Dagblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1981Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Senere udgivet som:

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 15 ð Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Lízt vel á Diisseldorf’ — segir Pétur Ormslev. Bild segir að félagið muni semja við Pétur og nef nir upphæðina 100 þúsund mörk. Atli Eðvaldsson lék með Diisseldorf á laugardag l „Mér lizt virkilega vei á þetta hjá Fortuna Diisseldorf. Þetta eru ungir, hressir strákar hjá liðinu, engar stór- stjörnur, og þær þrjár æfingar, sem ég hef tekið þátt i hafa verið mjög góðar. Hvert framhaldið verður veit ég ekki. Ég fer til Lundúna á þriðjudag og hitti þar strákana úr Fram-Iiðinu. Siðan höldum við til írlands f ieikinn við Dundalk. Þjálfari Fortuna Jörg Berg- er, mun horfa á þann leik. Hvort ég kem heim eftir leikinn við Dundalk eða held aftur til Diisseldorf kemur i ljós eftir leikinn við írana,” sagði Pétur Ormslev, landsliðsmaðurinn i Fram, þegar DB ræddi við hann á heimili Atla Eðvaldssonar í Dortmund i gær. í Bild var sagt frá þvi fyrir helgi — að sögn Viggós Sigurðssonar — að Atli hefði tekið Pétur Ormslev með sér til Díisseldorf eftir HM-leikinn við Tékka. Bild skýrir frá því að Pétur hafi skorað mark Islands í þeim leik og sé mjög Atll Eðvaldsson — sigur á Bochum i fyrsta leiknum með Fortuna Dusseldorf. Anderlecht í efsta sætinu Anderlecht skauzt upp f efsta sætið með stórum sigri á Winterslag i 1. deildinni belgisku á laugardag. Pétur Pétursson lék ekld með Anderlecht, — var hins vegar með varaliðinu. Lokeren tapaði og er nú i sjöunda sæti. Arnór Guðjohnsen leikur með Lokeren. Úrslit í 1. deildinni um helgina urðu þessi: Standard-Tongeren 2—2 Anderlecht-Winterslag 4—0 Ghent-Molenbeek 2—1 Beveren-FC Liege 0—4 Waregem-FC Brugge 1—2 Mechelen-Beringen 1—2 Antwerpen-Lierse 4—1 CS Brugge-Courtrai 1 —2 Waterschei-Lokeren 1—0 Staðan er nú þannig: Anderlecht Standard FC Liege Ghent Courtrai Antwerpen Lokeren Lierse Tongeren Beveren FC Brugge Molenbeek Waregem Waterschei CS Brugge Winterslag Beringen Mechelen 2 1 14—5 3 3 0 12—5 4 0 2 13—7 4 0 1 9—5 6 6 6 5 6 6 6 6 6 5 6 5 6 6 6 6 3 6 0 2 2 1 1 1 2 1 1 1 2 2 1 1 1 1 0 6— 5 7— 4 6— 5 9— 9 10— 10 5—5 10—9 5— 7 6— 6 7— 13 10—14 5— 15 2—5 6— 11 -hsim. Chicago Stings Cosmos ítalanum kunna, Giorgio Chinaglia, sem leikur með New York Cosmos, brást heldur betur bogalistin í úrslita-. leik amerísku deildakeppninnar (NASL). Cosmos lék til úrslita gegn Chicago Stings á laugardag og að loknum leiktima var staðan jöfn, 0—0. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni í fyrsta sinn i úrslitaleik NASL. Chinaglia skaut framhjá og það kostaði Cosmos sigur. Rudy Glenn tryggði Chicago Stings meistaratitilinn í fyrsta sinn en litlu munaði þó að Hubert Birkenmeier, markverði Cosmos, tækist að verja skot hans. Leikið varíToronto. -VS. hættulegur sóknarleikmaður. Fortuna Diisseldorf muni að öllum líkindum semja við Pétur og svo framarlega sem hann falli inn í liðið ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. Bild nefnir upphæðina 100 þúsund vestur-þýzk mörk sem hugsanlega samnings- upphæð. „Það hefur ekkert verið minnzt á neina peninga svo ég veit ekki hvaðan Bild hefur þessa upphæð,” sagði Atli Eðvaldsson, þegar DB bar undir hann Bild-fréttina. „Ég veit að þeir hjá Fortuna eru miög hrifnir af Pétri og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Ég lék minn fyrsta leik með Fortuna Dlisseldorf á laugardag og við sigruðum Bochum. Ég lék allan leikinn og er ánægður. Þetta á allt eftir að ganga betur hjá mér eftir þessi skipti yfir til Fortuna frá Borussia Dortmund. Við Pétur komum til Dtisseldorf á fimmtudag og fórum á æfingu hjá Fortuna. Aftur á föstudag, svo ég var farinn að þekkja strákana í liðinu áður en að leiknum við Bochum kom. Þá var aftur æfing í gærmorgun, sunnudagsmorgun. Mér lízt vel á þjálf- arann Berger,” sagði Atli Eðvaldsson en nánar er greint frá leik Atla í sigur- leiknum við Bochum í grein Viggós Sigurðssonar um þýzka boltann. Þess má geta að þessi Jörn Berger er austur-þýzkur. Var landsliðsþjálfari en flúði í ferð austur-þýzka B- landsliðsins í Júgóslavíu 1979. Síðan' lá leið hans til Vestur-Þýzkalands. Hann var þjálfari hjá Darmstadt 1979—1980 og fór þaðan til Ulm. f júlí í sumar var Berger ráðinn þjálfari hjá Fortuna Dtlsseldorf. -hslm/VS. Pétur Ormslev — lizt vel á Dusseldorf. nSVEGNAER SKYLDU AVOXTUN SPARIF1ARIDAG? Vegna þess aö húsnæöislöggjöfinni hefur veriö breytt, þannig, að nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum um ávöxtun skyldusparnaöarfjár: 1. Það er full verðtryggt með , lánskjaravísitölu. 2. Vísitölutryggingin er reiknuð út mánaðarlega á inneign hvers og eins. 3. Fjárhæð sú, sem vísitöl utrygg i ng i n myndar í hverjum mánuði fyrir sig, er lögð við innistæðuna í byrjun næsta mánaðaráeftir. 4. Skyldusparnaðarféð er skattfrjálst meðöllu. 5. Vextir nema 2,0% á ári. Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar í skyldusparnaði sem hér segir(svo að dæmi sé tekið): Kr.3.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980. Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00. Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili. Auk þess er hún skattfrjáls með öllu. Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fölk á kost á nú, er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs ríkisins. Þess vegna skal ungt fólk, sem tekur þátt í skyldusparnaði, hvatttil að: •taka inneign sína í skyldusparnaðf ekki út, þótt fyrir hendi sá réttur tii þess, nema brýn nauðsyn krefji. •fylgjast rækiiega með því, að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna inn á skyltíusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig. MUNIÐ: Skyldusparnaöur nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar. ^Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar: 219. tölublað (28.09.1981)
https://timarit.is/issue/228843

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

219. tölublað (28.09.1981)

Iliuutsit: