Dagblaðið - 28.09.1981, Page 12
r
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
12
Útgefandi: Dagblaöiö hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson.
Aðstoðarritstjórí: Haukur Holgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannos Reykdal.
íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Holldórsson, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi
Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir,
Krístján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndin BjamksHur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Porri Sigurösson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríerfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síöumúla 12. AfgrelÖsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur. Þverholti 11.
Aöalshni blaösins or 27022 (10 Hnur).
Setning og umbrot Dagblaðiö hf., SkSumúla 12.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskriftarverö á mánuöi kr. 85,00. Verö i lausasölu kr. 6,00.
Ólafur stakk á kýlum
Ræða Ólafs Jóhannessonar utan-
ríkisráðherra á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna í síðustu viku var meðal
hinna beztu, sem þar hefur verið flutt
fyrir íslands hönd.
Samkvæmt mannasiðum í heimi
sendiherra gat Ólafur ekki nafngreint þann aðila, sem
með linnulausri heimsvaldastefnu veldur mestum
vandræðum í alþjóðlegum samskiptum. Þar þykir of
dónalegt að réttnefna Kremlverja sem glæpamenn.
Helzti galli ræðunnar var, að í henni voru ekki
gagnrýnd afskipti Sovétríkjanna af pólskum innan-
ríkismálum, sem koma fram í sífelldum kvörtunum og
illa dulbúnum hótunum. Gagnrýni á þessi afskipti átti
vel heima í ræðunni.
En fyrsta mál Ólafs var innrás Sovétríkjanna í
Afghanistan, sem nú hefur staðið heil tvö ár. Á þessum
tíma hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tvisvar
fordæmt þetta brot Kremlverja á fullveldisákvæðum
stofnskrár samtakanna.
Um þetta sagði Ólafur m.a.: ,, . . . tel ég fulla á-
stæðu til að ítreka yfirlýsingu mína með enn meiri
þunga en áður. Fullveldi og stjórnmálasjálfstæði allra
ríkja verður að virða, ef takast á að draga úr þeirri
hættulegu spennu. . . ”
Ólafur nefndi ekki heldur Kreml eða Sovétríkin,
þegar hann vék að síbrotum á mannréttindaákvæðum
Helsinki-samkomulagsins, sem felast í verulegri
minnkun mannréttinda í Sovétríkjunum síðan Brésnjéf
undirritaði samkomulagið.
Um þetta sagði Ólafur m.a.: ,,Því miður hefur
reyndin orðið sú, að sum þeirra ríkja, sem taka þátt í
þessu samstarfi, hafa sýnt fremur lítinn vilja til að
framfylgja vissum veigamiklum þáttum lokasamþykkt-
arinnar.”
Síðan Reagan kom Bandaríkjunum í hóp tveggja
risavelda, sem stefna að hemaðarlegum yfirburðum
hvort g gn öðru, má segja, að ekki sé ástæða til að geta
Sovétríkjanna sérstaklega á því sviði, þótt hernaðar-
stefna þeirra hafi lengi verið samfelld.
Um þetta sagði Ólafur m.a.: „Vopnakapphlaupið
er að því leyti ólíkt öðrum kapphlaupum, að því
hraðar, sem menn hlaupa, því meiri líkur eru á að allir
tapi. Þess vegna má trygging öryggis ekki snúast um að
ná hernaðarlegum yfirburðum.”
Eftir umfjöllunina um Afghanistan, Helsinki-svikin
og vígbúnaðarkapphlaupið vék Ólafur stuttlega að
nokkrum öðrum málum, rétti ísraelsmanna og
Palestínumanna, kynþátta- og ofbeldisstefnu Suður-
Afríku og innrás Vietnam í Kampútseu.
Síðan fjallaði Ólafur um vandamál þriðja heimsins
og skyldur hinna ríku þjóða, þar á meðal íslands, sem
verða að auka framlög sín til þróunarverkefna, ekki
sízt á hinum aðkallandi sviðum orkuöflunar og
orkunýtingar.
Þá benti Ólafur á þá staðreynd, að í stórum og
vaxandi hlutum heimsins eru brotin grundvallaratriði
mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það af
hálfu ríkisstjórna, sem taka þátt í samtökunum eins og
ekkert sé.
Ólafur gat þó ekki hinnar hörmulegu staðreyndar,
að mannréttindi í þriðja heiminum hafa stórlega
rýrnað, síðan nýlenduveldin gömlu hurfu af vettvangi.
Álþýða manna er mun meira kúguð af innlendri valda-
stétt en áður af hinni erlendu.
Um þetta sagði Ólafur þó: ,,. . . brot gegn þessari
grundvallarreglu gerast æ tíðari í stó'rum hlutum
heims. Ofbeldi og hervaldi er grímulaust beitt að geð-
þótta stjórnvalda, hvort sem er til að kúga ein-
staklinga, minnihlutahópa eða heilar þjóðir. . . ”
N0KKUR ATRIÐIUM
SKÍDAÍÞRÓTTINA
SEM ÞARFNAST
ÚRBÓTA
Skíðaíþróttin hefur átt ört
vaxandi vinsældum að fagna á und-
anförnum árum og er nú sannkölluð
almennings- og fjölskylduíþrótt.
Aukinn skilningur fólks á gildi úti-
vistar samfara bættri aðstöðu í
skíðalöndunum veldur þar mestu um.
Fegurð fjallanna og umhverfísins
umvefur unga sem aldna og allir
njóta náttúrunnar að eigin geðþótta.
Enda þótt hvassir og kaldir vindar
séu tíðir í þessu landi að vetrarlagi,
þá erum við sannarlega rík að eiga
okkar ágætu skíðalönd í nágrenni
byggða. Hin öra framþróun
skíðaiðkunar hér á landi kallar á
skipulagðar aðgerðir af hendi
skiðafélaga, bæjarfélaga o. fl. aðila.
Við verðum að tileinka okkur reynslu
annarra þjóða eftir því sem við á í
þessum efnum og taka jafnframt til
umfjöllunar okkar sérstæðu
aðstæður. í þessu sambandi vii ég
nefna nokkur atriði, þar sem úrbóta
er þörf hið allra fyrsta.
Kjallarinn
Kristján Pétursson
Settar verði einfaldar og skýrar
reglur um hvernig skíðaiðkendum
• „Allir skíðaiðkendur ættu að hafa það
hugfast, að skíði án bremsuútbúnaðar
eru stórhættuleg. Hversu oft höfum við ekki
séð fólk missa af sér skíði og þau síðan runnið
með ofsahraða niður brekkurnar. Afleiðing-
arnar eru augljósar.”
beri að víkja hver fyrir öðrum í
brekkunum.
Sú meginregla að virða rétt þess
aðila, sem á undan fer niður skíða-
brekku ætti öllum að vera augljós,
þar sem hann snýr baki eða hlið að
þeim sem á eftir kemur. Þá þurfa
skíðaiðkendur ávalit að hafa það
hugfast að geta og reynsla fólks er á
mjög mismunandi stigi, þar sem
hundruð eða jafnvel þúsundir manna
eru á skíðum samtímis á þröngum
svæðum. Hin óvæntustu atvik geta á-
vallt skeð undir slíkum kringum-
stæðum og því þarf skíðafólk að vera
tillitssamt og læra rétt viðbrögð bæði
í þeim tilvikum, sem samstuð verða
eða þegar það dettur með öðrum
hætti.
Fræða þarf
unglingana
Góðar öryggisbindingar skíða
geta oft komið í veg fyrir alvarleg slys
og því er áríðandi að kunnáttumenn
stilli bindingar eftir viðurkenndum
reglum. Ennfremur ættu allir skíða-
iðkendur að hafa það hugfast, að
skiði án bremsubúnaðar eru stór-
hættuleg. Hversu oft höfum við ekki
séð fólk missa af sér skíði og þau síð-
an runnið með ofsahraða niður
brekkurnar. Afleiðingarnar eru
augljósar.
Meirihluti skíðaiðkenda er ungt
fólk á skólaaldri og meðal þeirra eru
margir byrjendur. Nauðsynlegt er að
ráðamenn skíðasvæðanna geri sér
fullkomlega ljóst hvaða ábyrgð þeir
bera gagnvart þessu fólki, sem oft er
ekki í umsjá foreldra né kennara og
kemur með hópferðabílum. Á öllum
skiðasvæðunum þurfa að vera til
staðar ábyrgir aðilar, sem leiðbeina
og kenna þessumungmennum.það er
ekki nóg að koma þeim i lyfturnar og
móttaka peninga. Sérstaklega er
þessu ábótavant á Bláfjallasvæðinu,
þangað er oft ekið hundruðum skóla-
barna. Þar þyrfti sem annars staðar
að vera til staðar skíðaskóli, þar sem
skólabörn gætu fengið kennslu fyrir
sanngjarnt verð, leiðbeiningar um
öryggisbúnað skíða og reglur er gilda
um umferð í brekkunum. Foreldrar
yrðu að sjálfsögðu miklu öruggari
um börn sin í umsjá slíkra
kunnáttumanna, jafnframt lærðu
þau í upphafi sinnar skíðaiðkunar
réttar undirstöðuaðferðir.
Meira fé til
uppbyggingar í
Bláfjöllum
Það er fögur sjón og umhugsunar-
verð að sjá hundruð ungmenna í
faðmi fjallanna umvafm drifhvítum
snjónum, hávaðasöm, kát og hress.
Þarna getur líka öll fjölskyldan verið
þátttakandi sér til heilsubótar og
ánægju, auk þess að sameiginleg
áhugamál gera heimiiislífið
fjölbreyttara og skapar það meiri
samheldni.
Eins og kunnugt er eiga aöild að
Bláfjallasvæðinu Stór-Reykjavíkur-
svæðið og byggðarlögin á
Suðurnesjum. Fjárframlög til
uppbyggingar svæðisins hafa verið
mjög lág, að Reykjavík undan-
skilinni, mörg byggðarlög greiða alls
ekki neitt, enda þótt hundruð
manna fari þaðan á skíði. For-
ráðamenn þeirra byggðarlaga, sem
ekkert hafa greitt hingað til ættu að
sjá sóma sinn og metnað í að vera
með í uppbyggingunni, það er
sannarlega góð fjárfesting fyrir æsku
þessara bæjarfélaga.
Kristján Pétursson.