Dagblaðið - 28.09.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
I
11
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
3
Kojak-leikarinn
jrægi á slóöum for-
feöra í Grikklandi
— Aristóteles Savalas, kallaður Telly
Árlega streyma til Grikklands millj-
ónir ferðamanna að njóta sólarblíð-
unnar, náttúrufegurðarinnar og skoða
minjar um forna frægð Grikkjaveldis.
Dýpst áhrif hafa þó Grikklandsferðir á
afkomendur þeirra hundraða þúsunda
sem flúðu fátæktina i landi sinu og
leituðu betri lífskjara annars staðar, til
dæmis í Ameríku. Einn slíkur er
Aristóteles Savalas, kallaður Telly. Þaði
var hann sem lék Kojak í samnefndum
þáttum. Foreldrar hans fluttu frá
Grikklandi til Ameriku fyrir 65 árum, 7
árum áður en hann fæddist. Og nú
skoðar hann ættjörð þeirra í fyrsta
sinn að heita má. Hann er með hlutverk
i „Grikkjanum’ sem verið er að kvik-
mynda i hæðunum við Spörtu, skammt
frá þorpinu þar sem móðir hans
fæddist.
í myndinni er Savalas Grikki, sem
flutt hefur til Ameríku en dreymir
alltaf um að snúa heim aftur. En þegar
draumurinn rætist kemst hann að því
að hann hefur fegrað æskustöðvarnar
fyrir sér — og fæðingarbær hans er
honum algjörlega framandi, þvert ofan
í það sem hann hafði gert sér vonir um.
Duglegir
foreldrar
Telly Savalas á ekki við þessi vanda-
mál að glíma. Hann nýtur Grikklands-
dvalarinnar og hefur tekið með sér
börn sín tvö og bróður sinn sextugan.
Móðir þeirra bræðra hét Kristina og
var fræg fyrir fegurð sina. Hún fluttist
sem barn til Bandaríkjanna og kynntist
manni sínum þar. Árið 1939 hafði hún
eignast fimm börn, fjóra syni og eina
dóttur, en var enn svo fögur að hún var
fengin til að vera fulltrúi grískra
kvenna á heimssýningunni það ár.
Núna er hún málari í Los Angeles.
Faðir þeirra bræðra vann eins og
forkur. Fyrst við hvað sem til féll,
síðan fékk hann umboð fyrir sígarett-
ur, fór svo út í að sjá veitingahúsum
fyrir alls konar vörum og á endanum
varð hann ríkur.
Ekki þóttifínt
að vera Grikki
„En á einni nóttu varð hann gjald-
þrota,” segir TellySavalas. ,.i krepp-
unni. Þá setti hann hörn sin fimm upp í
bílskrjóð, ók til New York og fór að
selja kökur. Þetta kalla ég sannan
Grikkja.”
Telly Savalas varð að tileinka sér
sömu seiglu. Sem unglingur varð hann
oft fyrir aðkasti — það þótti ekkert fínt
að vera Grikki í hverfinu þar sem þau
bjuggu. „En pabbi var vanur að segja
við mig: Þegar þú verður fullorðinn og
skilur gildi þess að vera Grikki þá þorir
fólk ekki að tala við þig án þess að
spyrja fyrst um leyfi.”
Og þeim krökkunum var bannað að
tala ensku heima enda eru þeir Telly og
bróðir hans flugmælskir á grísku.
Sonurinn skírður
upp á grísk-katólsku
Það varð uppi fótur og fit í þorpinu
þar sem móðir Savalas var fædd er
spurðist að leikarinn frægi væri að
koma þangað og ætlaði meira að segja
að láta skíra son sinn, samvkæmt
siðum grísk-katólskrar trúar, í
þorpinu. Sonurinn, Nikulás, er orðinn
átta ára. Hann varð hálfhræddur þegar
þrír skírnarvottar, menn sem hann ekki
þekkti, fóru að afklæða hann fyrir
athöfnina og ofan í kaupið að smyrja
hann með olíu. En það bætti úr skák að
hann fékk að vera í sviðsljósinu í þetta
skipti. Venjulega sjá ljósmyndararnir
ekkert nema hans fræga föður en nú
fékk sá litli að vera stjarna.
Savalas og fylgdarlið fóru líka í
þorpið þar sem faðirinn hafði fæðzt.
Þröngar götur, hátt á hæðarbrún, þrjú
hundruð íbúar. Þar hafði afi þeirra
verið frægur á sinni tíð fyrir að mála
helgimyndir af snilld. Grískar helgi-
myndir eru oft málaðar á tré og þeir
bræður reyndu nú að finna eina slíka
eftirafasinn.
Maríumyndin sem ekki
var til sölu
Þessi afi, sem hét Kostas, var ekkert
blávatn og hafði náð meira en hundrað
áraaldri.
En þegar þeir Savalas-bræður loks
fundu Maríu-mynd eftir afa sinn vildi
eigandinn, gamall bóndi, ekki með
nokkru móti selja hana. ,,Ég skyldi
selja ykkur jörðina mina. Ég skyldi
selja ykkur húsið mitt. Jafnvel konuna
mína. En ekki Maríumyndina,” sagði
sá gamli. ,,Hún hefur bjargað lífi
mínu. Einu sinni voru læknarnir búnir
að segja að ég væri að dauða kominn.
En þá birtist Maríumyndin mér í
draumi og sagði mér að örvænta ekki,
ég ætti lengra líf fyrir höndum. Þá fór
mér aðbatna.”
Og þar við sat.
(Lauslega þýtt úr People)
Savahs horfír yfír þorpM þar sem foðir hans og afí fæddust „Þótt Grikki
fari á heimsenda, snýr hann alftaf heim aftursegir einn af öldungum
þorpsins.
Savaias við hatrO sem Homer kvað svo taguriega um. Oddysserfur og menn hans „lustu érum í hinn dimmbiéa
sæ"eða hverníg varþettanúaftur?
Vs/^L föt
*virka líflaus og* '\éU
V litlaus án viðeigandi xj-
‘TÍZKUSKARTGRIPA.. .<
... þáfáiðþiðíYRSA
SKÓLAyÖRÐUSTÍG 13
Eyrnalokkar í úrvali (líka smelltir), breið
armbönd, hálsfestar af ö/lum gerðum,
ennisbönd, gyllt belti ogsvona mætti
endalaust telja upp.
! í)OL afsláttur gegn
lU/O framvísun skólaskírteina
yrsa /4
SKÓLA VÖRÐUSTÍG 13 \T
' • ^ SÍMI25944 ^
jjf ^fjjtízkan
byrjar
er á réttu línunni
Komið og hlustið á heimsins minnstu hljómtæki,
sem hljóma ekki síöur en þau stærstu.
Það þarf ekki aö fjarlægja margar bækur til þess aö
AIWA
hljómtækjasamstæöan komist vel fyrir.
Allt til hljómflutnings fyrir:
HEIMILIÐ - BÍLINN
OG
DISKOTEKIÐ
D
I • I
fXdQIO
ssr\
ir
'ARMULA 38 iSelmula megini ' 105REYKJAVÍK
5UMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366