. Eftir að B.S.R.B. hafði síðar um haustið 1977 samið og fengið hækkun umfram Vestfjaiðasam- komulagið, var því sagt upp á grund- velli áðurnefnds ákvæðis og nýtt samkomulag undirritað 4. jan. 1978. Og samkvæmt því samkomulagi hækkaði kaup verkafólks á Vest- fjörðum um 5,5% umfram það sem samkomulagið frá 13. júní gerði ráð fyrir. Miðað við allt samningstímabilið þá var tímakaup á Vestfjörðum sam- kvæmt samkomulaginu frá 4. janúar kr. 3,20 hærra pr. tíma að jafnaði en samkomulag það, sem Alþýðusam- band íslands gerði. Auk þess skal bent á, að kaup fiskvinnslufólksins á Vestfjörðum, sem var 8—9% hærra samkv. fyrra Vestfjarðasamkomu- laginu en samningur A.S.Í. gerði ráð fyrir, hækkaði um 4% 1. janúar 1978 samkvæmt samkomulaginu sem gert var 4. janúar 1978, og auk þess kom hækkun þar til viðbótar 1. mars 1978. Fullyrðingar Finnboga um að Vestfjarðasamkomulagið hafi fært vestfirsku verkafólki minni kaup- Finnbogi Hermannsson Kjartan Ólafsson hækkun en samkomulag A.S.Í. gerði, eru þvi hreinar blekkingar eða einskær fáviska, nema hvort tveggja sé. Vilji Finnbogi frekari upplýsingar skal honum bent á, að í 1. tölublaði Vestra frá janúar 1978 er að finna tölulegar upplýsingar og úttekt á báðum þessum samningum, og væri ekki úr vegi að það yrði eitt af fyrstu verkum Finnboga sem blaðamanns við Vestfirska að birta þessar tölu- legu upplýsingar. Er aumingja mann- inum sjálfrátt? Ein er sú fullyrðing Finnboga í um- ræddri grein, að ólýðræðislegum vinnubrögðum hafi verið beitt af hálfu A.S.V. við undirbúning að kröfugerð og hvernig standa skuli að samningum á hausti komanda. Eru það ólýðræðisleg vinnubrögð að boða til kjaramálaráðstefnu þar sem fulltrúar aðildarfélaga A.S.V. koma saman og ræða hugsanlegan undir- búning að kröfugerð og hvernig staðið skuli að málum og drög að kröfugerð lögð fram, en málinu síðan vísað út í félögin til umræðu og ákvörðunar? Engin rödd, hvorki innan nú utan verkalýðshreyfingarinnar, nema rödd hrópandans í eyðimörkinni, hefur Jón H. Bergs heyrst um að vinnubrögð þau, sem viðhöfð hafa verið, séu ólýðræðis- leg. Þvert á móti held ég, að öllum sem á annað borð hafa óbrenglað viðhorf til mála sé ljóst, að hér hafa eðlileg, lýðræðisleg vinnubrögð verið viðhöfð. Þó skal það ekki dulið, að þeir sem á annað borð eru undirlagðir af kommúnistískum viðhorfum hafa auðvitað ýmislegt við þetta að athuga og líklega eru þeir fleiri en Finnbogi, sem ala slík viðhorf við brjóst sér, en menn stiga mismunandi í vitið til opinberunar þeirra hugsana sinna. Algjört virðingarleysi og vanvirða við vest- firskt launafólk Ýmislegt fleira í grein Finnboga væri ástæða að taka til umfjöllunar, en í lokin aðeins vikið að eftirfar- andi. Finnbogi fullyrðir, að undirritaður hafi látið A.S.V. skrifa undir vesf- firska samkomulagið 1977. Þvilík vanvirða og fyrirlitning af hálfu þessa piltungs i garð vestfirsks launafólks, að ætla því að það láti einhvern einstakling segja sér fyrir verkum. — Nei, Finnbogi. Sem betur fer er vestfirskt launafólk þess full- komlega fært að mynda sér sjálf- stæða skoðun á málum og taka afstöðu samkvæmt því og ástæðu- laust er að sýna því slíka vanvirðu og fyrirlitningu sem Finnbogi gerir. En svona aðdróttun að launafólki sýnir betur en margt annað hvernig viðkomandi einstaklingur er innrétt- aður. Sams konar fullyrðing er viðhöfð um sjómannasamkomulagið, sem gert var hér í Bolungarvík á sl. ári. Og sama svarið á við: Það er van- virða og fyrirlitning gagnvart bolvískum sjómönnum að halda því fram, að þeir láti segja sér fyrir verkum. Þeir eru hver og einn j>ess umkomnir að taka eigin ákvarðanir, og gera það, og á það einnig við um aðra vestfirska sjómenn. Það er a.m.k. skoðun undirritaðs, og hvorki Finnbogi Hermannsson né neinn annar er þess umkominn að stimpla vestfirska sjómenn og verkafólk sem viljalaust verkfæri í höndum ákveðins einstaklings. Slíku svartnætti aðdróttana og fyrirlitningar hefur vestfirskt launa- fólk áður svarað og mun hér eftir sem hingað til svara á verðugn hátt. Það er krafa, ekkert síður til málglaðra blaðamanna en annarra, að þeir finni staf skrifum sínum og færi rök fyrir fullyrðingum. Sé það ekki gert, stendur viðkomandi afhjúpaður og innræti persónunnar öllum Ijósara eftir en áður. Bolungarvík, 10. sept. 1981. Karvel Pálmason.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.