Dagblaðið - 22.10.1981, Side 20
20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
Kvikmyndin um brœöuma Jón Odd og Jón Bjama á lokastigi:
Lögöum allan okkar metnaö -
í aö gera þessa mynd vandaöa myndannnar
„Við erum að fínklippa myndina
og síðan verður hún send til Dan-
merkur, þar sem hún fer í endanlega
vinnslu fyrir sýningu.Áætlað er að
frumsýna á jólunum,” sagði Þráinn
Bertelsson leikstjóri myndarinnar
Jón Oddur og Jón Bjarni, er hann
var inntur eftir hvað myndinni um þá
bræður liði. Myndin er byggð á sög-
unum vinsælu eftir Guðrúnu Helga-
dóttur alþingismann.
Stefnt er aö því að fá Háskólabíó
Borgarspítalanum og á Landakoti,”
sagði Þráinn ennfremur.
Myndin er ætíuð fyrir alla fjöl-
skylduna enda hafa allir, sama á
hvaða aldri þeir eru, gaman af sögun-
um um þá bræður. „Við reyndum að
leggja allan okkar metnað til að gera
þessa mynd vandaða eftir getu okkar
og aðstöðu,” segir Þráinn, ,,og í ein-
lægni þá er ég ánægður með út-
komuna.”
Það er kvikmyndafélagið Norðan 8
Hjálmar, faðir tvíburanna, verður fyrirþví óhappl / Sundlaug vaxturbæjar
að fðtín hans hverfa. Eglll Ólafsson og Kari Agúst Úlfsson sem er I hhit-
verki sundlaugarvarðar. Ljósm. Norðmn 8
sem sýningarstað en ekki hefur end-
anlega verið gengið frá samningum.
„Við leituðum að Jóni Oddi og Jóni
Bjarna í öllum skólum. Við vissum
auðvitað fyrirfram að ekki var um
marga eineggja tvíbura að ræða á
þessum aldri. Við tókum heil ósköp
af myndum af strákum, áður en við
fundum þá réttu. Þeir eru eineggja
tvíburar og heita Páll og Wilhelm
Jósefs Sævarssynir og stóðu sig eins
og hetjur,” sagði Þráinn.
Alls koma 75 manns fram í hlut-
verkum margs konar en auk þess fjöl-
margir aðrir t.d. hundrað strákar sem
voru í Vatnaskógi þegar kvikmyndað
var þar.
Kvikmyndunin fór aðallega fram i
júní og júlí og var íbúð tekin á leigu í
blokk sem nefnist Tjarnarból en hún
er staðsett á vegamótum Reykjavíkur
og Seltjarnarness. „Það var gott að
vera í þessari íbúð,” sagði Þráinn
ennfremur, „einkum og sér í lagi
vegna velvilja íbúa í blokkinni. Þeir
þurftu að þola að 30—40 manns
væru á hlaupum upp og niður stigann
allan daginn.” Þá var einnig kvik-
myndað í grenndinni við blokkina, á
leiksvæðinu og fótboltavellinum við
Ægissíðu. Þingvallaferð var farin og
þá i gegnum Hveragerði og heim-
sókn í Vatnskóg. Einnig er spítalalíf í
sögunni og fengum við að filma á
sem gerir myndina en að því félagi
standa fjórar fjölskyldur. Það eru:
Helgi Gestsson og Auður Eir Guð-
mundsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir
og Egill Ólafsson, Guðrún Helga-
dóttir og Sverrir Hólmarsson og
Sólveig Eggertsdóttir og Þráinn Bert-
elsson.
Með aðalhlutvefkin í myndinni,
fyrir utan bræðurna, fara Steinunn
Jóhannesdóttir f hlutverki móðurinn-
ar, Egill Ólafsson í hlutverki pabb-
ans, Laufey Sigurðardóttir í hlut-
verki systurinnar Önnu Jónu, Herdís
Þorvaldsdóttir í hlutverki Ömmu
Dreka, Sólrún Yngvadóttir í hlut-
verki heimilishjálparinnar Soffíu og
Gísli Halldórsson í hlutverki Kor-
máksafa.
Þráinn var að lokum spurður um
miðaverð og sagði hann að mið yrði
tekið af myndinni Útlaganum sem er
nokkuð fyrr á ferðinni en Jón Oddur
og Jón Bjarni. -ELA.
Jón Oddur og Jón Bjami skoðe sig um I mlðbænum. Frá vinstri WBhelm
Jósefs Sævarsson (Jón Bjaml) og PáHJósefs Sævarsson (Jón Oddur).
Soffía hekfur að Jón Bjami hafí lent undir öskubíl. Frá vinstri Margrót Helga Jóhannsdóttír, Sólrún Yngvadóttír,
Pálml Svelnsson og Jón Lárusson.
Kristján Jóhann Jónsson sendir frá sér sínajyrstu bók:
Ég hef haldiö því stíft ftram uö^
sagan sé um kunningja mína
„Sagan gerist í litlu þorpi, sem á
sögutímanum verður að borg. Fylgzt
er með þó nokkrum persónum, sem
flestar eru á yngri árum. Annars er
mjög erfitt að segja frá efnisþræðin-
um í bókinni. 1 henni er engin aðal-
sögupersóna, heldur er reynt að gera
allar persónur jafnar,” sagði Kristján
Jóhann Jónsson kennari á Egils-
stöðum, sem nú sendir frá sér sína
fyrstu skáldsögu, Haustið er rautt.
Mál og menning gefur bókina út.
„Þetta er vissulega nútímasaga og
ég nota nokkuð staðhætti hér fyrir
austan, m.a. er i þorpinu nýbyggður
menntaskóli. Ég geri það svo ein-
hverjir hafi gaman af að rekja söguna
hingað,” sagði Krisjtán Jóhann enn-
fremur.
„Það má auðvitað segja að megnið
af þessu fólki i bókinni standi í brasi
með tilfinningalífið og skoðanir sinar
og því er hugsanlegt að segja að
bókin fjalli um ástir og pólitík. Ég
hef haldið því stíft fram að þessi saga
sé um kunningja mína svona til að
stríða þeim. Flestum er nefnilega
alveg meinilla við að láta skrifa um
sig.”
Kristján Jóhann er kvæntur Dag-
nýju Kristjánsdóttur einnig rithöf-
undi og kennara. Frá Dagnýju kemur
einnig bók, þýðing á útvarpssögunni
Praxis. Þá hefur hún einnig skrifað
fræðibók en einhver bið mun vera á
að hún komi út. Þau hjón eiga einn
sonöáragamlan.
— En hvernig gengur heimilislífið
þegar báðir aðilar sitja og skrifa bók?
„Ja, það er mjög erfitt. Við
leystum þetta með því að fá kunn-
ingja okkar hingað og hann kenndi
fyrir mig fyrri hluta vetrar í fyrra og
fyrir Dagnýju seinni hlutann. Þannig
fékk hann heilan kennsluvetur og við
frí til að skrifa. Þetta verður að vera
skipulagsatriði þar sem um er að
ræða launalausa kafla,” sagði
Kristján.
Hann sagðist hafa verið með bók-
Kristján Jóhann Jónsson kennari
við menntoskólann á Egllsstöðum
og rrthöfundur.
ELIN
ALBERTSDÓTTIR
ina í smíðum í tvö ár, með hvíldum
þó. Kristján hefur skrifað ljóð og
smásögur en Haustið er rautt er
fyrsta skáldsaga hans. „Ég held
áfram að skrifa, ef ég hef eitthvað
ákveðið til að skrifa um, það verður
bara að koma í ljós,” sagði Kristján
Jóhann Jónsson.
Þess má að lokum geta að nú fyrir
jólin kemur einnig út þýdd bók eftir
Kristján, sú nefnist, Haltu kjafti og
vertu sæt, eftir Vitu Andersen. Lyst-
ræninginn gefur þá bók út. Þá má
einnig geta þess að Alþýðuleikhúsið
frumsýnir mjög bráðlega leikrit eftir
Vitu Andersen, Elskaðu mig.
-ELA.
Flcifú »
FOLK
„Þeir meina
ekki daglegt
brauö heldur
buffog
spœlegg
Séra Bjarni Jónsson, dómkirkju-
prestur í Reykjavík, dómprófastur,
vígslubiskup og biskup yfir íslandi
stutt tímabil, var með afbrigðum ást-
sæll af sóknarbörnum og raunar
öllum, sem hann jrekktu. Hann varð
háaldraður og voru 100 ár liðin frá
fæðingu hans í gær, 21. október.
Siðustu ár ævinnar hafði hann
skírt og fermt flesta uppkomna inn-
fædda Reykvíkinga, auk annarrar
þjónustu.
Séra Bjarni var afar orðheppinn og
oft hnyttinn. í stólræðum setti hann
iðulega fram skýrar myndir af tíðar-
andanum með dæmum, sem allir
skildu.
Fyrirstríðskreppan var löngu
gengin hjá þegar séra Bjarni notaði
eitt sinn svofellt dæmi um breytta
tima. „Þegar ungu prestarnir í dag
biðja faðirvorið og segja: „Gef oss í
dag vort daglegt brauð”, þá meina
þeir það ekki bókstaflega. Þeir meina
buff ogspælegg.”
Helluprents-
húsiö aö
stórmarkaöi?
Einhver vafamál munu hafa komið
upp á Hellu með hús það sem Hellu-
prent hf. var staðsett í. Hreppurinn á
nú það hús og eru nokkrir sem sýnt
hafa því áhuga. Þó mun áhuginn vera
mestur hjá Kaupfélaginu Þór sem vill
gera húsnæðið að stórmarkaði fyrir
byggðarlagið.
Áfram
í Stundinni
Laddi grínisti, öðru nafni Þórhali-
ur Sigurðsson kvaddi landann í líki
Binna brandarakarls í vor í Stundinni
okkar. Ætlaði Laddi að halda til
náms í henni Ameríku. Ekki varð úr
þeim draumi, þar sem Laddi komst
ekki inn í skólann í vetur, þannig að
áfram verður hann í Stundinni þó
ekki sé það í hlutverki Binna.
Beöiö var eftir
Best fram á
föstudagskvöld
í Fleira fólki á þriðjudaginn var
sagt frá því að Valsmenn hafi haldið
áfram að auglýsa komu George Best
knattspyrnukappa eftir að ljóst varð
að hann kæmi ekki til landsins. Vals-
arar vilja ekki alveg skrifa undir það
og segja að vonazt hafi verið eftir
Best allan föstudaginn.
Hafi þess vegna einkaflugvél frá
Elíeser Jónssyni staðið tilbúin til að
ná í kappann langt fram á kvöld. Um
það bil sem Iokað var fyrir fréttir i
laugardagsblað Morgunblaðsins bað
Halldór Einarsson fyrir frétt um að
líkurnar væru engar fyrir því að
George Best léki með daginn eftir.
Síða sú sem auglýsingin frá Val um
komu Bests og ágæti var á var unnin
langt fyrirfram svo að ógerningur var
að breyta henni.
Hann er
ekki kona
íslendingur á Akureyri segir að
Guðmundur Sæmundsson verka-
maður hafi misst af forsetatign í
Alþýðusambandi Norðurlands
„vegna þess að hann er ekki kona”.