Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 15 ð Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Lízt vel á Diisseldorf’ — segir Pétur Ormslev. Bild segir að félagið muni semja við Pétur og nef nir upphæðina 100 þúsund mörk. Atli Eðvaldsson lék með Diisseldorf á laugardag l „Mér lizt virkilega vei á þetta hjá Fortuna Diisseldorf. Þetta eru ungir, hressir strákar hjá liðinu, engar stór- stjörnur, og þær þrjár æfingar, sem ég hef tekið þátt i hafa verið mjög góðar. Hvert framhaldið verður veit ég ekki. Ég fer til Lundúna á þriðjudag og hitti þar strákana úr Fram-Iiðinu. Siðan höldum við til írlands f ieikinn við Dundalk. Þjálfari Fortuna Jörg Berg- er, mun horfa á þann leik. Hvort ég kem heim eftir leikinn við Dundalk eða held aftur til Diisseldorf kemur i ljós eftir leikinn við írana,” sagði Pétur Ormslev, landsliðsmaðurinn i Fram, þegar DB ræddi við hann á heimili Atla Eðvaldssonar í Dortmund i gær. í Bild var sagt frá þvi fyrir helgi — að sögn Viggós Sigurðssonar — að Atli hefði tekið Pétur Ormslev með sér til Díisseldorf eftir HM-leikinn við Tékka. Bild skýrir frá því að Pétur hafi skorað mark Islands í þeim leik og sé mjög Atll Eðvaldsson — sigur á Bochum i fyrsta leiknum með Fortuna Dusseldorf. Anderlecht í efsta sætinu Anderlecht skauzt upp f efsta sætið með stórum sigri á Winterslag i 1. deildinni belgisku á laugardag. Pétur Pétursson lék ekld með Anderlecht, — var hins vegar með varaliðinu. Lokeren tapaði og er nú i sjöunda sæti. Arnór Guðjohnsen leikur með Lokeren. Úrslit í 1. deildinni um helgina urðu þessi: Standard-Tongeren 2—2 Anderlecht-Winterslag 4—0 Ghent-Molenbeek 2—1 Beveren-FC Liege 0—4 Waregem-FC Brugge 1—2 Mechelen-Beringen 1—2 Antwerpen-Lierse 4—1 CS Brugge-Courtrai 1 —2 Waterschei-Lokeren 1—0 Staðan er nú þannig: Anderlecht Standard FC Liege Ghent Courtrai Antwerpen Lokeren Lierse Tongeren Beveren FC Brugge Molenbeek Waregem Waterschei CS Brugge Winterslag Beringen Mechelen 2 1 14—5 3 3 0 12—5 4 0 2 13—7 4 0 1 9—5 6 6 6 5 6 6 6 6 6 5 6 5 6 6 6 6 3 6 0 2 2 1 1 1 2 1 1 1 2 2 1 1 1 1 0 6— 5 7— 4 6— 5 9— 9 10— 10 5—5 10—9 5— 7 6— 6 7— 13 10—14 5— 15 2—5 6— 11 -hsim. Chicago Stings Cosmos ítalanum kunna, Giorgio Chinaglia, sem leikur með New York Cosmos, brást heldur betur bogalistin í úrslita-. leik amerísku deildakeppninnar (NASL). Cosmos lék til úrslita gegn Chicago Stings á laugardag og að loknum leiktima var staðan jöfn, 0—0. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni í fyrsta sinn i úrslitaleik NASL. Chinaglia skaut framhjá og það kostaði Cosmos sigur. Rudy Glenn tryggði Chicago Stings meistaratitilinn í fyrsta sinn en litlu munaði þó að Hubert Birkenmeier, markverði Cosmos, tækist að verja skot hans. Leikið varíToronto. -VS. hættulegur sóknarleikmaður. Fortuna Diisseldorf muni að öllum líkindum semja við Pétur og svo framarlega sem hann falli inn í liðið ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. Bild nefnir upphæðina 100 þúsund vestur-þýzk mörk sem hugsanlega samnings- upphæð. „Það hefur ekkert verið minnzt á neina peninga svo ég veit ekki hvaðan Bild hefur þessa upphæð,” sagði Atli Eðvaldsson, þegar DB bar undir hann Bild-fréttina. „Ég veit að þeir hjá Fortuna eru miög hrifnir af Pétri og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Ég lék minn fyrsta leik með Fortuna Dlisseldorf á laugardag og við sigruðum Bochum. Ég lék allan leikinn og er ánægður. Þetta á allt eftir að ganga betur hjá mér eftir þessi skipti yfir til Fortuna frá Borussia Dortmund. Við Pétur komum til Dtisseldorf á fimmtudag og fórum á æfingu hjá Fortuna. Aftur á föstudag, svo ég var farinn að þekkja strákana í liðinu áður en að leiknum við Bochum kom. Þá var aftur æfing í gærmorgun, sunnudagsmorgun. Mér lízt vel á þjálf- arann Berger,” sagði Atli Eðvaldsson en nánar er greint frá leik Atla í sigur- leiknum við Bochum í grein Viggós Sigurðssonar um þýzka boltann. Þess má geta að þessi Jörn Berger er austur-þýzkur. Var landsliðsþjálfari en flúði í ferð austur-þýzka B- landsliðsins í Júgóslavíu 1979. Síðan' lá leið hans til Vestur-Þýzkalands. Hann var þjálfari hjá Darmstadt 1979—1980 og fór þaðan til Ulm. f júlí í sumar var Berger ráðinn þjálfari hjá Fortuna Dtlsseldorf. -hslm/VS. Pétur Ormslev — lizt vel á Dusseldorf. nSVEGNAER SKYLDU AVOXTUN SPARIF1ARIDAG? Vegna þess aö húsnæöislöggjöfinni hefur veriö breytt, þannig, að nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skyldusparnaöarfjár: 1. Það er full verðtryggt með , lánskjaravísitölu. 2. Vísitölutryggingin er reiknuð út mánaðarlega á inneign hvers og eins. 3. Fjárhæð sú, sem vísitöl utrygg i ng i n myndar í hverjum mánuði fyrir sig, er lögð við innistæðuna í byrjun næsta mánaðaráeftir. 4. Skyldusparnaðarféð er skattfrjálst meðöllu. 5. Vextir nema 2,0% á ári. Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaði sem hér segir(svo að dæmi sé tekið): Kr.3.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00. Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls með öllu. Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fölk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Þess vegna skal ungt fólk, sem tekur þátt í skyldusparnaði, hvatttil að: •taka inneign sína í skyldusparnaðf ekki út, þótt fyrir hendi sá réttur tii þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fylgjast rækiiega með því, að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna inn á skyltíusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaöur nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar. ^Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.