Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 29

Dagblaðið - 28.09.1981, Qupperneq 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. 29 I D Menning Menning Menning Menning Mánudagsmynd Háskóiabíós: ÓLEYST RÁÐGÁTA Weir gerir fruntamynd u Leikstjóri: PeterWeir. Leikendur: Rachel Roberts, Heien Morse, Dominic Guard. Sýningarstaður: Hóskólabíó. Mér hefur verið nokkuð tíðrætt um kvikmyndagerð Ástralíumanna. Uridanfarið ár hafa kvikmyndahús borgarinnar sýnt talsvert af því bita- stæðasta frá þessum heimshluta og er ekki að efa að kvikmyndaáhugafólk hefur lagt á minnið nöfn eftirtektar- verðra leikstjóra, t.d. Bruce Beresford. Ég held að það sé eitt ár síðan Há- skólabíó sýndi kvikmynd sem nefndist ,,The Last Wave”. Kvik- myndin vakti enga sérstaka athygli í Reykjavík en ég ætla bara rétt að vona að svo fari ekki um „Picnic at Hanging Rock” eftir sama leikstjóra. Það væri sorglegt ef fáir væru til að sjá jafnmerkilega kvikmynd og raun ber vitni. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá jafnfallega kvik- mynd, gerða af innsæi og næmleika sem skipa leikstjóra hennar á bekk með fremri leikstjórum. Peter Weir er nýtt leikstjóranafn, nafn sem verðskuldar að gleymast ekki. Ráðgáta sem engin iausn er á litlu efni mun ofar í huga að kynna okkur fyrir persónum, sem tengjast gátunni og sýna okkur hvaða afleiðingar hin ófyrirsjáanlegu mannshvörf hafa fyrir þær. Hvarf þriggja kvenna er meginat- burður myndarinnar og fram að því er myndin hæg og geysilega falleg á að horfa. Frásögnin verður hins veg- ar mun hraðari þegar rannsókn á hvarfinu hefst. Gátan um hvarf kvennanna er hreyfiafl myndarinnar og ef svo má segja, gefur öllu orku eða leysir úr læðingi. T.a.m. verður hvarfið til þess að Appelyard kvenna- skólinn leggst niður, skólastýran missir allt innra öryggi og ennfremur veldur það beinlínis dauða eins nemanda skólans sem í sjálfu sér er hörmulegri atburður heldur en mannshvörfm. Þrátt fyrir þessa atburði skyldi enginn ætla að þeir gerist í lausu lofti. Kvikmyndin er markviss, nákvæm og þess vegna kemur hún manni ekki beinlínis á óvart, en hún er svo vel unnin að unun er að fylgjast með framvindu mála. Kvik- myndin er til fyrirmyndar hvað varðar uppbyggingu og efnis- meðferð. efni myndin er í rauninni. Ég kýs hins vegar að láta slíkar vangaveltur lönd og leið og minnast frekar hversu vel myndin er gerð. Kvikmyndatakan er hreinasta snilld. Alla myndina i gegn er kvik- myndatakan áberandi falleg og er með ólíkindum hversu landslag „Hanging Rock” klettsins er áhrifa- mikið og mikilúðlegt. Einnig vil ég benda á óvenju áhrifamikið samspil klippingar og kvikmyndatöku þegar ungi pilturinn Michael er að horfa á svaninn, sem síðan breytist fyrir augunum á manni í fegurðardisina Miröndu. Þetta ferli gengur reyndar í hinaáttinalíka. Eins og svo margir aðrir þættir myndarinnar þá er tónlistin í ,,Picnic at Hanging Rock” óaðfinnanleg og vinnur sterkt með myndinni. Það gera líka allir leikarar myndarinar, þó get ég ekki stillt mig um að nefna Rachel Roberts í hlutverki skóla- stýrunnar, hún er frábær. Eins og áður hefur komið fram er ekki á hverjum degi sem okkur gefst tækifæri til að sjá ástralska kvik- myndagerð. En það er ekki megin- málið, heldur hitt að það er alltof sjaldan sem maður sér jafn góðar kvikmyndir og „Picnic at Hanging Rock” er. Þar sem mánudagsmyndir Háskólabíós eru aðeins sýndar í tvo mánudaga, þá er einungis einn mánudagur eftir. Ekki missa af þess- ari mynd. Á yfirborðinu er „Picnic at Hanging Rock” ráðgátumynd sem hefur enga lausn, enda er Weir alveg nákvæmlega sama um lausn á þeirri gátu. Weir gefur að vísu möguleika á yfirnáttúrlegri lausn en honum er Ógleymanlega myndræn Ef eitthvað er til að fetta fingur útí hvað varðar „Picnic at Hanging Rock” þá er það helst hversu lítið Kvik myndir VIDEO Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörflustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðsiustofa Kiapparstíg Tímapantanir 13010 VERKFRÆÐINGAR TÆKNIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða raforkuverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð fyrir raf- orkuvirki. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfs- mannastjóra, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknar- frestur er til 8. október 1981. RAFMAGNSVEITA RE YKJAVÍKUR ÚTBOЗRAFLAGNIR Stjórn verkamannabústaða óskar eftir tilboðum í raflagnir í 176 íbúðir í fjölbýlishúsum á Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlands- braut 30 gegn 500 kr. skilatryggingu frá þriðjudegi 29. september. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 13. okt. kl. 15.00 á sama stað. • Stjórn verkamannabústaöa í Reykjavík. INNRITUN DAGLEGA FRÁ 10-12 og 13-19 l'SÍMUM 20345, 38126, 24956, 74444 Börn yngst 4 ára. Barnadansar, samkvæmisdansar Freestyle dansar (Disco, Disco Jazz, Funky Jazz, Hustle, Country og western dansar o.fl.) KONU-BEAT - Góð hreyfing fyr dömur á öllum aldri. „Aerobic dancing' það allra nýjasta frá USA, kennt í Freestyle dönsunum og í konu- beattímum. Rock'n Roll — Eitt \ '’ð vinsælasta í dag. 4 SIÐASTIINNRITUNARDA GUR ERIDA G! s.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.