Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
7
Erlendir biskupar aöstoða fslenzka starfsbræður við hina hátiðlegu athöfn. Kirkjan var þétt setin og komust færrí inn en
vildu.
í Fálkanum blður reiðhjól þess að Dagblaðsáskrifanda takist að svara spurningum
vikunnar.
Verður nafnið
þitt dregið
út i vikunni?
Nokkrir prestanna 1 kirkjunni. Alls voru
130—140 prestar komnir til að heiðra
biskupa sína.
Að lokinni prédikun upphófst
altarisganga. Bergðu biskuparnir tveir,
Sigurbjörn og Pétur, fyrst á
kaleiknum, en tóku síðan aðra
kirkjugesti til altaris. Þeim til aðstoðar
voru dómkirkjuprestarnir, sr. Hjalti
Guðmundsson og sr. Þórir Stephensen.
Munu altarisgestir hafa verið hátt í tvö
hundruð.
Með þeim fyrstu var biskupsfrú,
Sólveig Asgeirsdóttir, og aðrir í fjöl-
skyldu sr. Péturs. Þá gengu til altaris
ýmsir veraldlegir valdsmenn eins og dr.
Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra
og Friðjón Þórðarson dóms- og kirkju-
málaráðherra og konur þeirra. Enn-
fremur fyrrverandi forseti, Kristján
Eldjárn og frú Halldóra.
Meðan á altarisgöngunni stóð flutti
dómkórinn hina undurfögru kantötu
Bachs nr. 158. Halldór Vilhelmsson
söng einsöng, en Manúela Wiesler lék á
flautu. Og ekki má gleyma að geta þess
að organisti og stjórnandi dómkórsins
var Marteinn Friðriksson.
Athöfninni lauk með þvi að Pétur
biskup blessaði söfnuðinn og kórinn
flutti lokasálminn, sem endar svo:
,,Syni guðs syngi glaður / sér hver
lifandi maður / heiður i hvert eitt
sinn.” -IHH.
— þá áttu kost á að vinna glæsilegt
reiðhjól á einfaldan hátt
Enn gefst einhverjum áskrifendum
Dagblaðsins kostur á að vinna glæsileg
verðlaun fyrir það eitt að svara
einföldum spurningum. f þessari viku
er það reiðhjól að verðmæti 3.500
krónur sem veitt verður í verðlaun.
Leikurinn er fólginn i því að
einhvem dag vikunnar birtast
spurningar þær sem svara þarf á
baksíðu blaðsins. Spurningarnar
tengjast báðar smáauglýsingum
blaðsins.
Því næst er nafn eins áskrifanda
dregið út og það birt í blaðinu daginn
eftir. Ætlazt er til að sá áskrifandi snúi
sér til auglýsingadeildar Dagblaðsins og
svari spurningunum. Svari hann rétt er
vinningur vikunnar hans eign.
Sem fyrr sagði er vinningurinn nú
reiðhjól. Það er glæsilegur gripur frá
Fálkanum, með tíu gírum.
Væntanlegum vinningshafa ætti því að
reynast leikur einn að sigrast á
bröttustu brekkum geti hann á annað
borð hjólað.
-KMU.
Léttur veggur,
með stuðlum — hillum
skápum og heilum flötum
allt eftir þínum þörfum
SVERRIR HALLGRIMSSON
Smíðastofa, Trönuhrauni 5, Sími 51745