Dagblaðið - 28.09.1981, Page 3

Dagblaðið - 28.09.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 3 Umferðin: Strætó ekur of nálægt okkur — segja þrír ungir hjólreiðamenn Þrír ungir hjólreiðamenn komu: Það er alltaf verið að segja okkur krökkunum hvernig við eigum að haga okkur í umferðinni og tala um stórhættulegar hjólreiðar á gang- stéttum. Það er nú margt fleira, sem getur verið hættulegt, eins og til dæmis hvað bílar keyra nálægt okkur á göt- unni. Sumir leika sér að því að gera það en vildu áreiðanlega ekki láta koma svona fram við sína krakka. Strætó hefur t.d. mjög gaman af að keyra nálægt krökkum á reiðhjólum, finnst okkur. Þeir athuga ekki að þegar þeir keyra alveg utan í mann, þá eru þeir svo lengi að fara fram hjá, af þvi að þetta eru svo langir bílar, að ef maður missir jafn- vægið, þá er svo mikil hætta á að renna undir bílinn og beint fyrir afturhjólin. Þrem ungum hjólreiðamönnum finnst strætó hætta til þess að aka of nálægt þeim. Þeir benda á að undir þeim kringum- stæðum sé hætt við að verða undir afturhjólum vagnanna. Fyrirmyndar hótelrekstur — ogánægðirgestir Ein ánægð hringdi frá Húsavik: Mig langar til þess að koma þakklæti á framfæri til þeirra, sem sáu um rekstur Eddu-hótelsins í Stórutjarnarskóla, Ljósavatnshreppi, i sumar. Allur rekstur og aðhlynning voru til fyrirmyndar. Meðal annars var hægt að fara i gufubað, badminton og tennis og maður fékk dýrindis veitingar fyrir lágt verð. Þarna er tilvalið fyrir fjölskyldur að vera um helgar á sumrin, þvi engum þarf að leiðast. Raddir lesenda ófyrirsjáanlega samspil tilviljana, sem síðar þróast i meðvitaðan á- setning Hans Wiedbusch og hörmulegar afleiðingar hans.” B.S. þykist fullviss um, hver meðvitaður ásetningur H.W. hafi verið, er hann fór að Óðali. Já, margur heldur mig sig, eins og máltækið segir. Hvernig í ósköpunum getur B.S. tjáð sig um á- setning H.W. umrætt kvöld? Mér finnst forvitnilegt að heyra, hvað B.S. hefur að segja um þetta. Umrædd grein segir meira um þann, sem skrifar (B.S.) en þann sem skrifaðerum. Mér er ljóst að allt fólk, sem hefur ögn af skynsemi og glóru í kollinum tekur skrif ykkar Dagblaðsmanna ekki hátíðlega, en samt finnst mér stefna ykkar stórvarasöm. Fórnardýr ykkar eru orðin æði mörg, en þó ráðist þið á garðinn, þar sem hann er lægstur, þegar þið svívirðið fólk, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér, því það er ekki lengur á meðal okkar sem lifandi teljumst. En þar eru þvi miður fleiri sekir en Dagblaðið. Að lokum spyr ég enn, eru engin takmörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga í auðvirðilegri og sóðalegri blaðamennsku. Er það ekki hlutverk ritstjóra að koma í veg fyrir svo á- byrgðarlaus skrif sem þau, er birtust á forsíðu Dagblaðsins þ. 21.9. sl.? Athugasemd DB: Dagblaðið fór með rétt mál í fréttum af ofangreindu máli, svo.sem ábyrgu blaði sæmir. Hlutverk þess er að segja rétt frá því, sem gerist í kringum okkur, bæði hinu fagra og hinu ljóta og öllu þar á milli. Þáttur þessa hlutverks er að grafast fyrir um orsakir atburða, svo sem Dagblaðið gerði í ofangreindu máli. Á þessu stigi verður ekki annað séð en frá- sagnir Dagblaðsins fari saman við niðurstöður rannsóknarmanna. Rétt skal vera rétt, þótt það geti farið í taugar sumra þeirra, sem þekkja málsaðila, svo sem fram kemur í orðbragði bréfsins hér að framan. „DERBY“ frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY", þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Þetta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. Einangrunin er hið viðurkennda „Pelyuretan" frauðplast. í „DERBY" frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 MEIRIHATTAR HLJÓMPLÖTUÚTSALAN Síðasta tækifærið Sjá bls. 31. V Eiga þungavinnuvélar að vera á ferðinni á mestu umferðartímum? Hallgrimur Thorsteinsson fréttamaður: Nei, auðvitað ekki. Þær ættu að aka mjög árla morguns eða seint að kveldi. Hjörtur Magnússon starfsmaður toll- stjóra: Mér finnst ekkert athugavert við það. Manfreð Jóhannesson verzlunar- maður: Nei, alls ekki. Þær eiga að vera á ferðinni fyrir kl. 7 á morgnana og á milli hverfa eiga þær að fara upp úr kl. 19, ellegar i lögrcglufylgd, svo þær stöðvi ekki alla umferð. Magnús Vi (Hafsteinsson) listamaður: Nei, þær eiga ekki að vera á ferðinni frá kl. 7 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Alexander Bridde iðnnemi: Nei, slíkir flutningar eiga einungis að fara fram á ákveðnum tímum og undir strangasta eftirliti. Laufey BJörnsdóttir fjölbradta- skólanemi: Nei, alls ekki.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.