Dagblaðið - 28.09.1981, Page 32

Dagblaðið - 28.09.1981, Page 32
íKefla- vík ónýtt eftireld — Annar húsbnmi varft íNjarðvíkálaugar- dagskvöldið Tveir húsbrunar uröu á laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudags. Leikur grunur á að í síð- ara tilfeilinu hafi verið um íkveikju að ræða, enda um mannlaust hús að ræða sem ekki hefur lengi verið i notkun. Fyrri bruninn var í . bílskúr i Njarðvík. Þar var unniö að bílavið- gerð á niunda timanum. Komst eldur í bílinn og brann hann taisvert að innan áöur en tókst að ráða niður- lögum eldsins. Þeim er að bílviðgerðinni vann tókst að ná út úr skúmum gaskút áður en eldurinn náði til hans og þykir ljóst að það hafi forðað frá mun meiri eidi og skemmdum. Kiukkan 1.09 um nóttina kom svo upp eldur í gamla Duus verzlunarhús- inu, en það hefur lengi staðið autt og ónotað. Var þarna mikiö bál og tók slökkvistarfið tæpa þrjá klukkutíma. Húsið stendur enn uppi eftir eldinn en er ónýtt talið. Grunur leikur á að þarna hafi veriö um íkveikju að ræða og sást til ákveðinna mannaferða. Máiið er í rannsókn. -A.St. slysadeild eftirárekstur Arekstur varð á gatnamótum Háa- leitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbilið í gær. Tveir fólks- bílar voru á leið vestur Háaleitis- braut og fóru báður yfir á grænu ljósi. önnur bifreiðin beygði skyndilega til vinstri og i veg fyrir hina. ökumaður í öðrum bílnum var fluttur á slysadeild en ekki var talið að um alvarleg meiðsl væri aö ræða. Grunur ieikur á ölvun hjá hinum bílstjóranum. -ELA. KeftaWk: Ekiðábarn Ekið var á 7 ára gamlan dreng i Víkurbraut i Keflavík um fimmieytið á laugardag. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og var ekki vit- að hvort meiösl hans væru mikil. Ekki kunni lögreglan f Kefiavik skýr- ingar á hvernig slysið varð. -ELA. Skólamálin íKópavogi: Tillögu um samstarfs- nefnd vísað til bæjarráðs Á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi á föstudag kom fram tiliaga frá Jóhanni H. Jónssyni, fulitrúa Fram- sóknarflokksins, um að skipuð yrði nefnd til þess að freista þess að finna lausn á víðtækum grunni vegna þeirra deilna sem orðið hafa um skólamáiin i Kópavogi að undan- förnu. Eins og fram hefur komið í Dagbiaöinu að undanfömu, er deiit um það hvort leggja beri Þinghóls- skólann undir Menntaskóla Kópa- vogs. Tiilaga Jóhanns var þess efnis, að bæjarráð, skólameistari MK, skóia- stjórar Þinghólsskóla, Kársnesskóla, formaður skólanefndar og skólafullt- rúi skipuðu nefndina. Tillagan mætti andstööu Alþýöubandalagsins og lagði fulltrúi þess til aö henni yrði vísað frá. Niðurstaðan varð sú að til- lögunni var vísað til bæjarráðs. Jóhann sagði i samtali við DB, að með tillögunni hefði hann vonazt til að leysa mætti málin fyrir næsta bæjarstjómarfund. -JH. Nýjar aðferöir í „gosstrídinu”? —Belgískur útsendari athugar drykkjarvenjur íslendinga —fékk 12 viðskiptaf ræðinema til liðs við sig—Hefur komið hingað til lands í svipuðum erindagjörðum tvisvar áður þar sem Frakka. DB hafði samband við formann félags viðskiptafræði- nema, Kjartan Gunnarsson, og kvað hann þetta ekki vera í neinu samráði við félagið eða deildina í Háskólan- um. Án þess að nokkuð sé í raun hægt að fullyrða em taldar allar líkur að Prat hafi verið hér i erindagjörðum annað hvort Coca Cola eða Pepsi stórfyrirtækjanna. Virðist því svo sem „gosstríðið” margumtalaða hafi hér með náð að teygja anga sina út fyrirlandsteinana. -SSv. Belgi, að nafni Michel Prat, hélt héðan af landi brott á laugardag. í samvinnu við 12 viðskiptafræðinema hefur hann að undanförnu kannað drykkjarvenjur íslendinga fyrir belg- ískt markaðsrannsóknarfyrirtæki. Mun aðaláherzlan hafa verið lögð á gosdrykkjarvenjur islendinga, eftir því sem DB kemst næst. Þessar athuganir fóm eins leynt fram og þess var frekast kostur. Gengu viðskiptafræðinemarnir í hús með spurningalista. Fengu þeir engar upplýsingar frá Belganum þar sem hann taldi að frekari vitneskja kynni að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Prat hefur komið hingað til lands tvisvar áður í svipuðum erindagjörðum. Fyrst árið 1974 og síðan 1978. Hefur hann verið í sambandi við viðskipta- fræðing úti á landi sem aftur hefur svo séð um að útvega honum aðstoðarmenn úr röðum viðskiptafræðinema. DB náði í tvígang tali af Michel þessum Prat en í hvomgt skiptið vildi hann við nokkuð kannast. Prat hafði aðsetur á Hótel Sögu, en skráði sig Nýveiddur karfí með fíugi á götur Boston 42 tonn af ferskum karfaflökum voru flutt flugleiðis til Boston í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflug- velli um helgina. Var hér um tilrauna- sendingu að ræða á vegum Coldwater Seafood en karfaflökin komu frá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Með þessari tilraun er verið að kanna hvort hagkvæmt sé og gerlegt að taka upp ferskfískflutninga með flugi til Bandaríkjanna í ríkari mæli en hingað til hefur verið gert. Ferskur fiskur hefur áður verið fluttur með flugi til Bandaríkjanna en i litlu magni. flutningar í lofti eru minni á leiðinni vestur yfir haflð en austur. Vélar á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna þola því vel aukna nýtingu. -KMU. Slökkviliðið áttifullt Ifangi með að slökkva eldinn sem kom upp I porti vamarliðsins. Þar vargeymt eldfimt efni sem olli miklum sprengingum. KVEIKT í VÖRUM í PORTI SÖLUNEFNDARINNAR — mikill eldur og sprengingar af völdum eldfims ef nis er þar var geymt Eldur kom upp í vörum í porti Sölu- nefndar vamarliðseigna á Grensásvegi um tíuleytið i gærkvöldi. Innan um vörurnar vom geymd eldfim efni og myndaðist því mikill eldur og spreng- ingar. Talið er að kveikt hafi verið í vömnum. Töluverðar skemmdir urðu afvöldum eldsins. Þá var slökkviliðið kallað á ösku- haugana um sama leyti. Þar logaði í drasli. Er líklegt að glóð hafl myndazt í spónum sem slökkviliðið siökkti í á haugunum fyrir helgina. Erfitt reynist að siökkva alveg eldinn með vatni þar sem hann grefur sig undir draslið og rauk því ennþá úr haugunum í morgun. -ELA. Fragtflugvél frá Flying Tiger var notuð til flutninganna og er ætlunin að önnur sams konar ferð verði farin um næstu helgi. Ekki dregur þaö úr hagkvæmni slikra flutninga að fragt- Fiskverð íhnút Samningar um fiskverð eru í algemm hnút. Allir aðilar að fiskverði biðja rikisstjórnina um gengisfellingu. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um lækkun gengis, meðal annars vegna þess að margir ráðherranna hafa verið erlendis síðustu daga. Fiskvinnsian treystir sér ekki til að greiða neina hækkun á fiskverði. Fiskvinnslumenn segjast vera í mínus með rekstur sinn um þessar mundir og biðja um gengisfellingu til að bæta hlut sinn. Sjómenn segjast ekki una minna en 8,92 prósent hækkun eins og fólk í landi hafi fengið 1. september. Út- gerðarmenn telja sig þurfa meiri hækkun, 12—13 prósent. Fiskverð á að vera tilbúið 1. október. Oft hefur dregizt mjög framyfir tímann að fiskverð væri ákveðið. Stjórnarliðar telja sér þó nokkurn hag í að fiskverðið liggi fyrir áður en Alþingi kemur saman. Ella gætu orðið miklar deilur um það á þingi, segja Þeir. -HH. Banaslysá Akureyri Ung stúlka, Ólöf Rún Hjálmars- dóttir, til heimilis að Glerárgötu 16, Akureyri, beið bana í umferðarslysi um hálfáttaleytið á föstudagskvöld. Óiöf Rún var á gangi norður Skarðshlíð er slysið átti sér stað. Skyggni var mjög slæmt, dimmviðri og hvasst. Jeppbif- reið kom akandi suður Skarðshlíðina en ökumaður hennar sáÓlöfu ekki fyrr en um það bil er slysið varð. Skall hún framan á hægra framhorn bílsins og er talið að hún hafi látizt samstundis. -ELA. Vinningur vikunnar Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vmningur I þessari viku er 10 glra DBS eða Raleigh reiðhjól frá Fálkanum, Suðurlandsbraut 8 I Reykjavlk. 1 vikunni verður birt, á þessum stað I blaðinu, spurning tengdsmá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafh heppins áskrifanda verður slðan birt daginn eftir I smáauglýsingun- um og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunnL Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli rikari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.