Dagblaðið - 28.09.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
i)
Launamisrétti
Flest landslög kveða svo á urn að
jafnrétti skuli ríkja í launamálum karla
og kvenna. öll lönd fara á bak við þau
og þar er Þýzkaland engin undantekn-
ing.
Árið 1978 voru nokkrar konur er
starfa við ljósmyndavinnustofu í Gels-
enkirchen búnar að fá nóg af launamis-
mun milli kynjanna og kærðu málið
fyrir rétti. Eftir þriggja ára baráttu var
loks dæmt í málinu í hæstarétti í Kass-
el, konunum í vil.
Þetta er álitinn mikill sigur fyrir kon-
urnar og ryður brautina fyrir fleiri kær-
um. Skýrslur í Þýzkalandi sýna að
meðallaun karla við skrifstofuvinnu
BARIZT VID
PERSAFLÓA
í gær kom til átaka á ný milli írans
og traks við Persaflóa er íranir gerðu
skyndiáhlaup á umsáturslið íraka er
hertók olíuhreinsunarborgina Abadan
fyrir ári síðan. Tókst írönskum her-
mönnum að frelsa borgina úr höndum
umsátursmanna. Khomeini hefur sent
herliðinu heillaóskaskeyti og lýsir
frelsun borgarinnar sem miklum sigri
fyrir íslömsku byltinguna.
íranska útvarpið segir að íranskir
hermenn hafi hertekið brú sem herlið
íraks hafi byggt yfir ána Karun og
eyðilagt aðra. Ennfremur hafi þeir
skotið niður MIG herflugvél og eina
þyrlu íraka. Útvarpið í írak vill hins
vegar aðeins kannast við þyrlutapið.
I
REUTER
i
eru um 4000 krónum hærri á mánuði
en kaup kvenna við sömu störf. Verka-
menn hafa yfirleitt 7 krónum hærra
tímakaup en verkakonur.
Konur við fimm önnur fyrirtæki í
Þýzkalandi hafa nú fetað í fótspor
þessara kvenna og kært launamismun.
Hæpið er þó að dómurinn í Kassel eða
aðrir dómar fái til fullnustu unnið á
launamismun kynjanna því fyrirtæki
hafa ótal ráð til að fara á bak við þetta,
t.d. með stöðuhækkunum og bónus-
kerfum.
Myndin sýnir mótmælaaðgerðir
kvenha í Kassei.
Innbyrðis deilur á þingi Einingar í Póllandi:
Leiðtogar ásak-
aðir fyrir svik
Einn af leiðtogum verkfallanna á öðrum degi þings Einingar, sem annarra austantjaldslanda til stofn-
1981 í Póllandi sem urðu undanfari
stofnunar samtaka hinna óháðu
verkalýðshreyfingar, Einingar, álítur
að alþjóðaráðstefna sé nauðsynleg til
að tryggja frelsi Póllands.
Frú Ánna Walentynowicz, fulltrúi
Einingar í Leninskipasmíðastöðinni í
Gdansk, sagði á þingi Einingar í gær-
kvöld að hún hefði rætt þessa
hugmynd við franská forsætis-
ráðherrann Pierre Mauroy í París.
Hún sagðist hafa lagt fram þrjár
tillögur um aðalviðfangsefni: Að
innanríkismál Póllands yrðu látin af-
skiptalaus, að matarhjálp við landið
yrði undir alþjóðaeftirliti og að
komið yrði í veg fyrir að það takist að
þvinga Pólland með niðurskurði á
mikilvægum hráefnum.
Moskvustjórn hefur varað
Pólverja við að hugsanslegt sé að
skera niður sölu á olíu, baðmull og
öðrum nauðsynjavörum.
Frú Walentynowicz hélt ræðu sína
annars einkenndist af flokkadrætti
milli hægfara og harðlínumanna um
ný lög varðandi sjálfsstjórn verka-
manna í fyrirtækjum.
í dag er búizt við að kosið verði
um lagatillöguna, en reiðir þing-
fulltrúar ásökuðu leiðtoga Einingar
fyrir linkind í þessu máli.
Lech Walesa, leiðtogi Einingar.
svaraði með ræðu þar sem hann
varði afstöðu sína en ýmsir
ræðumenn ásökuðu hann og aðra
leiðtoga fyrir að svíkja hreyfinguna í
samningum við kommúnista.
Opinber talsmaður Einingar álítur að
meirihluti þingfulltrúa muni þó að
lokum samþykkja lagatillöguna sem
felur í sér að yfirvöld og verkamenn
deili ákvörðunarrétti á vinnustöðum,
en ýmislegt benti til þess í gær að svo
yrðiekki.
Bréf sem lesið var upp á þinginu
frá rúmenskum verkamönnum þar
sem Einingu er þökkuð hvatning til
unar óháðra verkalýðssamtaka vakti
mikinn fögnuð viðstaddra.
i ræðu sinni sagði frú
Walentynowicz ennfremur að í
heimsókn sinni til Bretlands nýlega
hefðu brezkir þingmenn tjáð henni
að varaforsætisráðherra Póllands,
Rakowski, hefði tilkynnt brezkum
þingheimi að stuðningur þeirra við
Einingu gæti komið af stað innrás
Sovétmanna í Pólland.
Walesa: Er nú kominn i varnarstöðu
á þinginu.
Shirley Temple-Black.
Sendiherra í
Stokkhólmi
Enn er óskipað í embætti bandarisks
sendiherra í Stokkhólmi og koma þar
tvær konur til greina. Er önnur fyrrver-
andi barnastjarnan Shirley Temple og
þetta yrði þá annað sendiherraembætti
hennar þar sem hún var áður
sendiherra Bandaríkjanna í Ghana.
Ráðendur í Hvíta húsinu vilja ákveðið
að hún fái stöðuna, en utanríkis-
ráðuneytið tekur aðra konu fram yfir
hana, Susan Ridgewav.Susan er sögð
sérfræðingur í málefnum Norðurlanda
enda var hún áður sendiherra Banda-
ríkjanna í Helsinki.
Endanleg ákvörðun um málið er i
höndum nefndar einnar í Washington
og þykir orðið meira en tímabært að
útkljáð verði hvor hreppir hnossið.
með aðeins einum
eða hæfileiki
nauðsynlegur
M
• Nótnaborð með 29 lyklum.
• Val hljóða: píanó, fantasy, violin, flauta, gítar.
• ADSR-möguleiki: með þessum möguleika getur þú
búið til þín eigin hljóð.
• 10 innbyggðir rhytmar: March, Walz, 4-beat, Swing,
Rock 1, Rock 2, Bossa nova, Samba, Rumba og
Beguine.
• Innbyggt lag með rythma: German folk song
Hœgt að forrita 100 nótur í minni.
Annað: Volume, balance, tempó.
Möguleiki að tengja straumbreyti við, einnig hátalara.
Tölva með 8 stafa borði,
-I--t X\T % og minni H—.
H. 30 mm L. 300 mm, B. 75 mm,
þyngd 438 g með rafhlöðum
Eins árs ábyrgð
og viðgerðaiþjónusta.
Góður leiðarvísir
á íslenzku fylgir.
VERÐ
AÐEiNS
895.-
Opið laugardaga
—umboðið — Bankastræti 8 — Sími 27510 — Vantar umboðsmenn um land alltl