Dagblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
5
Þingsályktunartillaga tólf stjómarandstöðuþingmanna:
Alþingi skori á ráðherra
að kanna vilja símnotenda
varðandi skrefatalningu
— Flutnings-
menntelja
hækkuná
gjaldskrár-
taxta umf ram-
skrefaná
samatilgangi
Tólf þingmenn stjórnarand-
stöðunnar, sjö Sjálfstæðismenn og
fimm Alþýðuflokksmenn með
Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi
fylkingar, hafa lagt fram á þingi tillögu
til þingsályktunar um að Alþingi skori
á samgönguráðherra að láta fara fram,
nú þegar, könnun á afstöðu símnot-
enda til þess, hvor leiðin verði farin til
að jafna símkostnað landsmanna.
1) skrefatalning innanbæjarsímtala
,eða
2) hækkun á gjaldskrártaxta
umframskrefa (þó ekki á kostnað lang-
línunotenda).
Tillagan gerir ráð fyrir að
spurningarform og upplýsingar á
könnunareyöublaðinu verði unnin i
samráði við Neytendasamtökin og send
út með símreikningum.
Ályktunum og lögum
ekki fylgt
í langri greinargerð er m.a. minnt á
þingsályktun frá 1974, þar sem ríkis-
stjóm er falið að haga endurskoðun
gjaldskrár Landssímans þannig, að sem
fyrst náist sem mestur jöfnuður með
landsmönnum i kostnaði við notkun
símans og dreifbýli og höfuðborgar-
svæði beri hlutfallslega sömu byrði
hinna sameiginlegu heildarsímútgjalda.
Þá er bent á ákvæði laga nr. 36 frá
1977 ,,að stefnt verði að þvi við gjald-
skrárgerð, að sömu gjöld gildi innan
hvers svæðisnúmers” og síðar í sömu
lögum að „ráðherra sé heimilt að
ákveða, að sama gjald skuli krafið fyrir
símtal við helztu stjórnsýslustofnanir
ríkisins í Reykjavík hvaðan sem talað
er af landinu.”
Kaup talningartækja
falin f fjárlagafrumvarpi
Rakið er, að þáverandi sam-
gönguráðherra heimilaði Pósti og síma
að taka tilboði um sölu á skrefa-
talningartækjum fyrir Reykjavíkur-
svæðið, án skilyrðis um fyrirvara um
fjárveitingu Alþingis. Síðan að ekki
hafi við afgreiðslu fjárlaga verið vakin
sérstök athygli fjárveitinganefndar né
þingmanna almennt á því, að um væri
að ræða kostnað vegna tækjakaupa til
mælingar innanbæjarsímtala á
höfuðborgarsvæðinu.
Siðan segir að nýjustu upplýsingar
hermi að skrefatalningin verði að
líkindum tekin upp 1. nóv. Vegna
fyrirspuma og gagnrýni þingmanna
hafi framkvæmd skrefatalningar verið
mjög á reiki og tekið ýmsum
breytingum.
Þannig sé nú ákveðið að tíma-
mæling nái til símtala í öllum bæjum
og byggðakjörnum landsins sem hafa
sjálfvirkan síma. Taki talningin strax
til 96% símanúmera. Nú sé ekki lengur
TVEIR í VIÐBÓT
AFTOPPLISTANUM
„Við Ólafur ÍIHH
megumvel '.fHMH
una
— sagði Steingrímur
Hermannsson
,,Út af fyrir sig eru skoðana-
kannanir þarfar og oft marktækar,
sjálfsagt eitthvað misjafnlega þó.
Á því getur jafnvel verið daga-
munur, hverjar vinsældir stjórnmála-
menn hafa,” sagði Steingrímur
Hermannsson, formaður Framsókn-
arflokksins f viðtali við DB.
,,Ég held þó,” sagði Steingrímur,
„að við Ólafur megum vel við una
þessa könnun Dagblaðsins
vinsældum stjórnmálamanna”.
-BS
77
„Viðhorfin breytast ört,
einsog
dæmin
sanna
— segir Kjartan
Jóhannsson
„Þetta er nú kannski frekar til
gamans gert en að ætlunin sé að
uppgötva einhver náttúrulögmál,”
sagði Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins í viðtali við DB.
Hann bætti við: ,,í þessum efnum
breytast viðhorfin harla ört, eins og
dæmin sanna úr fortíðinni”.
-BS.
nefnd 3 mínútna skreflengd á daginn
og 6 mínútur kvöld og nætur, heldur
aðeins talning að degi til (kl. 8—19)
fimm virka daga vikunnar. Ekki sé
lengur á dagskrá aö lengja aðeins
langlínuskref í 2. og 4. gjaldflokki,
heldur lenging allra langlínusamtala.
Rök andmælenda
Talin eru upp rök ráðamanna
símaþjónustu fyrir skrefatalningunni.
Tekið er fram að andstaða gegn áform-
um um skrefagjald hafi verið fyrir
hendi frá fyrstu tíð.
Loks er sagt að andmælendur
skrefagjaldsins haldi fram 1) að skrefa
talning sé frelsissvipting frá því sem
verið hafi og i henni felist skerðing á
málfrelsi. 2) að ná megi sama jöfnuði
með hefðbundinni hækkun á gjald-
skrártaxta umframskrefa, og nýlega
hafi fengizt viðurkenning símamála-
stofnunar á að sama jöfnuði mætti
ná með 35% hækkun umframgjalda.
3) Þorri þjóða hafi leyst vanda vegna
gjaldtöku vegna gagnasendinga til og
frá tölvum, án þess að leggja skrefa-
gjald á almenna notendur.
Loks segir að „frínúmerakerfun”
síma sem Alþingi fól ríkisstjórn í maí í
vor að láta kanna, þurfi ekki að girða
fyrir skoðanakönnun þá, sem tillaga
tólfmenninganna gerir ráð fyrir. Bezt
sé að hún sé gerð í samráði við
Neytendasamtökin og spurningalistar
sendir út með símreikningum. -Á.St.
Hinn ótvírœði sigurvegari
Tœkið sem gagnrýnendur
keppast við að
HRÓSA
SONY
Skrum eða staðreynd?
Staðreynd:
„ Viö skiljum ekki hvers vegna SONY ,,SONY C5 er líklega merkasta video
kom ekki fyrr með C5 á markaðinn, framlagið 1981”
tækið er ósigrandi (it’s an unbeatable Which Video! Okt. 1981.
package which beats the pants off
many other machines) ” se§ia meira?
VIDEO WORLD. Sept. 1981. sión er SÖ8U ríkari-
Þú getur treyst SONY
•JAPIS
Brautarholti 2
Símar27192 og 27133.