Dagblaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1981.
( íþróttir Íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
HM í knattspyrnu: r
SKOTARTIL SPANAR
Skotar tryggðu sér sæti 1 úrslita-
keppni HM á Spáni er þeir gerðu jafn-
tefli við Norður-íra í Belfast í gær-
kvöldi, 0—0. Síðan bárust þær frcttir
að Svíar hefðu sigrað í Portúgal, 2—1,
og þar með eiga Norður-írar nú góða
möguleika á að fylgja grönnum sínum í
úrslitin.
Alan Rough, markvörður Skota,
tryggði sínum mönnum stigið dýrmæta
er hann varði á undraverðan hátt frá
Sammy Mcllroy 10 sekúndum fyrir
leikslok. Jafnteflið hékk þó á blá-
þræði. Þegar á 6. mín. var Billy
Hamilton felldur í vítateig Skota en
—og Norður-lrar gætu hæglega fylgt þeim
sovézki dómarinn lét leikinn halda
áfram, 35.000 Norður-lrum til mikilla
vonbrigða. Norður-írar voru betri aðil-
inn í leiknum og léku oft mjög vel en
tókst ekki að knýja fram sigur. Jock'
Stein, einvaldur Skota, hljóp inn á völl-
inn í leikslok og faðmaði leikmenn sína
að sér. Skotar leika nú í úrslitum HM
þriðja skiptið í röð.
Lið N. írlands: Pat Jennings, Jimmy
Nicholl, Chris Nicholl, John O’Neill,
Mal Donaghy, Martin O’Neill, Sammy
Mcllroy, Dave McCreery, Noel
Brotherston, Gerry Armstrong, Billy
Hamilton.
Lið Skotlands: Alan Rough, Ray
Stewart, Alan Hansen, Willie Miller,
Frank Gray, Gordon Strachan,
Graeme Souness, Asa Hartford, Kenny
Dalglish, Steve Archibald, John
Robertson.
Um 70.000 áhorfendur í Lissabon
urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar
Svíar sigruðu Portúgali 2—1. Mögu-
leikar Portúgala eru nú sáralitlir eftir
tvö töp gegn Svíum sem þó eiga nánast
enga möguleika sjálfir. 'Vinni ísrael í
Belfast og Skotar í Lissabon komast
Svíamir áfram.
Larsson náði forystunni fyrir Svía á
38. mín. en Pietra jafnaði á 65. mín. Á
síðustu sekúndum leiksins skoraði svo
Persson sigurmark Svíanna, mark sem
kann að ráða endanlega úrslitum riðils-
ins þegar upp er staðið.
Staðan í 6. riðli:
Skotland
Svíþjóð
Norður-Irland
Portúgal
ísrael
7 4 3 0 8—2 11
8 3 2 3 7—8 8
7 2 3 2 5—3 7
6213 5—6 5
6 0 3 3 2—8 3
Leikir sem eftir eru: 28. október:
Ísrael-Portúgal. 18. nóvember: Portú-
gal-Skotland, Norður-írland-ísrael.
-VS.
Marteinn Geirsson, fyrirliöi — bezti leikur hans t lands-
liðinu í mörg ár.
Ásgeir Sigurvinsson, frábær.
Beztileikur
íslands erlendis
— segir Helgi Daníelsson
„Þetta er þaö bezta, sem ég hef séð til íslenzks landsliðs
á erlendri grund — einn albezti leikur íslands frá upphafi,”
sagði Helgi Daníelsson, formaður landsliðsnefndar, þegar
DB ræddi við hann í gær. „Þetta er betra en í Magdeburg
1974 (jafntefli 1—1) — betri leikur knattspyrnulega séð hjá
íslenzka liðinu. Það var mikil barátta hjá leikmönnum allan
tímann og aldrei gefið eftir þó leikmenn Wales léku fast.
Þetta var sigur liðsheildarinnar eins og í leiknum gegn
Tékkum. Mun betri leikur þó en við Tékkana á Laugardals-
velli. Allir leikmenn okkar áttu góðan leik. Erfitt að nema
einn öðrum fremur, Ásgeir var mjög snjall, svo og
Guðmundur í markinu. Marteinn Geirsson, fyrirliði, hefur
ekki í mörg ár leikið jafnvel í landsliðinu og svona má halda
áfram að telja upp alla strákana. Við erum i sjöunda himni
með árangurinn í leiknum og árangurinn i riðlinum.”
Leikurinn var miserfiður fyrir leikmenn. Leighton James
var hættulegur og ég tel að Öm Óskarsson hafi komizt vel frá
því hlutverki að gæta hans. Völlurinn var blautur og
erfiður. Leikurinn því erfiður í tvennum skilningi.
Leikmenn Wales tækluðu mjög fast. Þeir léku stíft til
sigurs, töldu sig þurfa að vinna með sex marka mun til að
hafa möguleika til að komast áfram — komast í loka-
keppnina á Spáni. Sóknarleikurinn var því talsvert á
kostnað varnarinnar hjá Wales. Það nýttu íslenzku
strákarnir sér, voru mjög hættulegir í skyndisóknum.
Leikmenn Wales voru hógværir eftir leikinn og ég heyrði
Mike England, landsliðseinvald Wales, segja á blaðamanna-
fundi, að Ásgeir Sigurvinsson væri leikmaöur i heims-
kiassa,” sagði Helgi Daníelsson. Flestir leikmenn íslenzka
liðsins koma heim í dag.
-hsím.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15.0KTÓBER 1981.
15
iþróttir
Iþróttir
gþróttir
Iþróttir
S)
ff
Enginn markvörður heims
heföi varíð skot Asgeirs”
- Mit was a beauty,” sagði Brian Butler, BBC—Jafntefli Wales og Islands í Swansea 2-2 og ísland
eina þjóðin, sem skoraði mark á heimavelli Walesbúa í þriðja riðli
„Ljósin hafa slokknað fyrir Wales í
heimsmeistarakeppninni,” sagði Mike
England, landsliðseinvaldur Wales,
eftir að Wales og ísland gerðu jafntefli
í sögulegum leik, 2—2, á Vetch Field í
Swansea. Tvívegis náði Wales forustu í
leiknum. Tvívegis jafnaði Island og
„hefði hæglega getað skorað fjögur
mörk í síðari hálfleiknum. Svo illa opn-
aðist vörn Wales,” sagði Ron Jones,
sem lýsti leiknum í Radio Wales.
„Tvívegis í fyrri hálfleiknum fengu
íslenzku leikmennirnir einnig opin
tækifæri. íslenzka liðið hefur mörgum
góðum leikmönnum á að skipa, sex
þeirra leika með liðum á meginlandinu.
Leikmenn Wales vissu það vel að þeir
gátu ekki vanmetið íslenzka liðið. Það
sýndi iíka i leiknum að það var verðug-
ur mótherji. Ásgeir Sigurvinsson var í
sérflokki á vellinum. Þaö er leikmaður,
sem kann að leika knattspyrnu. Virtist
alstaðar á vellinum i siðari hálfleikn-
um. Frábærlega leikinn og það eru
fleiri í íslenzka liðinu, hinn Ijóshæðri
Arnór Guðjohnsen, Janus Guðlaugs-
son, Magnús Bergs og Atli Eðvaldsson.
Hinn hávaxni markvörður liðsins,
Guðmundur Baldursson, var mjög
öruggur allan leikinn. Varði tvívegis
frábærlega (brilliantly). lokakafla
ieiksins. Mjög íþróttamanniega vaxinn.
Sævar Jónsson hélt Curtis að mestu
niöri. Vék varla frá honum og Mar-
teinnGeirsson.fyrirliði og leikreyndasti
maður íslands með 59 landsleiki, var
öruggur swceper,” sagði Ron Jones og
þulir Radio Wales voru hreint ótrúlega
jákvæðir í dómum sínum um íslenzka
liðið, þó þeir ættu auðvitað erfitt með
að leyna vonbrigðum sínum með
úrslitin. í BBC sagði Brian Butler, sá
frægi útvarpsmaður, „Sigurvinsson
var að minu áliti maður leiksins. Mjög
snjall og síðara mark hans i leiknum
hefði enginn markvörður í heimi varið.
It was a beauty,” sagöi Butler.
Leikurinn var sögulegur, ekki aðeins
HM unglinga:
Qatar sigraði
Englendinga!
— ogleikurtil úrslita
gegn Vestur-Þjóðverjum
Qatar, litla olíuríkiö við Persafló-
ann, er komið í úrslit á HM unglinga í
Ástralíu. Sjálfir Englendingar voru
lagðir að velli í undanúrslitaleik þjóð-
anna í gær. Qatar sigraði 2—1 eftir að
hafa komizt í 2—0 og mætir Vestur-
Þjóðverjum, Evrópumeisturum
unglinga, i úrslitaleik um helgina.
Englendingar verða að láta sér nægja
leik um 3. sætið við Rúmena sem gerðu
allt nema skora gegn Vestur-Þjóðverj-
unum.
Rúmenar sóttu linnulitið allar 90
mínúturnar og aðeins fádæma klaufa-
skapur framlínumanna þeirra og frá-
bær markvarzla Rudiger Vollborn hélt
vestur-þýzka liðinu á floti. Framlengja
þurfti leikinn og þá náðu Vestur-Þjóð-
verjar undirtökunum. Á 103. mín. tók
Thomas Brunner, Niirnberg, horn-
spyrnu. Rúmenum mistókst að hreinsa
og lögðu knöttinn fyrir tærnar á Alfred
Schön, Waldhof-Mannheim, sem
þrumaði í netið. Rúmenar sóttu stift
lokamínúturnar en ekkert gekk frekar
en fyrr og vonbrigði þeirra í leikslok
voru mikil.
Vestur-þýzki unglingalandsliðsþjálf-
arinn, Dietrich Weise, kvaðst frekar
hafa viljað mæta Englendingum í
úrslitaleiknum þar sem hann vissi ekk-
ert um lið Qatar.
Eins og skýrt hefur verið frá hér í
DB, gerðu Brasilíumenn aðsúg að
dómaranum eftir tap þeirra gegn Qatar
i 8-liða úrslitunum. Þjálfari Brasiliu
hefur nú verið úrskurðaður í tveggja
ára bann af FIFA og Brasilíumenn
fengu 5000 franka sekt fyrir tiltækið.
hvað úrslitunum viðkom, þar sem
Wales fékk ásig fyrstu mörkin í 3. riðli
HM á heimavelli, heldur vegna trufl-
unar á flóðljósum vallarsins. Þau fóru
af snemma í leiknum en vallarstarfs-
mönnum tókst að laga það. Mínútu
fyrir leikhléið fóru ljósin alveg. Bilun í
stjórnkerfi Ijósanna. Finnski dómarinn
Ravander lét leikmenn fara til búnings-
herbergja sinna, enda kalt á vellinum.
Það tók starfsmenn fjörutíu mín. að
koma ljósunum í lag. Það tókst —
íslenzka liðið birtist á vellinum, síðan
kom dómarinn og leikmenn Wales.
Ein mínúta leikin. ísland átti innkast
og náði sókn. Fékk hornspyrnu. Sína
fyrstu i leiknum. Hreinsað frá og Carl
Harris náði knettinum af Viðari Hall-
dórssyni. Gaf fram á John Mahoney,
sem geystist að marki Islands. Spyrnti
á márkið — rétt framhjá. Síðan
flautaði dómarinn. Leikhlé en strax
haldið áfram. Aðeins skipt um vallar-
helminga og haldið áfram, þegar mark-
verðirnir Dai Davies og Guðmundur
Baldursson höfðu hlaupið vallarlengd-
ina í mörk sín. Síðari hálfleikurinn
hpfst og ísland jafnaði á fyrstu mínút-
unni. . . . en nánar um það síðar.
Spenna gifurleg og ljósin fóru að
blikka á ný. Allir óttuðust að fresta
þyrfti leiknum smátíma en fljóðljósin
híedu þó það sem eftir var leiksins. Þó
aðeins með þremur fjórðu styrkieika.
Wales nær forustu
Það var greinilegt þegar leikurinn
hófst að lið Wales hafði þau fyrirmæli
að leika stíft upp á mörk. Aðeins þrír
varnarmenn, Joey Jones, Kevin Rat-
cliffe og Pete Nicholas. Ú'varpsmenn
Radio Wales voru allt annað en hrifnir
af þvi. Davies var í markinu. Robbie
James, Mahoney, Carl Harris og
Jerome C'harles á miðjunni, Leighton
James, sem var í fyrsta skipti fyrirliði
landsliðs Wales í sínum 48 landsleik,
Curtis og Ian Walsh i framlínunni.
Lokakafla leiksins kom Ian Rush,
Lieverpool, i stað Carl Harris, sem
hafði verið einn bezti maður Wales að
sögn þulanna „Þrír miðherjar — þetta
gengur ekki,” sagði Ron Jones og spá-
dómur hans rættist. Ian Rush sást
varla.
íslenzka liðið var eins skipað og
skýrt var frá í blaðinu í gær. Sömu leik-
menn og gegn Tékkum á Laugardals-
velli og sömu ellefu leikmennirnir léku
allan leikinn.
Wales sótti miklu meira framan af
leiknum og fengu fyrsta hættulega
færið á 21. mín. Robbie Jaines átti skot
á markið en Guðmundur Baldursson
varði mjög vel. En þremur mín. síðar
náði Wales forustu. Carl Harris gaf
fyrir markið, Curtis og Charles börðust
um knöttinn við islenzku varnarmenn-
ina. Charles átti skot, sem var „blokk-
erað” en knötturinn hrökk til Robbie
James, sem sendi hann í markið óverj-
andi fyrir Guðmund. Tveimur mín.
síðar munaði litlu að Wales skoraði
aftur. Ian Walsh komst einn inn fyrir
vörnina. Guðmundur hljóp á móti
honum. Walsh spyrnti knettinum
framhjá.
Þrátt fyrir talsverðan sóknarþunga
Wales voru leikmenn liðsins nokkuð
frá sínu bezta. íslenzka liðið fór að
koma meira inn í myndina. Á 30. mín.
átti Atli Eðvaldsson hörkuskot rétt yfir
mark Wales. Þar munaði ekki miklu.
Pétur Ormslev var bókaður fyrir brot á
Harris og á 43. min. munaði ekki miklu
að fsland jafnaði. Marteinn Geirsson
átti snilldarsendingu fram til Ásgeirs
Sigurvinssonar sem brutiaði upp og inn
í vítateig Wales. Dai Davies kom á móti
honum og Ásgeir spyrnti. Knötturinn
fór rétt framhjá stönginni fjær. Rétt á
eftir gáfu fljóðljósin sig. Dómarinn lét
leikmenn fara lil búningsherbergja
sinna. Lúðrasveitin kom inn á í staðinn
og lék af miklum krafti. Radio Wales
fór einnig að leika lög eins og þegar
beðið var eftir að lýsingin frá Swansea
hæfist kl. 19.00 að okkar tíma. Þá lék
Radio Wales bara spænsk lög. Talið að
á eftir mundu leikmenn Wales tryggja.
sér farseðlana til Spánar næsta sumar.
Kannski ekki svo óeðlilegt.
Ásgeir jafnar
Þó allt væri næstum i myrkri á Vetch
Field sáu útvarpsmennirnir fljóðljós frá
St. Helens-leikvellinum, þar sem
rugby-leikur var háður. Það var þvi
von í að leikurinn hæfist á ný. Um
tíma var þó rætt um að fresta leiknum
til fímmtudags en þess þurfti ekki.
Ljósin komu á ný eftir rúmlega 40
minútur. Tekið til við leikinn.
Minútan, sem eftir var, leikin eins og
áðurerlýst.
Síðan hóist . iðari hálfleikurinn.
ísland fékk innkast, sem Örn Óskars-
son tók. Kasta.M knettinum til Arnórs,
sem tók á sprett upp hægri kantinn.
Gaf siðan inn í vitateiginn til Ásgeirs,
sem sendi knöttinn í markið af stuttu
færi með hælnum. Dauðaþögn sló á
tuttugu þúsund áhorfcndur en síðan
fóru áhorfendur að hvetja leikmenn
sína á ný. Þeir fengu tvær hornspyrnur
— Harris spyrnti framhjá eftir þá
síðari og á 54. min. skallaði Marteinn
Geirsson knöttinn í horn. Leighton
James tók hornspyrnuna, gaf inn í teig-
inn og Curtis stökk hærra en aðrir.
Skallaði knöttinn í mark við nærstöng-
ina, 2—1. Spennan gífurleg og Ijósin
fóru að blikka á ný. Wales sótti meira
en skyndisóknir íslands voru hættu-
legar.
Ásgeir jaf nar af tur
Á 60. mín. fékk Ásgeir knöttinn og
geystist inn á vallarhelming Wales. Lék
áfram og gaf siðan á Arnór Guðjohn-
sen, sem spymti á markið. Knötturinn
virtist á leið í markið en á marklínunni
tókst Kevin Ratcliffe að spyrna frá. Út
í teiginn og þar kom Ásgeir á fullri
ferð. Þrumunegling út við stöng, sem
Davies átti ekki möguleika að verja.
Mjög fallegt mark og jafntefli 2—2.
Skömmu síðar átti Atli skot framhjá
stöng marks Wales og Ron Jones sagði.
„Þarna hefði ísland hæglega skorað
sitt þriðja mark í hálfleiknum’,, Rush
kom i stað Harris á 64. min. og sókn
Wales var þung lokakaflann. Ásgeir
fékk þó færi, sem honum tókst ekki að
nýta. Tvívegis varði Guðmundur
Baldursson frábærlega frá Rush og
Curtis en íslenzku varnarmennirnir
stóðu þó vel fyrir sínu. Létu leikmenn
Wales koma og stóðu þétt fyrir. Greini-
lega mikil örvænting hlaupin í leik
Walesbúa, þeir urðu jú að vinna. Wales
fékk 11 hornspyrnur — ísland tvær.
Leiktíminn rann út og ,,nú er Spánn i
milljón mílna fjarlægð,” sagði Jones.
Þessi árangur islenzka landsliðsins er
einhver sá bezti, sem náðst hefur. Fylli-
lega sambærilegur við jafnteflisleikinn
við Austur-Þýzkaland í Magdeburg
1974. Og i 3ja riðli HM hefur Island
vissulega komið á óvart. Eina liðið,
sem skorað hefur í Wales — hlaut í allt
sex stig, sem er bezti árangur okkar i
HM og EM. Staðan i riðlinum er nú
þannig.
Wales 7 4 2 1 12—4 10
Sovétrikin 5 4 1 0 14—I 9
Tékkar 6 4 11 14—3 9
Island 8 2 2 4 10—21 6
Tyrkland 8 0 0 8 1—22 0
Og ef að líkum lætur elska Tékkar
okkur nú jafnmikið og þeir hötuðu
okkur eftir jafnteflið á Laugardalsvelli
i haust. -hsim.
1 DRAGHNOÐ
LANDSINS MESTA ÚRVAL
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
■
ASTRA - SÍÐMÚLA 32. - SÍMI86544.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
NÝiUNG í NEYTENDAMÁLUM
Frystipokar
sem auka geymsluþol matvæla
Rétt meðferð matvæla
við frystingu hefur mikil
áhrif ágæði þeirra og
geymsluþol.
Nú hefur Plastprent h.f."
hafið framleiðslu á frysti-
pokum úr sérstöku frost-
þolnu plastefni sem ver
kjöt og aðra matvöru
betur en áður hefur
þekkst gegn rýrnun og
ofþornun í frysti.
Tvær stærðir poka í hen-
tugum umbúðum.
Límmerkimiðar og bindi-
lykkjur fylgja. Fást í
næstu matvöruverslun.
Plastprent hf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600