Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 16
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16.SEPTEMBER 1981.
Íþróttabandalag Keflavikur, sigurvegarar 12. deild íslandsmótsins i knattspyrnu. Fremri röó frá vinstrí: Sigurbjörn Garðars-
son, Magnús Garðarsson, Ómar Ingvarsson, Öskar Færseth, ÖIi Þór Magnússon, Skúli Rósantsson, Gfsli Eyjólfsson.
Aftari röð: Steinar Jóhannsson, Ingiber Ólafsson, Hermann Jónasson, Kári Gunnláugsson, Gisli Torfason, Þorsteinn
Bjarnason, Einar Ásbjörn Ólafsson. DB-mynd emm.
Njarðvik, sigurvegararnir I 3. deild Islandsmótsins I knattspyrnu, sigruðu Einherja I úrslitaleik á laugardag 2—1. Aftari
röð frá vinstri: Marinó Einarsson, Heiðar Agnarsson, Gisli Grétarsson, Snorri Jóhannesson, Guðmundur Sighvatsson,
Ólafur Björnsson, Skúli Hermannsson, Albert Eðvaldsson, Guðjón Reynisson, Mile þjálfari. Fremri röð: Oddgeir Karlsson,
Ingólfur Ingibersson, Finnbjörn Agnarsson, Sævar Júliusson, Jón Olsen, Gunnar Þórarinsson, Haukur Jóhannsson, Þórður
Karlsson, Benjamin Friðriksson, Jón Ilalldórsson. Þess má geta að Mile mun þjálfa liðið áfram næsta sumar.
Einherji frá Vopnafirði hafnaði í öðru sæti 3. deildar og leikur því 1 2. deild næsta sumar. Á myndinni eru: Fremri röð frá
vinstri: Magni Björnsson, Viðar Sigurjónsson, Ólafur Ármannsson, Ólafur Jóhannesson þjálfari, Kristján Daviðsson, Glsli
Davíðsson. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Sveinsson, Stefán Guðmundsson, Aðalbjörn Björnsson, Vigfús Davfðsson, Páll
Björnsson, Steindór Sveinsson, Jón Gíslason, Baldur Kjartansson. DB-mynd emm.
SLAKT GENGIANDERLECHT
— Hef ur tapað þremur stigum í f jórum fyrstu umferðunum
Fjórða umferöin í I. deildinni
belgísku í knattspyrnunni var háð um helgina. Úrslit urðu þessi:
Standard-Anderlecht 2—0
Molenbeek-Winterslag 1—1
Gent-Liege I—0
Beveren-FC Brugge 2—0
Waregem-Beringen 3—0
Mechelen-Lierse 0—2
Antwcrpen-Courtrai 0—1
CS Brugge-Lokeren 0—2
Waterschei-Tongeren 2—2
Mechelen og Tongeren 1. deild í vor. unnu sæti í
Pétur Pétursson lék ekki með Ander-
lecht frekar en i þremur fyrstu
umferðunum. Anderlecht — Belgíu-
meisturunum — hefur ekki gengjð sér-
lega vel.-Er með fimm stig. Gerði jafn-
tefli við Antwerpen í 1. umferð á
heimavelli. Vann síðan CS Brugge í 2.
umferð á útivelli og Waterschei á
heimavelli í þeirri þriðju. Lokeren og
Lierse eru efst með sjö stig og Standard
Liege í þriðja sæti með 6 stig. Siðan
kemur Anderlecht með 5 stig ásamt
nokkrum öðrum liðum. Anderlecht,
Briissel, er langfrægasta knattspyrnu-
félag Belgíu. Sautján sinnum orðið
Belgíumeistari — Union St. Gilloise
næst með 11 meistaratitla — og fimm
sinnum bikarmeistari. Standard Liege
næst með fjóra sigra. -hsím.
íþróttir
Árni Þ. Þorgrímsson, stjórnarformaður KSt, afhenti sigurvegurunum verðlaun sin
eftir leikina I Njarðvik og Keflavik á laugardag. Þvi miður komst Ijós inn á filmuna,
þegar tsfirðingar voru myndaðir og það verður þvi að bfða betri tfma, að við birtum
mynd af þeim hér I DB.
r Bréf frá Vopnaf irði:
Urslitaleikur
þriðju deildar
— leikinn á heimavelli annars liðsins!
MEngan annan völl að fá,” segir
formaður mótanef ndar
Íþróttasíðunni hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá Jóni Sigurjónssyni frá
Vopnafirði:
Nokkur orð um úrslitaleik 3. deildar
íslandsmótsins i knattspyrnu 1981.
Laugardaginn 12. september fór
fram úrslitaleikurinn í 3. deild í knatt-
spyrnu. Þar áttust við tvö beztu lið 3.
deildar 1981, Njarðvik og Einherji frá
Vopnafirði.
Það sem vakti athygli og furðu
undirritaðs við þennan leik, var að
mótanefnd KSÍ setti leikinn á í
Njarðvik, já, þið lásuð rétt, lesendur
góðir, á heimavelli annars liðsins!
Þetta hlýtur að teljast furðuleg
ráðstöfun. Var ekki alveg jafn rétt að
setja leikinn á á Vopnafjarðarvelli?
Allir vita hvað heimavöllurinn hefur
mikið að segja í knattspyrnuleikjum.
Um það þarf ekki að fjölyrða hér, það
hefur margoft komið í ljós.
Mótanefndin ber við að ekki hafi
fengizt grasvöllur á Reykjavíkur-
svæðinu undir umræddan leik. Þetta
þykir undirrituðum ólíklegt. Hvað með
t.d. Kaplakrika í Hafnarfirði? Eða
Hallarvöllinn svonefnda í Laugardal?
Ekkert var þar um að vera seinni part
laugardagsins 12. september. Var
kannski verið að spara völlinn fyrir
einn af úrslitaleikjum 2. flokks? Fram
og Keflavik spiluðu nefnilega þar 13.
september í 2. flokki. Er 3. deildin
svona lágt skrifuð?
Mótanefndin kveður upp þann úr-
skurð daginn fyrir leik að aðeins tveir
vellir komi til greina: Njarðvíkurvöllur
og gamli góði Melavöllurinn.
Annað liðið sem spila átti umræddan
leik, Einherji, segir sig tilbúið að spila á
Melavellinum (þó malarvöllur sé), það
sé þó altjént hlutlaus völlur. En for-
ráðamenn Njarðvíkur hafa sennilega
ekki viljað láta sína menn spila á
honum, sett sig í samband við KSÍ og
sagt álit sitt á málinu, því úrskurður
mótanefndar er, meö samþykki KSI, sá
jtð leikurinn skuli fara fram laugardag-
inn 12. september kl. 13.00 á Njarðvík-
urvelli!
Það vakna ýmsar spurningar við
svona framkomu af hálfu KSÍ, og gam-
an væri að fá að heyra um þetta mál frá
KSÍ. Undirritaður á erfitt með að sætta
sig við þetta.
Að lokum vii ég óska Njarðvíking-
um og Vopnfirðingum til hamingju
með 2. deildar sætið og óska þeim góðs
gengis í 2. deildinni næsta sumar.
Jón Sigurjónsson,
Vopnafirði.
„Njarðvíkurvöllurinn var eini völl-
urinn sem bauðst fyrir umræddan
leik,” sagði Helgi Þorvaldsson, for-
maður mótanefndar KSÍ er DB leitaði
álits hans á málinu. „Það var engan
völl að fá i Reykjavík og nágrenni,
Melavöllurinn upptekinn og
Hallarflötin fékkst ekki. Kostnaður við
ferðalag Einherja er lika stórt atriði.
Bæði félög þurfa að standa straum af
honum og því þótti okkur rétt að setja
hann á í Njarðvík þar sem möguleiki
var á áhorfendafjölda til að lækka
þennan kostnað. Liðin voru bæði búin
að tryggja sér sæti í 2. deild hvort sem
var,” sagði Helgi að lokum. -VS.
Ovett kvaddi
með sigri
Enski hlaupagarpurinn, Steve Ovett,
lauk keppnistimabilinu með sigri I 2ja
milna hlaupi á Crystal Palace-
leikvanginum i Lundúnum á föstudag.
Sigraði en hafði litla möguleika á að
bæta heimsmetið. Hljóp á 8:25.52
min., Eamon Coghlan, írlandi, sem
hafði haldið uppi hraðanum alit
hlaupið, varð annar á 8:26.48 min.
Heimsmethafinn Henry Rono,
Kenýa, náði mjög góðum tíma í 5000
m. Sigraði á 13:12.34 mín. og setti
brezkt met. Það er bezti tími, sem náðst
hefur á Bretlandi. Julian Goeter,
Bretlandi, varð annar á 13:15.59 mín.
Ghanamaðurinn Ernest Obeng sigraði
olympíumeistarann Allan Wells, Skot-
landi, í 100 m hlaupi. Hljóp á 10.35
sek. Wells 10.41 sek. og Frakkinn
ungi, Hermann Panzo, varð þriðji á
10.54 sek. Mel Lattany, USA, sigraði í
200 m á 20.48 sek. Don Quarrie,
Jamaíka, varð annar á 21.05 sek.
Walter McCoy, USA, náði frá-
bærum tíma í 400 m hlaupi 44.99 sek.
Brezkt met. Michael Paul, Trinidad,
annar á 46.30 sek. John Walker, N-
Sjálandi, sigraði í míluhlaupi á 3:57.76
mín. John Robson, Bretlandi, annar á
3:58.16 og Uwe Becker, V-Þýzkalandi,
þriðji á 3:58.54 mín. Tékkneska
stúlkan Jarmila Kratochvilova sigraði í
400 m á 49.51 sek. — brezkt met —
Kathy Smallwood, Bretlandi, önnur á
51.08 sek. Mike Boit, Kenýa, sigraði í
800 m á 1:47.06 mín. James Robinson,
USA, annar á 1:47.07 mín. Garry
Cook, Bretlandi, þriðji á 1:47.31 mín.
Greg Foster, USA, hljóp 100 m grinda-
hlaup á 13.46 sek. Larry Myricks,
USA, stökk 8.11 m í langstökki, Ray
Mitchell, USA, 8.05. Anne-Marie
Cording, Bretlandi, sigraði í hástökki
kvenna, 1,86 m, en norska stúlkan
Astrid Tveit varð önnur. Stökk 1.83 m.