Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 14

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Átta Blika- stúlkurílands- liðshópnum — Skotland og ísland leika kvennalandsleik í knattspymu á sunnudag íDumbarton Fyrsti kvennalandsleikur íslands i knattspyrnu verður i Dumbarton við Glasgow á sunnudag við Skotland. Þjálfari stúlknanna, Guðmundur Þórðarson lögfræðingur og fyrrum landsliðsmaður, tilkynnti skipan lands- liðshópsins í gær. Sextán stúlkur. ís- lenzka kvennalandsliðið i handknatt- leik er i keppnisför um sama leyti og vegna þess gáfu nokkrar stúlkur ekki kost á sér í leikinn við skozku stúlkurn- ar. í þessu fyrsta kvennalandsliði ís- lands í knattspyrnunni eru Guðríður Guðjónsdóttir, Breiðabliki, og Ragn- heiður Jónasdóttir, Akranesi, mark- verðir, Jónína Kristjánsdóttir, Ásta María Reynisdóttir, Rósa Valdimars- dóttir, Magnea Magnúsdóttir, Bryndis Einarsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Svava Tryggvadóttir, allar Breiða- bliki, Sigrún Cora Barker, Ragnheiður Víkingsdóttir og Bryndís Valsdóttir, allar Val, Kristín Aðalsteinsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir, báðar Akranesi, Hildur Harðardóttir, FH, og Brynja Guðjónsdóttir, Víking. í fararstjórn verða Ellert Schram, formaður KSÍ, Gunnar Sigurðsson, Svanfríður Guðjónsdóttir og Guð- mundur Þórðarson. Landsliðshópur- inn heldur til Glasgow á föstudag. -hsím. Þróttur komst ekki í úrslit — eftirtapgegn KR fgærkvöld Þrír leikir voru háðir í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöld. Einn var í A-riðli. Þar vann Víkingur Fram með miklum mun eða 35—21. Tveir voru í B-riðlinum. KR sigraði Þrótt 20—18. ÍR sigraði Ármann 21—19. í A-riðiinum hafa Valur og Víkingur 4 stig, Fylkir tvö og Fram ekkert. Vík- ingur hefur lokið leikjum sínum en hefur tryggt sér sæti i úrslitakcppninni. Valur og Fylkir leika á föstudag. Valur má tapa þeim leik með þriggja marka mun til að komast í úrslit. En auðvitað eru miklu meiri líkur á Valssigri. I B-riðlinum hafa KR og ÍR 4 stig og eru komin í úrslitakeppnina. Þróttur og Ármann hafa ekkert stig. Mjög óvænt að bikarmeistarar Þróttar skuli ekki komast í úrslitakeppni Reykjavikur- mótsins. Valencia vann í Tékkóslóvakíu — ogSparta Prag steinlá í Sviss Valencia, Spáni, sem danski leik- maðurinn Frank Árnesen leikur með, vann góðan sigur i Tékkóslóvakíu i gær í UEFÁ-keppninni i knattspyrnu, sigr- aði Bohemians Prag 0—1. Leikið var í Prag. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik en Saura skoraði i þeim siðari fyrir spænska liðið. Þetta var fyrri leik- ur liðanna í 1. umferð. í sömu keppni urðu heldur betur óvænt úrslit í Neuchatei í Sviss. Xamax sigraði Sparta Prag 4—0 að viðstödd- um 12.750 áhorfendum. 3—0 í hálfleik fyrir svissneska liðið. Mörkin skoruðu Liithi, tvö, Tricero og Pellegrini. I Evrópukeppni bikarhafa gerðu Jeunesse Esch, Luxemborg, og Velez Mostar, Júgóslaviu, jafntefli 1—0 (0— 0) í Luxemborg. Áhorfendur 2.500. Scheitler skoraði fyrir Luxemborgar- liðið, Mulahasa Novic fyrir Mostar. Atli Eðvaldsson i leik með Dortmund. Atli Eðvaldsson frá D Atli í vt er féíög Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen. Atli Eðvaldsson var á mánudag seldur frá Borussia Dortmund til Fortuna Dusseldorf, sem er næstneðst i vcstur-þýzku Bundeslig- unni. Kaupverðið er 400.000 þýzk mörk (um 1,3 millj. íslenzkra kr.) og gildir samningur- inn til ársins 1984. Samningar Dortmund og Dússeldorf fóru fram með miklum flýti. Atli var úti að verzla seinni part mánudags og þegar hann kom heim var honum tilkynnt að hann væri á förum til Dússeldorf. Ekki hafa þær fregnir komið honum algerlega í opna skjöldu þar sem þýzk blöð hafa rætt hugsanlega sölu Tony K þekkta* —þegarhannlæ Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttamanni DB i Noregi. Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari ís- lands í knattspyrnunni, verður áfram þjálf- ari í Noregi. Samningur hans við Viking í Stafangri rennur út í haust og Knapp hefur nú ráðið sig til þekktasta knattspyrnufélags Leggjum allan okkar metnað í að vinna þá —segir Lúðvík Halldórsson hjá knattspyrnudeild Fram „Við erum ákveðnir í að sigra Dundalk i kvöld og leggjum allan okk- ar metnað i að komast í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa,” sagði Lúðvík Halldórsson hjá knattspyrnu- deild Fram í samtali við DB. „Við vcrðum með alla okkar sterkustu menn nema Lárus Grétarsson sem er meidd- ur. Þó er enn ekki víst með Trausta Haraldsson, það kemur i Ijós í dag.” Þó lítið sé vitað um írska liðið Dundalk annað en nöfn leikmanna og árangur í tölum ættu möguleikar Fram- ara á áframhaldi í keppninni að vera ágætir. I keppni sem þessari hefur heimavöllurinn gífurlega mikið að segja og því þurfa Framarar að ná hag- stæðum úrslitum í kvöld gegn Irunum. Að sögn Lúðvíks verður lögð áherzla á sóknarleik og allt lagt í sölurnar til að knýja framsigur. Lið Fram hefur verið tilkynnt og verður það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markvörður: Guðmundur Baldurs- son, bakverðir: Trausti Haraldsson og Ágúst Hauksson, miðverðir: Marteinn Geirsson, fyrirliði og Sighvatur Bjarna- son, tengiliðir: Pétur Ormslev, Hafþór Sveinjónsson, Gunnar Guðmundsson og Viðar Þorkelsson, sóknarmenn: Halldór Arason og Guðmundur Torfa- son og varamenn: Halldór Þórarins- son, markvörður, Sverrir Einarsson, FIRMAKEPPNI í utanhússknattspyrnu hefst laugardaginn 19. september. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en miðvikudag 16. sept. í símum 73111 (Guðjón) 24120 (Ægir) 12939 (Ólafur) og 17266 (Gunnar). Þátttökugjald 600 krónur. Knattspyrnudeild KR Guðmundur Steinsson, Baldvin Elías- son og Albert Jónsson. Þjálfari Fram er Hólmbert Friðjóns- son. Fari svo að Trausti geti ekki leikið eru allar líkur á að Hafþór Sveinjóns- son taki stöðu hans sem bakvörður og Albert Jónsson stöðu Hafþórs á miðj- unni. Takist Fram að komast í 2. umferð verða þeir fimmta íslenzka liðið til að afreka slíkt. Valur komst í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða árið 1967 og ÍA í sömu keppni 1975. ÍBV og ÍBK komust í 2. umferð UEFA-bikarsins 1978 og 1979. íslenzkt lið hefur því aldrei komizt áfram í Evrópukeppni bikarhafa og er kominn tími til að breyta því. Leikurinn í kvöld verður 13. leikur Fram i Evrópukeppni, þar af sá sjöundi í Evrópukeppni bikarhafa. Einn þessara leikja, gegn Hibernians á Möltu 1971, hefur unnizt, hinir tapazt. í fyrra tóku Framarar þátt í sömu keppni gegn danska liðinu Hvidovre. Fyrri leikurinn í Danmörku tapaðist 0—1 og sá siðari hér heima, 0—2. Með góðum stuðningi íslenzkra áhorfenda í kvöld er ekki fráleitt að ætla að annar sigurleikur Framara í Evrópukeppni geti orðið staðreynd. Leikið verður á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 17.30. -VS. Irska liflið Dundalk, sem leikur við Fram í dag. SAAB 900 GLE, 5 dyra, rauður, beinskiptur, ekinn 8 þús. km. SAAB 99 GL '80,4ra dyra, grœnn, ekinn 12 þús. km. SAAB 99 '79,2ja dyra, Ijósbrúnn, ekinn 24 þús. km. SAAB 99 '79,2ja dyra, dökkbrúnn ekinn, 21 þús. km. SAAB 99 '77,2ja dyra, rauður, ekinn 74 þús. km. SAAB 99 '77,4ra dyra, grænn, ekinn 64 þús. SAAB 99 '77,3ja dyra Combi, Ijösbrúnn, ekinn 49 þús. km. SAAB 99 L '75,2ja dyra blár, ekinn 85 þús. SAAB 99 '74,2ja dyra, rauður, ekinn 117 þús. km. TÖGGUR HF. SAAB UMBOÐK) Fram-Dundalk íkvöld: NOTAÐBR BILAR Seljum í dag Iþrótfir einnigá blaðsíðu 16 w

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.