Dagblaðið - 16.09.1981, Side 20
Blaðaskríbentinn Halldór Ingi Andrósson kominn hinum megin
borðið og svarar nú spurningum istað þess að spyrja þeirra.
irið
Finnsku leikararnir með leikhússtjóra sænska leikhússins / Helsinki, Cari Ohman, i broddi fylkingar á tröppum
Valhallar á Þingvöllum. Með þeim á myndinni er Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri. DB-mynd: Bjarnleifur.
Hópur leikara frá sænska leikhús-
inu í Helsinki kom hingað til lands
fyrir stuttu og sýndi þá tvivegis
leikritið Konurnar í Niskavuori i
Þjóðleikhúsinu. Var þetta í fyrsta
sinn sem leikritið var sýnt á sænsku
en það er þekkt finnskt leikrit.
Mikill og góður samgangur hefur
verið milli Þjóðleikhússins og
sænska leikhússins í Helsinki og hafa
íslendingar oft drepið þar niður fæti.
Af heimsókn Finna hefur þó ekki
orðið fyrr en vonandi koma þeir þó
aftur til landsins siðar.
Fyrri sýning Finnanna var laugar-
daginn 5. september og sú síðari dag-
FÓLK
inn eftir. Þar sem Finnarnir áttu ekki
að halda aftur til Þúsund vatna
landsins fyrr en síðdegis á mánudag
var ákveðið að skreppa með þá
austur á Þingvöll. Þar skoðuðu þeir
þingstaðinn og fengu forsmekk af
sögu íslands.
Að sögn Sveins Einarssonar, þjóð-
leikhússtjóra, tókst ferðin hið bezta
og höfðu Finnarnir gaman af að litast
um á hinum fornfræga sögustað.
-SA.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
Htfíþjóðbúnlngnum. i honum þurfti hún að vera allan tímann ogþað í
ofsa hrta, eins og hún sjátf segir.
Nýkomin frá Japan þar sem hún tók þátt í keppninni Miss
International:
Kom á óvart hvaö stelp-
urnar voru venjulegar
— segir Hlíf Hansen
,,Jú, þetta var heilmikið ævintýri
og hlutur sem ég á aldrei eftir að upp-
lifa aftur,” sagði Hlíf Hansen í stuttu
spjalli við Fólk-síðuna. Hlíf kom
heim i siðustu viku eftir að hafa tekið
þátt í keppninni Miss International í
Japan. Ástralía sigraði í þeirri
keppni, Brasilía var númer tvö og
írland númer þrjú.
,,Ég fór fyrst til Parísar og var svo-
lítið smeyk þá en þess þurfti ekki, því
mjög vel var tekið á móti mér,” segir
Hlíf ennfremur. Ég var í París í einn
sólarhring og síðan flugum við allar
evrópsku stúlkurnar saman til
Japan.”
Hlíf fór ein í þetta langa ferðalag
og hún var spurðhvori þaó heíði ekki
verið erfitt. „Nei, alls ekki,” svaraði
hún. „Mér fannst einmitt miklu betra
að vera ein. Þannig kynntist ég
hinum stelpunum miklu betur en ella.
Yfirleitt voru þær einar, þó voru
nokkrar með fjölskyldum sínum en
það var ekki vinsælt hjá hinum,”
segir Hlif.
„Keppnin byggðist fyrst og fremst
upp á því að koma fram og tjá sig og
þá aðallega 1 þjóðbúningum. Þetta
var aðallega á daginn og hitinn var
ofsalegur. Við vorum í Tokyo í sex
daga en síðan fórum við í lest yfir til
Kyoto þar sem valin var Miss Ele-
gant. Þann titil hlaut ungfrú Brasi-
lía.”
Hlif sagði ennfremur aö mjög
góður andi hefði myndazt meðal þátt-
takenda. „Það kom mér á óvart hvað
þessar stelpur voru vgnjulegar. Ég
bjóst jafnvel við að þær Væru montn-
ar, það var síður en svo. Þetta voru
bara ósköp venjulegar stelpur í galla-
buxum,” segir hún.
Hllf sem er 21 árs stundar nú nám 1
Hjúkrunarskóla íslands og hefur
Tiugsað sér að helga sig þvi 1 vetur.
-ELA.
Stúlkurnar sem kepptu um títíllnn Miss Intematíonal í Japan á dögunum. HEf Hansen er í miðröð, önnur frá
hægrí.
„Mun jyrst og
fremst efla
alla kynningar-
starfsemi,”
— rœtt við Halldór Inga Andrésson sem nú
hefur störf hjá hljómplötudeild Fálkans
innanstokks hjá hljómplötuútgef-
anda skrifaði um tónlist í dagblað.
Ég gat ekki gert það samvizkunnar
vegna og þá hefði ég ekki heldur
verið hlutlaus í umfjöllun um plötur
og tónlistarmenn á vegum Fálkans,”
sagði Halldór Ingi.
, „Ég mun fyrst og fremst efla alls
kyns kynningarstarfsemi, en það er
líka sú hlið sem ég þekki bezt, eftir að
hafa skrifað um tónlist í dagblöð í sjö
ár. Útgáfustarfsemi Fálkans verður
svipuð og undanfarin ár. Á hverju ári
verða gefnar út svona 10—15 hljóm-
plötur með alls kyns efni. Á þessu ári
koma t.d. út plötur með Gunnari
Þórðarsyni, Bessa Bjarnasyni og
sennilega Guðrúnu Á. Símonar. Það
er þó ekki búið að ganga frá plötu
Guðrúnar, en á henni verður væntan-
lega gamalt efni. Þá mun Fálkinn
dreifa plötu Kamarorghestanna, Bís-
ar í banastuði, þegar hún kemur út.
Þetta starf er nokkuð annasamt og
á þessum fyrsta degi mínum hér í
Fálkanum hef ég svo sannarlega
fengið að finna fyrir því. Lítið mál
eins og að setja auglýsingu í sjónvarp
er alveg furðulega timafrekt, enda-
lausar ferðir á milli staða. Annars
verður það að ráðast hvað ég eyði
miklum tíma i einstaka hluti starfs-
ins, það fer alveg eftir því hvað ég
nenni að leggja mig mikið fram,”
sagði Halldór Ingi Andrésson.
-SA.
Finnskt leikhúsfólk á íslandi:
Skundaöi á Þingvöll og
skoöaöi þingstaöinn
,,Ég hefði aldrei sótt um þetta
starf, ef mér hefði ekki litizt á það.
Fálkinn er með umboð fyrir mörg
þekkt erlend útgáfufyrirtæki og má
þar t.d. nefna EMI og Phonogram,
og möguleikarnir í þessu efni eru
miklir,” sagði Halldór Ingi Andrés-
son en hann hóf störf hjá Fálkanum í
vikubyrjun. Halldór Ingi mun þar
sinna þremur störfum. í fyrsta lagi að
hafa umsjón með útgáfustarfsemi
Fálkans, þá að sjá um kynningar á
innlendum og erlendum tónlistar-
mönnum og loks að sjá um pantanir
og pressun á erlendum plötum.
Síðastnefnda starfið mun Halldór
Ingi vinna í samstarfi við þá Rafn
Jónsson, verzlunarstjóra plötudeild-
arinnar að Suðurlandsbraut og Hali-
dór Ástvaldsson á plötulagernum.
Halldór leysir Björn Valdimars-
son, fyrrverandi verzlunarstjóra af
hólmi, en Björn hætti hjá Fálkanum í
vikunni. Þá hættir einnig hjá Fálkan-
um Ásmundur Jónsson, annar um-
sjónarmanna útvarpsþáttarins
Áfangar, en Ásmundur var verzlun-
arstjóri plötubúðar Fálkans á Lauga-
vegi. Verzlunarstjóri þar verður
Pétur Guðlaugsson.
Undanfarin ár hefur Halldór Ingi
skrifað um popptónlist í Morgun-
blaðið en hann lætur nú af þeim
starfa. „Mér fannst það engan
veginn viðeigandi að maður sem væri