Dagblaðið - 28.09.1981, Side 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
Hefur heimilis-
fang Walesa
týnzthjáASÍ?
Það hefur vakið nokkra athygli
manna, að engar fregnir skuli hafa
borizt frá verkalýðssinnunum i ASÍ
og Verkamannasambandi Islands um
samstöðu viö pólsku verkalýðs-
samtökin Einingu, í tilefni af fvrsta
landsþingi þeirra ádögunum. Oftlega
áður hefur ekki staðið á verkalýðs-
rekendum islenzkum að senda
stuðnings- og baráttuskeyti um víða
veröld af minna tilefni, þykir sum-
um, og spyrja sem svo: ef ekki var
tilefni til að lýsa yfir stuðningi við
Einingu í tilefni af landsþinginu,
hvenær gefst þá tilefni?
Nýttdiskó
um nœstu helgi
Nýja diskótekið í Kópavogi,
Manhattan, mun hafa átt að opna
með pompi og prakt um næst-
síðustu helgi, svo gat ekki orðið
vegna smáseinkana svo opna átti
staðinn um nýafstaðna helgi. Ennþá
urðu smáseinkanir en talið er fullvíst
að staðurinn opni eigi síðar en á
fimmtudagskvöldið næsta. Enda allt
þegar þrennt er.
Nöfn skuldaranna
áskerminum
Auglýsing sjónvarpsins með
dillibossunum hefur nú verið
bönnuð. Hvað ætla innheimtumenn
þá að taka til bragðs? Jú, þeir gætu
auðvitað gert það sama og stærsta
vídeo-sjónvarp landsins gerir — eða
það sem sendir út til fólks í öllum
Fellahverfum Breiðholts. í stað þess
að loka fyrir útsendingar hafa þeir nú
tekið til þess ráðs að birta nöfn skuld-
aranna á skerminum svo og heimilis-
föng. Þannig geta allir vitað hverjir
skulda ennþá 50 krónurnar, sem eru
mánaðarleigan. Sagt er að þetta þetta
beri nokkuð góðan árangur og
kannski ríkisútvarp-sjónvarp ætti að
taka þetta til skoðunar. Eða hverjir
vilja að allir viti að þeir borgi
ekki skuldir sinar.
Sjónvarpið 15 ára
á miðvikudag
Sjónvarpið okkar blessað á 15 ára
afmæli þann 30. september. Af því
tilefni verður sjónvarpsstarfs-
mönnum boðið á ball og við sem
heima sitjum fáum að sjá Jón Helga-
son lesa kvæði og endursýnda mynd
frá Hornströndum. Innlendur
skemmtiþáttur verður ekki þarna á
dagskrá, né neitt, sem kallazt getur
afmælisþáttur.
Samninga viðrœð-
ur milli Kviks og
sjónvarpsins
Kvikmyndin Sesselja sem kvik-
myndafélagið KVIK hefur gert eftir
sögu Agnars Þórðarsonar, Kona,
mun nú fyrir nokkru vera tilbúin til
sýningar. Miklar vonir eru bundnar
við sjónvarpið og standa nú yfir
samningar þar á milli. En hnífurinn
stendur alltaf á sama stað í kúnni —
Það er peningaspursmálið. Málin
munu væntanlega fara að skýrast og
þá hvort við fáum að sjá Sesselju í
sjónvarpinu eða einhvers staðar
annars staðar.
Ágúst Þórólfsson, Jón S. Sverrisson,
Brynjar Bjarnason, Guðmundur Þ.
Björnsson, Teódór Bárðarson og
Kristinn H. Gunnarsson. Nöfn
fjögurra gátum við því miður ekki
grafið upp. -ELA.
FÓLK
Nýsveinar í bifvélavirkjun koma saman
Bifvélavirkjar — nýsveinar — komu
saman að Suðurlandsbraut 30, þar
sem eru húsakynni Félags bifvéla-
virkja.fyrir skömmu og tóku á móti
viðurkenningum fyrir beztan
árangur. Bjarnleifur Ijósmyndari var
mættur á staðinn til að mynda
nýsveinana átján.
í raun voru nýsveinarnir yfir þrjá-
tiu, að sögn Snorra Konráðssonar
varaformanns félagsins, en fleiri gátu
ekki mætt. Þá sagði Snorri að yfir
400 manns væru í félaginu og væri
ljóst að ef þrjátíu nýsveinar kæmu úr
skólanum tvisvar á ári yrði félagið
fljótt að stækka.
Ekki sagðist hann þurfa að kvíða,
þvi yfirleitt færi stór hluti
nýsveinanna í önnur störf. Til dæmis
i varahlutaverzlanir, þar sem þeir fá
hærri laun, að sögn Snorra. Flestir
þessara nýsveina hafa lært allt 1
skólanum, aðeins nokkrir hjá
meisturum.
Á myndinni má sjá sitjandi annan
frá vinstri formann prófnefndar,
Eyjólf Tómasson, og nöfn ný-
sveinanna Ragnar Grönvold,
Gaukur Eyjólfsson, Ólafur Þór Sig-
mundsson, Baldur Bjarki Guðbjarts-
son, Erlingur Erlingsson,
Guðmundur B. Guðmundsson, Karl
Ólafsson, Sturla Rögnvaldsson,
Vignir Guðnason starfsmaður Iþró ttamiðstöð warinnar afhendir Léru
gjafabrófið sem gildir i eitt ér.
DB-mynd Jónas Sig. Vestm.
Mér alveg dauðbrá
— segir Lára Lárusdóttir milljónasti gestur
íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum
„Mér alveg dauðbrá, lak alveg
niður,” svaraði Lára K. Lárusdóttir,
16 ára, er hún var spurð hvernig
henni hafi orðið við að vera
milljónasti gestur íþrótta-
miðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
„Það var engin vinna þennan dag,
þriðjudag, og ég og vinkona mín
ákváðum að fara í sund. Ég setti
peninginn á borðið og sá að
einhverjir menn stóðu þarna. Síðan
tóku þeir í mig og sögðu mér þetta,”
sagði Lára.
Lára starfar í Vinnslustöð
Vestmannaeyja sem eftirlitsmaður.
„Leita að ormum i fiskinum,” sagði
hún. ,,Ég hafði heyrt um að
verðlauna ætti milljónasta gestinn en
ég vissi ekki að komið væri að honum
strax. Nei, ég fór sko ekki í sund
þennan dag út af verðlaunum,” sagði
Lára.
Hún fékk i verðlaun gjafa-
bréf, sem gildir í sund og aðrar
æfingar í eitt ár. ,,Já, ég fer mikið i
sund en hef ekki stundað íþróttir svo
mikið. Ætli ég fari ekki að gera það
núna,” sagði Lára og var alsæl með
vinninginn sinn.
-ELA.
Böðvar Guðmundsson hefur sungið á skemmtunum herstöðvaand-
stæðinga og gefur nú út sína aðre hljómpkjtu. Ljósm. Einar Karisson.
AEtU viðgetum ekkikallað
SíS* hana þjóðlega baráttusöngva
—Þar fyrir utan skrifar hann leikrit jyrir Nemendaleikhúsið
„Þetta eru lög og ljóð sem ég hef
unnið undanfarið eitt og hálft til tvö
ár,” sagði Böðvar Guðmundsson rit-
höfundur í samtali við Fólk-síðuna.
Á næstunni kemur út þrettán laga
hljómplata þar sem Böðvar syngur
eigin lög og ljóð. Mál og menning
gefur plötuna út, Stúdíó Stemma
' hljóðritaði og Alfa sá um pressun.
„Efniviðurinn er um landið,
þjóðina, fólk, örlög þess og kjör,”
sagði Böðvar. Hann var þá spurður
hvort túlka mætti plötuna þjóðlega
eða hvort hér væru baráttusöngvar á
ferðinni. „Ætli við getum ekki kallað
hana þjóðlega baráttusöngva,” sagði
Böðvar þá.
„Sumt af þessu hefur heyrzt
einhverntíma áður,” segir Böðvar
ennfremur. Þetta er önnur plata
hans, sú fyrri kom út árið 1974 og
nefndist Þjóðhátíðarlög. Böðvar
Guðmundsson hefur sungið mikið á
skemmtunum herstöðvarand-.
stæðinga. Hann hefur starfað sem
kennari en tók sér hvíld frá
kennslunni í vetur.
— Hvað kom þér til að gefa út
plötu?
„Þetta efni hefur safnazt fyrir hjá
mér og strax í fyrra fór ég að
skipuleggja efnið til að gefa út. Þegar
útgáfustjóri hjá Máli og menningu
spurði mig hvort ég ætti eitthvert
safn á hljómplötu, spurði ég hann
hvort hann vildi gefa hana út. Þannig
held ég að þetta hafi komið upp. Ég
hafði ekkert leitað fyrir mér að út-
gáfu sem taka vildi þetta að sér,”
sagði Böðvar.
— Hverjir leika undir?
„Það er mjög stór og breytilegur
hópur eftir lögunum,” svaraði
Böðvar, „en útsetjari var Einar
Einarsson tónlistarmaður. Upptökur
á plötunni byrjuðu í júní og stóðu
fram i ágúst. Mér finnst hafa verið
vönduð vinna bæði hjá Stúdíóinu og
hjá Einari og ég held að ég sé
sæmilega ánægður með plötuna. Ef
eitthvað hefur farið miður þá er það
mér að kenna.”
Þessa dagana situr Böðvar og
semur leikrit fyrir Nemendaleikhúsið
og á hann að skila því fyrir már.aða-
mót janúar-febrúar. Böðvar sagðist
ekki geta sagt frá leikritinu ennþá,
þar sem það væri skammt á veg
komið. „Mér finnst skemmtilegt að
vinna þetta, ég hef hitt krakkana,
sem koma til að leika í leikrítinu og
það er allt saman tápmikið og
fjörugt fólk,” sagði Böðvar. Þá er
hann auk þess að skrifa þætti fyrir
útvarpið um merkilega íslendinga svo
hann situr ekki auðum höndum þessa
dagana.
-ELA.
Nýsveinarnir sem gátu mætt ésamt formanni prófnefndar, Eyjóffi Tómassyni. DB-mynd BjamleHur.