Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
G
Erlent
Erlent
Erfent
Erlent
I
/*
Hlutverk íslamskra öryggisvarða
Khomeinis er ekki aðeins að drepa
andstæðinga stjórnarinnar. Þeir sjá
einnig um að pína grunaða and-
stæðinga á bak við fangelsismúra í
Teheran af svo mikilli grimmd að
jafnvel illvirki hinna frægu SAVAk
útsendara keisarans hverfa í skugg-
ann. Margir af þessum ógæfusömu
föngum eru aðeins fjarskyldir ætt-
ingjar stjórnarandstæðinga þeirra er
byltingarlögreglan leitar. Einu af
fórnardýrunum tókst að sleppa og
lýstí 'það þrengingum sínum fyrir
blaðamanni bandaríska tímaritsins
Time.
— Hvers vegna er ég hér, spurði ég
einn af öryggisvörðunum er hand-
tóku mig i júlí og hnepptu mig í
gæzluvarðhald - í Teheran ásamt
öðrum pólitískum föngum. Hann
vildi fá að vita dvalarstað bróður
míns, stjórnarandstæðings, sem lög-
reglan leitar.
— Ég veit ekki hvar hann er, sagði
ég. — Ég hef ekki séð hann í tvo
mánuði.
Dyrnar á yfirheyrslusalnum opn-
uðust, hópur manna umkringdi mig
og réðist á mig. Þeir skiptust á um að
berja mig svo að ég endasentist á
milli þeirra. Varir mínar sprungu,
það blæddi úr nefinu og kinnar
mínar bólgnuðu svo að ég gat ekkert
séð. Þegar ég gat ekki lengur staðið á
fótunum hélt einn af mönnunum mér
uppi meðan aðrir börðu mig eða
spörkuðu í mig. Þeir hlógu í hvert
sinn og ég féll í gólfið. Nokkrum
sinnum missti ég meðvitund. Þeir
skvettu á mig ísvatni til að vekja mig
úr rotinu og spurðu mig í hvert
skipti hvort ég ætti enn erfitt með að
muna hvar bróðir minn væri. Ég
sagði eins og satt var, að ég vissi það
ekki, en þeir trúðu mér ekki.
Þessu næst var mér hent inn í klefa
sem var fullur af pólitískum föngum
er hafði verið misþyrmt á svipaðan
hátt. Mennirnir hótuðu ,,að leika fót-
bolta” með mig þar til minnið skán-
aði. (SAVAK notaði sömu aðferð.
Tilgangurinn er að gera fangann svo
ruglaðan að honum takist ekki að
endurtaka fyrirfram ákveðinn ,,lyga-
þvætting” sinn).
Eigum við að hlýja
honum dáiítið?
Þeir skutu samfanga minn í höf udið, f engu mér fötu og
kúst og sögðu mér að þrífa „sullið”
Svona eru fang-
e/s/ Khomeinis
—Fyrsta f rásögn f anga sem tekst að sleppa úr
heljargreipum franskra byltingarvarða
Aftökusveit að störfum i Evin fangelsinu.
Þeir léku fótbolta með mig í fjóra
daga. Annan daginn fundu þeir upp
nýtt atriði í leikinn. Tveir menn læstu
fótum sínum um mína og héldu mér
upp að vegg. Þriðji maðurinn tók
undir sig stökk og keyrði hné sitt í
kvið mér og eistu. Kvalirnar voru
ólýsanlegar.
Svo var ég fluttur í Evin fangelsið,
eitt af illræmdustu fangelsum keisar-
ans. Það var ekki einu sinni pláss
Fólk er handtekið og skotið á götum úti.
fyrir alla pólitísku fangana í klefun-
um heldur héldu þeir einnig tíl á
göngum og í baðherbergjum. Mér var
stungið niður í baðkar fullt af ísvatni.
Ég veit ekki hvað ég var lengi í vatn-
inu en þegar ég var dreginn upp var
ég dofinn og næstum alveg tilfinn-
ingalaus. Húð mín var frosin og mér
fannst ég vera eins og trjádrumbur.
— Eigum við ekki að hlýja honum
dálítið? spurði einn af öryggisvörð-
unum.
Tveir menn tóku að berja mig með
kaðli. í fyrstu var ég of dofinn til að
finna tíl sársaukans. Þeir hættu þó
ekki fyrr en hann var orðinn
óbærilegur, það blæddi alls staðar úr
mér og ég misstí meðvitund.
JÓHANNA )
ÞRÁINSDÓTTIR
Þeir létu mig í friði í nokkra daga.
Þegar mér tók að líða betur byrjuðu
þeir aftur en höfðu nú skipt um að-
ferð. Það áttí að taka mig á taugum.
Prestar gengu á milli klefanna, bentu
á einstaka fanga og skipuðu öryggis-
vörðum að skjóta þá strax.
— Ég er bæði dómari og böðull,
æptí einn af öryggisvörðunum um
leið og hann skaut einn fangann í
gagnaugað.
Er ég var að tala við einn af föng-
unum i klefanum mínum þreif örygg-
isvörður skyndilega til hans og skaut
hann í höfuðið. Síðan var mér fengin
fata og kústur og gefin skipun um að
þrifaupp „sullið”.
— Bráðum kemur röðin að þér,
bætti öryggisvörðurinn við.
öll nýgift hjón grunuð
um aðild að Muja-
hedin
Á miðnætti í enduðum júlí var
komið með 70 manns í einu, menn,
konur og börn. Þau síðastnefndu
hljóðuðu af hræðslu. Fólk þetta
hafði verið í brúðkaupsveizlu.
Enginn vissi ástæðuna fyrir handtök-
unni.
— Við vorum að óska brúðhjón-
unum tíl hamingju þegar þeir komu
og handtóku alla, sagði einn gest-
anna.
Einn af pólitísku föngunum sem
fyrir voru benti á að það nýjasta væri
að gruna öll nýgift hjón um að vera
meðlimir í skæruliðahreyfingunni
Mujahedin-e-Khalq, sem berst gegn
Khomeini. Ástæðan var að leiðtogar
Mujahedin höfðu nýlega skipað
öllum ógiftum meðlimum sínum að
kvænast til að bera af þeim þann róg-
burð stjórnarinnar að skæruliðarnir
lifðu allir í synd.
4. september var mér sagt að
kæran á hendur mér væri mjög alvar-
leg án þess að útskýrt væri um hvað
hún fjallaði. Ég spurði hver hefði
ákært mig og fékk það svar að ég
gæti fengið upp nöfn á eins mörgum
ákærendum og ég kærði mig um. Og
viðmælandi stóð við orð sín. Nokkr-
um dögum seinna fór hann með mig í
handjárnum til messu í fangelsisgarð-
inum. Hann bað söfnuðinn að virða
mig fyrir sér og segja tíl ef einhver
þekktí mig. Rúmlega 12 menn gengu
fram, nefndu nafn mitt og he'milis-
fang og sögðust hafa séð mig drepa
öryggisverði og saklausa borgara í
mótmælaóeirðum gegn stjórn Kho-
meinis. Þegar ég spurði einn ákær-
andann hvort hann gætí ekki nefnt
nafn föður mtns úr því hann þekkti
mig svona vel var mér skipað að
þegja.
Því ættu rottur að fá
að lifa?
Daginn eftír var settur upp gervi-
dómstóll í fangelsisgarðinum. Hafði
hann þegar sent nokkra nýja fanga
fyrir aftökusveitirnar er röðin kom
að mér. Einn af prestunum spurði
hvort ég myndi ekki eftir dvalarstað
bróður mins. Þegar ég svaraði að ég
vissi hann ekki snéri presturinn sér að
félögum sinum og sagði:
— Er ekki alveg ástæðulaust að
látasvonarottulifa?
Félagar hans kinkuðu kolli og við-
mælandi minn veifaði pappírssnifsi
framan í mig:
— Þetta er dauðadómurinn, sagði
hann. — En láttu mig samt vita ef þú
skiptir um skoðun varðandi bróður
þinn. Þá get ég kannski fengið dóm-
arana til að breyta dauðadómnum.
Ég var sendur í baðherbergið til að
þvo mér fyrir aftökuna eins og
hverjum múhameðstrúarmanni
sæmir. Þar hitti ég tvo aðra pólitíska
fanga. Þeir sögðust hafa reynt að
sleppa út í gegnum loftræstingargat,
en það var of þröngt. Þeir hjálpuðu
mér að komast upp og mér tókst að
skríða út í gegnum opið. Auk þess að
vera grannur fyrir hafði fangelsisvist-
in losað mig við 20 kg í viðbót.
— Segðu fólkinu að hefna okkar,
sagði annar fanganna. — Við
munum deyja syngjandi: „Dauði yfir
Khomeini”. Segðu fólkinu að við
séum stoltir af að láta lífið í þágu
frelsisins.
Ég lenti í trjátopp og klifraði niður
í garðinn sem þarna var. Mér tókst að
komast yfir vegginn og út á götu. Ég
hljóp eins og fætur toguðu. Ég var
sloppinn.
Þetta er fyrsta fórnardýr byltingar-
dómstólsins sem lifir það að koma
sögu sinni á prent í blaði og hann lifir
nú í felum í íran.
(TIME)