Dagblaðið - 28.09.1981, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
Ýmsar stærðir. Útvegað með
, stuttum fyrirvara. Hagkvæmt
verð. Til afgr., á lager efni í
165 ferm skemmu
(15 X 11 x5,5 mtr.).
Fjalar hf..
Ægisgötu 7, símar 17975 — 17976.
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem verða til sýnis
þriðjudaginn 29. september 1981 kl. 13—16 í porti bak við
skrifstofu vora að Borgartúni 7:
Peugeot 504 fólksbifreið.......................árg. 1974
V olks wagen ,1200 f ólksbifreið..................— 1976
Volkswagen 1200 fólksbifreið......................— 1975
Volkswagen 1300 fólksbifreið......................— 1973
Chevy Van sendiferðabifreið.......................— 1975
Mercedes Benz 608D sendiferðabifreið..............— 1973
Chevrolet Blazer..................................— 1973
Land Rover disil................................ — 1976
Land Rover dísil..................................— 1974
Land Rover bensín.................................— 1970
Land Rover bensín.................................— 1974
Land Rover bensín.................................— 1973
Ford Transit dísil................................— 1975
Ford Transit dísil................................— 1975
Ford Transit bensín................................1975
FordTransit bensin................................— 1975
FordTransitbensín.................................— 1975
Skoda 120L fólksbifreið...........................— 1978
Ford D300 vörubifreið.............................— 1967
FordEscortstation.................................— 1973
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum
bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem
ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
MNSSKOU
Signrðar
Hákonarsonar
1
Erlent
Erlent
D
Verkamaimaflokkurinn íBretlandi kaus varaformann ígær:
Healey vann afar
nauman sigur
í gær var kosinn varaformaður
Verkamannaflokksins i Bretlandi og
stóð styrinn um tvo frambjóðendur,
Denis Healey, fulltrúa hægriafla í
flokknum, og. -Tony Benn, fulltrúa
vinstriaflanna.
Var Denis Healey kosinn með
naumum meirihluta, en ekki virðist
kosning hans leysa deilurnar innan
flokksins þar sem Tony Benn fullyrti
við stuðningsmenn sína að kosningu
lokinni að þetta væri bara byrjunin
en ekki endirinn.
Tony Benn afsalaði sér aðalstign
til að gerast málsvari verkalýðsins.
Þriðji frambjóðandinn til varafor-
mannsembættisins, John Silkin fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra, sagði
að hinn naumi munur milli Healeys
og Benns, sem var tæpt l %, gerðii
úrslitin vart marktæk.
Healey viðurkenndi að hinn
nauma sigur sinn en hvatti flokkinn
til að grafa stríðsöxina og vinna að
bættu sambandi innan hans.
Benn helgaði sex mánaða
kosningabaráttu sína jafnróttækum
málum og einhliða afvopnun, úrsögn
Breta úr Efnahagsbandalaginu,
þjóðnýtingu iðnfyrirtækja og banka
og aukinni stjórnarforsjá í félags-
málum.
Hann sagði einnig að Bandaríkin
ættu að fá eins árs frest til að loka
nifteindastöðvum sínum í Bretlandi.
Ef þeir neituðu mundi stjórn verka-
mannaflokksins sjá um að lögleiða
lokun þeirra.
— Ég vildi gjarnan vera sá
ráðherra, sem eftir næstu kosningar
verður sendur til Washington til að
tilkynna Reagan forseta að hann
verði að fjarlægja stöðvarnar, sagði
hann.
Formaður verkamannaflokksins,
Michael Foot, sem var á móti
framboði Benns í varaformanns-
stöðuna án þess þó að styðja Healey
opinberlega, vildi ekki tjá sig um úr-
slit kosninganna.
Því er nú fastlega spáð að sigur-
vegarar í næstu kosningum sem fara
fram í Bretlandi 1984 verði hið nýja
kosningabandalags sósíaldemó-
kratíska klofningsins úr Verka-
mannaflokknum og Frjálslyndi
flokkurinn.
David Owen, einn af fjórum
leiðtogum verkamannaflokksins sem
klufu sig úr honum til að stofna
sósial-demókrataflokkinn, sagði að
verkamannaflokkurinn væri nú að
dauða kominn og það væri hlutverk
sósíal-demókrata að halda
hefðbundinni stefnu hans áfram.
Michael Foot og Tony Benn: Er
verkamannaflokkurinn i dauða-
teygjunum?
NEYÐ í PÓLSKUM SKÓLUM
Pólverjar: Við viljum brauð.
Er- sex milljónir pólskra barna hófu
skólagöngu sína fyrir helgina fengu
mörg að kenna á því að mikill skortur
er nú á kennslubókum og stílabókum.
Sum urðu meira að segja að sætta sig
við það að enginn skóli var til fyrir þau.
— Það verður enginn leikur að
uppfylla fræðslukröfur í ár, skrifar
málgagn bænda, Dziennik Ludowy. —
Skólakerfið líður ekki síður fyrir
vandamál og erfiðleika landsins en
aðrir þættir samfélagsins.
— í haust fékk ég tvær reiknings-
bækur á mann fyrir bekkinn minn,
segir Edward Gluszek, stærðfræði-
kennari. — Kannski verða þær ekki
fleiri í vetur.
Samkvæmt opinberum skýrslum eru
sex milljónir grunnskólanemenda í
Póllandi. Og þau þurfa að berjast við
vanda sem hrörlega skóla, skort á
kennslubókum og kennurum,
ófullnægjandi fæði og lélega upphitun.
Yfirvöld hafa nefnilega áætlað að
halda innahússhita í 13 gráðum í vetur
til að spara orku.
Ung móðir upplýsti að hún legði á
sig mikla vinnu aðeins til að hafa efni á
að greiða fyrir dóttur sína í einkafor-
skóla.
— Þar fær hún betri mat og kemst
kannski á þann hátt hjá því að taka
alla þá sjúkdóma sem herja á börnin í
almennu skólunum, sagði hún.
Áætlað hafði verið að gera við
rúmlega helming 13000 skólabygginga í
Póllandi í sumar. En i haust komust
kennarar og nemendur við u.þ.b. 3000
skóla að því að ólíft var til kennslu í
húsnæði þessu, því ekki hafði reynzt
unnt að gera við sakir skorts á bygging-
arefni og verkamönnum.
Glistrup harðánægður með fangelsi
Nú á að taka fyrir rétt í Danmörku
skattamál Mogens Glistrups, formanns
Framfaraflokksins, og á hann yfir
höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi.
Þessi umdeildi stjórnmálamaður er
samt ákveðinn í að láta slíkt ekki
stöðvasig.
— Ég ætla að halda áfram for-
mennsku minni í flokknum þrátt fyrir
fangelsisvist, segir hann. — Úr því að
fangar í dönskum fangelsum fá leyfi til
að fara í Tívolí, þá hlýt ég líka að fá
leyfi til að sækja pólitíska fundi.
BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR
Kenndir allir almennir dansar, svo sem:
Barnadansar — Samkvæmisdansar - Discodansar -
Gömlu dansarnir — Rock — Tjútt — Dömubeat, o.fl.
Brons-Silfur og Gullkerfi DSÍ
ATH: BARNAKFNNSLA FINNIG Á LAUGARDÖGUM.
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarð.
Þróttheimar v/Sæviðarsund.
Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2.
Innritun og allar nánari upplýsingar
daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557
og 74651
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ
SÍÐASTIINNRITUNARDAGUR
Hagnaður af Tívolí í Kaupmannahöf n
Hið vinsæla Tívolí í
Kaupmannahöfn er að vísu lokað yfir
veturinn en nú þegar er hafinn undir-
búningur undir opnun þess ívor.
— Vaxandi efnahagskreppa hefur
ekki haft nein áhrif til hins verra fyrir
okkur, segir forstjóri þess, Niels Jörgen
Kaiser. — Við fengum 130.000 fleiri
gesti í sumar en í fyrra, eða alls um 4,5
milljónir. Einnig var yfirleitt alltaf
uppselt á sérskemmtanir þaér sem við
bjóðum upp á. En það hefur kannski
einnig haft nokkur áhrif að veðrið var
okkur sérlega hagstætt allt sumarið.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 7. sept. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva-
bólgum.
Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi —
Innritun og upplýsingar alla virka daga frá
kl. 13-22 í síma 83295.
Júdódaild Ármanns
Ármú/a 32.