Dagblaðið - 28.09.1981, Side 13

Dagblaðið - 28.09.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 13 ■v FRIÐUR A JORÐU RÁÐSTEFNA KIRKJURITSINS Dagana 18.—20. sept. sl. fór fram i Skálholti ráðstefna á vegum Kirkju- ritsins um efnið: „Friður á jörðu — kristni og pólitík”. Umræður fóru fram um afvopnunar- og friðarmál, friðar- boðskap kristinnar trúar og tengsl hans við hinn pólitíska veruleika líðandi stundar. Ráðstefnustjóri var séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, ritstjóri Kirkjuritsins. Þátttakendur voru stjórnmálamenn frá þrem flokkum, Alþýðubandalagi, Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki, og nokkrir guðfræðingar. Meðal gesta má nefna Kjartan Morkoere prófast frá Þórshöfn í Færeyjum. Þátttakendur nutu þess sérstaklega að Hamrahlíðarkórinn var við æfingar á sama tíma í Skálholti og fengu tækifæri til þess að hlýða á frá- bæran söng hans. Umræður um „Frið á jörðu” urðu miklar, enda efnið yfirgripsmikið og hefur margar hliðar. Vaxandi vígbúnaður stórveldanna Á ráðstefnunni var Gunnar Gunnarsson starfsmaður öryggis- málanefndar, sem nú vinnur að skýrslu um vígbúnað á Atlants- hafinu. Það kom sér afar vel fyrir þátttakendur að hann hafði hand- bærar ýmsar upplýsingar um kjarn- orkuvopnaherafla stórveldanna og auðveldaði mönnum að fá yfirsýn yfir stöðuna. Engum blandast hugur um að kjarnorkuvígbúnaðurinn stefnir í óefni. Umræður hafa orðið mjög heitar um þessi mál í Evrópu að undanförnu, sérstaklega vegna ákvarðana um framleiðslu nifteinda- sprengjunnar og staðsetningu kjarn- orkueldflauga í Evrópu. Þetta ástand mun vara um fyrir- sjáanlega framtíð. Meðan svo er munu stórveldin telja sér nauðsynlegt að halda uppi ógnarjafnvægi. Við hér á íslandi teljum frelsi mannsins til að hugsa og skrifa, lifa og starfa fjöregg mannkynsins. Við teljum að þetta fjöregg þurfi að varð- veita og fordæmum þjóðfélög þar sem menn eru jafnvel lokaðir inni á geðveikrahælum fyrir það eitt að vera á öndverðum meiði við stjórn- völd. Flest okkar telja nauðsynlegt að standa vörð um þetta frelsi, frelsi mannsandans og þau okkar sem styðja aðild íslands að NATO gera það einmitt í þessu skyni. Við erum að gæta eldsins við ysta haf. Sjálfsagt geta kommúnistar fundið einhverjar röksemdir sín megin. Hinn helkaldi raunveruleiki er því þessi, skipting jarðarinnar og afleiðing hennar er nauðsyn varna. Mér hefur alltaf fundist galli á friðunarumræðu kommúnista að þeir vilja ræða frið, en þeir vilja ekki ræða mannréttindi. í mínum hug er þetta tvinnað saman. Séra Gunnar Kristjánsson sagði í inngángserindi sínu á ráðstefnunni: „Friður er ævin- lega afleiðing af réttlæti. . . ” Stórveldin telja friðinn í dag afleiðingu ógnarjafnvægisins. En er það varanlegur friður? Hvað er til ráða? Mér virðist mannkynið ekki geta unað við þessa þróun mála. Smærri þjóðirnar verða að láta til sin taka. Vopnin eru farin að lífa sínu eigin lífi. Þau eru skotmörk og þau kalla sjálf á nýja tækni í vopnaframleiðslu. Nýtt vopn kallar á nýtt vopn til and- svars. Og sjálfsagt verður þeirri spurningu aldrei svarað hvort kjarn- orkuvopnnin koma í veg fyrir styrj- A „Við eigum að leita samvinnu við löndin sem liggja að Norður-Atlantshafí og heimta afvopnun á hafínu í kringum okkur. Þetta er ekkert smámál. Hafið í kringum okkur er fullt af kjarnorkuvopnuðum kafbát- um og það kemur okkur svo sannarlega við. Talið er, að stórveldin búi yfir nægum kjarnorkuvopnum til þess að granda öllu mannkyninu sjö sinnum. Samt heldur vígbúnaðurinn áfram, framleiðsla nýrra kjarnorkuvopna og dreifing þeirra um jörðina. Allir viljum við hafa frið. Mann- kynssagan segir okkur frá mörgum valdhöfum sem sögðu „Við viljum hafa frið, en til þess verðum við að fara í stríð.” Stórveldin telja að friður í dag tryggist best af svokölluðu „ógnar- jafnvægi”. Það er að segja að algjör- lega ljóst sé að hvorugur aðilinn geti afvopnað hinn, að hvorugur aðilinn geti sigrað í stríði. Kjarnorkustríð sé sjálfsmorð þess sem það hefur. Þetta má þá orða svo, að friðurinn byggist á sjálfsmorðsógnun. Til þess að viðhalda ógnarjafnvæg- inu þarf svo hvor aðili um sig að sjá til þess að af honum stafi ógn. Hins vegar má leiða líkur að því, að aukn- ing kjarnorkuvopnaforðans og dreif- ing hans auki líkur á kjarnorkustyrj- öld, annaðhvort af ásetningi eða slysni. Auðvitað er þessi gífurlegi kjarn- orkuvopnaforði stórveldanna ekkert sérmál þeirra. Hér er um að ræða mál, sem snertir alla heims- byggðina. Óhjákvæmilegt er að öll lönd heims taki þátt í þessari umræðu. Friður — Mannréttindi Mér finnst erfitt að ræða um frið, án þess að ræða mannréttindi um leið. Gróft tekið er heiminum skipt niður í tvennt eftir tveim mismunandi hugmyndakerfum. Hvort hugmynda- kerfi um sig telur sér standa ógn af hinu og telur óhjákvæmilegt að sín hugmyndafræði vinni á í hinum heimshlutanum. öld þegar allt kemur til alls. Ekki komu hau i \cg fyrir styrjöld í Víetnam, Afganistan, jran —írak o.s.frv. Auðvitað verður að nást sam- komulag um gagnkvæma niður- færslu kjarnorkuvopnaforðans. Menn verða að ganga út frá því, að um fyrirsjáanlega framtíð verður skipting jarðarinnar milli austurs og vesturs. Menn verða því að ganga út frá því að stórveldin telji sér nauðsynlegt að hafa öflugar varnir. Málið er þá að ná samkomulagi um að færa vopnaforðann niður í eitt- hvað, sem mannkynið getur sætt sig við. Slík „afvopnun” verður auð- vitað að vera gagnkvæm. Einhliða afvopnun þjónar engum tilgangi. Gagnkvæm tilslökun er óhugsandi án gagnkvæms eftirlits. Stórveldin verða að hafa aðstöðu til eftirlits hvort hjá öðru. Þar stendur hnífur- inn í kúnni. E.t.v. leysist eftirlits- málíð hó fvrr en menn grunar. Með auknum geimrannsóknum fjölgar gervitunglum, á braut um jörðu, hratt á næstu árum. Talið er að gervi- hnettir muni kortleggja allar náttúru- auðlindir jarðar á næstu árum, jafn- vel telja fiskana í hafinu og fylgjast með göngu þeirra. Slíkir hnettir geta jafnt kortlagt vopnabirgðir á jörð- inni, svo e.t.v. er stutt í að stórveldin geta ekki haldið slíkum hlutum leyndum hvort fyrir öðru. I þeirri stöðu opnast nýir mögu- leikar í slökunarátt. Margir velta þvi fyrir sér hvort hættan væri fyrir hendi ef engin stór- veldi væru. Hvort samþjöppun valds sé frumorsök hættunnar. Ef Sovét- ríkin, Bandaríkin, Kínao.s.frv. væru klofin upp í mörg sjálfstæð ríki, væri staðan í heiminum sjálfsagt allt önnur. Þetta eru þó meira fræðilegar vangaveltur, sem vafasamt er að hafi tilgang nú. Hitt er sjálfsagt rétt, að GuðmundurG. Þórarinsson allt fullt af kjarnorkuvopnuðum kafbátum og það kemur okkur svo sannarlega við. Hvað segja menn um kjarnorku- fría landhelgi? GIUK-hliðið svonefnda liggur yfir hafið frá Grænlandi til íslands og til Bretlands. Samkvæmt upplýsingum flotaforingja NATO miðast allt við að kafbátar Sovétríkjanna fari ekki vestur fyrir þá línu. Hvað skyldi það þýða fyrir íslendinga? Ótal spurningar vakna, sem of langt mál er aðfara útíhér. Hlutur kirkjunnar Það var ánægjulegt að Kirkjuritið skyldi boða til umræðna um friðar- mál. Þökk sé þeim, sem að því stóðu. Umræða um varnarmál, öryggismál og friðarmál er stutt á veg komin hér á landi. Hefur um of verið blandin tilfinningum en þekking litil til staðar j 'íw'fi ' í I -* y , ■- " i , <■ , j/tp- — Hafið 1 kríngum okkur er allt fullt af kjarnorkuvopnuðum kafbátum og það kemur okkur svo sannarlega við, segir Guðmundur G. Þórarínsson meðal annars. smáríkin eiga að láta mjög til sín taka hættuna af kjarnorkuvopnum og þrýsta af alefli á risaveldin að færa þennan vígbúnað niður. Sennilega vinnur enginn kjarnorkustyrjöld. Hættan af því, að skæruliðar eða öfgahópar komist yfir kjarnorku- vopn er líka vaxandi. Það væri ný staða í veröldinni, ef öfgahópur hótaði að sprengja París upp með kjarnorkusprengju í stað þess að láta sér nægja að ræna iðjuhöldi og hóta að taka hann af lífi. Líklega vitum við lítið hvers konar framtíð við erum að búa okkur. Frumkvæði íslendinga Við höldum því fram, að á íslandi séu ekki kjarnorkuvopn og verði ekki. Hins vegar er enginn vafi á því, að í hafinu í kringum okkur eru tugir kafbáta hlaðnir kjarnorkuvopnuðum eldflaugum. Á Norðurlöndum er mikið rætt um Greinarhöfundur segir að ganga verði út frá þvi að um fyrirsjáanlega framtfð verði skipting jarðarinnar milli austurs og vesturs. í hugum margrá er Berlinar- múrínn áþreifanlegt tákn um þá skiptingu. kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Öll sú umræða virðist miðast við, að ísland sé þar ekki meðtalið. Nú skal ég ekki leggja dóm á hversu raunhæf þessi umræða er eða hvort ákvörðun verður tekin um slíkt svæði. Margir hugsa sér, að kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum gæti verið fyrsta þrep í kjarnorku- vopnalausri Evrópu og síðan áfram. Hin hættan er auðvitað fyrir hendi að stórveldin teldu svo mikið búið að gera með slíku svæði, að nóg væri að gert í afvopnun um sinn. En hver er tilgangurinn með kjarn- orkuvopnalausu svæði á Norður- löndum? Einn meginþáttur í vig- búnaði hvors stórveldis um sig er að dreifa svo kjarnorkueldflaugum sínum að óvininum takist ekki að granda þeim öllum. Einhverjar verði eftir til þess að granda óvininum. Af þessu er ljóst, að í kjarnorku- styrjöld er mikilvægt að granda kjarnorkuvopnum andstæðingsins. Vopnin eru þannig skotmörk sjálf. Norðurlönd hafa e.t.v. áhuga á að vera kjarnorkufrí til þess að útiloka slíka árás á sitt svæði. Alþjóðasamþykkt um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum þar sem ísland væri ekki meðtalið væri okkur því hættulegt. Þrátt fyrir okkar yfirlýsingar um engin kjarn- orkuvopn hér, værum við komnir í fremstu viglínu. íslendingar eiga hins vegar að koma inn í þessa umræðu með eigin frumkvæði. Þeir eiga að varpa fram hugmynd Þórarins Þórarinssonar rit- stjóra Tímans og krefjast umræðu um afvopnun á Atlantshafinu. Við eigum að leita samvinnu við löndin, sem liggja að Norður-Atlantshafi og heimta afvopnun á hafinu í kringum okkur. Þetta er ekkert smámál fyrir Islendinga. Hafið í kringum okkur er á þessum málefnum. Þetta virðist óðum að breytast. Fyrir mörgum er það stór spurn- ing, hvort kirkjan eigi að varpa sér út í þessa umræðu. Sumum er kirkjan eins konar helgur reitur utan og ofan við skyndi- læti hins daglega lífs. Sumir óttast að bein afskipti kirkjunnar af þessum málum geti fært prestskosningarnar yfir í atkvæðagreiðslu um skoðanir prestanna á vígbúnaði og varnar- málum fremur en mat á hæfileikum þeirrasem kennimanna. Og hvað tákna orð ritningarinnar um frið. „Friður sé með yður.” „Sælir eru friðflytjendur" eða orð Jesú: „Frið Iæt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur,” svo að nokkuð sé nefnt. Án þess að fara út í heimspekilega eða trúfræðilega umræðu, get ég sagt það hreint út, að í hjarta mínu geri ég þá kröfu til kirkjunnar, að hún taki þátt i friðarumræðunni og leggi sitt lóðávogarskálina. Ég viðurkenni vanda kirkjunnar. Segir ekki einhvers staðar að ef einhver slær þig á aðra kinnina, skalt þú bjóða hina, ef einhver vill neyða þig með sér eina mílu þá far þú með honum tvær og elska skalt þú óvini þínasem sjálfan þig. Þessi orð má sjálfsagt túlka sem einhliða afvopnun. Einhliða afvopn- un erum við ekki tilbúnir i, sem teljum frelsi mannsandans til æðstu gæða á þessari forgengilegu jörð. Kirkjan á auðvitað að vera skjól. En hún hlýtur að taka þátt. í hinu líðandi og striðandi lífi. Hún getur ekki dregið sig í hlé. Ef hún á að gegna hlutverki sínu verður hún að vera „Sú borg, sem stendur á fjalli og fær ekki dulist.” Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.