Dagblaðið - 28.09.1981, Side 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Vestur-þýzka knattspyman:
Atli með og Dusseldorf
vann sinn fyrsta leik!
Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen.
Níu heimasigrar i niu leikjum og
mörg athyglisverð úrslit, þar á meðal
sigur Dortmund gegn meisturum
Bayern. Leikmenn Hamburger hafa
loks fundið réttu skóna því mark-
vörður Duisburg mátti ssekja knöttinn
7 sinnum i netið eftir þá. 225.000
áhorfendur sáu leiki 8. umferðar og
urðu vitni að 34 mörkum. Tvö lið unnu
sina fyrstu sigra, Nurnberg með nýja
þjálfarann Klug, og siðast en ekki sizt
Fortuna Dusseldorf með nýja leik-
manninn, Atla Eðvaldsson, sem lék
mjög vel og fellur strax ágætlega inn i
liðið.
NUrnberg-Bielefeld 1 —0 (1 —0)
Fyrsti sigur Nurnberg varð staðreynd
á laugardag. Werner Dressel skoraði
hið mikilvæga mark með skoti af 18 m
færi á 21. min. Nilrnberg er samt í
neðsta sæti deildarinnar með 3 stig.
Áhorfendur 15.000.
Dortmund-Bayern 2—011—0)
Að þessu sinni var heppnin ekki með
meisturunum. Dortmund skoraði strax
á 12. mín. Bernd Klotz skoraði með
skalla af 5 m færi og Walter Junghaus í
marki Bayern átti ekki möguleika á að.
verja. Bayern sótti meira og átti nokkur
hættuleg færi. Paul Breitner skaut
beint í fót Eike Immel, markvarðar
Dortmund, af 8 metra færi á 23. mín.,
og skömmu síðar varði Immel tvivegis
glæsilega í horn frá Karl-Heinz Rumm-
enigge. Á 44. min. var Rummenigge
enn á ferðinni, nú með skalla í stöng,
knötturinn barst til Kurt Niedermayer
sem skaut af 3 metra færi en aftur
varði Immel, bezti maður Dortmund í
leiknum. Paul Breitner kom ekki inn á
eftir leikhlé vegna meiðsla og tók Ás-
geir Sigurvinsson stöðu hans. En strax
á 46. mín. kom náðarhöggið. Manfred
Burgsmúller skoraði eftir að hafa leikið
á Niedermayer. 2—0 fyrir Dortmund
og Paul Breitner ekki með. Það var
meira en meistararnir gátu yfirunnið og
Burgsmiiller leyfði sér meira að segja
að misnota vítaspyrnu. Skaut í stöng á
76. mín. Áhorfendur voru 54.000, upp-
, selt á Westfalenstadion.
| Hamburger-Duisburg 7—0 (3—0)
j Sjö-núll, og Horst Hrubesch ekki
imeð Hamburger! Hrubesch, sem er
nærri 2 metrar á hæð, verður frá í tvær
vikur vegna meiðsla og stöðu hans gegn
Duisburg tók hinn smávaxni Júrgen
|Milewski, sem er aðeins um 1.70 á
— Hamburger skoraði 7 án Hrubesch!
hæð. Hann átti stórleik, skoraði tvö
mörk og undirbjó önnur tvö. Á 13.
flíiB. var Milewski felldur innan víta-
teigs og Manfred Kaltz skoraöi af
öryggi úr vítinu. Milewski skoraði svo
sjálfur á 16. mín. HSV sótti og sótti og
William Hartwig og Lars Bastrup áttu
sitt stangarskotið hvor, sitt í hvora
stöngina! Á 44. mín. var Milewski enn
á ferðinni, lék á tvo leikmenn Duis-
burg, og gaf góða sendingu á Felix
Magath sem skoraði. Staðan í hléi 3—
0. „Þið spilið sóknarleik áfram,” sagði
Ernst Happel, þjálfari Hamburger, og
hann var naumast setztur þegar Mil-
ewski skoraði á 46. mín. Hraði
Hamburger setti leikmenn Duisburg al-
gerlega úr sambandi. Á 70. mín. sendi
Kaltz fyrir markið frá hægri, beint á
kollinn á Lars Bastrup — 5—0.
Tveimur mínútum síðar skoraði Kaltz
aftur úr víti og Thomas Von Hessen
bætti sjöunda markinu við 5 mínútum
fyrir leikslok. Hamburger er nú
tveimur stigum á eftir Bayern og með
betri markatölu eftir þennan stórsigur.
Eftit þessa knattspyrnusýningu fyrir-
gáfu hinir 17.000 áhorfendur leik-
mönnum Hamburger þrjú töp í þremur
síðustu leikjunum.
Braunschweig-Darmstadt 3—0 (1—0)
Innbyrðisleik tveggja nýliða í deild-
inni lauk með öruggum sigri Braun-
schweig. Ronald Worm á 22. mín.
Reinhard Kindermann á 57. mín. og
Michael Geiger á 65. mín. skoruðu
mörkin í fremur slökum leik. Áhorf-
endur 12.000.
DUssaldorf-Bochum 2—1 (0—1)
Atli Eðvaldsson lék nú í fyrsta skipti
í nýja búningnum. Varla að hann sé
byrjaður að æfa með liðinu en samt var
hann settur beint í aðalliðið, og þakkaði
fyrir sig með stórleik. Hann lék mið-
framherja. Strax á 8. mín. áttí hann
stórhættulegan skalla sem fór naum-
lega framhjá. Dússeldorf lék betur en
eins og svo oft áður skoruðu mótherj-
arnir óvænt; Hans-Joachim Abel á 40.
mín. úr vítaspyrnu.
Strax á 49. mín. jafnaði Dússel-
dorf. Josef Weikl skoraði. Rétt á eftir
átti Atli aftur hörkuskalla aö marki
Bochum en Reinhard Mager mark-
vörður sló knöttinn naumlega framhjá.
Á 65. mín. skoraði Thomas Allofs
sigurmark Dússeldorf sem með sigri
þessum slapp úr fallsæti, í bili að
minnsta kostí. Áhorfendur 10.000.
Franfcfurt-Stuttgart 4—1 (0—0)
Áhorfendur urðu að bíða lengi eftir
að eitthvað gerðist því ekkert mark var
skorað í fyrri hálfleik. En á 51. mín.
kom fyrsta markið. Hinn 35 ára gamli
Willi Neuberger skoraði hálfgert
heppnismark fyrir Frankfurt. Werner
Lorant, annar leikmaður á fertugs-
aldri, skoraði tvívegis úr vítaspyrnum á
57. og 75. mín. og staðan orðin 3—0. Á
75. mín. fékk Stuttgart aukaspyrnu
Rúmeninn Alexander Szatmari tók
aukaspyrnu og sendi á kollinn á varnar-
manni Frankfurt, Karl-Heinz Körbel.
Hann skallaði tíl baka, beint á Frakk-
ann Didier Six sem skoraði með við-
stöðulaustu skoti af 12 metra færi.
Kóreumaðurinn Bum-Kun Cha skoraði
fjórða mark Frankfurt mínútu fyrir
leikslok. Áhorfendur 25.000.
Karlsruhe-Bremen 3—0 (3—0)
öruggur sigur Karlsruhe í mjög
góðum leik. Emanuel Gúnther skoraðii
tvívegis, á 19. og 24. mín., og Martin
Wiesner bætti þriðja markinu við á 34.
mín. Áhorfendur 30.000.
Köln-Mönchengladbach 3—0(1—0)
í 8 ár hafði Köln ekki tekizt að sigra
Gladbach á heimavelli. Klaus Allofs og
Klaus Fischer áttu nú báðir stórleik
með Köln. Allofs skoraði á 18. mín.
með þrumuskoti eftir undirbúning
Tony Woodcock. Pierre Littbarski
skoraði annað mark Kölnar á 75. mín.
Tony Woodcock, sem lék mjög vel, var
aftur á ferðinni á 80. mín. Atti fallega
sendingu á Fischer sem skoraði glæsi-
legt mark. Áhorfendur 40.000.
Kaiserlautern-Leverkusen 5—2 (4—0)
Eftir aðeins fjórar mínútur var stað-
an orðin 2—0, heimaliðinu í hag.
Werner Melzer skoraði á 3. mín. með
skoti frá vítateig og Erhard Hofeditz
mínútu síðar með skoti af 25 metra
færi. Xrieger jók svo forystuna í 3—0 á
13. mín. með skalla og leikmenn
Leverkusen hugsuðu aðeins um að fá
ekki stórskell eftir það. Fyrir hálfleik
skoraði Kaiserslautern enn með lang-
skoti, Hannes Bongartz beint úr auka-
spyrnu af 18 metra færi. Arne-Larsen
Ökland á 51. mín. og Júrgen Glowacz á
65. mín. löguðu stöðuna aðeins fyrir
Leverkusen áður en Hofeditz bætti við
sínu öðru og fimmta marki Kaiserslaut-
erná 72. mín. Áhorfendur 14.000.
Staðan að loknum
Bundesligunni:
8 umferðum í
Bayern 8 6 0 2 22- -13 12
Köln 8 5 1 2 15- -9 11
Hamburger 8 4 2 2 23- -11 10
Bochum 8 5 0 3 15- -11 10
Bremen 8 4 2 2 14—11 10
Gladbach 8 4 2 2 16—15 10
Kaiserslautern 8 3 3 2 20- -16 9
Frankfurt 8 4 1 3 18—15 9
Karlsruhe 8 3 2 3 16—14 8
Durtmund 8 3 2 3 11- -10 8
Stuttgart 8 3 2 3 11- -12 8
Leverkusen 8 3 2 3 11- -18 8
Duisburg 8 3 1 4 13- -20 7
Braunschweig 8 3 0 5 11- -12 6
Dússeldorf 8 1 3 4 10—16 5
Bielefeld 8 1 3 4 6—12 5
Darmstadt 8 1 3 4 11- -18 5
Niirnberg 8 1 1 6 7- 18 3
Markahæstu menn:
Bieter Hoeness, Bayern 8
Manfred Burgsmúller, Dortmund 6
Paul Breitner, Bayern 6
Gerhard Bold, Karlsruhe 6
Horst Hrubesch, Hamburger 5
Friedhelm Funkel, Kaiserslaut. 5
Frank Mill, Gladbach 5
Rudolf Seliger, Duisburg - 5
í 2. deild gerði Fortuna Köln, lið
Janusar Guðlaugssonar, jafntefli við
Wattenscheid 09 á útivelli, 2—2. Mjög
góður leikur 2ja liða sem komið hafa á
óvart í vetur. Önnur úrslit: Stuttgart
K.-H. Kassel 1—3, Offenbach-Hertha
3—2, Essen-Schalke 1—2, Aachen-
Mannheim 2—1, Freiburger FC-Bayer-
uth 3—2, Solingen-Hannover 96 2—3,
1860 Múnchen-Fúrth 3—1. Uerdingen-
SC Freiburg 2—1, OsnabrúckiWorms
2—1. Staða efstu liða er þessi:
HessenKassel 10 4 5 1 16—9 13
Kickers Offenb. 10 5 3 2 19—15 13
Fortuna Köln 10 5 3 2 18—14 13
Schalke 04 10 5 3 2 17—13 13
Hannover % 10 6 0 4 17—12 12
1860Múnchen 10 5 2 3 17—16 12
Wattenscheid 09 10 3 6 1 17—16 12
Viggó/VS.
Lena Köppen eftir tapleikinn i Lundúnum sl. fimmtudag.
Kínverjar bezta
badmintonþjóðin
—Voru sigursælir í meistara-
keppniimi íLundúnum.
Lenakomstíúrslitentapadi
Kínverjar sönnuðu það i meistarakeppninni i badminton
um helgina, að þeir eru fremsta badmintonþjóð heims.
Margir höfðu reiknað með því en þetta er fyrsta stórmótið i
Evrópu, sem Kinverjar taka þátt i. Keppninni lauk á laugar-
dag. í einliðaleik karla sigraði Luan Jin, Kina, Prakash
Padukone, Indlandi, i úrslitum 15—9 og 15—8. í úrslitum i
einliðaleik kvenna sigraði Zhang Ailing, Kína, Lenu Köpp-
en, Danmörku, 11—6, 11—12 og 11—6. Köppen sýndi
mikla heppnishörku, þegar henni tókst að tryggja sér sæti í
úrslitum, sigraði heimsmeistarann frá Indónesíu, Verawaty
Wiharjo 11—2 og 11—7 á föstudag. í fyrstu umferð keppn-
innar tapaði hún fyrir kínverskri stúlku eins og DB hefur
áður skýrt frá. Þá sló Luan Jin Morten Frost, Danmörku,
út í undanúrslitum 15—9 og 15—12. Padukone vann Han
Jian, Kína, 11—15,15—13 og 15—8.
í tviliðaleik kvenna sigruðu Lu Xia og Zhang Ailing,,
Kina, Yoshiko Yonekura, Japan, og Gillian Gilks, Eng-
landi, 15—10, 3—15 og 15—6. í tvíliðaleik karla sigruðu
Mike Tredgett og Martin Dew Thomas Kilhström og Stefan
Karlsson, Sviþjóð, 15—9, 2—15 og 15—10 í úrslitum. í
tvenndarkeppni sigruðu Tredgett og Norah Perry, Eng-
landi, Morten Frost og Lenu Köppen 15—5 og 15—5 í úr-
slitum.
Ekki eru allir ánægðir með þá þróun að Kínverjar leggi
undir sig badminton-mótin. íþróttin þarfnast sterkra per-
sónuleika, sem laða áhorfendur að mótunum, en kínversku
keppendurnir virðast allir steyptir í sama mótið. Láta ekki í
ljós nein geðhrif hvort sem þeir tapa eða vinna. -hsím.
Frábær mílutími Maree
Sydney Maree, suður-afríski blökkumaðurinn sem nú
keppnir fy-ir Bandaríkin, bar sigurorð af mörgum af þekkt-
ustu hlaupurum heims i míluhlaupi sem fram fór á Fimmta
stræti (Fifth avenue) í New York á laugardag. Mike Boit frá
Kenya varð annar og Vestur-Þjóðverjinn Thomas
Wessinghage þriðji. Tími Maree var mjög góður, 3:47,52,
aðeins tæpum 2/10 úr sekúndu iakari timi en heimsmet
Sebastian Coe frá Bretlandi. Heimsmet hefði þó aldrei
fengizt staðfest i þessu hlaupi þar sem það fór ekki fram á
löggiltri hlaupabraut. Hvorki Coc né landi hans Steve Ovett
tóku þátt i hlaupinu, en meðal keppenda voru Bandaríkja-
mennirnir Craig Masback og Steve Scott og Bretinn
efnilegi, Steve Cram. -VS.
Jafntef li Vals og Kunsevo
FH með eins marks mun
Valsmenn unnu gott afrek i gær-
kvöld í handknattleiknum á fjölum
Laugardalshallarinnar. Þá léku þeir við
Kunsevo, sem verið hefur hér í
heimsókn i boði Vals. Jafntefli varð
22—22 og Kunsevo skoraði síðasta
ogsovézkaliðiðvann
mark leiksins. Á laugardag lék sovézka
liðið við FH í Hafnarfirði og sigraði
með eins marks mun, 29—28 eftir 14—
11 í hálfleik fyrir Kunsevo.
Leikurinn í gær var mjög jafn allan
tímann. Allar jafnteflistölur upp í 7—
7. Kunsevo komst í 9—7. Valur jafnaði
í 10—10. Staðan í hálfleik 11 — 10 fyrir
Kunsevo. í byrjun siðari hálfleiks náði
Kunsevo 3ja marka forustu, 14—11.
Valur jafnaði í 18—18 og eftír það var
jafnt á öllum tölum. Þetta var sjöttí
leikur Kunsevo á sex dögum. Jón Pétur
Jónsson skoraði flest mörk Vals eða
9/2, Þorbjörn Jensson 5, Friðrik
Jóhannsson 5/2. Þorbjörn Guðm.,
Gunnar Lúðviksson og Theódór
Guðfinnsson eitt hver. Hjá Kunsevo
var Manulenko markhæstur með 8
mörk. Belov skoraði 5/2. Pilippov 4.
í leiknum í Hafnarfirði var Kristján
Arason mjög atkvæðamikill í liði FH.‘
Skoraði 13 mörk, fimm vitaköst. Óttar
Mathiesen skoraði fjögur.
Hvorki John McEnroe né Jimmy
Connors komust i undanúrslit i miklu
tennismóti sem fram fer i San
Francisco þessa dagana. Báðir voru
slegnir út i 8 manna úrslitum á laugar-
dag, en úrslit leikja þá urðu þessi:
Töp hjá Bjama
ogViggó
Úrslit í vestur-þýzka handknatt-
leiknum um helgina urðu þessi:
Kiel-Grosswallstadt (miðvdag) 13—13
Kiel-Nettelstedt 26—19
Húttenberg-Dortmund 19—16
Gúnzburg-Leverkusen 27—18
Núrnberg-Gummersbach 10—17
Leverkusen tapaði i Gúnzburg þar
sem Júgóslavinn Miljak skoraði 13
mörk fyrir heimaliðið. Viggó
Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir
Leverkusen. Bjarni Guðmundsson
skoraði 2 mörk fyrir Nettelstedt i Kiel.
-VS.
Bill Scanlon—
John McEnroe
Brian Teacher—
Jimmy Connors
Eliot Teltscher—
Tim Mayotte
Vijay Amritraj—
Pat Dupre
3—6 7—6 6—2
6—4 7—5
6—4 2—6 7—6
6—3 7—6
McEnroe hafði undirtökin gegn
Scanlon framan af og virtist ailt benda
til sigurs hans en í þridju iotunni
hrundi ailt hjá honum og Scanlon
komst áfram. Leikur Connors og
Teacher stóð yfir í 100 mínútur og var
mikið jafnræði með þeim ailan timann.
Scanlon, Teacher og Teltscher eru allir
frá Bandaríkjunum, Amritraj frá Ind-
landi. -VS.
Borg sigraði
Björn Borg, Svíþjóð, sigraði í þriðja
sinn á árinu í Grand Prix keppni. Vann
þá opna tennismótið i Genf í Sviss,
sigraði Tékkann Tomas Smid 6—4 og
6—3 í úrslitum.
Greiðirstórféfyrir
sendingartilsín!
Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen:
Markheppni ítalans Giorgio
Chinaglia, sem leikur með New York
Cosmos, er ineð ólíkindum en kappinn
er nú 38 ára gamall. Að sögn þýzka
blaðsins Bild er nú fundin skýring á
málinu. Markvörður Cosmos, Vestur-
Þjóðverjinn, Hubert Birkenmeier, segir
i viðtali við blaðið að Chinaglia, sem er
orðinn mikill'auðkýfingur, greiði þeim
leikmönnum sem gefi góðar sendingar
á hann ríkulega fyrir, 1000 dolluia
fyrir sendinguna. Birkenmeier hefur
ekki verið settur hjá því eftir síðasta
keppnistímabil gaukaði Chinaglia að
honum 10.000 dollurum svo lítið bar á.
Chinaglia er orðinn mjög áhrifamikill
innan félagsins og sagt er að þjálfarinn
Weisweiler fái pokann sinn mjög fljót-
lega þar sem markakónginum og
honum komi mjög illa saman.
Júgóslavinn Ivan Buljan, áður
Hamburger, nú Cosmos, ber félögum
sinum í liðinu ekki vel söguna. Bujan
leikur með landsliði Júgóslavíu og
segist þurfa að æfa upp á eigin spýtur
til að halda sér i æfingu. Félagarnir
kvarti undan erfiðum æfingum en
staðreyndin sé sú að þeir nenni ekki að
æfa. Þá segir Buljan að mataræði
leikmanna liðsins sé ekki til fyrirmynd-
ar, þeir fái sér risamáltiðir rétt fyrir
leiki, háttalag sem hvergi þekkist
annars staðar. Cosmos tapaði um
helgina meistaratitlinum til Chicago
Stings og með slíku áframhaldi riðar
stórveldið mikla i amerísku knatt-
spyrnunni til falls, ekki vegna aukinnar
getu andstæðinganna, heldur vegna
innvortis meinsemdar!
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
17
VETRARFERÐIR
MEÐ FLUGLEIÐUM TIL ANNARRA LANDA
VERÐ FRÁ 2.240.00 KRÓNUM
Á hverjum íöstudegi í vetur frá 2. október verða
íamar stórhelgaríerðir til Stokkhólms. Auk ílugíars,
gistingar og morgunverðar er Nýja Stokkhólms-
bókin inniíalin í verðinu. Nýja Stokkhólmsbókin
er n.k. útfyllt ávísanaheíti sem gefur þér kost á alls
kyns skemmtunum, ferðum og dœgrastyttingu fyrir
ótrúlega lágt verð.
Bókin inniheldur m.a.:
— 32 aðgöngumiða að söfnum og öðmm merkum
stöðum
— 6 aðgöngumiða að danshúsum
— 14sértilboðfráveitingahúsum
— miða í hringíerð um borgina með rútu eða bát
— 30 skr. aíslátt aí leigugjaldi hjá Interrent bíla-
leigunni
VERÐ FRÁ 2.647 KRÓNUM
‘VSIDKK
HKLMUR
Luxusrispur til Luxemborgar verða í boði í vetur,
brottíarir verða á laugardögum írá. 1. nóvember
og komið er heim aftur á þriðjudögum. Dvalist er
á Sheraton Aerogolf, luxushóteli á íallegum stað
rétt hjá úrvals golívelli. Luxemborg er kjörland
matmanna. Matsölustaðir em margir og góðir. Þú
getur valið um kínverska, ítalska og franska mat-
KUSRISPA TTL LUXEMBORGAR
sölustaði, og svo auðvitað staði sem bjóða
Luxemborgarmat eins og Kachke's ost, sem er
soðinn áður en hann er snœddur, eða Treipen,
aíbrigði aí blóðmör sem framreiddur er með
eplasósu og sterkri piparrót. Þú kemur heim
saddur og ánœgður.
VERÐ FRÁ 2.466 KRONUM
r
Vikuferð til New York er svo sannarlega vikunnar
virði. Það er alveg ótrúlegt hvað haegt er að gera
sér til ánœgju í New York. Leikhúsin em alltaf
spennandi og amerísku söngleikimir em líka
sérstakir. Um þessar mundir em bráðskemmtilegir
leikir á fjölunum, m.a. Ain't Misbehavin' söng-
leikur um Fats Waller, negrapíanistann og
söngvarann frœga, The Best Little Whorehose in
Texas, litríkur og íjömgur, Evita, um líf Evu Peron
og svo má ekki gleyma Death Trap, leikritinu, sem
fœr hárin til að rísa mátulega hátt. Jazzinn dunar
hjá Condons og Palsson, ballet og tónleikar í
Metropolitan, kabarett í Radio City Music Hall, upp-
boð hjá Sotheby's o.s.frv. o.s.frv.
Brottf arir í vetur verða vikulega á íöstudögum
frá 16. október.
VERÐ FRÁ 6.588 KRÓNUM.
Til Miami verða famar örfáar sólskinsferðir í vetur.
Brottíarardagar em 27. september, 18. og 31.
október, 14. og 28. nóvember og svo sérstök jóla-
sólskinsferð 19. desember. Allt em þetta 3ja vikna
ferðir, sem þó er hœgt að lengja eða stytta. Hótelin
sem í boði em, em öE úrvalsgóð og standa auðvitað
Kaupmannahöín er áreiðanlega sú borg erlendis
sem ílestir íslendingar haía komið til, — og þekkja.
Enda er Kaupmannahöfn með afbrigðum þœgileg
og skemmtileg íyrir íslendinga. Á hverju götu-
homi í eldri hlutum borgarinnar f etum við í íótspor
landa okkar sem gerðu garðinn frœgan á tímum
Haínarstúdentanna. Við riíjum um dönskukunnátt-
una úr skólanum og finnum að flestir hlutir em jctín
aðeins rétt oían við flœðarmálið. Sem ábót á öll
herlegheitin er svo hœgt að fara í nokkurra daga
siglingu með glœsilegu skemmtiíerðaskipi um
Karabískahaíið eða njóta helgardvalar í alheims-
borginni New York (þessari sem allir segjast
elska).
VERÐ FRÁ 7.498 KRÓNUM
einíaldir og viðráðanlegir og heima. Eí þú hefur
aldrei komið til útlanda áður, skaltu spá í
Kaupmannahöfn. Þú verður ekki í nokkrum vand-
rœðum með að finna Amalienborg, Strikið og
vaxmyndasafn Madame Tussaud's.
Brottfarir verða á íöstudögum. gist á Apsalon
Selandia, Imperial eða SAS Royal og komið heim
á mánudegi.
VERÐ FRÁ 3.396 KRONUM
Ódýrustu skammdegisíerðimar sem Flugieiðir
bjóða í vetur verða helgaríerðir til Oslóar. Um er
að raeða 4ra eða 5 daga íerðir, brottfarir alla föstu-
daga írá 1. október. Hœgt er að velja um Hotel Hall,
ódýrt og vinalegt fjölskylduhótel spölkom frá
miðborginni eða Hotel Scandinavia og Grand
Hotel, sem em lúxushótel með veitingasölum,
bömm, nœturklúbbum, sundlaugum, gufuböðum
og tilheyrandi.
VERÐ FRÁ 2.240 KRÓNUM
Rúsínan í pylsuendanum er svo íréttin um ótrúlega
ódýrar skíðaferðir til Austurríkis og ítölsku
Alpanna. Fyrsta íerðin hefst 9. janúar 1982, en
síðan verða vikulegar ferðir í janúar, íebrúar og
mars. Flogið verður frá Keflavík til Luxemborgar
þar sem ílugvél bíður hópsins og flytur hann
Öll verð eru háð gengi islensku krónunnar Leitið frekari upplýsinga hjá söluskriistofum okkar. umboðs-
mönnum eða ferðaskrilstofum.
Ps. Engar helgarferðir verða 15. des. — 15. jan.
Flugvallarskattur er ekki inniíalinn.
til Innsbmck. Þaðan er aðeins u.þ.b. 1 1/2 kls. akstur
til Kitzbúhl og Dolmiti. Hoegt er að velja um dvöl á
gistiheimili eða hóteli og ferðimar geta
verið hvort sem er einnar eða tveggja vikna
langar. íslenskir íararstjórar verða hópunum
til aðstoðar.
VERÐ FRÁ 4.390 KRÓNUM
FLUGLEIDIR SZ
Traust tolk hja góóu télagi ÆL