Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 6
IMÝJUIMG
Tökum að okkur að seija
notaða véisieða.
Höfum kaupendur að notuðum vólsleðum.
BÍLASALA EGGERTS
Borgartúni 29 — Sími28488—28255
Til SÖIu
BM'VSia árg. 1980 BMW316 árg. 1980
BMW320 árg. 1980 BMW320 árg. 1979
BMW316 árg. 1980 BMW316 árg. 1978
BMW320 árg. 1979 BMW320 árg. 1977
BMW318 árg. 1978 Renauft 20 TL árg. 1978
BMW318 árg. 1978 fíonauft 18 TS árg. 1979
BMW320 árg. 1977 Renau/t 12 TS árg. 1978
BMWS20 árg. 1981 Renauft 14 TL árg. 1979
BMW31S árg. 1981 Renauft 14 TL árg. 1978
BMW320 árg. 1981, Renauft 4 VANF6 árg. 1979.
BMW323I árg. 1981 Renauft4 1/ANF6 árg. 1978
KRISTINN GUÐNASON HF.
^ SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
SKÓVER TÝSGÖTU 8 - SÍM114955
STAÐARFELL AKRAIMESI - SÍMI 93-1165
PÓSTSEN DUM
TELPNASKÓR
LitinHvítt ogburgandi
Stærðir: 29—38
Verðfrákr. 165,00
Utur.Rautt
Stærðir: 29—38
frákr. 165,00
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njáisgötu 49 — Simi 15105
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
i
I
Erlent
Erlent
Aðstoð við þróunarlöndin:
Þjóöaríeiótogar
22 ríkja þinga
— Ekki búizt við neinu endanlegu samkomulagi, ágreiningur um leiðir
Þjóðarleiðtogar 22 ríkja munu
koma saman í dag í Cancun í
Mexíkó, til að ræða-um hvernig
bregðast eigi við vanda þróunar-
ríkjanna og hvernig hin auðugari
iðnríki Vesturlanda eigi að haga
aðstoðsinni við þau.
Ráðstefnan er haldin að tilhlutan
ríkisstjórna Mexíkó og Austurríkis.
Ekki er búizt við að neinar endanleg-
ar samþykkir verði gerðar, en
viðræðurnar sem standa samtals í
tólf tíma eru taldar geta blásið lífi í
hina svokölluðu norður-suður
umræðu eða umræðuna um sam-
bandið milli ríkra þjóða og fátækra.
Utanríkisráðherra Mexíkó, Jorge
Castaneda, var vongóður um að
raumhæft samkomulag næðist um
hvernig standa ætti að aðstoð við
þróunarríkin á sviði orkumála- og
matvæla- og landbúnaðar-
framleiðslu. En áður en ráðstefnan
hófst kom upp ágreiningur milli
þeirra ríkja, sem frumkvæðið áttu að
henni. Castaneda hefur sagt að
tillaga Austurríkis um víðtæka
„Marshall áætlun” fyrir þróunar-
ríkin sé ekki vænlegur valkostur við
núverandi aðstæður. Haig utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna hefur tekið
undir þessa gagnrýni. Carrington,
utanríkisráðherra Breta, hefur gagn-
rýnt þá stefnu Bandaríkjanna, að
draga úr beinum fjárframlögum til
þróunarríkjanna. Carrington hefur
sagt að mörg fátækustu ríkin eigi
enga möguleika á að auka verzlun
sína við iðnríkin og geti ekki heldur
staðið undir frekari lántökum. Þau
verði því að reiða sig á erlenda
aðstoð.
Carrington lávarður.
Barnaverzlun í S-Ameríku
Þúsundum kornabarna er smyglað
frá Suður-Ameríku til ættleiðingar í
Evrópu á ári hverju. Þessi ólöglega
barnaverzlun er blómstrandi at-
vinnugrein og yfirvöld ýmist geta ekki
stöðvað hana, eða hafa ekki áhuga á
því.
Barn sem keypt er fyrir jafnvirði 250
islenzkra króna i Kólumbíu eða
Ekvador er hægt að selja fyrir 15
þúsund krónur í Evrópu.
Kaupendurnir eru aðallega barnlaus
hjón sem gefizt hafa upp á skrif-
finnskunni sem samfara er því að
ættleiða suður-amerísk börn á löglegan
hátt. Slíkar ættleiðingar geta tekið
mörg ár og því snýr fólk sér frekar að
skjótvirkari aðferðum þótt margfalt
dýrari séu. Seljendur barnanna eru í
meirihluta fátækar fjölskyldur og
einstæðar mæður sem ekki eiga kost
á að sjá fyrir börnunum eða vilja
heldur bjarga þeim sem eftir verða frá
hungurdauða. Þótt foreldrarnir fái
sjálfir minnsta hlutann af söluverðinu
þá eru 250 krónur nægilegt fé til að
halda uppi fjölskyldu í mánaðartíma.
Þar sem milljónir manna lifa sífellt á
hungurmörkunum er eitt barnsverð því
oft spurning um líf eða dauða. Fólk
réttlætir líka gerðir sínar með því að
benda á, að börnunum verði bjargað
frá hungurdauða með því að komastúr
landi. En eftirspumin eftir börnum er
svo mikil að framboðið annar henni
ekki, jafnvel þótt mæður ráðstafi
börnum sínum þótt þau séu enn í
móðurkviði. Þess eru því dæmi að
börnum hafi verið rænt frá foreldrum
sínum og þau seld.
Kll KLUX KLAN í NOREGI
Ný Ku Klux Klan hreyfing verður
innan skamms tíma tilbúin til að koma
fram fyrir almenningssjónir, segir leið-
togi þessara samtaka kynþáttahatara í
Bandaríkjunum í samtali við norska
Dagblaðið. Hann segir að undirbún-
ingshópar hafi starfað á mörgum
stöðum í Noregi undanfarin ár og að
starfið sé lengst komið í Osló og i
suðurhluta landsins. Blaðamennirnir
létu í ljós efa um að slíkt dæmigert
amerískt Suðurríkjafyrirbæri sem Ku
Klux Klan, ætti nokkurn tilverugrund-
völl í norsku samfélagi. En Bill Wilkin-
son, leiðtogi samtakanna, sagði að þau
væru ekki lengur eingöngu bundin við
Suðurríkin heldur kæmi meirihluti
fólks í samtökunum frá norðurhluta
Bandaríkjanna. Hann sagði að nú
þegar hefðu verið stofnaðar öflugar og
vel skipulagðar undirdeildir í Englandi,
Frakklandi, Þýzkalandi og á Spáni og
væri sú síðastnefnda þeirra stærst.
Ekki vildi Wilkinson nefna nöfn
þeirra er stæðu að baki Ku Klux Klan
hreyfingunni í Noregi, heldur yrði það
að koma í ljós. Hins vegar sagðist hann
geta upplýst að þeir væru virðulegir
Norðmenn og sannkristnir, sem hefðu
áhyggjur af innflutningi hörundsdökks
fólks í landið og af hinum eyði-
leggjandi áhrifum velmegunarinnar. Ég
held að Norðmenn og Finnar séu
komnir lengst í fyrirbyggjandi
aðgerðum af Norðurlandaþjóðunum,
sagði Wilkinson.
Ku Klux Klan hreyfingin hélt mót
sama kvöld og viðtalið var tekið og þar
marseruðu um hundrað fylgjendur
undir brennandi krossi og hlýddu síðan
á leiðtogana halda ræðu, sem norsku
blaðamennirnir sögðu að Hitler hefði
verið fullsæmdur af. Wilkinson sagði
m.a. í ræðu sinni að heldur vildi hann
láta lífið en að þurfa að hafa nokkur
samskipti við negra. Gagnárás hvítra
manna hófst með kosningasigri Reag-
ans í fyrri, sagði hann, og ég styð ein-
dregið þá stefnu hans að taka matar-
peninga og aðra hjálp af þessum svörtu
sníkjudýrum. Fylgjendurnir fögnuðu
þessum orðum ákaflega með hrópum
og öskrum.
■>- áVOrö.i •f.
Ku Klux Klan foringlnn Bill Wilkinson segir að brátt myndist hreyfing í Noregi. Hann hefur oft verið hand
tekinn en eins og myndin sýnir lætur hann sér það í léttu rúmi liggja.