Dagblaðið - 22.10.1981, Side 28
„Þetta er
hnefahögg
íandlitsjó-
manna”
— segireinn
viðmælenda DB um
loðnulækkunina
„Þetta er hnefahögg í andlit
sjómanna,” sagði einn viðmælenda
Dagblaðsins eftir að því sem næst 6%
verðlækkun á loðnu frá í fyrra hafði
verið ákveðin með atkvæðum odda-
manns og fulltrúa seljenda í Yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins á
fundi í gær.
Mikil óánægja rikir nú meðal
sjómanna meö loðnuverðið og kemur
víst fáum á óvart. Tonnið kostar nú
kr. 425 en kostaði i fyrra kr. 450. Er
miðað við 16% fitu og hækkar eða
lækkar verðiðum kr. 20við hvert 1%
frávik.
Til þess aö leysa þann hnút sem
skapazt hefur verður Verðjöfnunar-
sjóður að taka lán sem er allt að 42
miiljónum króna. Telja kunnugir að
það kunni jafnvel að ríða honum
endanlegaað fullu.
Loðnuskipin, sem biðu átekta á
miðunum í gær, héldu veiðum áfram.
-SSv.
Enn „sátta-
fundur” fyrir
landsfund
„Ekki frá f ramboði
mínu gengið,” segir
PálmiJónsson
„Það er gert ráð fyrir, að enn einn
fundur af þessu tagi verði haldinn
fyrir landsfund og eftir landsfund
verði fundum haldið áfram,” sagði
Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra
i morgun um „sáttafundina” í Sjálf-
stæðisflokknum.
„Það sem gerzt hefur á þessum
fundum er trúnaöarmál en þeir hafa
verið vinsamlegir,” sagði Pálmi, þeg-
ar hann var spurður hvað hefði gerzt
á „sáttafundi” sem haldinn var í
gær. Eftir öðrum heimildum hefur
DB frétt að fundurinn í gær hafi
verið tiðindalítill og sitji við hið sama
i deildum armanna i Sjálfstæðis-
flokknum.
Pálmi var spurður hvort hann
hefði nú endanlega ákveðið að gefa
kost á sér viö formannskjör á lands-
fundi. „Það er ekki frá því gengið,”
sagði Pálmi.
_____________________-HH.
Jón Magnús-
son íhugar
framboð
„Það sem hefur verið að gerast
hefur komið mér á óvart,” sagði Jón
Magnússon, fv. formaður SUS í gær.
Líkur eru taldar á að Jón gefi kost á
sér til formannsframboðs í Sjálf-
stæðisflokknum. Jón sagði í gær að
hann hefði enn ekki tekið ákvörðun,
en bætti viðt „Sjálfur hef ég talið
óhjákvæmilegt annað en að framboð
komi á móti því formannsframboði
er nú liggur fyrir. Ég mun vinna að
slíku framboði.”
-JH.
ElduráBrekkustíg
Innbú hússins að Brekkustíg 14b
eyðilagðist í bruna i gær. Miklar
skemmdir urðu og á húsinu. Líklegt
er að kviknað hafi í út frá rafmagni.
JH.
Kona rænd í
Lækjargötunni
Kona var rænd í Lækjargötunni
um tvöleytið I nótt. Kærir hún tvo
menn, sem nú eru í haldi hjá lög-
reglunni, fyrir að hafa stolið 1.440
krónum. öll þrjú voru undir áhrifum
áfengis. -LKM.
„Tignar skepnur graðf olar”
Hæstiréttur ómerkti
uppboð á graöhestum
Bjöms á Löngumýri
— „Gaman lífsins gerír hamingjuna,” sagði Bjöm bóndi
í viðtali við DB
„Það er óhjákvæmilegt að í
framhaldi af þessu verði annað mál,
þar sem ég krefst allra bóta og endur-
greitt útlagt fé með vöxtum og
hestanna aftur,” sagði Björn Páls-
son, bóndi og fyrrverandi alþingis-
maður, í viðtali við DB í morgun.
„Auk sýslumanns verð ég að
stefna að minnsta kosti tveim
ráðherrum, fjármála- og dómsmála-
ráðherra,” sagði Björn. „Þetta er
fróðlegt fyrir sýslumenn að fá góðar
upplýsingar um embættisfærslu.”
„Já, það eru tignar skepnur
graðfolar. Það ætti að krydda þetta
með góðri mynd. Miri vegna mætti
sýslumaður sitja stærri graddann,
hvort sem hann verður með húfuna
eða ekki.
Það er nefnilega gaman lífsins sem
gerir hamingjuna,” sagði Björn Páls-
son.
Hæstiréttur ómerkti nauðungar-
uppboð, sem sýslumaðurinn í Húna-
vatnssýslu, Jón ísberg, hélt á tveim
stóðhestum Bjöms Pálssonar, Ytri-
Löngumýri, í júní 1979. Dómur
Hæstaréttar var kveðinn upp
þriðjudaginn 20. október
síðastliðinn. Var sýslumaður
dæmdur til aðgreiða Birni kr. 2.500 i
málskostnað.
Meginkrafa Björns Pálssonar til
ómerkingar á uppboðinu var reist á
því að stóðhestarnir tveir hefðu ekki
verið lausagönguhestar, heldur hefðu
þeir sloppið úr girðingu og átt að
^handsamaþá.
Það kemur fram í uppboðsbók að
Björn lagði fram á uppboðsþinginu,
áður en uppboðið fór fram, mótmæli
gegn því að uppboðið yrði haldið.
Þessum mótmælum sinnti sýslu-
maður ekki. Fór uppboðið fram. Var
annar stóðhesturinn sleginn Benedikt
Jónssyni á kr. 80 þús. gamlar en hinn
Þorfinni Björnssyni á 152 þús.
gkrónur.
Er skemmst frá því að segja að
Hæstiréttur taldi að stóðhestarnir
hefðu gengið lausir. Hefði það verið
óheimilt og því borið að handsama
þá.
Eftir atvikum hefði sýslumaður
verið löglegur uppboðshaldari, enda
uppboðið löglega auglýst. Hins vegar
hafi hvorki frumrit né afrit auglýs-
ingar verið lagt fram á uppboðsþing-
inu og verði því ekki séð hvað í henni
stóð.
Hins vegar hefði uppboðshaldari
átt að leiðbeina áfrýjanda þegar
hann mótmælti uppboðinu, sam-
kvæmt ákvæðum laga um meðferð
opinberra mála og laga um nauðung-
aruppboð, þar sem hann sé ekki lög-
lærður.
Uppboðshaldari hefði þá tekið
afstöðu til mótmælanna með úr-
skurði. Þann úrskurð hefði þá verið
hægt að bera undir Hæstarétt sam-
kvæmt ákvæðum uppboðslaganna.
Þykja Hæstarétti slíkir
annmarkar á framkvæmd hins á-
frýjaða uppboðs að ekki verði hjá því
komizt að ómerkja það.
-BS.
Hörkuárekstur stórra bfla
Mjög harður árekstur varð við
Elliðavog í gær. Stór vöruflutninga-
bifreið á leið norður Elliðavog lenti
af afli undir vörubílspalli og stór-
skemmdist. Hús bifreiðarinnar gekk
alveg saman hægra megin og varð að
flytja bílinn burt með krana.
ökumaður var einn i bílnum og
sakaði hann ekki. Mikil mildi var að
farþegi var ekki í bílnum, þar sem
húsið gekk saman.
-JH/DB-mynd Bjarnleifur.
Ferskur fiskur með
f lugvélum til Boston
— Sannað að slíkir f lutningar eru f ramkvæmanlegir og
f járhagsútkoman viðunandi
„Það er nú fullreynt og sannað að
það er vel framkvæmanlegt að senda
ferskan fisk flugleiðis á markað í
Boston í Bandaríkjunum og þó ná-
kvæmir verðútreikningar liggi ekki'
fyrir erum við ánægðir með út-
komuna,” sagði Guðmundur H.
Garðarsson, blaðafulltrúi Sölumið'-
stöðvar hraðfrystihúsanna, í samtali
viðDB.
Þrír flugvélarfarmar hafa nú verið
sendir til Boston frá því um mánaða-
mót og fór sá síðasti í gær. Hver
farmur er um 45 tonn, og lendir flug-
vélin á hagstæðasta tíma fyrir
markaðinn. Auk þess hafa Flugleiðir
flutt tvívegis sex tonna sendingu til
New York. Alls nemur þessi út-
flutningurnú 140—150tonnum.
„Það er auðvitað markaðsverð
hvers dags sem verðinu ræður,”
sagði Guðmundur. „Þessi tilraun var
gerð fyrst og fremst til að kanna
hvort svona flutningar væru fram-
kvæmanlegir. Við því er svarið já-
kvætt. Menn eru líka ánægðir með
fjárhagsútkomuna úr þessum
sendingum,” sagði Guðmundur.
„Eftir er að sjá hvort fiskút-
flutningur með flugvélum er hag-
kvæmur allt árið, eða finna út hvaða
árstímierbeztur.”
-A.St.
frfálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 22. OKT. 1981.
Þjóðnýting
bankanna á
næsta leiti?
Bankakerfið og „þjóðnýting”
gróða bankakerfisins í þágu at-
vinnuveganna er efst á blaði áhugamála
nýjasta þingmanns Alþýðubanda-
lagsins, Baldurs Óskarssonansem tekið
hefur sæti Garðars Sigurðssonar, sem
situr þing Sameinuðu þjóðanna.
Baldur varð kunnur fyrir „krufningu”
á hag Flugleiða, þegar hann var í
eftirlitsnefnd þeirri er ríkisstjórnin
skipaði sér til aðstoðar í
Flugleiðamálinu.
Baldur gerir fyrirspum til viðskipta-
ráðherra sem fer með bankamál og
spyr fyrst um rekstrarhagnað Seðla-
bankans og sundurUðaðan rekstrar-
hagnað viðskiptabankanna.
Baldur spyr einnig hvernig eiginfjár-
staða bankanna hafi breytzt 1980 og
hvemig endurmatsreikningur Seðla-
bankans hafi þróazt sl. 5 ár. Loks spyr
Baldur hvaða leiðir séu færar til að
nýta gróða bankanna 1 þágu atvinnu-
veganna og hvaða áætlanir ríkis-
stjórnin hafi um það.
-A.St.
Þau talaíkvöld
Útvarpsumræður verða í kvöld um
stefnuræðu forsætisráðherra.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra talar einn af hálfu sjálfstæðis-
manna i ríkisstjórn.
Fyrir Alþýðuflokkinn tala Kjartan
Jóhannsson, Karvel Pálmason og
Sighvatur Björgvinsson. Fyrir
Framsóknarflokkinn: Steingrímur
Hermannsson og Tómas Árnason.
Fyrir Alþýðubandalagið: Svavar Gests-
son, Guðrún Helgadóttir og Stefán
Jónsson og fyrir sjálfstæðismenn i
stjórnarandstöðu: Geir Hallgrímssori
og Pétur Sigurðsson. -HH.
Áskrifendur
Einn ykkar er svo Ijónheppinn
að fú að svara spurningunum i
leiknum „DB-vinningur I viku
hverri". Við auglýsum eftir
honum ú smáauglýsingasíðum
blaðsins i dag.
Vinningur l þessari viku er
Crown-sett frá Radlóbúðinni,
Skipholti 19 Reykjavlk.
Fylgizt vel með, áskrifendur,
fyrir nœstu helgi verður einn ykkar
glœsilegu Crown-setti rikari.
hressir betur.