Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
Rakið saman laufínu og notið til þess að skýla fjölærum jurtum. Ekki skal þö láta
laufíð beint ofan á jurtirnar, heldur láta hrfs eða kalgreinar fyrst. Svo verður að
fergja laufíð til að það fjúki ekki út i veður eða vind, annaðhvort með strigapokum
eða sandi. DB-mynd Bjarnleifur.
„Þar sem snjóþungi er mikill á al-
laufguðum trjánum verða menn að
moka aðeins frá þeim og létta mesta
snjóþunganum af og reyra saman
trjákrónuna,” sagði Hafliði Jónsson,
garðyrkjustjóri Reykjavikurborgar,
er neytendasíðan bað hann um leið-
beiningar um haustverkin i görðunum.
Vildi hann beina orðum sínum og
leiðbeiningum sérstaklega til þeirra
sem búa við snjóþyngsli nú þegar.
„Ef hann fer svo að hlána með
sunnanþey og vorveðráttu verður
fólk að vakta fjölæru jurtirnar, sem
standa allaufgaðar undir snjónum og
garta þess að vatn standi ekki á þeim.
Mjög mikibveri vi að vatn -'andi
ekki á ljöUorum jurtum og ails ekki í
beðum þar sem laukum hefur verið
plantað,” sagði Hafliði.
„Hér fyrir sunnan er þetta eins og
á venjulegu hausti, allt að lauffalla
og fuglarnir að verða búnir með
reyniberin,” sagði Hafliði.
Hann benti á að nota mætti laufið
sem fallið er af trjánum til þess að
skýla fjölærum plöntum með. Ekki
má þó láta laufið beint ofan á plönt-
urnar, heldur er gott að láta fyrst hrís
og/eða kalgreinar og síðan laufið
ofan á. Svo verður að setja farg ofan
á laufið svo það fjúki ekki út i veður
og vind. Til þess má nota t.d. striga-
poka eða sand.
— Við höfum heyrt að bóndarósir
séu sérstaklega viðkvæmar fyrir vetr-
arveðrum. Á að gera sérstakar ráð-
stafanir með þær?
„Það þarf fyrst og fremst að verja
bóndarósir fyrir raka. Þær þurfa
helzt að vera í upphækkuðu beði þar
sem vatn getur aldrei staðið. Sama á
við um fínni lúpínur, og raunar um
allar fjölærar jurtir,” sagði Hafliði.
— Vetrarskýli fyrir tré, t.d. barr-
tré? Á að setja slíkt upp strax?
„Fyrirhyggjusamir garðeigendur
eru nú þegar farnir að hugsa fyrir
vetrarskjóli fvrir sígrænan gróður og
viðkvæm tré,” sagði Hafliði.
Hann sagði einnig að kannski væri
ekki nauðsynlegt að setja vetrarskýli
upp strax, en hins vegar getur verið
mjög erfitt að reka staura niður í
gaddfreðna jörðina þegar lengra
lfður á veturinn. Það er því tilvalið að
reka niður staura nú þegar og jafnvel
þverbönd á þá, eða strengja striga á
staurana. Skýlið má hins vegar vera
opið í toppinn.
Svo undarlega sem það hljómar
eru það geislar sólarinnar á út-
mánuðum, þegar hún fer að hækka á
lofti, sem sígrænum gróðri stafar
mesta hættan af. Útgufunin verður
of mikil og þá er hætta á að plönturn-
ar þorni um of. Gætið þess að hafa
ekki of þröngt um plönturnar. -A.Bj.
SVALAKASSAR OGBLOMA-
KER í HÚS YFIR VETURINN
— Plastid viðkvæmt í f rostinu og vill springa
Margir hafa sumarblóm í kerjum á
útitröppum eða í görðum sínum. Við
spurðum Hafliða Jónsson garðyrkju-
stjóra hvort þessi ker væru heppileg
fyrir laukplöntur, t.d. litla lauka.
„Mörg af þessum kerjum eru ekki
hentug til þess arna vegna þess að þau
eru of þétt. Ef það á að rækta lauk-
plöntur verða að vera göt á botninum
og undirlagið verður-þar að auki að
vera gott. Það er miklu betra að hafa
laukaræktina i blómabeðum. Gætið
þá að þvi að hafa alls ekki lauka í
beðum þar sem hætta er á að vatn
safnist í polla.
Blómakerin eru oft úr plasti og i
kulda er plastið afar viðkvæmt. Það
er því heppilegast að taka blómakerin
í hús yfir veturinn ef þess er nokkur
kostur. Margir hafa einnig blómaker
á svalahandriðum. Heppilegast er að
taka kerin inn í hús yfir veturinn.
Þegar moldin frýs bólgnar hún upp
og getur hæglega sprengt kerin. Þá er
einnig betra að taka festtngarnar af
og mála þær. Ef þæreru látnarveraá
sínum stað í allan vetur vilja þær
ryðga og þá verður lítil prýði að þeim
næsta sumar,” spgði Hafliði Jóns-
son, garðyrkjustjóri.
Svona í leiðinni má benda á, að í
görðum suðvestanlands, þar sem enn
er auð jörð (í það minnsta þegar þetta
er skrifað) má sjá fegurstu listaverk í
formi jurta sem eru orðnar skrá-
þurrar. Því ekki að taka í hús og nota
í skreytingar. -A.Bj.
UpplýsingaseðiU;
til samanbuiðar á heimiliskostnaði!
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- |
andi I upplýsingamiðlun meðal almennings uni hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |
fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda _________________________________.
Heimili_________________________________________I
i
Sími 1
1 Fjöldi heimilisfólks----
l|
1 Kostnaður í septembermánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
m YlhW
\
KANTSKURÐUR AÐ HAUSTI
EF BREIKKA Á BLOMABEDIN
Svolítið er hægt að flýta fyrir vor-
verkunum með því að skera kanta á
haustin. Á þetta sérstaklega við ef
ætlunin er að breikka beðin eitthvað.
Það hefur stundum sézt að menn
hafa hent slíkum afskurði í sorptunn-
una. Það er mesta fásinna og sóun á
verðmætum. í stað þessættiað Iáta
þetta í safnhauginn.
Vel rotnuð grasrótarmold er það
bezta sem hægt er að fá fyrir potta-
blóm.
Annars ætti hreinlega bara að
djúpstinga kantana og hvolfa gras-
rótinni vel ofan í rásina svo grasið
fariílekkiaðvaxaaftur. H.L./A.Bj.
Kjúklingahakk má nota eins
og allt annað hakk
Ein vinkona neytendasíðunnar bað
um að birtar yrðu tillögur að því
hvernig nota mætti kjúklingahakk
sem á boðstólum er.
Það er ísfugl í Mosfellssveit sem
framleiðir kjúklingahakkið og hefur
á boðstólum uppskriftir i matvöru-
verzlunum. Hér er uppskrift:
Kjúklingabuff
650 gr kjúklingahakk
2 meöalstórir laukar (saxið og steik-
ið)
1/2 tsk. svartur pipar
2 tsk. þriðja kryddið
5 tsk. terriyaki (kryddlögur á flösk-
um, fæst í flestum matvöruverzlun-
um)
3 tsk. kjötkraftur
2 tsk. salt
1 bolli (stór) mauksoðin hrisbrjón.
Hrært vel saman, mótaðar buff-
kökur sem eru steiktar á pönnu.
Borið fram með rauðkáli, og kar-
töflum.
Kjúklingahakkið má nota í mat-
reiðslu eins og venjulegt hakk, en það
þarf að krydda það dálítið meira en
t.d. nautahakk. Gott getur verið að
blanda fleiri tegundum af hakki
saman, eins og t.d. kjúklinga- og
kinda- eða svínahakki svo eitthvað sé
nefnt.
Kjúklingahakk er sérlega gott fyrir
þá sem eiga að vera á fitusnauðu
fæði. Það er selt i mjög smekklegum
650 gr álformum sem kosta um 54 kr.
Það gerir kg verð um 91 kr., en til
samanburðar má geta þess að kg af 1.
flokks nautahakki kostar 93,10 kr„
en 2. flokkur kostar 73,55 kr. -A.Bj.
J